Morgunblaðið - 08.05.2003, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 B 7
NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF tveimur árum. Fjárfestingar Straums
byggja á arðsemismarkmiðum en félag-
ið er ekki að leita eftir völdum með fjár-
festingar sínar. Það er ekki sérstakt
markmið okkar að fara inn í stjórnir
þeirra félaga sem við kaupum í en ef við
teljum að það þjóni okkar hagsmunum,
til að ná fram markmiðum fjárfesting-
arinnar, þá óskum við eftir því í krafti
stöðu okkar. Við gerðum það í Keri þar
sem við töldum að það væri til góðs fyrir
félagið. Hið sama gildir um hlut okkar í
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna þar sem
við eigum rúm10%. En á aðalfundi SH
nýverið tók ég sæti í stjórn félagsins,“
segir Þórður.
Oft titringur vegna Straums
Hann játar því að oft sé mikill titringur
vegna fjárfestinga Straums líkt og fjöl-
miðlaumræða um félagið hefur sýnt.
„Það skýrist oft af þvi hversu stóra hluti
við erum að kaupa eða selja. En við för-
um ekki inn í félög með háar fjárhæðir
nema við sjáum í þeim tækifæri til vaxt-
ar eða umbreytinga. Þegar við höfum
metið hvort við höfum náð okkar mark-
miðum eða hvort þeim verði náð, þá leit-
um við leiða til þess að selja hluti okkar í
viðkomandi fyrirtæki,“ að sögn Þórðar.
Oft hefur verið rætt um Fjárfesting-
arfélagið Straum í sömu andrá og Ís-
landsbanka og jafnvel talað um að
Straumur sé verkfæri í hendi bankans.
Er eitthvað hæft í þessu?
„Fjárfestingarfélagið Straumur er
sjálfstætt fyrirtæki þrátt fyrir að hafa
verið nátengt Íslandsbanka hér áður og
nú Íslandsbanka og Landsbanka þar
sem bankarnir eru stærstu eigendur
Straums. Félagið hefur frá upphafi tekið
sínar sjálfstæðu ákvarðanir með hags-
muni hluthafa Straums að leiðarljósi og
svo mun verða áfram. Í rekstri félags
eins og Straums er sjálfstæði lykilatriði.
Það væri miklu nær fyrir þá sem velta
þessu fyrir sér að líta á Straum sem
tækifæri fyrir bankana, en ekki verk-
færi, í þeim verkefnum sem við tökum
okkur fyrir hendur“ segir Þórður.
Ný tækifæri
Straumur á nú yfir 75% hlut í Íslenska
hugbúnaðarsjóðnum og hefur gert öðr-
um hluthöfum yfirtökutilboð og stefnt er
að afskráningu félagsins úr Kauphöll Ís-
lands. Straumur keypti þar hlut Íslands-
banka, Landsbanka, Landssíma Íslands
og Nýsköpunarsjóðs.
Að sögn Þórðar sér Straumur ákveðin
tækifæri í Íslenska hugbúnaðarsjóðnum
og þegar þeim bauðst að eignast meiri-
hluta í félaginu þá hikuðu þeir ekki. „Ís-
lenski hugbúnaðarsjóðurinn verður rek-
inn áfram sem sjálfstætt fyrirtæki á
sama stað og Straumur er með skrif-
stofu. Við teljum að það sé hægt að
draga úr rekstrarkostnði Íslenska hug-
búnaðarsjóðsins og mun verða unnið að
því. Með kaupunum á Íslenska hugbún-
aðarsjóðnum erum við að breikka okkar
fjárfestingarsvið. Íslenski hugbún-
aðarsjóðurinn mun verða okkar leið til
þess að fjárfesta í óskráðum félögum
innanlands sem utan en Straumur hefur
lítið sem ekkert fjárfest á þeim markaði.
Það er ljóst að í kjölfar yfirtöku Straums
á Íslenska hugbúnaðarsjóðnum er Fjár-
festingarfélagið Straumur komið með
mjög sterka stöðu sem fjárfesting-
arfélag með eigið fé upp á rúma 10 millj-
arða,“ segir Þórður.
