Morgunblaðið - 02.05.2003, Side 4

Morgunblaðið - 02.05.2003, Side 4
4 B FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kemísk vatnssalerni fyrir sumarbústaði, hjólhýsi, báta og ferðabíla. Atlas Ísgata hf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík, sími 562 1155 Ferðasalerni F ERÐAÞJÓNUSTA bænda hf. er ferðaskrifstofa í eigu bænda og hefur starfað í tólf ár að markaðssetningu og sölu á þjónustu. Hlut- verk ferðaskrifstofunnar er einkum að bóka gistingu fyrir einstaklinga og hópa, ásamt bókun á annarri þjón- ustu fyrir ferðamenn. Um hundrað og tuttugu ferðaþjónustuaðilar til sveita markaðssetja og selja þjónustu sína undir merkjum „Ferðaþjónustu bænda“ og er áhersla lögð á vand- aða þjónustu, virkt gæðaeftirlit og meðvitaða umhverfisstefnu. Framkvæmdastjóri ferðaskrifstof- unnar er Sævar Skaptason og segir hann helsta hlutverk ferðaskrifstof- unnar að selja bændagistingu til er- lendra ferðamanna og veita upplýs- ingar í formi bæklinga og á Netinu til Íslendinga milliliðalaust. „Við seljum ferðir til Íslands og gistingu beint til ferðaskrifstofa er- lendis sem selja hópferðir hingað í stórum stíl – og til einstaklinga sem koma hingað á eigin vegum, hvort heldur sem þeir ferðast á eigin bílum um landið eða á bílaleigubílum.“ Seljið þið ekki í gegnum ferðaskrif- stofur á Íslandi? „Við erum ferðaskrifstofa. Bænd- ur stofnuðu þetta fyrirtæki á sínum tíma til þess að standa vörð um sín séreinkenni. Þegar við erum að selja bændagistingu erum við að selja undir merkjum samtakanna og gest- gjafans. Við erum ekki að selja svæði heldur hvern gestgjafa fyrir sig.“ Sækja útlendingar mikið í bænda- gistingu? „Já, það má segja það. Mesti vaxtarbroddurinn í ferðaiðnaði hér hefur verið í ferðum einstaklinga sem eru hér á eigin vegum. Það er al- gengt að þeir leiti að annars konar gistingu en hótelgistingu og annars konar upplifun en hann á kost á heima hjá sér.“ Hvernig tryggið þið gæði þjónust- unnar? „Á aðalfundi Félags ferðaþjónustu- bænda á síðasta ári var samþykkt tímamóta viljayfirlýsing um að fé- lagar tækju tillit til umhverfismála í sínum rekstri. Þar var ákveðið að sem flestir móti sér umhverfisstefnu innan tveggja ára og yrðu ferðaþjón- ustubændur þannig komnir í farar- brodd í umhverfisvænni ferðaþjón- ustu á Íslandi. Einnig var lagt til að fenginn yrði þriðji aðili til þess að votta umhverfisstefnu ferðaþjón- ustubænda og nú er komið á sam- starf við Hólaskóla sem er formlegur vottunaraðili alþjóðlegu vottunar- samtakanna Green Globe 21 á Ís- landi. Umhverfisstefnan getur tekið til ótal þátta, allt frá því að nota ekki of mikið þvottaefni til þess að draga úr mengun.“ Hvernig verðleggið þið gistinguna? „Við erum með þrjá verðflokka í uppbúnum rúmum. Í fyrsta flokki er einföld gisting í góðum herbergjum án nokkurs íburðar. Þá er búið um rúm gesta og herbergi ræst daglega ef óskað er. Hreint handklæði fylgir hverju rúmi og það verður að vera hægt að læsa herberginu innan frá. Í öðrum flokki verður að uppfylla öll skilyrði fyrsta flokks, en að auki eru í herberginu handlaug og fataskápur. Einnig þarf þægileg setustofa að vera fyrir gesti og aðgangur að síma. Í þriðja flokki verða öll þessi skilyrði að vera fyrir hendi, auk þess sem herbergi í þessum flokki eru með sérbaðherbergi. Í bændagistingu er einnig boðið upp á svefnpokapláss. Þau geta ver- ið í herbergjum af venjulegri stærð, fyrir einn til fjóra einstaklinga, eða í sal. Svefnpokagisting er aðallega í rúmum, þótt svo dýnur séu oft not- aðar í sal, eða ef þarf að bæta inn aukarúmi. Við erum einnig með sumarhús og sumarbústaði innan okkar félags. Allir bústaðir eiga að uppfylla kröfur ferðaþjónustu bænda varðandi snyrtimennsku, bæði innanhúss og utan. Húsgögn og búnaður verða að vera í góðu ástandi. Við gerum síðan kröfu um lágmarksstærð og að reglum um fjölda gesta sé fylgt. Nýj- asta tegundin af húsnæði í bænda- gistingu er síðan smáhýsi og þau verða sífellt vinsælli. Þau hafa raf- magn, heitt og kalt vatn, eldunar- aðstöðu, borð, stóla og rúm fyrir þrjá til fjóra gesti.