Morgunblaðið - 20.02.2003, Síða 6

Morgunblaðið - 20.02.2003, Síða 6
6 C FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR VUR V I ÐS K IP TAÞJÓNUSTA U TA N R Í K I S R Á Ð U N E Y T I S I N S í verki með íslenskri útrás www.vur.is Latibær á alþjóðlegan markað „Þegar ákveðið var að fara með Latabæ á alþjóðlegan markað hafði ég samband við VUR í Reykjavík og New York. Það kom mér á óvart hversu vel diplómatískir fulltrúar reyndust við að ná athygli hjá stórum erlendum fyrirtækjum. Við fengum aðstoð með fyrstu skrefin og það reyndist okkur vel að skilgreina markhóp, verkefni og markmið í upphafi. Aðstoð VUR við að koma okkur á rétta leið var ómetanleg og í framhaldi höfum við séð um að klára spretthlaupið við að finna réttan erlendan samstarfsaðila. Þeir hjá VUR hafa haldið áfram að fylgst með okkur og láta vita af spennandi tækifærum sem gætu hentað okkur. Það er traustvekjandi að vita af aðstoð VUR í sendiráðum Íslands víða um heim.“ Magnús Scheving, frkvstj. Latabæjar E F L IR / H N O T S K Ó G U R V U R 6 0 3 -0 3 EIGNIR innstæðudeildar Trygg- ingasjóðs innstæðueigenda og fjár- festa fullnægir ekki lögboðnum kröf- um um a.m.k. 1% eignarhlut af meðaltali tryggðra innstæðna í við- skiptabönkum og sparisjóðum á næstliðnu ári. Í ársreikningi sjóðsins, sem viðskiptaráðherra staðfesti í byrjun mánaðarins, kemur fram að eigið fé sjóðsins er 3.233 milljónir króna eða einungis 0,8975% af með- altali tryggðra innstæðna sem voru samkvæmt bráðabirgðatölum töl- fræðisviðs Seðlabanka Íslands 360 milljarðar að meðaltali árið 2002 og hækkaði um 14% á milli ára. Í fréttatilkynningu frá Trygginga- sjóði segir að innheimta þurfi því hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum þá fjárhæð sem vantar til þess að eignir innstæðudeildar nái því lágmarki sem lögboðið er. Hér er um að ræða eigi lægri fjárhæð en 369 milljónir króna að því er segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni kemur einnig fram að talið sé sennilegt að verð- bréfadeild Tryggingasjóðs verði fyrir fjárútlátum vegna Burnham Inter- national á Íslandi hf., en það varð gjaldþrota í lok nóvember 2001. Eignir inn- stæðudeildar Trygginga- sjóðs of litlar SÆNSKA símafyrirtækið LM Ericsson sendi 1.200 starfsmönnum upplýsingatæknideildar félagsins uppsagnarbréf nýlega og sagði þörf fyrir umsjón tölvukerfa hafa minnk- að vegna samdráttar í rekstri. „Starfsmönnum okkar hefur fækkað úr 107.000 í um 64.000 sem þýðir að við sendum færri tölvupósta en áður. Af þeim sökum þurfum við færri netþjóna og þar af leiðandi færra fólk til að annast þá,“ sagði Åse Lindskog, talsmaður Ericsson, við sænska sjónvarpsstöð. Af uppsögnunum ná um 700 til starfsmanna Ericsson í Svíþjóð en 500 í öðrum löndum. Ericsson segir upp 1.200 manns HAGNAÐUR Kögunar eftir skatta var samtals 33 milljónir króna á síðasta fjórðungi ársins 2002 en var 41 milljón fyrir sama tímabil árið 2001. Rekstrartekjur Kögunar voru 252 milljónir á tímabilinu og rekstr- argjöld 225 m.kr. fyrir sama tímabil. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagns- liði nam 27 milljónum eða 10,7% af rekstrartekjum. Á sama tímabili á árinu 2001 voru rekstrartekjur 265 milljónir, rekstrargjöld 227 milljónir og rekstrarhagnaður fyrir fjár- magnsliði nam 38 milljónum eða 14,3% af rekstrartekjum. Eigið fé Kögunar er í árslok 2002 samtals 608 milljónir og hefur það aukist um 34 milljónir eða 5,9% á þriggja mánaða tímabili sem jafngild- ir 25% hækkun á ársgrundvelli. Veltufé frá rekstri nam rúmum 25,3 milljónum Tekjur undir áætlunum Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að tekjur félagsins eru lítillega undir áætlunum á síðasta ársfjórðungi. „Ís- lenskt efnahagsumhverfi hefur ekki enn náð þeirri uppsveiflu sem áætl- anir félagsins gerðu ráð fyrir og hefur það leitt til nokkuð lægri sölutekna innanlands. Jafnframt hefur hópur starfsmanna sinnt undirbúningi Link-16 verkefnisins sem ekki skilaði tekjum á ársfjórðungnum,“ segir í frétt Kögunar en Link-16 verkefnið er verkefni sem Kögun stendur að ásamt bandarísk-franska fyrirtækinu Thales-Raytheon Systems og felst í smíði nýs fjarskiptakerfis fyrir örugg þráðlaus samskipti er tengist loft- varnarkerfi Íslands ( IADS). Tekna af verkinu er ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi í maí–júní nk. samkvæmt tilkynningunni. Hagnaður Kögunar minnkar FIMMTÍU og þrír endurskoðendur úr hinum ýmsu atvinnugreinum mættu á stofnfund Félags um innri endurskoðun á Hótel Loftleiðum á dögunum en sam- kvæmt fréttatilkynningu frá félaginu er því ætlað að vera samstarfsvettvangur þeirra sem starfa við innri endurskoðun á Íslandi auk þess sem það stefnir að aðild að The Institute of Internal Auditors Inc. (IIA) í Bandaríkjunum og því að taka þátt í evr- ópsku og norrænu samstarfi á sínu sviði. Í tilkynningunni kemur fram að mæt- ingin á fundinn hafi farið fram úr björtustu vonum undirbúningshóps, sem sýni að mikil þörf sé fyrir slíkt félag. Í fréttatilkynningunni kemur fram eft- irfarandi skilgreining IIA á innri endur- skoðun: „Innri endurskoðun er óháð, ár- angursríkt og ráðgefandi matsferli sem er virðisaukandi og bætir rekstur fyrirtækja og stofnana. Með kerfisbundnum og ög- uðum vinnubrögðum leggur innri endur- skoðun mat á og bætir virkni áhættustýr- ingar, eftirlits og stjórnunaraðferða og styður þannig viðkomandi rekstur í því að ná sínum markmiðum.“ Jafnframt segir að innri endurskoðun og ytri endurskoðun séu ólíkar að mörgu leyti. Ytri endurskoðun er framkvæmd af löggilt- um endurskoðendum með það að mark- miði að láta í ljós álit sitt á ársreikningi fé- lags eða stofnunar m.a. til notkunar fyrir utanaðkomandi aðila. Innri endurskoðun er aftur á móti hluti af innra starfi stærri fyrirtækja og stofnana. Félag um innri endurskoðun stofnað GJALDDAGAR á framvirkum skiptasamningum um kaup á hluta- bréfum í Íslenskum aðalverktökum, sem Joco, félag fjárhagslega tengt Jóni Ólafssyni, gerði á síðasta ári, hafa verið framlengdir. Fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands að samningarnir, sem gerðir voru 5. júní, 2. september og 16. október 2002, hafi gert ráð fyrir kaupum Joco á hlutabréfum í Íslenskum aðalverktökum samtals að nafnverði 67.475.743 krónur. Gjalddagar samninganna voru 28. febrúar og 15. apríl 2003. Hinn 15. nóvember 2002 voru samningarnir sameinaðir í einn samning með gjalddaga (lokadag) 14. febrúar 2003. Þeir