Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI TIL LEIGU Til leigu í þessu glæsilega húsi skrifstofuhúnæði sem uppfyllir allar kröfur til skrifstofureksturs. Mjög góð staðsetning. Næg bílastæði. Frábært útsýni. 6. hæð ca 430 fm 7. hæð (efsta) 850 fm Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í s. 588 4477 eða 822 8242 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Á SÍÐASTA ári jókst eftirspurn er- lendra aðila eftir inn- lendum skuldabréfum mikið. Kaupin námu hátt í 40 milljörðum króna og hefur þessi mikla eftirspurn vakið nokkra athygli og jafnvel undrun. Þetta ætti þó ekki að koma á óvart þar sem lögmál hagfræðinnar segja að raunvextir eigi að vera þeir sömu innanlands og erlendis þegar hag- kerfin eru fullkomlega opin. Þessi regla virk- ar þó ekki alveg í raunveruleikanum þar sem fjármagnsflutningar eru ekki fullkomlega frjálsir, lánveitand- inn er ekki alltaf jafngóður, seljan- leiki bréfa er misjafn og upplýsinga- kostnaður getur verið töluverður. Þrátt fyrir þessa vankanta er þó hægt að bera saman raunvexti verð- tryggðra skuldabréfa ýmissa ríkja með sama lánshæfismat. Upphefð að utan Á mynd 1 má sjá vexti verðtryggðra ríkisbréfa í nokkrum ríkjum sem hafa sama lánshæfis- mat í eigin mynt (skv. Moody’s) og frjálst flæði fjármagns. Mun- urinn milli hæstu og lægstu vaxta skulda- bréfa sem hafa svipað- an líftíma er sjaldnast mikið yfir 1%. Kenning- in virðist því halda í raunveruleikanum ef frá er skilið Ísland, en raunvextir hér eru tölu- vert hærri en alþjóðleg- ir raunvextir. Það virð- ist því vera um markaðsbrest að ræða þar sem kenningin um frjálst flæði fjármagns segir að mun- ur á milli raunvaxta í mismunandi myntum eigi að jafnast út með tím- anum. Á mynd 2 má sjá að munur á bandarískum langtíma raunvöxtum og innlendum langtíma raunvöxtum hefur aukist að undanförnu. Í þess- um samanburði var notað spariskír- teini ríkissjóðs með gjalddaga 2015 og verðtryggð bandarísk skuldabréf á gjalddaga eftir tæp 10 ár. Í dag er munur innlendra og bandarískra verðtryggðra vaxta um 3,6% en var um 1,6% fyrir 2 árum. Það ætti því að vera ljóst að verðtryggðir vextir á innlendum skuldabréfamarkaði eru mjög háir í alþjóðlegum samanburði og hafa hækkað hlutfallslega að und- anförnu. Innlend verðtryggð ríkis- skuldabréf eru fýsilegur fjárfesting- arkostur fyrir erlenda fjárfesta og hlutfallslega enn betri fjárfestingar- kostur en þau voru á síðasta ári. Eft- ir því sem fleiri erlendir fjárfestar kynnast íslenska markaðinum og byrja að fjárfesta hér, ætti að verða auðveldara fyrir aðra að fylgja í kjöl- farið þar sem upplýsingagjöf og selj- anleiki hafa aukist. Þegar raunvextir eru jafnháir og raun ber vitni ætti það ekki að koma innlendum fjár- festum á óvart þótt eftirspurn eftir íslenskum skuldabréfum ætti eftir að vera mikil áfram. Í þessu sam- hengi er áhugaleysi innlendra fjár- festa á innlendum skuldabréfum eft- irtektarvert, en eftirspurnin jókst þó í kjölfar aukins áhuga erlendra fjárfesta, sem staðfestir það sem oft er haft á orði, að upphefðin komi gjarnan að utan. Grasið grænna hinum megin Helstu mótrök gegn fjárfestingu út- lendinga