Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 B 9 NÚR VERINU Þar sem þjónusta og þekking mætast. Hvaleyrarbraut 39, 220 Hafnarfjörður. Sími 544 2245. Fax 544 2246. Netfang: tben@tben.is Oliveira SA' í Portúgal er framleiðandi á trollvírum, snurpuvírum, vinnsluvírum og kranavírum. Oliveira SA' er þekkt fyrir gæðavír enda eingöngu notast við hágæða hráefni við framleiðslu vírsins. Oliveira SA' hefur yfir að ráða góðum tækjabúnaði við framleiðslu vírsins. Oliveira SA' hefur mjög öflugt gæðaeftirlit sem tryggir ávallt gæði vírsins. Oliveira SA' framleiðir "dæforma" vír sem og hefðbundinn vír. Oliveira SA' hefur hafið framleiðslu á nýrri tegund "dæforma" trollvíra sem henta sérstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður. Þessi nýi vír hefur fengið nafnið "SUPER ATLANTIC" Tben ehf., hefur tekið við umboði fyrir: F R Y S T I S K I P Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. ARNAR ÁR 55 237 79 Skrápflúra Þorlákshöfn BARÐI NK 120 599 71 Karfi/Gullkarfi Hafnarfjörður MÁNABERG ÓF 42 1006 279 Karfi/Gullkarfi Hafnarfjörður ELDBORG RE 13 913 245Grálúða/Svarta sprakaReykjavík BJÖRGVIN EA 311 499 252 Þorskur Akureyri FROSTI ÞH 229 393 153Grálúða/Svarta sprakaAkureyri RAUÐINÚPUR ÞH 160 428 192 Rækja Akureyri BRETTINGUR NS 50 582 66 Þorskur Vopnafjörður R Æ K J U B Á T A R Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. FOSSÁ ÞH 362 249 129 1 Þórshöfn T O G A R A R Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. JÓN VÍDALÍN ÁR 1 548 152* Karfi/Gullkarfi Gámur SLÉTTBAKUR EA 4 1094 0 0 VILHELM ÞORSTEINSSON EA 11 1633 1332 Kolmunni Grindavík BERGLÍN GK 300 254 80 Karfi/Gullkarfi Sandgerði SÓLEY SIGURJÓNS GK 200 290 86 Karfi/Gullkarfi Sandgerði AKUREYRIN EA 110 902 132* Djúpkarfi Reykjavík KLAKKUR SH 510 488 9 Ýsa Reykjavík OTTÓ N ÞORLÁKSSON RE 203 485 3 Ýsa Reykjavík ÁSBJÖRN RE 50 442 168 Karfi/Gullkarfi Reykjavík HARALDUR BÖÐVARSSON AK 12 299 103 Karfi/Gullkarfi Akranes STURLAUGUR H. BÖÐVARSSON AK 10 431 146 Karfi/Gullkarfi Akranes ÁRBAKUR EA 5 445 99 Karfi/Gullkarfi Akranes HRINGUR SH 535 488 106 Karfi/Gullkarfi Grundarfjörður PÁLL PÁLSSON ÍS 102 583 91 Steinbítur Ísafjörður HEGRANES SK 2 498 105 Ufsi Sauðárkrókur BJARTUR NK 121 461 96 Þorskur Dalvík BJÖRGÚLFUR EA 312 424 98 Þorskur Dalvík MARGRÉT EA 710 450 115 Þorskur Dalvík HARÐBAKUR EA 3 941 131 Þorskur Akureyri KALDBAKUR EA 1 941 150 Þorskur Akureyri GULLVER NS 12 423 142* Karfi/Gullkarfi Seyðisfjörður HÓLMANES SU 1 451 56 Þorskur Eskifjörður LJÓSAFELL SU 70 549 80 Ufsi Fáskrúðsfjörður H U M A R B Á T A R Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. HVANNEY SF 51 115 1 6 2 Hornafjörður YOUNG’S Bluecrest er eitt stærsta matvælaframleiðslufyrir- tæki Bretlands og stærsti fram- leiðandi sjávarafurða í landinu, selur nærri þriðjung alls sjávar- fangs sem Bretar borða á hverju ári. Fyrirtækið selur vörur inn á flesta geira markaðarins, allt frá stórmörkuðum til minnstu veit- ingastaða, sem og mötuneyta skóla og sjúkrahúsa. Fyrirtækið fram- leiðir bæði undir vörumerki sínu, Youngs’s, sem er