Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 2
KNATTSPYRNA 2 B ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Stofnað: 1899. Heimavöllur: KR-völlur. Aðsetur félags: KR-heimilið, Frostaskjóli 2, 107 Reykjavík. Sími: 510-5300. Fax: 510-5309. Netfang: siggih@kr.is Heimasíða: www.kr.is Stuðningsmannasíða: www.kr.is/klubbur Framkvæmdastjóri: Sigurður Helgason, 5105307 / 8631899. Þjálfari: Willum Þór Þórsson. Liðsstjórar: Lúðvík Jónsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Læknir: Bogi Jónsson. Sjúkraþjálfari: Stefán Örn Pétursson. Íslandsmeistarar: (23) 1912, 1919, 1926, 1927, 1928, 1929, 1931, 1932, 1934, 1941, 1948, 1949, 1950, 1952, 1955, 1959, 1961, 1963, 1965, 1968, 1999, 2000, 2002. Bikarmeistarar: (10) 1960, 1961, 1962, 1963, 1964, 1966, 1967, 1994, 1995, 1999. Knattspyrnu- félag Reykjavíkur  Úttektorgunblaðsins ÍSLANDSMEISTARAR KR hafa bætt verulega í leikmannahóp sinn fyrir komandi átök og allt annað en Íslandsmeistaratitill í haust yrði þeim mikil vonbrigði. Mannskapur- inn sem Willum Þór Þórsson, þjálf- ari KR-inga, hefur yfir að ráða er geysilega öflugur og vandamálið sem blasir við þjálfaranum í sumar er að velja þá 11 leikmenn sem hefja eiga leikina. Úrvalið af miðju- og sóknarmönnum hjá KR-ingum er geysilegt enda valinn maður í hverju rúmi. Tilkoma tvíburanna Arnars og Bjarka Gunnlaugssona ásamt Hilmari Björnssyni hefur styrkt KR-liðið gífurlega mikið enda allt leikmenn með mikla kunnáttu og reynslu. KR-ingum hefur samt ekki gengið alveg sem skyldi á und- irbúningstímabilinu og einkum og sér í lagi hefur varnarleikurinn ver- ið veikleiki hjá liðinu. Bæði hefur það gerst að miðjumennirnir hafa verið of gráðugir að taka þátt í sókn- arleiknum og fyrir vikið hefur vörn- in opnast og eins hefur aftasta varn- arlínan ekki náð að stilla saman strengi sína. Það er skarð fyrir skildi hjá Vesturbæjarliðinu að leið- togi liðsins til margra ára og sá leik- maður sem hefur verið hjartað í lið- inu, Þormóður Egilsson, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og líklega tekur það einhvern tíma fyr- ir KR-inga og stuðningsmenn þeirra að átta sig á að enginn Þormóður er til staðar lengur. Það þarf ekki mikla speki til að spá því að KR- ingar verði með í baráttunni um Ís- landsmeistaratitilinn. Vesturbæjar- liðið er best mannaða liðið í deildinni en hvort það dugir til að titillinn verði um kyrrt í Frostaskjólinu skal ósagt látið. Sóknarleikurinn verður að öllum líkindum í hávegum hafður í Vesturbænum en andstæðingar KR-inga hugsa sér eflaust gott til glóðarinnar þar sem varnarleikur- inn hjá meisturunum er ekki alveg upp á sitt besta sem stendur. Morgunblaðið/Sverrir Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eiga eftir að hrella varnir andstæðinga KR í sumar, en hér eru þeir í leik gegn HB frá Færeyjum. Arnar B. Gunnlaugsson frá Dundee United Bjarki B. Gunnlaugsson frá ÍA Garðar Jóhannsson frá Stjörnunni Hilmar Björnsson frá FH Kristján Örn Sigurðsson frá KA Sigurður Örn Jónsson byrjaður aftur Arnljótur Ástvaldsson til Þórs Henning Jónasson til Aftureldingar Magnús Ólafsson til Hauka Nicholas Purdue til Ástralíu Tryggvi Bjarnason til ÍBV Þormóður Egilsson hættur Þorsteinn Jónsson hættur  ... að ekkert félag hefur orðið jafnoft Íslands- meistari og KR? KR-ingar unnu meistaratitilinn 20 sinnum frá 1912 til 1968. Þá tók við hlé í 31 ár en Vesturbæjarfélagið hefur bætt sér það upp með því að verða þrívegis Íslandsmeistari á und- anförnum fjórum árum. Kristján Finnbogason er einn reyndasti markvörður