“ Nota Íslendingar bændagistingu að ráði? „Það er að færast í aukana. Þetta er góður kostur, einkum fyrir fjöl- skyldufólk og þá sem vilja hafa kyrrð og ró í kringum sig.“ Friðsæld og fegurð í ís- lenskri náttúru Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Golli Bændagisting er góður kostur sem býður upp á fjölbreytta möguleika í gistingu, segir Sævar Skaptason, fram- kvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda. Umhverfismál eru í brennidepli hjá Ferðaþjónustu bænda, segir Sævar Skapta- son, en umhverfismálin taka til ótal ólíkra þátta. Sævar Skaptason ásamt starfsfólki hjá Ferðaþjónustu bænda, en ferðaþjónustan á nú tólf ára sögu að baki. VEITINGAHÚS sem þjónaferðamönnum sérhæfa sig ísíauknum mæli í því hráefni sem hendi er næst á hverjum stað – og því kannski ekki óeðlilegt að finna víða um land veitingahús sem sérhæfa sig í sjávarfangi. Og ef einhvers staðar er fjölbreytt sjávarfang, er það í Breiða- firðinum og því ekki óeðlilegt að finna veitingahús sem ber heitið Fimm fiskar í Stykkishólmi. Eigandi og matreiðslumeistari er Sumarliði Ásgeirsson, sem kom til Stykkishólms fyrir um tuttugu og þremur árum til þess að sjá um matreiðslu á hótelinu í plássinu. Eftir tíu ára starf þar, skipti Sum- arliði um gír og réð sig á Baldur, sem hann segir hafa boðið upp á fjölskylduvænni vinnutíma – og ekki veitti af, þar sem maðurinn var kominn með þrjú börn. En fyrir tæpum fjórum árum bauðst Sumarliða að kaupa veit- ingareksturinn sem var í húsinu þar sem Fimm fiskar eru núna – og sló til. „Það eru allir kokkar með veitingahús í maganum,“ segir hann, „og ég hefði nagað mig í handarbökin ef ég hefði ekki próf- að þetta. Ég var spurður á sunnudegi hvort ég vildi kaupa staðinn og skrifaði undir á miðvikudegi.“ Hefur gengið vel? „Já, ég hef aldrei séð eftir þess- um viðskiptum. Þetta hefur verið heilt ævintýri.“ Og víst er að þeir sem fá sér einn af sjávarréttum Sumarliða sjá heldur ekki eftir því að hafa snætt þá máltíð, en á matseðlinum er fjölbreytt úrval sjávarrétta. „Ég ákvað að leggja meg- ináherslu á sjávarrétti,“ segir hann. „Ég er með níu til tíu fisk- rétti á seðlinum en aðeins tvo kjötrétti á kvöldin. Síðan er ég með létt, ódýrt hlaðborð í hádeg- inu. Svo býð ég auðvitað líka upp á samlokur, hamborgara og pitsur, allt þetta almenna skyndibitafæði – og er reyndar eini aðilinn í pláss- inu sem býður upp á pitsur.“ Eru ferðamenn duglegir við að borða fiskinn hjá þér? „Já, en þó eru útlendingar uppi- staðan í viðskiptunum. Síðastliðið sumar afgreiddum við um tíu þús- und manns hérna og það má segja að áttatíu af hundraði þeirra hafi verið útlendingar. Þeir eru einnig mun duglegri að borða fiskinn. Ís- lendingar og bæjarbúar eru meira í skyndibitanum.“ Það er synd, þar sem fiskrétt- irnir hjá þér eru sérlega ljúffengir. Hvert er leyndarmálið? „Ég er lítið í kryddum, heldur leyfi fiskinum að njóta sín númer eitt tvö og þrjú. Ég er með eðal- hráefni hérna úr Breiðafirðinum og ber það fram með ferskasta græn- meti sem á boðstólum er og sós- um – sem eru að vísu eilítið krydd- aðar.“ Eðalhrá- efni úr Breiða- firði Morgunblaðið/Súsanna Svavarsdóttir Veitingamaðurinn Sumarliði Ásgeirsson við Fimm fiska í Stykkishólmi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.