Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 33
Þessu markmiði laganna hefur Íbúðalánasjóður náð. Það tæki sem ríkisvaldið leggur Íbúðalánasjóði til í þessu skyni er ríkisábyrgð á húsbréfum og hús- næðisbréfum. Slík ríkisábyrgð veitir viðskiptavinum sjóðsins, sem eru allur almenningur, betri vaxtakjör en flestir aðrir aðiljar á fjármálamarkaði geta boðið. Slík ríkisábyrgð yrði úr sögunni ef íbúðalán sjóðsins yrðu færð yfir í almenna bankakerfið. Mikilvægt hlutverk á markaði Hvortveggju bréfin, húsbréf og húsnæðisbréf, eru markaðs- verðbréf sem gegna mikilvægu hlutverki á fjármálamarkaði. Hlutverk þeirra felst í því að fjármálamarkaðurinn finnur eins konar vaxtagólf með ávöxt- unarkröfu á húsbréfum og húsnæðisbréfum sem aðrir aðilar geta miðað við þegar verslað er með annars konar verðbréf á markaði. Ástæðan er sú að yfirleitt bera engin markaðsverðbréf lægri vexti samkvæmt ávöxtunarkröfu fjár- málamarkaðarins. Húsbréf og hús- næðisbréf gegna því svipað mik- ilvægu hlutverki á íslenskum fjármálamarkaði og svokölluð „State bonds“ á bandarískum fjár- málamarkaði. Sem dæmi um þetta þá nota margir lífeyrissjóðir ávöxt- unarkröfu húsbréfa sem grunn að ákvörðun útlánsvaxta til skjól- stæðinga sinna, það er þeir bæta við ákveðnu vaxtaálagi ofan á ávöxtunarkröfu húsbréfa til að finna út útlánsvexti af lífeyr- issjóðslánum. Stærri en viðskiptabankarnir Þegar rætt er um Íbúðalána- sjóð, er vert að hafa í huga að sjóðurinn er langstærsti sjóður í eigu íslenska ríkisins að ríkissjóði sjálfum slepptum. Sjóðurinn er um 50 milljarða króna virði, ef miðið er við V/H gildi sem viðgengst um verðmæta- mat á fjármálastofnunum í Kaup- höll Íslands. Eignir Íbúðalánasjóðs voru ríf- lega 400 milljarðar króna í árslok 2002 og hafa vaxið um 60 % frá stofnun sjóðsins 1. janúar 1999. Viðskiptavinir sjóðsins voru um 80 þúsund talsins og lán voru um 160 þúsund. Til fróðleiks má geta að íbúðir á landinu öllu eru um 106.000 talsins. Á meðan eigendur viðskipta- bankanna gera þá kröfu að hagn- aður þeirra sé sem mestur, þá er krafa eiganda Íbúðalánasjóðs, rík- isvaldsins fyrir hönd almennings, sú að hagnaður sjóðsins sé hófleg- ur og að viðskiptamenn hans, al- menningur, njóti þess í sem lægst- um vöxtum og vaxtamun. Sem viðmiðum um þetta má nefna rekstur Íslandsbanka, sem er afar vel rekinn banki, eins og viðskiptabankarnir og sparisjóð- irnir almennt eru. Hreinar vaxta- tekjur Íslandsbanka nam á árinu rúmum 10 milljörðum króna. Vaxtatekjur annarra banka var minni, enda eru þeir minni. Þótt Íbúðalánasjóður sé stærri en Ís- landsbanki hvað eignir og útlán varðar, þá námu hreinar vaxta- tekjur hans á árinu 2001 einungis um 10% af vaxtatekjum Íslands- banka, eða rétt rúmum 1 milljarði króna. Mjög lítill vaxtamunur Ástæðan felst að sjálfsögðu í litlum vaxtamun Íbúðalánasjóðs miðað við vaxtamun bankakerf- isins. Það er forvitnilegt að skoða vaxtamun Íbúðalánasjóðs og bank- anna á árinu 2001, en endurskoð- aðar tölur vegna ársins 2002 liggja ekki fyrir: Vaxtamunur 2001 Íbúðalánasjóður 0,28% Íslandsbanki 3,1% Landsbankinn 3,5% Búnaðarbankinn 3,5% Tekið skal fram að vaxtamun- urinn er vaxtamunur allra hús- næðislána Íbúðalánasjóðs, en vaxtaálag sjóðsins vegna hús- bréfalána er 0,35%, þar af rennur 0,20% í varasjóð vegna hugs- anlegra útlánatapa sem hafa verið hverfandi frá stofnun sjóðsins. Það kann að vera að einkavæð- ing Íbúðalánasjóðs geti orðið til þess að sjóðurinn næði enn betri árangri í þágu viðskiptavina sinna, almennings, en hann hefur náð að undanförnum misserum. Það kann að vera að viðskipta- bankarnir geti betur séð við- skiptavinum sínum fyrir hag- kvæmum lánum með lægri vöxtum og minni vaxtamun en Íbúðalána- sjóður hefur getað veitt þeim eftir markaðsvæðingu sjóðsins. Það verður eflaust tekist á um það í umræðunni á næstunni. Í þeirri umræðu ber að ræða núverandi árangur og stöðu Íbúðalánasjóðs. Ef breyta á rekstrarformi hins markaðsvædda Íbúðalánasjóðs þarf að sýna fram á með haldbærum rökum að slíkar breytingar verði til bóta fyrir al- menning. