Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 C 11 Í Skeifunni — til sölu eða leigu Til sölu eða leigu atvinnuhúsnæði á mjög góðum stað í Skeifunni. Um er að ræða ca 400 fm húsnæði, þar af 250 fm á götuhæð. Húsnæðið gefur mikla möguleika. Getur til dæmis hentað sem heildsala eða sér- verslun. TIL AFHENDINGAR STRAX. Skeifan fasteignamiðlun, Suðurlandsbraut 46, sími 568 5556. Geymslu- og lagerhúsnæði Til leigu gott geymslu- og lagerhúsnæði í Síðumúla. Stærð 150 fm. Upplýsingar í síma 893 0607. Lager/bílskúr óskast Óska eftir að taka á leigu 40—50 fm lager- húsnæði. Upplýsingar í síma 564 2411 eða 551 6020. FYRIRTÆKI Vantar þig vinnu/vantar þig rekstur? Átt þú eign sem gefur þér engan arð? Eða lang- ar þig að vera þinn eigin herra? Vil selja minn rekstur. Get tekið við peningum, skuldabréfi með veði, bíl, íbúð, atvinnu- húsnæði, sumarhúsi, fellihýsi eða hvaða eign sem er. Möguleiki á að setja reksturinn upp í dýrari eign og greiða með peningum á milli. Áhugasamir sendi svar á 31mars@visir.is . HÚSNÆÐI Í BOÐI Til leigu — 101 Reykjavík Glæsileg, rúmgóð 2 herbergja einstaklingsíbúð í miðbænum, gegnt Dómkirkjunni. Sérinngang- ur, reyklaus, engin gæludýr. Húsgögn og hús- búnaður fylgir. Leiga með öllu kr. 78 þús. á mán. Símar 867 4822 og 554 5545. Frá Alþingi Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn skv. reglum um hús Jóns Sigurðssonar Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn skv. regl- um um hús Jóns Sigurðssonar er laus til afnota tímabilið 1. september 2003 til 31. ágúst 2004. Fræðimenn, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verkefnum í Kaupmannahöfn, geta sótt um afnot af íbúðinni. Hún er í Skt. Paulsgade 70 (skammt frá Jónshúsi) en auk þess hefur fræðimaður vinnuherbergi í Jóns- húsi. Íbúðin er þriggja herbergja (um 80 fm) og fylgir henni allur nauðsynlegasti heimilis- búnaður. Afnotin eru endurgjaldslaus. Dvalar- tími í íbúðinni er að jafnaði þrír mánuðir en til greina kemur skemmri tími eða lengri eftir umfangi verkefnis og öðrum atvikum. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrif- stofu Alþingis eigi síðar en föstudaginn 25. apríl nk. Umsækjendur skulu gera grein fyrir tilgangi ráðgerðrar dvalar sinnar í Kaupmannahöfn, svo og menntun og fyrri störfum. Þá skal taka fram hvenær á framangreindu tímabili og hve lengi óskað er eftir afnotum af íbúðinni, svo og stærð fjölskyldu umsækjanda ef gert er ráð fyrir að hún fylgi honum. Úthlutunarnefnd ætl- ast til að dvalargestir nýti úthlutaðan tíma sinn að fullu við störf í Kaupmannahöfn. Eftirfarandi atriði hafa skipt mestu máli við út- hlutun íbúðarinnar: 1. Að umsókn sé vandlega unnin. 2. Að verkefnið verði ekki unnið annars staðar en í Kaupmannahöfn eða nágrenni. 3. Að sem eðlilegust skipting sé milli kynja og fræðigreina. 4. Að verkefnið hafi fræðilegt eða hagnýtt gildi og þyki áhugavert. Þeir sem vilja kynna sér tiltekin málefni í Dan- mörku, án þess að um sé að ræða víðtækari fræðistörf, eiga að jafnaði litla möguleika á úthlutun. Tekið er tillit til fjárhags umsækjenda og sitja þeir fyrir sem ekki njóta launa eða styrks meðan á dvöl þeirra stendur. Úthlutunarnefnd ráðgerir að ljúka störfum í fyrri hluta maímánaðar. Sérstök eyðublöð fást á skrifstofu Alþingis í Alþingishúsinu í Reykjavík og í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn. Sömuleiðis er að finna eyðublað á heimasíðu Jónshúss: jonshus.dk (Fræðimannsíbúð). HÚSNÆÐI ÓSKAST Óskum eftir íbúð til leigu Erum að leita að 4ra-5 herbergja íbúð í gamla vesturbænum (101). Reglusöm og snyrtileg hjón, með 2 börn, að flytja heim eftir langa dvöl erlendis, vantar íbúð til leigu sem fyrst. Vinsamlega hafið samband í s. 896 1282 eða á netfangi: vantaribud@mac.com 1.660 fm nýbygging með 9 metra lofthæð Höfum til sölu nýbyggingu á Kletthálsi 3, sem verður afhent í haust. Grunnflötur 1.284 fm. Milligólf 379 fm. Hagstætt verð. Hagstæðir skilmálar. Selst í einu eða tvennu lagi. Sjá nánar á atvinnuhús.is Vagn Jónsson ehf., fasteignasala, Skúlagötu 30, símar 561 4433, 698 4611. Atli Vagnsson hdl. Til leigu 1. Skrifstofu- og lagerhúsnæði, 400 fm, þar af skrifstofur 150 fm. Góð gáma- aðstaða og lóð. 2. 