vel þekkt meðal breskra neytenda en einnig undir merkjum stórmarkaðskeðjanna. Þannig selur Young’s Bluecrest yf- ir helming af ferskum laxi sem er seldur í breskum stórmörkuðum. Fyrirtækið velti ríflega 40 millj- örðum króna á síðasta ári. Young’s Bluecrest var til með samruna Young’s og Bleucrest Seafood árið 1999. Sögu Young’s má hinsvegar rekja aftur til ársins 1805 þegar Elizabeth Young og fjölskylda hennar stofnuðu fyrir- tækið um umsýslu með fisk við Thames-ána í London. Fyrirtækið hefur haldist í eigu Young-fjöl- skyldunnar æ síðan og vaxið og dafnað í gegnum aldirnar. Bluec- rest var stofnað um miðjan átt- unda áratuginn í Grimsby og varð fljótlega umsvifamikið á ferskfisk- markaði og í framleiðslu á frosnum sjávarafurðum. Höfuðstöðvar Young’s Bluecrest eru í Grimsby en fyrirtækið er einnig með fiskréttaverksmiðju í Newcastle og ferskfiskverksmiðju í Skotlandi. Meginþungi í fisk- vinnslu fyrirtækisins er engu að síður í Grimsby, þar sem starfa um 3.500 manns. Þar af starfa um 500 manns í ferskfiskvinnslu fyr- irtækisins. Það segir sína sögu um vöxtinn í breska ferskfiskmark- aðnum að fyrir aðeins áratug unnu um 40 manns í ferskfiskvinnslu fé- lagsins. Vinna úr 60 fiskitegundum Í ferskfiskvinnslunni skiptir höfð- uðmáli að hafa snör handtök, því ferskleikinn er ofar öllu. Þannig pakkar fyrirtækið túnfiski úr Ind- landshafi í neytendaumbúðir að- eins um 28 klukkustundum eftir að hann er veiddur. Young’s Blue- crest kaupir umtalsvert af fersk- um fiski frá Íslandi sem fluttur er til Bretlands með flugi, aðallega þorski, ýsu og skarkola. Fyrirtæk- ið flytur þannig inn fisk alls staðar að úr heiminum. Í gegnum fersk- fiskvinnsluna fara samtals um 60 fisktegundir, því þó ótrúlegt megi virðast láta breskir neytendur sér ekki nægja að borða bara þorsk og ýsu. Mike Parker, varaforstjóri Young’s Bleucrest, var ánægður með að Icelandair Cargo skuli nú fljúga reglulega með fersk fiskflök beint frá Íslandi á Humberside- flugvöll sem er aðeins í 20 mínútna aksturfjarlægð frá verksmiðju fyrirtæksins í Grimsby. „Með því að nota Humberside-flugvöllinn er hægt að hraða allri vinnslukeðjunni en það er lykil- atriði þegar kemur að gæðum og ferskleika. Við erum stoltir af því að hafa tekið þátt í þessu verkefni og ég er sannfærður um að þetta flug á eftir að koma allri fiskvinnslu hér á svæðinu til góða, sem veitir þúsundum manna atvinnu.“ Morgunblaðið/Helgi Mar Allur fiskur sem kemur inn á gólf hjá Young’s er handflakaður, enda ku það tryggja betri nýtingu og gæði. Tugir handflakara eru að störfum allan daginn. Ferskleikinn ofar öllu Morgunblaðið/Helgi Mar Skilaboðin til starfsfólksins eru skýr: Ef þú myndir ekki kaup’ann, ekki pakk’onum! Morgunblaðið/Helgi Mar Þeir eru ekki allir stórir, þorskarnir sem koma til vinnslunnar hjá Young’s. Morgunblaðið/Helgi Mar Íslenskur þorskur, reyktur og tilbúinn í potta breskra sælkera. Young’s Bluecrest er stærsti framleiðandi sjávarafurða í Bret- landi. Helgi Mar Árnason skoðaði fersk- fiskvinnslu félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.