Morgunblaðið - 10.02.2003, Page 12

Morgunblaðið - 10.02.2003, Page 12
Keppni hófst á laugardeginum ogfyrst bar til tíðinda þegar Sunna bætti eigið Íslandsmet í lang- stökki kvenna um 20 sentimetra, stökk 6,28 metra. Sigur- björg Ólafsdóttir úr Breiðabliki náði einnig góðum árangri er hún stökk 6 metra, sem er Íslandsmet í flokki stúlkna 16-17 ára. Sunna þurfti síð- an að gefa allt sitt til hafa sigur í 60 metra hlaupi og bætti meistara- mótsmetið um úr 7,71 í 7,63 sekúnd- ur en Emma Ania úr FH, sem keppti sem gestur á mótinu, veitti henni harða keppni. Jón Arnar hafði í nógu að snúast. Hann sigraði í kúluvarpi á 15,25 metrum í fyrsta kasti en hafði síðan ekki tíma til að prófa aftur fyrr en í síðustu tilraun. Hann kom þá hlaup- andi úr annarri grein og tókst ekki vel upp með kúluna, kastaði henni 20 sentimetrum styttra en í fyrra kastinu en það dugði samt til sigurs. Á meðan vann hann í tveimur öðrum greinum; stökk 4,80 metra í stang- arstökki og 7,40 í langstökki en Reynir Logi Ólafsson úr Ármanni hafði betur í 60 metra spretti með meistaramótsmeti á 6,92 sekúndum – 13 sekúndubrotum betur en Jón Arnar. Sigurkarl Gústafsson úr UMSB hljóp á 7,10 sem er drengja- met 17-18 ára. Stangarstökk kvenna var nokkuð spennandi um tíma þegar Aðalheið- ur María Vigfúsdóttir úr Breiðabliki og Fanney B. Tryggvadóttir úr ÍR bitust um sentimetrana. Aðalheiður hafði loks sigur með 3,40 metra en 3,30 dugðu Fanneyju til að ná Ís- landsmeti í meyjaflokki. Þær voru samt hættar þegar kom að FH- ingnum Þóreyju Eddu Elísdóttur því byrjunarhæð hennar var 4,15 metrar sem hún fór auðveldlega eins og 4,30 í fyrstu tilraun. Þórey Edda hækkaði í 4,45 metra en komst ekki yfir slána, henni til sárra vonbrigða. „Ég er auðvitað með mjög óánægð með að komast ekki yfir því ég átti það svo innilega inni en eitthvað fór úrskeiðis. Það á ekki að vera neitt mál að fara yfir 4,45 metra og ég hef farið yfir 4,40 í vet- ur og fór fyrir tveimur árum yfir 4,51. Ég ætlaði að gera betur í dag og var tilbúin til þess. Það hefur gengið vel á æfingum, það er reynd- ar alltaf eitthvað að plaga mann en maður sníðir bara æfingarnar að því og það hefur gengið vel. Ég er samt mjög ánægð með hvað ég er farinn að gera vel á stönginni og að atrenn- an hafi smollið saman. Þetta er þriðja mótið og útrúlega að það sé að ganga upp núna,“ sagði Þórey Edda í lok keppninnar. Hún hefur að vísu náð HM-lágmarki, sem er 4,40 metrar, en taldi sig verða gera betur. „Ég þurfti að stökkva hátt til að komast á mót erlendis í stað þess að verða föst hérna í Fífunni allt sumarið því ég verð að komast í að keppa við þá bestu. Til þess þarf lík- lega að fara yfir 4,50 metra. Það er því óvíst hvað er framundan og ég verð að vona að ég fái að keppa á mótum erlendis bara með þessa 4,40 metra en það er aldrei að vita,“ sagði Þórey Edda. Átta hundruð metra hlaup kvenna fékk áhorfendur til að taka duglega við sér. Eygerður Inga Hafþórs- dóttir úr FH var fyrst er kom að síð- ustu beygjunni en á lokasprettinum féll hún við og Fríða Rún Þórðar- dóttir, sem var að komast fram úr henni, vann á 2.20:92 mínútum. Um 122 keppendur úr 10 félögum voru skráðir til leiks en ekki náði allt besta frjálsíþróttafólkið að mæta til leiks, þar á meðal Vala Flosadóttir, Einar Karl Hjaltason, Silja Úlfars- dóttir og nokkrir langhlauparar. Sunna Gestsdóttir bætti Íslandsmetið um 20 sentimetra í Fífunni Morgunblaðið/RAXJón Arnar Magnússon í keppni í stangarstökki. „ÉG var að reyna að bæta mig í langstökki og gældi við að ná 6,20 svo að þessir átta sentímetrar í við- bót eru góðir,“ sagði Sunna Gests- dóttir úr UMSS, sem bætti eigið met í langstökki um 20 sentímetra en vann einnig 60 metra sprett og grindarhlaupið. „Ég er búin að bæta mig í þessum þremur grein- um, sem ég keppti í – mér gekk vel í langstökkinu, líka í sextíu metr- unum og er ekki langt frá Íslands- meti þar svo maður er farinn að gæla við það líka.