Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 C 15 Menntamálaráðuneytið Styrkir til háskólanáms á Ítalíu og í Tékklandi Ítölsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa Íslend- ingum til háskólanáms á Ítalíu námsárið 2003- 2004. Styrkurinn er einkum ætlaður til fram- haldsnáms eða rannsókna við háskóla að loknu háskólaprófi eða til náms við listaháskóla. Styrkurinn er til átta mánaða og nemur styrk- fjárhæðin 619.75 evrum á mánuði. Umsóknarfrestur er til 16. apríl nk. Einnig er gert ráð fyrir að tékknesk stjórnvöld bjóði fram styrk til átta mánaða námsdvalar við háskóla í Tékklandi skólaárið 2003-2004. Styrkir til skemmri námsdvalar koma einnig til greina þó ekki skemur en til þriggja mánaða. Umsóknarfrestur er til 1. maí nk. Umsóknir um styrkina, ásamt staðfestum afrit- um prófskírteina og meðmælum, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir ofangreinda umsóknar- fresti, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást. Menntamálaráðuneytið, 28. mars 2003. menntamalaraduneyti.is Sumarbústaðarland Til sölu er 1,2 hektara land við Apavatn. Upplýsingar í síma 565 7405. LÓÐIR TILKYNNINGAR Auglýsing Tæknideild Borgarbyggðar óskar eftir tilboðum í slátt á grænum svæðum í Borgarnesi. Byrjað verður að afhenda útboðsgögn miðvik- udaginn 2. apríl næstkomandi á Tæknideild Borgarbyggðar. Tilboð skulu hafa borist Tæknideild Borgar- byggðar, Borgarbraut 11, 310 Borgarnesi, eigi síðar en þriðjudaginn 22. apríl næstkomandi kl. 14.00 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda er viðstaddir verða. Borgarnesi, 28. mars 2003. Bæjarverkfræðingur Borgarbyggðar. Útnesvegur 574 um Klifhraun, Snæfellsbæ Gröf - Arnarstapi Drög að tillögu að matsáætlun Vegagerðin auglýsir hér með drög að tillögu að matsáætlun fyrir Útnesveg 574 um Klif- hraun í Snæfellsbæ á kaflanum frá Gröf að Arnarstapa. Drög að tillögu að matsáætlun er kynnt á veraldarvefnum, samkvæmt reglu- gerð nr. 671/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Tillöguna er hægt að skoða á eftirfarandi heimasíðu: www.vegagerdin.is . Almenningur getur gert athugasemdir við áætlunina og er athugasemdafrestur í 2 vikur, eða til 14. apríl. Athugasemdir er hægt að senda með tölvu- pósti til ah@vegagerdin.is eða senda til Vega- gerðarinnar, Borgarbraut 66, 310 Borgarnesi. Deiliskipulag fyrir sumarhótelið Bjarkalund í Reykhóla- hreppi, Austur-Barðastrandarsýslu Á fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps 24. mars 2003 var samþykkt að auglýsa ofan- greint deiliskipulag. Um er að ræða eignarland það sem tilheyrir sumarhótelinu, 58,88 hektarar að stærð. Auk stækkunar sumarhótelsins gerir tillagan ráð fyrir tjaldsvæði, þremur smáhýsum, níu lóðum undir sumarhús o.fl. Deiliskipulagið er í sam- ræmi við gildandi svæðisskipulag Dalasýslu og Austur-Barðastrandarsýslu. Tillagan verður til sýnis í fundarsal hrepps- nefndar Reykhólahrepps, Maríutröð 5A, Reyk- hólum, frá 31. mars til 28. apríl 2003. Athuga- semdir, ef einhverjar eru, skulu hafa borist Skipulags- bygginga- og hafnarnefnd Reyk- hólahrepps fyrir 12. maí 2003. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskil- ins frests, teljast samþykkir tillögunum. Sveitarstjóri Reykhólahrepps. Auglýsing um sveinspróf Sveinspróf í málmiðngreinum, netagerð, gull- og silfursmíði, skósmíði, úrsmíði, söðlasmíði, hársnyrtiiðn og snyrtifræði verða haldin í maí og júní 2003, ef næg þátttaka fæst. Sveinspróf í vélvirkjun verður haldið í október. Umsóknarfrestur er til 1. maí nk. Með umsókn skal leggja fram afrit af námssamningi og burtfararskírteini með einkunnum. Umsóknareyðublöð má nálgast á heima- síðu Umsýsluskrifstofu námssamninga og sveinsprófa, veffang: www.uns.is og á skrifstofunni. Kostnaður próftaka, s.s. efniskostnaður, er mismunandi eftir iðngreinum. Umsýsluskrifstofa námssamninga og sveinsprófa, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík, sími 562 4740, bréfsími 562 1774, netfang: uns@uns.is . Í Hafnarfirði búa um 21 þúsund manns. Bærinn stendur í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um leið af hagkvæmmni stærðarinnar og staðsettningar í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði Boðað er til kynningarfundar þar sem kynnt verður fyrirliggjandi tillaga bæjarskipulags Hafnarfjarðar að breyttu deiliskipulagi svæðisins. Fundurinn verður haldinn í: Hafnarborg, Strandgötu (Apótekinu) Mánudaginn 31. mars n.k. kl. 17:00 Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar KYNNINGARFUNDUR KAPLAKRIKI - BÆJARHRAUN IÐNAÐARSVÆÐI VEIÐI Veiðileyfi Sala veiðileyfa í Veiðvötnum á Landamanna- afrétti hefst 1. apríl kl. 9 til 15.30 virka daga. Einungis afgreitt í síma 854 9205. NÝLEGA undirritaði menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, f.h. ríkisstjórnarinnar og Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri í Vestmanna- eyjum, samning um byggingu menningarhúss í Vestmannaeyjum. Undirritun samningsins fór fram í Landlyst, elsta húsi í Vestmanna- eyjum. Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum 11. febrúar að veita 1 milljarði til byggingar menningarhúsa á Akureyri og Vestmannaeyjum. Fram kom við undirritun samningsins að skipuð verður verkefnis- stjórn með fulltrúum ríkisins og Vestmanna- eyjabæjar sem að öllu leyti mun sjá um fram- kvæmdir og rekstur nýs menningarhúss. Hugmyndir eru uppi um að húsið rísi í miðbæ Vestmannaeyjakaupstaðar og vonir standa til að byggingaframkvæmdir geti hafist um mitt ár 2004. Samningur um menn- ingarhús undirritaður Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. Byggingaframkvæmdir eiga að hefjast 2004

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.