Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 12
    )<E?EF )<44<GHF 4<EICJK?)<K4JLJ9#4JI 2<K8#)<K4J H##EF                   2@   2 )3  $')'-$  $* A$ '' +" , -  +! +  - +  )-K<M<F)<K4J I<F9<NO - +# #2<K8#)<K4J #<9LFPJ FYRIRTÆKI Stefáns heitir Músiknet ehf., en vinna hefur staðið yfir undanfarna 15 mánuði við heimasíðuna, tonlist.is. Verkefnið er viðamikið, því stefnt er að því að nánast öll íslensk tónlist verði þar geymd og gerð aðgengileg þeim sem fyrir hana vilja greiða. Ráðgert er að heimasíðan verði tilbúin nú um miðjan apríl. Til að byrja með verð- ur þjónustan aðeins á íslensku, en í júní verður hún einnig á ensku. Stefán segir að vinnan hafi verið í fullum gangi síðan síðasta sumar, en lögð var fram viðskiptaáætlun í haust. Í byrjun árs var klárað að fjármagna verkefnið. „Fjármögn- uninni lauk þegar Nýsköpunarsjóð- ur atvinnulífsins ákvað að veita okk- ur áhættulán, núna í febrúar,“ segir Stefán. Samningur við Samtón Rétt fyrir áramót gerði Músiknet samning við Samtón, heildarsamtök tónlistariðnaðarins á Íslandi, um sameiginlega skráningu á gagna- grunni íslenskrar tónlistar. „Samn- ingurinn felur í sér að við sjáum um að skrá öll lög og allar grunnupplýs- ingar um þau inn í gagnagrunninn. Samtónn hyggst varðveita gögnin og hafa upplýsingarnar tiltækar fyrir bransann, en við höfum hins vegar rétt til að selja lögin á Netinu og eftir þeim dreifileiðum sem fram- tíðin mun bjóða upp á,“ segir Stef- án. Að sögn Stefáns gerir ný tækni söluna kleifa. Þar er um að ræða svokallaða DRM-tækni, sem tengist Windows Media Audio, frá Micro- soft-fyrirtækinu. Með þessari tækni kom loks möguleikinn á að læsa lög- um; vita hvert þau fara og gefa ákveðin leyfi um notkun þeirra. Þá er til að mynda hægt að leyfa not- anda að spila lag fjórum sinnum, spila það eins oft og hann vill í tvær vikur og þar fram eftir götunum. Notandinn þarf aðeins nýjustu út- gáfuna af Windows Media Player. Búið er að setja 15.000 lög inn í gagnagrunninn, ásamt gögnum um þau. Við opnun vefjarins verða þau orðin 20.000 talsins, eða 40–50% af allri íslenskri tónlist sem gefin hef- ur verið út. „Við seljum þau á vef- síðunni, en þar verður ekki bara hægt að nálgast lögin sjálf, heldur til dæmis myndbönd, fréttir, upp- lýsingar um listamennina og fleira,“ segir Stefán. Markvisst verður haldið áfram að bæta lögum við gagnagrunninn eftir opnun. „Á síðunni verður tvenns konar þjónusta í boði. Forsíðan verður opin öllum og þar verða tónlistar- fréttir. Markmiðið er að tonlist.is verði „forsíða íslenskrar tónlistar“ á Netinu. Þar verða einnig sex ís- lenskar útvarpsstöðvar, skipt í flokka eftir tegund tónlistar. Á for- síðunni verður einnig hægt að kaupa stök lög, á hlutfallslega sama verði og lög á geisladiskum í versl- unum,“ segir Stefán. Ótakmarkaður aðgangur Meginþáttur starfseminnar snýst þó um áskrift. „Með því að gerast áskrifendur fær fólk notið þjónust- unnar alveg að fullu. Þá fær það ótakmarkaðan aðgang að allri ís- lenskri tónlist, sem verður í gagna- grunninum. Áskrifendur geta „streymað“ lögin, þ.e. hlýtt á þau án þess að geyma þau á tölvunni sinni. Við verðum með svipað kerfi og bóksalan amazon.com; fylgj- umst með því hvaða tónlist áskrif- endur hlusta á og mælum með ann- arri tónlist sem þeir væru líklegir til að vilja hlýða á,“ segir Stefán. Áskrifendur geta einnig hlaðið lög- unum niður á eigin tölvur, en að- eins á meðan þeir greiða áskrift- argjaldið. „Boðið er upp á þann möguleika til að þeir þurfi ekki sí- fellt að vera tengdir