Útrás á döfinni
Nýverið var fjölgað í stjórn Fjárfesting-
arfélagsins Straums úr þremur í fjóra.
Andri Sveinsson, bankaráðsmaður í
Landsbankanum, kom nýr inn í stjórn-
ina en auk hans sitja nú í stjórn félags-
ins:Ólafur B. Thors, formaður, Kristinn
Björnsson, forstjóri Skeljungs og Krist-
ín Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
fjármála- og rekstrarsviðs Landssíma
Íslands.
Hvernig sérðu þróun Straums í náinni
framtíð?
„Félagið mun halda áfram á þeirri
braut sem það er á í dag. Fjárhagsleg
staða Straums er sterk og í henni liggja
vaxtatækifærin. Við munum einbeita
okkur að þeirri uppbyggingu sem fram-
undan er varðandi Íshug og þátttöku
okkar í fjárfestingum í óskráðum fé-
lögum. Við viljum vanda til þess verks
svo vel takist til.
Við stefnum að virkari þátttöku í fjár-
festingum erlendis, bæði með inn-
lendum fyrirtækjum sem eru í útrás
sem og erlendum.
Af ofansögðu er ljóst að spennandi
tímar eru framundan hjá Straumi,“ seg-
ir Þórður Már Jóhannesson.
Landsbankinn 19%, Sjóvá Almennar
eru með 6,7% og lífeyrissjóðirnir eiga á
bilinu 0,2–5% hlut hver í félaginu eða
samtals um 13,5%.
Þórður segir það mikinn styrk fyrir
félag eins og Straum að hafa jafnbreiðan
og öflugan hluthafahóp, líkt og Íslands-
banka, Landsbanka, stærstu lífeyr-
issjóði landsins ásamt fleiri fagfjár-
festum. Nær eingöngu fagfjárfestar
hafa að sögn Þórðar fjárfest í hlutabréf-
um í Straumi. „Þessi öflugi hlut-
hafahópur sýnir trú fjárfesta á stefnu og
framtíð félagsins. Þetta er viðurkenning
á þeirri starfsemi og uppbygginu sem
Straumur hefur farið í gegnum á síðustu
eftir þeim markmiðum sem við setjum
okkur og vera þátttakandi í þeim um-
breytingum sem við gefum okkur út fyr-
ir að vilja eiga hlut að. Í eðli sínu er
Straumur ekki frábrugðinn öðrum fjár-
festum á þann hátt að allir hljóta að hafa
það að markmiði að ávaxta eignir sínar
með sem arðbærustum hætti,“ segir
Þórður.
Þegar félög tengd Jóni Ásgeiri, Þor-
steini Má, Ingibjörgu Pálmadóttur og
fleiri seldu bréf sín í Straumi á síðasta
ári kom mikil hreyfing á bréf félagsins,
að sögn Þórðar. Frá þeim tíma hefur
hluthafahópurinn breyst töluvert. Í dag
er Íslandsbanki stærstur með tæp 22%,
skum hlutabréfamarkaði og
ur í veltunni í Kauphöll Ís-
lsverður.
nauðsynlegt fyrir fjárfesting-
vera virkur þátttakandi á
arkaði og teljum við það vera
verkum okkar. Mín vinna sem
dastjóri Straums er að fylgja
vörf í fjárfestingum
Morgunblaðið/Golli
Jóhannesson, framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins Straums, sér mörg ný tækifæri fyrir félagið með kaupunum á Íslenska hugbúnaðarsjóðnum.
guna@mbl.is
!"#"
&
#"
!
# +)'!
-"
$
0*)"
#$
1"
/
2!
# !%
!%!
)"4"5!
6
! 8 ! ) ! )
-)" $ -
9 "7 "
6
:)"
## "
#:$
6
)
6
;"
#)
#
!
! " # $ %
&"
'()*
'"
!
++ +++ +,+ ++ ++++++ +++ +,
%&&%%&&' %&&(
-