hafa nú samkvæmt til- kynningunni verið framlengdir til 14. apríl 2003. Breytingarnar á samningunum hafa ekki áhrif á hluthafaskrá félags- ins. Hlutabréfakaup Joco í ÍAV Breyting gjalddaga á skiptasamningum TAP af rekstri norska fjarskipta- félagsins Telenor á árinu 2002 nam um 5 milljörðum norskra króna, jafn- virði um 56 milljarða íslenskra króna. Árið áður var hagnaður félagsins um 10,3 milljarðar norskra króna eða um 115 milljarðar íslenskra króna. JyllandsPosten segir að kostnaður Telenor á síðasta ári vegna endur- skipulagningar í rekstri hafi verið mikill. Þá hafi afskriftir á bókfærðu verði hlutabréfa félagsins í ýmsum farsímafélögum verið töluverðar. Samanlagður kostnaður vegna þessa hafi numið um 7,6 milljörðum norskra króna eða um 85 milljörðum íslenskra króna. Afskriftir Telenor voru mestar vegna verðlækkunar á hlutabréfum félagsins í ýmsum farsíma- og net- félögum. Þar munaði mest um Sono- fon í Danmörku, DiGi.com í Malasíu, og Total Access Communication í Taí- landi. Mikið tap hjá fjarskipta- fyrirtækinu Telenor UPPLÝSINGASTJÓRNUN er lykillinn að stjórnun nútíma fyrirtækja, segir Ragnar Bjart- marz, framkvæmdastjóri ráðgjafar- og hugbún- aðarfyrirtækisins Information Managemet (IM). Hann telur að fyrirtæki hér á landi séu al- mennt með nokkuð góð tök á öðrum helstu þátt- um rekstrarins, svo sem fjármálastjórnun, lag- erstjórnun og framleiðslustjórnun. Upplýsinga- stjórnun þurfi hins vegar að vera skilvirk til að tryggja arðsemi og samkeppnishæfni, en í þeim efnum megi mörg fyrirtæki gera betur en nú. „Upplýsingastjórnun gengur út á það að virkja réttar upplýsingar fyrir starfsmenn og stjórnendur, eftir þörfum þeirra starfsviðs, þannig að viðskiptaferlar séu skilvirkir og að stjórnendur hafi betri upplýsingar til ákvarð- anatöku,“ segir Ragnar. „Oftast eru þessar upp- lýsingar til með einum eða öðrum hætti í fyr- irtækjum, en það þarf að útfæra leiðir til að þær nýtist fyrirtækjunum betur. Sérhæfni IM er þekking á viðskiptaferlum fyrirtækja og mikil reynsla í að útfæra skilvirkar hugbúnaðarlausn- ir fyrir þau. Ástæðan fyrir okkar velgengni und- anfarin ár er þessi sérhæfni ásamt því að IM er þekkt fyrir vönduð vinnubrögð, sem hefur orðið til þess að viðskiptavinir velja IM framyfir önn- ur hugbúnaðarhús til að byggja upp þeirra innri upplýsingakerfi.“ Um 30% af tekjum erlendis frá IM var stofnað árið 1999 og hefur frá upphafi sérhæft sig í að aðstoða fyrirtæki á alþjóðavísu með upplýsingastjórnun. Ragnar segir að rekst- urinn hafi gengið mjög vel og fyrirtækið hafi frá upphafi skilað hagnaði. Hagnaðurinn hafi aldrei verið meiri en á síðasta ári, en þá hafi veltuaukn- ing fyrirtækisins verið um 70%. Árið áður hafi veltuaukningin verið um 20%. Þetta segir hann að sé í raun ótrúlega góður árangur á því sam- dráttarskeiði sem verið hafi á tölvu- og hugbún- aðarmarkaðinum undanfarin misseri. Fyrirtæk- ið hafi vaxið jafnt og þétt frá stofnun og starfsmenn séu nú 17 en hafi verið 4 í byrjun. „Eins og nafn fyrirtækisins gefur til kynna vinnur IM, eða Information Management, á al- þjóðlegum markaði,“ segir Ragnar. „Tekjur er- lendis frá eru að meðaltali um 30% af heildar- tekjum IM. Um þessar mundir er unnið að því að auka sölu hugbúnaðar, sem IM hefur þróað, gegnum erlenda samstarfsaðila. Þetta mun skila mikilli arðsemi á komandi árum þar sem allur þróunarkostnaður er þegar gjaldfærður og framleiðslukostnaður er svo til enginn.