Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 3
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 B 3 Eins og áður hafa lið fengið til sínerlenda leikmenn og frægasti leikmaðurinn sem kemur til landsins nú er án efa Lee Sharpe, fyrrverandi leikmaður með Manchester United, sem hefur leikið með landsliði Eng- lands. Hann hefur gengið til liðs við Grindvíkinga. Eyjamenn hafa fengið tvo leik- menn frá enska liðinu Crewe – Ian Jeffs og Tom Betts. Til Þróttar er kominn markahrók- ur frá Danmörku – Søren Her- mansen, sem lék með Mechelen í Belgíu. Sören hefur verið iðinn við kolann og skorað mikið af mörkum fyrir Þrótt í æfingaleikjum og leikj- um í deildabikarkeppninni. KA-menn hafa fengið tvo Norður- landaleikmenn til sín, Norðmanninn Steinar Tenden frá Stryn og Danann Søren Byskov frá Lyngby. Tveir danskir leikmenn klæðast búningi FH-inga – Allan Borgvardt og Tommy Nielsen frá AGF frá Ár- ósum. Ólafur Gottskálksson, landsliðs- markvörður frá Keflavík, sem hefur varið mark Hibs í Skotlandi og Brentford í Englandi undanfarin ár, er kominn heim og leikur hann með Grindvíkingum. Sverrir Garðarsson, sem lék með Molde í Noregi, er kominn til liðs við FH. Stefán Þórðarson sem var í her- búðum Stoke, en varð að hætta vegna meiðsla, er byrjaður að leika með Skagamönnum. Keflvíkingurinn Guðmundur Steinarsson, sem lék með Brønshøj í Danmörku, er genginn til liðs við Fram. Ólafur Ingi Skúlason, sem var hjá Arsenal, er kominn á ný til Fylkis. Morgunblaðið/Jim Smart Þormóður Egilsson, fyrirliði KR, sem hefur lagt skóna á hilluna, tók við Íslandsbikarnum sl. keppnistímabil í þriðja sinn á fjórum árum. Kristján Finnbogason hefur tekið við fyrirliðabandinu.   !"# ""$% &'(() *# +"&    ,* -   . /     0  1#   %  2     & 345 !""& &   #6    & 5 !""&   Nýir menn á sviðið EINS og alltaf eru þónokkrar breytingar í herbúðum liða í efstu deild milli ára – nýir menn koma fram á sviðið. Íslandsmeistarar KR hafa fengið góðan liðsstyrk þar sem tvíburarnir frá Akranesi, Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, hafa gengið til liðs við þá og leika þeir í fyrsta skipti saman með KR-liðinu, en Bjarki hafði áður spilað með því. Arnar kom frá Dundee United í Skotlandi, en Bjarki lék um tíma með ÍA í fyrra, eftir að hann kom heim frá Englandi, þar sem hann lék með Preston. 1. UMFERÐ Sunnudagur 18. maí: Grindavík – Valur............................14 ÍBV – KA..........................................14 FH – ÍA ............................................14 Fylkir – Fram.............................19.15 Mánudagur 19. maí: Þróttur R. – KR..........................19.15 2. UMFERÐ Laugardagur 24. maí: Valur – ÍBV......................................14 KA – FH...........................................14 ÍA – Þróttur R. ................................14 Sunnudagur 25. maí: Fram – KR..................................19.15 Mánudagur 26. maí: Fylkir – Grindavík......................19.15 3. UMFERÐ Fimmtudagur 29. maí: ÍBV – Fylkir ....................................14 Þróttur R. – KA...............................14 FH – Valur.......................................14 KR – ÍA .......................................19.15 Föstudagur 30. maí: Grindavík – Fram.......................19.15 4. UMFERÐ Sunnudagur 1. júní: Fylkir – FH.................................19.15 Mánudagur 2. júní: Valur – Þróttur R. ......................19.15 Þriðjudagur 3. júní: Fram – ÍA ...................................19.15 Grindavík – ÍBV .........................19.15 KA – KR......................................19.15 5. UMFERÐ Mánudagur 16. júní: ÍBV – Fram.................................19.15 ÍA – KA .......................................19.15 KR – Valur ..................................19.15 Miðvikudagur 18. júní: Þróttur R. – Fylkir.....................19.15 FH – Grindavík ..........................19.15 6. UMFERÐ Þriðjudagur 10. júní: Fram – KA ..................................19.15 Laugardagur 21. júní: Grindavík – Þróttur R.....................14 ÍBV – FH .........................................14 Sunnudagur 22. júní: Valur – ÍA ........................................17 Fylkir – KR.................................19.15 7. UMFERÐ Þriðjudagur 24. júní: FH – Fram..................................19.15 Miðvikudagur 25. júní: ÍA – Fylkir ..................................19.15 KR – Grindavík...........................19.15 KA – Valur ..................................19.15 