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 C 33HeimiliFasteignir Pálmi B. Almarsson Löggiltur fasteignasali Sverrir B. Pálmason Sölumaður Jón Guðmundsson Sölumaður Katrín Magnúsdóttir Ritari Sigurður Á. Reynisson Sölumaður Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ehf. hefur hafið sölu á stórglæsilegum 2ja, 3ja, 4ra, 5 og 6 herbergja íbúðum í glæsileg- um fjöleignahúsum í Bryggjuhverfinu. Íbúðirnar eru frá 95 m² og uppí 218 m². „Penthouse“-íb. eru á tveimur hæðum og verður þeim skilað tilbúnum til innréttinga. Öðrum íbúðum verður skilað fullbúnum án gólfefna. Stæði í bílageymslu fylgir öll- um íbúðum. Nokkrar íbúðir til afhendingar nú þegar. Glæsilegur sölubæklingur á skrifstofu Bifrastar. Verð frá 14,9 millj. Skemmtileg staðsetning við smábátahöfnina og sjávarilmur í lofti. NAUSTABRYGGJA 12-22 Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ehf. hefur hafið sölu á stórglæsilegum 3ja og 4ra herbergja íbúðum, 96-119 m² í glæsi- legum fjöleignahúsum í Grafarholtinu. Lyfta er í húsinu og sérinngangur í hverja íbúð. Vandaðar innréttingar frá Brúnás, tölvu- og símalagnir í öllum herb. Hægt er að fá bílskúr. Frábær staðsetning og glæsilegt útsýni. Íbúðum verður skilað fullbúnum án gólfefna. Glæsilegur sölubæk- lingur á skrifstofu Bifrastar. Verð frá 13,2 millj. KRISTNIBRAUT 77-79 Spóahólar - Laus Falleg 81,6 fm 3ja herbergja endaíbúð á 2. hæð í litlu fjöleigna- húsi ásamt 21,2 fm innbyggðum bílskúr. Parket og flísar. Húsið er ný viðgert að utan. Áhv. 4,4 millj. húsbréf. Verð 11,4 millj. Dalsel - Stæði Skemmtileg 98 m² 4ra herb. íbúð á tveimur hæðum ásamt stæði í bílageymslu. Áhv. 7,1 millj. Verð 12,3 millj. Gyðufell - Mjög góð Mjög góð og töluvert endurnýjuð 83 m² 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í nýlega álklæddu fjöleignahúsi. Yf- irbyggðar svalir. Verð 9,2 millj. Skipholt Góð 4-5 herbergja íbúð á 2. hæð og í risi á þessum eftirsótta stað. Samliggjandi stofur og þrjú svefnherbergi. Parket og flísar. Verð 13,2 millj. Torfufell - Mikið endurnýjuð Mjög falleg og mikið endurnýjuð 3ja her- bergja íbúð á 2. hæð í fjöleignahúsi. Nýtt eldhús og bað. Hús í topp ástandi. Gólfefni ný. Þetta er klassa íbúð sem er til afhending- ar fljótlega. Áhv. 3 millj. Verð 10 millj. Hraunbær - Laus Vorum að fá í einka- sölu rúmgóða 86 m² 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í nýlega viðgerðu fjöleignahúsi. Parket og flísar. Þvottahús í íbúð. Áhv. 5,6 millj. Laus til afhendingar. Verð 10,3 millj. Klukkurimi - Laus Vorum að fá í einkasölu 87 m² 3ja herbergja íbúð á 2. hæð (efstu) í fjórbýlishúsi á þessum skemmtilega stað. Glæsilegt útsýni. Verð 11,5 millj. Laugavegur - Í nýju húsi Mjög rúmgóð 125 m² 4ra herbergja íbúð á 3. hæð í nýju húsi við Laugaveginn ásamt stæði í bílageymslu. Lyfta er í húsinu. Íbúðin er laus. Verð 17 millj. Ránargata Góð 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu húsi á þessum eftirsótta stað. Áhv. 3,2 millj. byggsj. Verð 7,8 millj. VANTAR 30 íbúðir Vegna mikillar sölu á 2ja herb. íbúðum vantar okkur nú þegar allt að 30 íbúðir Í Rvík og Kópavogi. Skoðum þér að kostnaðarlausu, skráðu eignina þína núna. Logafold - Hæð