“ Sunna fékk þó næga keppni því í langstökkinu atti hún kappi við Sig- urbjörgu Ólafsdóttur og hin breska Emma Ania var sneggri í 60 metr- unum en keppti sem gestur. „Frænka mín, Sigurbjörg, heldur mér gangandi og þetta er í fyrsta sinn sem tvær konur stökkva yfir sex metra í sömu keppni en aðeins þrjár hafa stokkið svo langt. Í 60 metra hlaupinu var ég ákveðin í að láta Emmu ekki fara of langt fram úr mér. Ég hljóp á móti henni í des- ember og þá stakk hún af en ég var ákveðin í að láta það ekki gerast hér, sérstaklega ekki fyrir framan alla þessa áhorfendur. Það var því tekið á þó að ég vissi að það kæmi niður á hinum greinunum en það varð bara að hafa það,“ sagði Sunna sem heldur utan í vikunni. „Ég fer eftir rúma viku á danska meistaramótið og síðan á það sænska viku síðar. Ég keppi í 60 og 200 metrum en líka í langstökki og þar sem enginn hafði stokkið lengra en ég fyrir helgi er ég mjög spennt. Reyndar veit ég ekki um finnsku stelpurnar því ég skil ekki orð á finnsku heimasíðunni þeirra. Það breytir líka öllu að geta keppt hérna í Fífunni, til dæmis fyrir áhorfendur sem eru margir og styðja vel en það er mikils virði, maður leggur mikið á sig fyrir ár- angur og gott að fólk sýnir því áhuga.“ Morgunblaðið/RAX Sunna Gestsdóttir, önnur frá hægri, í keppni í 60 m hlaupi. Sunna vill fleiri met Jón Arnar og Sunna nutu sín í Fífunni SUNNA Gestsdóttir og Jón Arnar Magnússon voru í aðalhlutverkum á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum, sem haldið í Kópavog- inum um helgina. Sunna keppti í þremur greinum og sló eitt Ís- landsmet ásamt tveimur meistaramótsmetum. Jón Arnar náði engu meti en hafði samt sigur í 5 af sínum 6 greinum. Keppendur jafnt sem þjálfarar og áhorfendur báru mikið lof á aðstæður í Fífunni og vildu þakka þein góðan árangur. ■ Úrslit/B10 Stefán Stefánsson skrifar „ÉG er á eðlilegu róli, þetta mót var helst til að kanna í hvaða ástandi ég er og ég get verið sáttur við það,“ sagði Jón Arnar Magn- ússon eftir mótið á sunnudeginum. Hann keppti í sex af sjöþraut- argreinunum og sigraði í fimm af þeim, náði öðru sæti í 60 metra spretti en sleppti 1.000 metra hlaupinu. „Það var ekkert vit í að gera svoleiðis í staðinn fyrir aðra þraut. Það er auðvitað alltaf hægt að bæta sig í öllum greinum en lítið að marka árangurinn í dag því það var stíf dagskrá hjá mér í gær. Það voru jafnvel fjórar greinar í gangi í einu svo að ég hljóp á milli. Það er samt hluti af mótinu og maður er í raun orðinn vanur því. Ég hefði viljað kasta miklu lengra í kúluvarpinu en það var enginn kostur á því og í stangarstökkinu var ég óheppinn að fara ekki yfir 5,02 metra sem er meistaramóts- met. Maður hefur ekkert hvílt neitt og getur nú tekið því rólega fram að næstu helgi þegar kemur að Erki Nool-sjöþrautamótinu í Tall- in.“ Jón Arnar reynir enn að ná lág- mörkum til að komast á heims- meistaramótið innanhúss, sem fram fer í Birmingham í mars. „Það þarf að ná einu af sex efstu sætunum í heiminum til að komast inn. Fyrsta sjöþrautin er um næstu helgi og ef það næst verður æft vel fram að heimsmeistaramótinu en ef það gengur ekki er Austurríska meistaramótið hálfum mánuði síð- ar,“ bætti Jón Arnar við. Hann hef- ur búið í Gautaborg síðan í júní. „Það er gagngert til að æfa, konan vinnur og við sjáum hvort við náum endum saman. Ég geri ekk- ert annað, æfi tvisvar á dag þrjá tíma í senn nema sunnudaga. Ég er ekki hræddur við meiðsli, maður er orðinn gamall í hettunni og hlustar á líkamann í stað þess að keyra áfram þar til allt endar í vitleysu.“ Jón Arnar sigraði í fimm greinum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.