Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 15
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 B 15 5 !""& Úttektorgunblaðsins E  E#           =H-- > - I    =, #J> ; #  - -K 8558   9 ) K /025 /033 /025 /032 /025 /027 /027 /02/ / /8 5 5 / 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 > #  :  : &  E ; N - :   "  L#  /033 /024 = 8 6 7 1 /4 /7 84 86   !  +%   ' M   (# N,  , . >    H    M H         &   -   B*  : >, ",: S* = -: )=  "    &    # N #      #  & (  ;   /021 /025 /035 /028 /031 5 8 5 5 15 5 5 5 5 /5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 0 /5 // /0 85     H  .     -  )       &     !     "  C* BC B /025 /025 /038 /033 /031 /030 /02/ /02/ 5 5 /2 83 /8 5 5 5 5 5 8 8 / 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 4 3 2 /6 /3 /2 8/ 88 : =: = L# : >   + / /8 = &   '     66 5 5 5 5 5 / 5 ÞRÓTTUR er á ný á meðal bestu liða landsins í knattspyrnu en liðið hefur ekki leikið í efstu deild frá árinu 1998. Þá féll liðið 1. deild og hefur verið í baráttu um að komast upp úr 1. deild allt frá því. Gamal- kunnur þjálfari heldur um stýrið í herbúðum Þróttar, Ásgeir Elíasson, og er það markmið liðsins að ná fót- festu í efstu deild og skapa liðinu stöðugleika. Ásgeir hefur verið kunnur fyrir að láta lið sín leika knettinum lipurlega á milli sín úr öftustu varnarlínu og framar á völlinn en ekki er víst að sú áferð einkenni þá rauðröndóttu þetta árið. Liðið hefur fengið slæma skelli í vorleikjum liðsins og ber þar hæst 11:5 tapleikur liðsins í deilda- bikarkeppni KSÍ gegn KR en staðan var jöfn 5:5 að loknum venjulegum leiktíma. Lið sem fær á sig 6 mörk í framlengingu ber hvorki með sér vonir um stöðugleika né yfirvegum. Ásgeir hefur lagt áherslu á skyndisóknir með Þróttarliðið að undanförnu og hefur ekki fetað sömu brautir og hann gerði með Framliðið á sínum tíma. Áherslur Ásgeirs að þessu sinni bera vott um að liðið ætli sér að fara rólega af stað á Íslands- mótinu og nýta hraða sinn í skyndi- sóknum þegar færi gefast. Lið Þróttar er skipað ungum leik- mönnum og eru margir á þeirri skoð- un að liðið eigi eftir að berjast um fall í 1. deild í haust er lokabaráttan stendur sem hæst. Hinsvegar hafa forráðamenn liðsins ákveðið að þeir leikmenn sem skiluðu liðinu í úrvals- deild á sl. ári fái þá ábyrgð að halda áfram á sömu braut og hafa aðeins þrír leikmenn gengið til liðs við liðið í haust. Þróttarar munu skreyta Landsbankadeildina með skraut- fjöður sinni, „Kötturunum“ en það er nafnið á harðasta kjarna stuðnings- manna liðsins. Söngur, gleði, grín og glens hafa ráðið ríkjum í áhorfenda- stúkunni á leikjum liðsins. Þróttur verður skemmtilegt „krydd“ í úr- valsdeildinni í sumar þar sem eftir- vænting ríkir í herbúðum liðsins, jafnt utan vallar sem innan. Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Danski leikmaðurinn Sören Hermansen hefur látið mikið að sér kveða í framlínu Þróttar. Stofnað: 1949. Heimavöllur: Laugardalsvöll- ur. Aðsetur félags: Engjavegur 7. Sími: 580 5900 (Völlur: 510 2914). Fax: 580 5901. Netfang: gvo@trottur.is Heimasíða: www.trottur.is Framkvæmdastjóri: Guðmundur Vignir Óskarsson. Þjálfari: Ásgeir Elíasson Sjúkraþjálfari: Antonio Grav- es. Liðsstjórar: Rafal Ulatowski. Formaður: Kristinn Einars- son. Íslandsmeistari: Aldrei. Bikarmeistari: Aldrei. Knatt- spyrnufélagið Þróttur Fjalar Þorgeirsson stendur vaktina á milli stanganna í marki Þróttarliðs- ins og hefur staðið sig vel. Fjalar hefur ágæta reynslu úr efstu deild og ætti að kannast vel við sig á aðal- leikvanginum í Laugardal. Hinsveg- ar er ljóst af úrslitum Þróttarliðsins í vor að varnarleikur liðsins er ekki þeirra sterkasta hlið og því mun mæða mikið á Fjalari sem markverði í liði nýliða úrvalsdeildarinnar. Varnarleikur Þróttar hefur verið þeirra höfuðverkur og 11:5 leikurinn gegn KR segir allt sem segja þarf í þeim efnum. Ingvi Sveinsson, Ey- steinn P. Lárusson, Jens Sævarsson og Ólafur Tryggvason hafa enga reynslu úr efstu deild og gætu átt erfitt uppdráttar í sumar sökum reynsluleysis. Á miðsvæðinu mun mikið mæða á þeim Charles McCormick, Halldóri A. Hilmissyni og Páli Einarssyni. Halldór hefur nokkra reynslu úr efstu deild en hann hefur leikið með Val, Fram og FH. Þróttarliðið leikur nánast 4:5:1 er liðið verst og ættu miðjumenn liðsins að fá góða aðstoð frá vængmönnum liðsins í varnar- leiknum. Reynsluleysið er akkilesar- hæll á miðsvæðinu líkt og í vörninni. Danski framherjinn Sören Her- mansen hefur látið mikið að sér kveða í leikjum Þróttar í deildabik- arnum og skorað 13 mörk. Mikið mun mæða á Dananum en Þróttarar geta státað sig af liprum og leiknum sóknarmönnum á borð við Ívar Sig- urjónsson og Björgólf Takefusa en sá síðastnefndi kemur seint til móts við liðið þar sem hann stundar nám í Bandaríkjunum.   Fjalar Þorgeirsson Ingvi Sveinsson Eysteinn P. Lárusson Jens Sævarsson Ólafur Tryggvason Charles McCormick Halldór A. Hilmisson Páll Einarsson Hjálmar Þórarinsson Sören Hermansen Ívar Sigurjónsson Líklegt byrjunarliðÍvar Sigurjónsson frá BreiðablikiKári Ársælsson frá Breiðabliki Sören Hermansen frá Mechelen Brynjar Sverrisson til Stjörnunnar Lárus Huldarsson hættur Sigurður Hallvarðsson hættur  ... ekkert félag hefur flakkað jafnoft á milli tveggja efstu deilda Íslandsmótsins og Þróttur? Það voru Þróttarar sem fyrstir féllu úr efstu deild, árið 1955, og þeir hafa samtals fallið það- an átta sinnum. Lengsta dvöl þeirra utan efstu deildar er 13 ár, frá 1985 til 1998.            ÁSGEIR Elíasson þjálfari Þróttar segir að markmið liðsins fyrir keppnistímbilið sé einfalt, að ná að halda sæti sínu á meðal þeirra bestu í íslenskri knattspyrnu. „Við munum, eins og önnur lið, þreifa fyrir okkur í fyrstu um- ferðum mótsins. Það er ekkert leyndarmál að við erum mættir til leiks með það sem markmið að festa okkur í sessi sem lið í efstu deild. Þá er stöðugleiki eitt af því sem liðið hefur sett sér sem markmið en það hefur ekki verið einkenni Þróttar á undanförnum misserum en því viljum við breyta. Við þekkjum okkar tak- mörk og förum varlega af stað en auðvitað munum við nýta okkar styrk þegar færi gefast og von- andi skilar það okkur stigum í þessari baráttu,“ sagði Ásgeir en liðið leikur heimaleiki sína á að- alvellinum í Laugardal líkt og Framliðið gerir. Ásgeir Elíasson „Þreifum fyrir okkur í fyrstu umferðum“ Ásgeir Elíasson  

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.