100 fm gott skrifstofuhúsnæði í mið- borginni nálægt Alþingi. 3. 1.500 fm, sem skiptast þannig: 3x425 fm og 225 fm, skrifstofu- og þjónustu- húsnæði neðst við Borgartún. Mal- bikuð bílastæði. Mjög hagstæð leiga fyrir trausta leigjendur. Verð frá 800 kr. fm. 4. 400 fm glæsilegt skrifstofuhúsnæði í góðu húsi í miðborginni. Mikil loft- hæð. 5. Lagerhúsnæði, stærðir 300—1.000 fm. Upplýsingar gefur Karl í síma 892 0160. TIL SÖLU Lagersala á skóm í Askalind 5, Kópavogi, að ofanverðu. Opið frá kl. 13—17. Verð frá 200 kr. Tökum ekki kort. Innflutningsfyrirtæki Til sölu öflugt innflutningsfyrirtæki sem sér- hæfir sig í byggingaiðnaði. Tilboð berist til auglýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is merkt: „13505“ Til sölu úr þrotabúi Til sölu eru hjólagrafa af gerðinni CASE 788P árg. 1999 og malarvagn af gerðinni VSS Flexer, sem var fyrst skráður 1995. Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Magnússon hrl., skiptastjóri þrotabús T.T. verktaka ehf., á skrifstofutíma í síma 561 9505. Viðhaldsfrítt heilsárshús Til sölu er viðhaldsfrítt 60 fm heilsárshús. Húsið er fullbúið að utan, gólf einangrað og frágengið og vegg- ir einangraðir. Verð 3,3 m. Fleiri myndir af þessu húsi eru vistaðar á www.al.is/sumarhus . Önnumst inn- flutning á íbúðarhúsum frá Spruce Capital Hom- es í Kanada, sem þegar hefur byggt fjölda húsa á Íslandi. (www.sprucecapitalhomes.com). Nánari upplýsingar veita Ólafur í síma 892 1116 og Hjörtur í síma 822 1677. Fasteign til sölu á Akranesi Hér með er auglýst til sölu fasteign við Stillholt 16-18 á Akranesi (Stjórnsýsluhúsinu) í eigu Akraneskaupstaðar og Málningarþjónustunnar hf. Á eignunum eru áhvílandi langtímaleigu- samningar með forleigurétti leigutakans og forkaupsrétti. Eignarhluti Akraneskaupstaðar á 2. hæð húss- ins er 905 fermetrar að stærð, fasteignamat 37,8 m.kr. og brunabótamat 94,8 m.kr. Eignarhlutur Málningarþjónustunnar hf. á jarð- hæð hússins er annars vegar samtals 742,6 fermetrar að stærð, fasteignamat 33,6 m.kr., brunabótamat 84,4 m.kr. og hins vegar 137,8 fermetrar, fasteignamat 6,5 m.kr., brunabóta- mat 16,5 m.kr. Nánari upplýsingar veita Gísli Gíslason, bæjar- stjóri í síma 433 1000 og Jón Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Málningarþjónustunnar hf. í síma 431 1799. Akraneskaupstaður, Málningarþjónustan hf. Þrotabú Íslandsfugls ehf. — verksmiðja í rekstri Undirritaður skiptastjóri vekur athygli fjárfesta á málefnum Þrotabús Íslandsfugls ehf., á Dalvík. Helstu upplýsingar: Húseignir: St. m² Bygg.ár Hafnarbr. 7, iðnaðarhús, 595 1981 Hafnarbr. 7, iðnaðarhús, 445 1987 Hafnarbr. 11, sláturhús 725 2002 Hafnarbr. 15, iðnaðarhús 779 1967 Hafnarbr. 15, kælig. og lager 452 1980 Ytra-Holt, eldishús 3.502 2001 Fossbrún 6A, stofnhænsnahús 1.060 1986 Fossbrún 6B, stofnhænsnahús 674 2002 Sláturlína frá Linco að verðmæti um 50-60 m.kr. er á kaupleigu. Verksmiðjan er enn sem stendur í rekstri. Afkastageta er áætluð um 750.000 t. á ári m.v. núverandi aðstæður. Þeim, sem kynnu að hafa áhuga á að kaupa rekstur þrotabúsins í heild, er bent á að hafa samband við undirritaðan skiptastjóra, sem getur gefið nánari upplýsingar. Ólafur Rúnar Ólafsson hdl., skiptastjóri, olafur@lognor.is Lögmannsstofa Norðurlands ehf., Skipagötu 14, Akureyri. Sími 462 1200 - Fax 462 1201 - www.lognor.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.