landsins og hefur í mörg undanfarin ár verið í hópi þeirra bestu. Kristján fékk á sig fæst mörk allra markvarða á síðasta sumri en varnarleikur KR-inga í vor hefur ekki verið sem skyldi og verði ekki breyting á því kemur til með að mæða talsvert á Kristjáni. KR-ingar hafa átt í talsverðu basli með vörn sína í vor og líklega helgast það af því hversu sókndjarfir miðju- mennirnir eru. Gunnar Einarsson og Kristján Örn Sigurðsson verða í hjarta varnarinnar og þeirra er að fylla skarð Þormóðs Egilssonar. Bakverðir KR-inga eru með þeim reyndustu, Hilmar Björnsson og Sigursteinn Gíslason, sem koma til með að taka virkan þátt í uppbygg- ingu sóknarleiks liðsins. Helsta vandamálið hjá KR-ingum verður að fá miðjumennina til að verjast. Í því hlutverki verða líklega Þórhallur Hinriksson og Kristinn Hafliðason en Sigurvin Ólafsson og Bjarki Gunnlaugsson fá væntanlega að hafa lausan tauminn og skella sér í sóknina eftir þörfum. Í sóknarhlutverkum KR má segja að þar verði valinn maður í hverju rúmi. Einar Þór Daníelsson verður á sín- um stað á vinstri kantinum, baneitr- aður og tilbúinn að leggja upp mörk fyrir félaga sína. Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Veigar Páll Gunnars- son náðu vel saman í fyrra en sam- keppnin um framherjastöðurnar hefur aukist til muna með tilkomu Arnars Gunnlaugssonar og Garðars Jóhannssonar en fyrir er einnig Guðmundur Benediktsson.   Kristján Finnbogason Hilmar Björnsson Gunnar Einarsson Kristján Örn Sigurðsson Sigursteinn Gíslason Sigurvin Ólafsson Kristinn Hafliðason Einar Þór Daníelsson Veigar Páll Gunnarsson Sigurður R. Eyjólfsson Arnar Gunnlaugsson Líklegt byrjunarlið                         !  "          #   $  %    &  '     (#  )       #   & *        +  , #   '    -  -      *       )        .     /012 /034 /031 /010 /025 /026 /024 /037 /037 /035 /031 /032 /024 /031 /034 /026 /036 /025 /034 /034 /025 8/5 /56 13 /21 /3 8/ 5 /5/ /47 /35 34 12 /7 2/ 76 5 /47 /4 15 63 66 /4 8 / /8 / 5 5 3 /8 68 8/ 3 / 7 85 5 6/ 4 82 47 /5 195 5 /39/ /395 /39/ /295 5 //95 /495 /698 /893 /29/ /89/ 195 /39// 5 /695 5 393 5 /393 88 3 / 4 5 5 5 / 8 8/ 1 5 5 7 5 5 /5 5 83 48 4  : ;) < -  :   #-: +-:  : :  =: =:   " ):  :    +# : ;: : =:   + : ):    >  :  : ?=!: @A B:   :  - =: ;:   < -  :  " : )  "  : C* : D : ;): &  +: +  : & :    ;): '  : .  :  : - :  * : EF " : = ,  ' - <:  : > B :   : ;): B*G: EF " : = ,   - :  / /2 E    = "  $  -   E# 8 0 // /3 87 81 82    7 3 2 /5 /4 /7 /1     4 1 /8 /6 8/ 84 83    =H-- /03/ /02/ > - I    =, #J /28 5 5 5 /795 495 /0 5 > : ),: ;) &  +: &  E > ; #  - -K 8558   9 ) K „VIÐ höfum okkar vinnumarkmið og breytum því ekki neitt. Ég tel mikilvægt að gera skýran grein- armun á væntingum í umhverfinu og okkar eigin markmiðum og það er fyrst það sem komum til með að vinna í,“ segir Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, sem stýrði Vesturbæj- arliðinu til sigurs á Íslandsmótinu í fyrra. „Við höfum bætt í okkar hóp frá því í fyrra og þá aðallega í sókninni. Varnarlega erum við í svipaðri stöðu en ég tel okkur þó frekar hafa misst styrk á þeim vígstöðvum. Ég er hæfilega bjartsýnn fyrir sumarið en tel að við höfum ekki enn náð fullkomnu jafnvægi og settum markmiðum í leik okkar á undir- búningstímabilinu. Við höfum fullt verk að vinna og það getur tekið sinn tíma að slípa liðið saman.“ Willum Þór Þórsson „Gera greinar- mun á vænt- ingum og eigin markmiðum“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Willum Þór Þórsson           

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.