“ Frosti Jónsson, markaðsstjóri IM, segir að fyrirtækið hafi ekki verið áberandi útávið. Góð- an árangur fyrirtækisins megi fyrst og fremst þakka því hvað mikil áhersla sé lögð á vönduð og markviss vinnubrögð við að útfæra skilvirkar lausnir fyrir viðskiptavinina. Þá hafi sitt að segja að IM leggi áherslu á að ráðgjöf og lausnir fyrirtækisins byggist fyrst og fremst á þeirri þekkingu og þeim upplýsingakerfum sem þegar hefur verið fjárfest í og fyrir eru hjá viðskipta- vinunum. Þetta geti oft skipt miklu máli fyrir þá því útkoman sé oft mun betri en ef verið er að fjárfesta í nýjum og stórum upplýsingakerfum sem séu ætluð mun stærri fyrirtækjum en þekk- ist hér á landi. Dæmi um gagnsemi Ragnar segir að sem dæmi um hvar upplýs- ingastjórnun geti hjálpað til við rekstur fyrir- tækja megi nefna störf sölustjóra. Ekki sé nægj- anlegt fyrir sölustjóra að vita hver salan var á ákveðnu tímabili heldur þurfi hann einnig að vita hvað það var hjá sölumönnunum sem gerði að verkum að sala tókst eða mistókst. Þannig sé með upplýsingastjórnun hægt að bæta sölu- og markaðsmálin til að ná betri árangri. Annað dæmi um gagnsemi upplýsingastjórn- unar segir Ragnar að megi nefna að fyrir gæða- stjóra fyrirtækis sé ekki nóg að taka á móti kvörtunum heldur verði hann að vita hvort til- tekin kvörtun sé einsdæmi eða ekki. Þá verði hann að eiga möguleika á að geta fundið orsakir kvartana. Skilvirk upplýsingastjórnun geti hjálpað mjög til í þessum efnum. Þá nefnir Ragnar að mikilvægt sé hverju fyr- irtæki að miðla stefnu og markmiðum þess til starfsmannanna auk þess sem hvernig til tekst á hverjum tíma að ná markmiðunum. Ef ekki sé notast við virka upplýsingastjórnun til að fram- fylgja stefnu og markmiðum sé hætt við að ein- hver af markmiðunum gleymist og stefnan verði ekki eins virk og ætlast er til. Í þessum efnum sé upplýsingastjórnun nauðsynleg. Leiðandi hér á landi Allar hugbúnaðarlausnir sem IM gerir byggjast á Microsoft.Net aðferðafræðinni. Þetta segir Ragnar að geri auðveldara en ella að nýta upp- lýsingar milli upplýsingakerfa, hvort sem þær séu innanhúss eða hvar sem er annars staðar í heiminum, ef því sé að skipta. Hann segir að þessi aðferðarfræði sé mikið að ryðja sér til rúms í dag og spáir því að hún verði allsráðandi í þessum efnum eftir tvö ár eða svo. Til að mynda muni mörg bókhaldskerfi byggjast á þessum grunni, sem muni gera upplýsingastjórnun enn auðveldari. „Nú þegar hefur IM tveggja ára reynslu af .Net aðferðarfræðinni og er leiðandi í henni hér á landi. Þetta er mikill styrkur fyrir fyrirtækið og gerir okkur kleift að sækja enn frekar inn á markaðinn,“ segir Ragnar. Upplýsingastjórnun er lykillinn Morgunblaðið/Sverrir Ragnar Bjartmarz, framkvæmdastjóri IM, og Frosti Jónsson, markaðsstjóri IM. Veltuaukning ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtækisins Information Management á síðasta ári var um 70% ◆

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.