Morgunblaðið - 08.05.2003, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 08.05.2003, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 B 3 NMENNTUN N EMENDURNIR eru Magnús Pálmi Örn- ólfsson, hagfræðing- ur og löggiltur verð- bréfamiðlari, Sigríður Gróa Þór- arinsdóttir, með M.Sc.-próf í ferðamannafræðum og Sævar Kristinsson, sem er með Cand. Oecon.-gráðu í viðskipta- fræði. Þau eru sammála um að námið hafi verið afar krefjandi. „En um leið ofboðslega skemmtilegt. Mér fannst mjög gaman að takast á við fræðin, eftir að hafa öðlast nokkurra ára reynslu á vinnumark- aðinum, og bera þau saman við raunveruleikann. Þá kom í ljós hvort maður hefði verið staðnaður eða með á nótunum,“ segir Sævar. Magnús Pálmi segir að í byrjun hafi sér verið bent á að hafa tvö at- riði á hreinu. „Mér var sagt að ég þyrfti að gera tvo samninga. Ég þyrfti annars vegar að semja við vinnuveitandann og hins vegar við fjölskylduna. Eftir á að hyggja þakka ég Guði fyrir að hafa gert það,“ segir hann. Sigríður Gróa segir að hún hafi minnkað vinnu hjá sér niður í hálft starf meðan á nám- inu stóð, vegna hins mikla álags. Hópvinna stór hluti námsins Námið skiptist í hópvinnu og ein- staklingsvinnu; að sögn þeirra var hópvinna um 60–70% af starfinu. „Það sem gerir námið hvað mest spennandi er hinn alþjóðlegi vinkill. Háskólinn í Reykjavík á samstarf við níu aðra virta viðskiptaháskóla í Evrópu og Norður-Ameríku og við unnum með MBA-nemendum frá þessum skólum. Til dæmis fórum við strax í byrjun náms, í janúar 2002, til Atlanta í Bandaríkjunum, þar sem við hittum nemendur úr samstarfsskólunum. Þar voru myndaðir vinnuhópar, sem störfuðu út allt skólaárið,“ segir Magnús Pálmi. „Hið alþjóðlega ívaf endur- speglast einnig í því að hlutfall er- lendra kennara í náminu er mjög hátt, sennilega nálægt helmingi,“ heldur hann áfram. Öll verkefni á ensku Sævar segir að helstu samstarfs- skólar hafi verið Georgia State Uni- versity í Atlanta og Viðskiptahá- skólinn í Aþenu í Grikklandi. „Við skiluðum öllum verkefnum á ensku, þannig að það var engu líkara en við værum erlendis, hvað það varð- ar,“ segir hann. Sigríður Gróa segir að nemendurnir hafi gert viðskipta- áætlun í samstarfi við nemendur frá þessum erlendu háskólum. Alls voru ráðstefnurnar þrjár; fyrst fóru nemendur héðan til Atl- anta, þá komu nemendur hingað frá Atlanta og Aþenu og loks fóru ís- lensku nemendurnir til Aþenu í Grikklandi í desembermánuði síð- astliðnum. „Þá má segja að hinum alþjóðlega hluta námsins hafi lokið, en í janúar tók við vinna við loka- verkefni,“ segir Magnús. Sigríður segir að nemendahóp- urinn hafi verið afar skemmtilega samsettur. „Við lærðum mikið hvert af öðru. Þarna var fólk úr fjölmörgum geirum; jafnt hinum opinbera sem einkageiranum. Þetta fólk er núna mjög samheldið; í raun má segja að myndast hafi hópur mjög náinna vina og kunningja. Það er ljóst að nemendurnir munu halda hópinn í framtíðinni,“ segir hún. „Reykjavík – Pure Energy“ Sævar rekur eigið fyrirtæki, Net- spor, sem er ráðgjafar- og mark- aðssetningarfyrirtæki. Lokaverk- efni hans fjallaði um stefnumótun í ferðaþjónustu Reykjavíkurborgar. „Ég vann verkefnið í samvinnu við starfsmenn borgarinnar, en það fólst í því að kanna aðstæður í ferðamálum erlendis; kanna þró- unina og greina möguleika Reykja- víkurborgar í þessum efnum, bæði fyrir borgina og landið í heild sinni,“ segir hann. Búið er að opna Höfuðborgar- stofu, sem verkefnið var unnið fyr- ir, og kynna nýtt slagorð sem er af- rakstur verkefnisins: „Reykjavík – Pure Energy“. „Það lýsir niðurstöð- unum, um að byggja eigi á orkunni sem borgin býr yfir, ekki síst fólk- inu sjálfu og ævintýramennskunni.