og bílskúr Vorum að fá í sölu glæsilega 172 m² sérhæð ásamt 40 m² bílskúr. Fjögur svefnherbergi. Parket og flísar. Eign í sérflokki. Áhv. 8 millj. Verð 22,5 millj. Hjallavegur Góð 126 m², 5 herb. efri sérhæð á tveimur hæðum (hæð og ris) í fjór- býlishúsi, sem hefur verið töluvert endurnýj- uð. Parket og flísar. Áhv. 9,3 millj. Óskað er eftir tilboði. Hraunteigur - Sérhæð Mjög góð 136 m², 5 herbergja, neðri sérhæð með góð- um bílskúr á þessum eftirsótta stað. Þrjú svefnherb. og tvær stofur. Flísar og parket. ÍBÚÐIR ÓSKAST Vantar nú þegar á skrá, 3ja - 6 herb. íbúðir, mikil sala og góð eftirspurn. Höfum á skrá fjölda kaupenda sem bíða eftir réttu eigninni. Samtengd sölu- skrá, hafðu samband. Logafold Mjög rúmgóð 100 m², 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjöleignahúsi. Skemmtilega inn- réttuð íbúð. Parket. Áhv. 5,8 millj. byggsjlán. Verð 12,6 millj. Fensalir - Bílskúr Mjög falleg 115 m² 4ra herbergja íbúð á efstu hæð í litlu fjöleignahúsi á þessum eftir- sótta stað ásamt 29 m² bílskúr. Parket og flísar. Áhv. 8,5 millj. Verð 17,9 millj. Grensásvegur - Rúmgóð Mjög rúmgóð og fallega innréttuð 68 m² 2ja herbergja íbúð á 1. hæð í fjöleignahúsi. Verð 8,9 millj. Hraunbær - Laus Mjög góð 2ja her- bergja íbúð á jarðhæð í nýlega klæddu fjöl- eignahúsi. Áhv. um 3 millj. Verð 6,5 millj. Iðufell Vorum að fá í sölu mjög góða 68,2 fm 2 til 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í nýlega endurnýjuðu fjöleignarhúsi. Tvö svefnherbergi og stofa. Verð 7,9 millj. Jöklafold - Laus Vorum að fá í sölu mjög góða 58,6 fm, 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í fallegum litlu fjöl- eignahúsi. Áhv. 4,6 m. byggsj. Verð 9,4 m. Kleppsvegur - Einstaklingsíbúð Góð íbúð á 4. hæð í góðu fjöleignahúsi með lyftu, mikið útsýni. Suðursvalir. Áhv. 3,7 millj. húsbréf. Verð 6,7 millj. Hvassaleiti - Þjónustuíbúð Vorum að fá í einkasölu 2ja herbergja íbúð á 3. hæð í VR-blokkinni. Íbúðin er nýmáluð og laus til afhendingar. Parket og flísar. Áhv. 3,8 millj. Verð 14,5 millj. Hlaðbrekka - Skipti Vorum að fá í sölu mjög gott og vel viðhaldið 161 m² einbýlishús á tveimur hæðum með innb. bílskúr. Þrjú svefnherbergi. Hús í mjög góðu ástandi. Parket og flísar. Skipti á minni eign koma til greina. Áhv. 9 millj. Verð 22 millj. Byggðarholt - Mosfellsbæ Vorum að fá í sölu mjög gott 143 m² endaraðhús á einni hæð auk 22 m² bílskúrs. Fjögur svefn- herbergi. Stór og falleg endalóð. Verð 18,7 millj. ÓSKUM EFTIR SÉRBÝLI Höfum á skrá kaupendur að einbýlishúsum, rað- og parhúsum og sérhæðum á höfuðborgar- svæðinu. Hafðu samband ef þú ert í sölu- hugleiðingum, það kostar ekkert. Sam- tengd söluskrá. Vallarbarð - Raðhús Gott og vel inn- réttað 165 m² endaraðhús á einni hæð ásamt 25 m² bílskúr. Þrjú góð svefnherbergi. Rúmgóðar stofur. Parket og flísar. Áhv. 13 millj. Verð 20,5 millj. Reykjabyggð - Mos. Vorum að fá í sölu mjög gott 144 fm einbýl- ishús á einni hæð, auk 30 fm innbyggðs bíl- skúrs á þessum friðsæla stað. Endurnýjað eldhús og gólfefni. Áhv. 6,5 millj. húsbréf. Verð 20,1 millj. VANTAR - Stærri íbúðir Vantar nú þegar hæðir og stærri íbúðir, fjöldi kaupenda á skrá og samtengd söluskrá tryggir árang- ur. Það kostar ekkert að skrá eignina. Naustabryggja - Hæð og ris Vorum að fá í sölu mjög góða og fallega inn- réttaða 191 m² íbúð, sem er hæð og ris, ásamt stæði í bílageymslu. Fjögur svefnher- bergi og tvær stofur. Áhv. 9,3 millj. húsbréf. Verð 23,7 millj. SAMTENGD SÖLUSKRÁ FJÖGURRA FASTEIGNASALA - EIN SKRÁNING - MINNI KOSTNAÐUR - MARGFALDUR ÁRANGUR Alltaf á þriðjudögum Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.