hérlendis hafa verið þau, að íslenska krónan sé veikur gjaldmið- ill og því þurfi þeir að verja sig gegn gengissveiflum hennar. Þetta eru þó veik mótrök gegn verðtryggðum innlendum skuldabréfum. Kenning- in um kaupmáttarjafnvægið (PPP) segir að ef verðbólga er meiri í einu ríki en öðru muni gjaldmiðill lands- ins veikjast jafnmikið og verðbólga þess ríkis er umfram verðbólgu annars staðar. Kenningin segir í raun að verðtrygging bæti að öllu leyti upp veikingu gjaldmiðilsins. Samkvæmt alþjóðlegum rannsókn- um virðist keningin um kaupmátt- arjafnvægið halda til lengri tíma þótt til skemmri tíma haldi sam- bandið ekki alltaf. Sambandið virð- ist halda ágætlega fyrir Ísland og nægir þar að benda á þróun raun- gengisins en raungengi krónunnar er nafngengi krónunnar leiðrétt fyrir verðlagsþróun. Raungengi ís- lensku krónunar var 100 stig 1980 en er um 94 stig í dag. Verðtrygging innlendra skuldabréfa hefur því að mestu bætt upp öll skakkaföll krón- unar síðan 1980. Hvað eru æskilegir raunvextir? Hægt er að færa rök fyrir því að raunvextir ríkisbréfa eigi ekki að vera hærri en hagvöxtur til lengri tíma vegna þess að tekjur þjóðar- innar séu notaðar til að mæta skuld- bindingum ríkisins. Ef raunvextir á ríkisbréfum eru hærri en hagvöxtur þá vaxa framtíðarskuldbindingar þjóðarinnar hraðar en tekjurnar til að mæta þeim. Ef litið er á hagvöxt síðustu ára sést að hagvöxtur síð- ustu 20 árin á Íslandi hefur verið 2,6% og síðustu 30 árin 3,4%. Al- mennt er talið að langtímajafnvæg- ishagvöxtur á Íslandi sé um 3%. Innlendir raunvextir hafa hins veg- ar sveiflast í kringum 5% undanfar- in ár. Greiningardeild telur, að gefnu jafnvægi í þjóðarbúskapnum, að raunvextir geti lækkað niður í allt að 3% að jafnaði í framtíðinni. Niðurstöður Af framansögðu má glöggt sjá að innlend ríkisskuldabréf eru mjög góð fjárfesting og að leitun er að sparnaðarformi sem ber jafnháa og örugga ávöxtun. Viðbúið er að er- lendir raunvextir muni enn haldast lágir á næstunni en að öllu jöfnu njóta verðtryggð ríkisbréf mikilla vinsælda á stríðstímum. Það er um- hugsunarefni hversu háir raunvext- ir eru á Íslandi m.t.t. hás lánshæf- ismats, stöðugs efnahagslífs, aukins sjálfstæðis og trúverðugleika Seðla- banka. Ásókn erlendra fjárfesta í innlend skuldabréf ætti því ekki að koma á óvart og ætti til lengdar að ýta enn frekar undir lækkun raun- vaxta hér á landi í framtíðinni. Raunvextir háir í alþjóðlegum samanburði                                                                              !  !   "#                  ! "$   %$     &'(   $!    )   * +,! -        Munur innlendra og erlendra raunvaxta er meiri en má með góðu móti útskýra með lög- málum hagfræðinnar og hefur aukist und- anfarna mánuði, skrifar Snorri Jakobsson. Þrátt fyrir þetta telja margir innlendir fjár- festar raunvexti á innlendum skuldabréfa- markaði vera orðna lága og beina sjónum sínum út fyrir landsteinana. Höfundur er hagfræðingur í greining- ardeild Kaupþings Banka og er greinin byggð á Tilefni sem er hægt að nálgast á heimasíðu bankans www.kaupthing.is. Snorri Jakobsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.