“ Senn verða niðurstöðurnar lagðar fyrir borgarráð. Uppbygging vogunarsjóða Magnús Pálmi vinnur sem sérfræð- ingur við gjaldeyrismiðlun hjá Ís- landsbanka. Hann vann verkefni sitt fyrir bankann. „Það fjallaði um svokallaða vogunarsjóði, eða „hedge funds“, sem hafa vaxið að vinsæld- um í Evrópu og Bandaríkjunum síðustu 20 árin. Vegur þeirra hefur sérstaklega aukist á síðustu miss- erum, í kjölfar lækkunar á mörk- uðum,“ segir hann. Magnús segir að vogunarsjóðir séu áhættufjárfestingarsjóðir, sem geri fjárfestum kleift að hagnast á öllum hreyfingum á fjármálamark- aði. „Þá skiptir ekki máli hvort um lækkun eða hækkun er að ræða. Ég einblíndi á uppbyggingu sjóðanna, en það þarf að eyða mun meiri krafti í áhættustýringu við rekstur þeirra en í hinum hefðbundnu verð- bréfasjóðum sem við þekkjum hér,“ segir hann. Stefnumótun fyrir Atlanta Sigríður Gróa gerði stefnumótunar- verkefni fyrir flugfélagið Air Atl- anta. „Stefnumótunin fólst í grein- ingu á mörkuðum og ytra umhverfi, til að ákvarða staðsetningu félags- ins í flugrekstri. Félagið hefur stað- ið frammi fyrir ákveðnu vali að undanförnu; hvort það eigi að leggja meiri áherslu á fraktflug eða farþegaflug í rekstri sínum. Nið- urstaða mín er í stuttu máli að hag- stæðara sé fyrir félagið að auka starfsemi sína á fraktmarkaði, án þess þó að hverfa alfarið úr far- þegaflutningum,“ segir hún. Sigríður Gróa segir að Air Atl- anta hafi verið að fara þessa leið. „Meðan á vinnunni við verkefnið stóð urðu einmitt töluverðar breyt- ingar í þessa átt, þ.e.a.s. aukin áhersla á fraktflutningastarfsemi hjá fyrirtækinu.“ Krefjandi en skemmtilegt Morgunblaðið/Arnaldur Sævar Kristinsson, Sigríður Gróa Þórarinsdóttir og Magnús Pálmi Örnólfsson útskrifast með MBA-gráðu frá HR í vor. Í næstu viku er MBA- vika í Háskólanum í Reykjavík, þar sem útskriftarnemendur kynna lokaverkefni sín. Ívar Páll Jónsson spjallaði við þrjá þeirra um námið og verkefnin. TÓMAS Ottó Hansson, hagfræð- ingur og rekstrarráðgjafi, er leiðbein- andi MBA-nemanna við lokaverkefni. „Það er mjög skemmtilegt að sjá hvað nemendurnir eru frjóir og hafa margar og góðar hugmyndir. Verkefnin eru afar fjöl- breytt; viðfangsefnin eru allt frá litlum frumkvöðlafyrirtækjum upp í mikilvæg verk- efni fyrir stór og þró- uð fyrirtæki,“ segir hann. Viðfangsefni loka- verkefnanna er að greina umhverfi og stöðu fyrirtækjanna, greina vandamál eða tækifæri sem þau standa frammi fyrir og setja fram ákveðna tillögu eða stefnu á þeim grunni. Tómas Ottó segir að nemendur sinni verkefnunum almennt af mjög miklum metnaði. „Ég held að þeir græði á þessu, enda eru viðbrögð okkar, leiðbeinendanna, ef til vill nokkuð frábrugðin þeim sem þeir fá í kennslunni. Verkefnið á, í eðli sínu, að vera hagnýtt fyrirtækjaverkefni; stefnumótun á ákveðnu sviði.“ Gæði verkefnanna eru misjöfn, eins og gengur. „Þar veltur mikið á hversu góðan aðgang nemendurnir hafa að viðkomandi fyrirtæki. Sumir fjölluðu um eigin fyrirtæki, aðrir voru meira að horfa inn í fyrirtækin ut- anfrá. Þessi mismunandi staða nem- enda endurspeglaðist í verkefnunum. En almennt séð voru verkefnin mjög skemmti- leg og mörg afar góð,“ segir Tómas Ottó. Í mörgum tilfellum, segir Tómas, nýtast verk- efnin fyrirtækjunum mjög vel. „Auðvitað eru ákveðin formskilyrði á þeim, en þau eiga að taka á raunverulegum vandamálum fyrirtækja og koma með raunhæfa tillögu um nýja stefnu.“ Aðspurður segir hann vera mörg dæmi þess, að fyrirtæki hafi nýtt sér niðurstöður lokaverkefn- anna. „Sum verkefnin eru unnin af starfsmönnum fyrirtækj- anna, eða af nemendum sem hafa fengið starf hjá þeim í kjölfar verk- efnanna. Í öðrum tilfellum er umfjöll- unarefnið frumkvöðlafyrirtæki nem- andans sjálfs.“ Tómas Ottó vill hvetja fyrirtæki til að nýta sér þennan möguleika; að fá MBA-nemanda í vinnu í þrjá mánuði án endurgjalds. „Þetta samsvarar í raun ókeypis ráðgjöf og nemendurnir geta leyft sér að vinna meiri grein- ingarvinnu en fyrirtækin hafa svigrúm til, í amstri daglegs rekstrar. Í mörg- um tilfellum hafa fyrirtæki verið mjög opin fyrir þessum möguleika,“ segir hann. Margar og góðar hugmyndir Tómas Ottó Hansson Bikiní - BCD skálar Sundbolir Strandpils COS Undirfataverslun • Glæsibæ • S: 588 5575

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.