Fimmtudagur 26. júní: Þróttur R. – ÍBV ........................19.15 8. UMFERÐ Laugardagur 5. júlí: ÍBV – KR .........................................14 FH – Þróttur R................................14 Sunnudagur 6. júlí: Fylkir – KA......................................18 Fram – Valur ...................................20 Mánudagur 7. júlí: Grindavík – ÍA ............................19.15 9. UMFERÐ Þriðjudagur 8. júlí: KR – FH......................................19.15 Miðvikudagur 9. júlí: Þróttur R. – Fram......................19.15 Fimmtudagur 10. júlí: Valur – Fylkir .............................19.15 KA – Grindavík...........................19.15 ÍA – ÍBV......................................19.15 10. UMFERÐ Sunnudagur 13. júlí: KA – ÍBV.....................................19.15 KR – Þróttur R...........................19.15 Mánudagur 14. júlí: Fram – Fylkir .............................19.15 Þriðjudagur 15. júlí: Valur – Grindavík.......................19.15 Fimmtudagur 17. júlí: ÍA – FH .......................................19.15 11. UMFERÐ Fimmtudagur 24. júlí: Grindavík – Fylkir......................19.15 ÍBV – Valur.................................19.15 Þróttur R. – ÍA ...........................19.15 FH – KA......................................19.15 Sunnudagur 27. júlí: KR – Fram..................................19.15 12. UMFERÐ Mánudagur 28. júlí: Valur – FH..................................19.15 Þriðjudagur 29. júlí: Fylkir – ÍBV ...............................19.15 Miðvikudagur 30. júlí: ÍA – KR .......................................19.15 Fimmtudagur 31. júlí: Fram – Grindavík.......................19.15 KA – Þróttur R. ..........................19.15 13. UMFERÐ Laugardagur 9. ágúst: ÍBV – Grindavík ..............................14 Sunnudagur 10. ágúst: ÍA – Fram ........................................18 FH – Fylkir......................................18 KR – KA...........................................18 Mánudagur 11. ágúst: Þróttur R. – Valur ...........................20 14. UMFERÐ Laugardagur 16. ágúst: Fram – ÍBV......................................14 Sunnudagur 17. ágúst: Valur – KR .......................................18 KA – ÍA ............................................18 Mánudagur 18. ágúst: Fylkir – Þróttur R......................19.15 Grindavík – FH ..........................19.15 15. UMFERÐ Laugardagur 23. ágúst: ÍA – Valur ........................................14 Sunnudagur 24. ágúst: KA – Fram .......................................18 KR – Fylkir......................................18 Þróttur R. – Grindavík....................20 Mánudagur 25. ágúst: FH – ÍBV ....................................18.30 16. UMFERÐ Laugardagur 30. ágúst: ÍBV – Þróttur R. .............................14 Sunnudagur 31. ágúst: Valur – KA .......................................18 Fram – FH.......................................20 Mánudagur 1. september: Fylkir – ÍA .......................................18 Grindavík – KR ...............................18 17. UMFERÐ Sunnudagur 14. september: Valur – Fram14 KA – Fylkir......................................14 ÍA – Grindavík .................................14 KR – ÍBV .........................................14 Þróttur R. – FH...............................14 18. UMFERÐ Laugardagur 20. september: Fram – Þróttur R. ...........................14 Fylkir – Valur ..................................14 Grindavík – KA................................14 ÍBV – ÍA...........................................14 FH – KR...........................................14 DAGATAL 2003 Í upphafi skal … BARÁTTAN um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu er að hefjast. Eins og áður berjast tíu lið í efstu deild, sem nú heitir Lands- bankadeildin, og fer fyrsta umferðin fram sunnudaginn 18. maí. Morgunblaðið gefur út kynningarblað, þar sem liðin tíu eru kynnt, og er þeim raðað niður á síður eftir sætum í deildinni sl. keppnis- tímabil – hvert lið á eina síðu. Kortið sýnir ýms- ar upplýsingar um leikmennina. Númer hvers leikmanns er fyrir framan nafn hans. Á síðunum eru vangaveltur um styrkleika liðanna á vellinum, markvörslu, vörn, miðju og sókn. Tvö M segja að styrkleiki liðsins sé sæmi- legur að mati fréttamanna Morgunblaðsins, þrjú M góður, fjögur M mjög góður og fimm M frábær. Þá segja þjálfarar liðanna sitt álit á deildinni og gangi mála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.