Netinu, en þeir þurfa hins vegar að tengjast því einu sinni í mánuði, svo kerfið geti fylgst með því að þeir hafi greitt gjaldið,“ segir Stefán. Lög til eignar Hinn þáttur þjónustunnar er að áskrifendur geta keypt lög til eign- ar og brennt á geisladisk. „Þá borga áskrifendur aukalega fyrir það, en ekki nema um helming af því sem hinn almenni viðskiptavin- ur myndi þurfa að greiða. Fólk get- ur búið til plötur með uppáhalds lögum sínum, allt eftir smekk,“ segir Stefán, „í framtíðinni mun fólk svo geta fært tónlistina yfir á stafrænan spilara, horft á mynd- bönd og svo framvegis.“ Að sögn Stefáns hefur stofn- kostnaður verið í kringum 20 millj- ónir króna. „Og að auki reiknum við með að þurfa að fjármagna um 10 milljónir til viðbótar þar til að tekjur ná gjöldum, sem ætti að ger- ast í kringum næstu áramót,“ segir hann. Stefán á 75% í fyrirtækinu, en með honum er Ársæll Hreiðarsson verkfræðingur, sem sér um tækni- málin, með hin 25 prósentin. Þá lánaði Nýsköpunarsjóður atvinnu- lífsins sex milljónir króna til verk- efnisins, sem er hámarks áhættu- lán og með breytirétti í 10% hlut í fyrirtækinu. Ný (og gömul) íslensk lög, ekki ný dönsk Stefán Hjörleifsson tónlistarmaður, sem þekktastur er sem gítarleikari hinnar ástsælu hljómsveitar Nýrrar danskrar, ætlar að setja ís- lenska tónlist á Net- ið. Slóðin er tonlist.- is, nema hvað. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Stefán Hjörleifsson hyggst bjóða íslenska tónlist til kaups á tonlist.is. VIÐSKIPTI með skuldabréf í Kauphöll Íslands hafa aldrei verið meiri en í gær, þegar heildarvelta nam 16 milljörðum króna. Mest viðskipti voru með húsbréf, fyrir sjö milljarða króna, og lækkaði ávöxtunarkrafa þeirra töluvert. Eftir því sem ávöxtunarkrafan lækkar hækkar verðgildi skulda- bréfa og afföll minnka. Afföll húsbréfa voru komin niður í 1,8–2,9% í gær. Þegar þau voru mest, fyrir rúmu ári síðan, voru þau um 12%. Húsbréf að hámarks- fjárhæð, 8 milljónir króna til 40 ára, var um 6,99 milljóna króna virði í mars 2002 en nú fást 7,85 milljónir króna fyrir bréfið. Því er bréfið um 850 þúsundum króna verðmætara en síðastliðið vor. Snorri Jakobsson, sérfræðingur hjá Kaupþingi, segir að þessa auknu skuldabréfaveltu megi rekja til aukins áhuga erlendra og inn- lendra fjárfesta. „Veltan hefur auk- ist með hverjum ársfjórðungi. Selj- anleikinn hefur aukist og upplýsingagjöf til erlendra fjár- festa hefur haft sitt að segja,“ segir hann. Snorri segir einnig að fjár- festingar innlendra lífeyrissjóða hafi aukist. „Svo hefur lækkun á bindiskyldu bankanna ef til vill haft sitt að segja, en hún hefur gert að verkum að þeir hafa haft meiri fjár- muni til ráðstöfunar,“ segir hann. Snorri segir að miklir peningar hafi að undanförnu verið á milli- bankamarkaði og vextir þar lágir, eða undir 5%. Ef til vill hafi eitt- hvað af því fjármagni ratað inn á skuldabréfamarkaðinn. Spurður um horfur segir Snorri erfitt um þær að spá. „Ég tel þó að líklegra sé að ávöxtunar- krafan eigi eftir að lækka, frekar en hitt. Til lengri tíma spáum við því að raunvextir hér á landi fari lækkandi og þá um leið ávöxtun- arkrafa húsbréfa,“ segir hann. „Þá hefur það sitt að segja að líf- eyrissjóðir á Íslandi hafa þanist gríðarlega út og eiga líklega eftir að gera það áfram næstu 20-30 ár- in. Á meðan þessi vöxtur heldur áfram heldur þessi þróun áfram. Árið 2001 var innflæði iðgjalda um- fram útflæði lífeyris 40 milljarðar króna, en inni í þeirri upphæð eru ekki afborganir af skuldabréfum svo dæmi sé nefnt, þannig að á því ári höfðu lífeyrissjóðir um á að giska 60 milljarða króna til að fjár- festa,“ segir Snorri. Að sögn Snorra er viðbúið að áhugi er- lendra fjárfesta muni enn aukast, í takt við aukna fjárfestingu inn- lendra aðila og lækkun raunvaxta hér á landi. Metvelta á skuldabréfamarkaði í gær Hámarkshúsbréf 850.000 kr. verðmeiri en fyrir ári. Afföll komin niður í 1,8–2,9% en voru 12% fyrir ári.  ! % . %"#/0  &120.34(                 STJÓRN Sölumið- stöðvar hraðfrystihús- anna hf. hefur sam- þykkt viljayfirlýsingu sem undirrituð hafði verið af dótturfélagi hennar, Icelandic USA Inc., um kaup á eignum og skuldum fyrirtækisins Ocean to Ocean Seafood Sales, L.L.C. Ocean to Ocean (OTO) er bandarískt fyrirtæki með höfuðstöðvar á Virginia Beach í Virg- iníuríki og söluskrif- stofur víðar um Bandaríkin og Kan- ada. Velta OTO, sem fyrst og fremst byggist á frystri heitsjávarrækju og öðrum skelfisk- afurðum, nam ríflega 110 milljónum dollara, 8,6 milljörðum króna á síð- asta ári. Fyrirtækið, sem stofnað var 1982 af Sandler-fjölskyldunni og Dave Brockwell, er í hópi stærri innflytj- enda og dreifenda á sínu sviði. Reksturinn hefur gengið vel; æðstu stjórnendur hafa starfað hjá fyr- irtækinu frá byrjun og munu gera það áfram. Neysla á rækju hefur farið ört vaxandi í Bandaríkjunum. Þannig tvöfaldaðist hún á síðustu fimmtán árum og er rækja nú í fyrsta sæti hvað varðar neyslu á sjávarafurðum. Um 85% allrar rækju er innflutt. Aukin fjölbreytni „OTO hefur byggt upp sterk lang- tímasambönd við birgja í mörgum löndum Asíu og vinnur með sér- stökum umboðsmönnum í hverju landi, en mikilvægur hluti starfs þeirra er að tryggja stöðug gæði vörunnar. Icelandic USA Inc. á að baki langan feril í Bandaríkjunum og hefur byggt upp eitt sterkasta vörumerki á sínu sviði á veitinga- markaðnum þar. Fyrirtækið er bæði þekkt fyrir flök sem og unnar vörur úr hvítfiski, laxi og fleiru. Auk sölu inn á veitingamarkað hef- ur þáttur smásölunnar farið vax- andi. Viðskiptavinirnir eru margir hverjir stórir og þróunin er í áttina að færri birgjum sem bjóða upp á breiðara vöruval og meiri þjónustu. Með samkomulaginu um kaup á OTO er stigið mikilvægt skref í átt- ina að aukinni fjölbreytni í vöruvali. Endanlegt samkomulag er háð því að gengið hafi verið frá fjár- mögnun og áreiðanleikakannanir gerðar. Búist er við að því verki ljúki í mánuðinum,“ segir í frétt frá SH. segir í frétt frá SH OTO byggir starfsemi sína að stórum hluta á sölu inn á smá- sölumarkaðinn í Bandaríkjunum og Kanada, en er einnig með talsverð- an hluta sölu sinnar inn á veit- ingamarkað. Gunnar Svavarsson, forstjóri SH, segir að í þessu felast mikil tækifæri og samlegð. „Ice- landic USA getur boðið viðskipta- vinum sínum í veitingaþjónustu skelfiskafurðir og sterk staða OTO í smásölunni opnar tækifæri fyrir fleiri vörur til verslana. Bæði fyr- irtæki geta þannig boðið viðskipta- vinum sínum breiðara vöruval. Jafnframt sjáum við möguleika á umfangsmeiri vöruþróun úr þeim tegundum sem fyrirtækin selja og byggja þannig upp virðisaukandi vörur. Einn af styrkleikum OTO er innkaupakerfi fyrirtækisins og það mun nýtast öðrum fyrirtækjum okkar annarsstaðar í heiminum.“ Gunnar bendir á að rækjuneysla sé mikil í Bandaríkjunum, árið 2001 hafi hún verið nærri tvö kíló á mann en þá hafi þorskneysla verið innan við hálft kíló á mann. SH kaupir bandarískt fyrirtæki Velta fyrirtækisins nam um 8,6 milljörðum króna á síðasta ári. Rekstur hefur gengið vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.