Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 6
KNATTSPYRNA 6 B ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ 0  1# Úttektorgunblaðsins Stofnað: 1935. Heimavöllur: Grindavík- urvöllur. Aðsetur félags: Austurvegur 3, 240 Grindavík. Sími: 426-8605. Fax: 426-7605. Netfang: umfg@centrum.is Heimasíða: www.umfg.is. Framkvæmdastjóri: Ingvar Guðjónsson. Þjálfari: Bjarni Jóhannsson. Aðstoðarþjálfari: Guðmundur Valur Sigurðsson. Liðsstjóri: Ragnar Ragnars- son. Sjúkraþjálfari: Tjerk Bartlena. Formaður knattspyrnudeild- ar: Jónas Þórhallsson. Íslandsmeistari: Aldrei. Bikarmeistari: Aldrei. Ungmenna- félag Grindavíkur Ólafur Gottskálksson ver mark Grindvíkinga í sumar og er óhætt að segja að koma hans í Suðurnesjaliðið sé mikill og góður liðsstyrkur. Ólaf- ur er klárlega í hópi bestu mark- varða landsins, með mikla reynslu, litríkur og ákaflega snjall, hvort sem það er á milli stanganna eða að sækja knöttinn út í teig. Sinisa Kekic mun stjórna vörn Grindvíkinga í sumar en þessi snjalli Júgóslavi, sem verið hefur í herbúð- um Grindvíkinga undanfarin ár, sýndi í fyrrasumar að hann er ákaf- lega útsjónarsamur og öflugur varn- armaður. Gestur Gylfason verður með Kekic í miðvarðarstöðunni og í bakvarðarstöðunum er líklegt að Óð- inn Árnason leiki, en þar er á ferð ungur og efnilegur varnarmaður sem kom til Grindvíkinga frá Þórs- urum, og Jóhann Benediktsson sem er fjölhæfur leikmaður. Grindvíkingar eru vel mannaðir á miðsvæðinu. Ólafur Örn Bjarnason verður þar í lykihlutverki ásamt Skotanum Paul McShane, sem hefur þó átt í meiðslum, og Óla Stefáni Flóventssyni. Grindvíkingar binda miklar vonir við Lee Sharp en koma hans í liðið er krydd í íslenska knatt- spyrnu og fróðlegt verður að sjá hvernig honum reiðir af. Grétar Ólafur Hjartarson sýndi og sannaði í fyrra að hann er einn skæð- asti sóknarmaður landsins og sókn- arleikur Grindvíkinga mun að miklu leyti byggjast á því hvernig honum tekst upp en Grétar varð marka- kóngur Íslandsmótsins á síðustu leiktíð.   GRINDVÍKINGAR fögnuðu í fyrra sínum besta árangri frá upphafi en það var kannski helst skortur á breidd sem olli því að Grindvíkingar náðu ekki að veita KR og Fylki nægi- lega harða keppni um titilinn. Á þessu hafa Grindvíkingar ráðið bót að einhverju leyti. Þeir hafa fengið Englendinginn Lee Sharp til liðs við sig sem fróðlegt verður að fylgjast með í sumar enda leikmaður sem í þrígang hefur orðið enskur meistari með Manchester United og þá hefur Suðurnesjaliðið fengið varnarmenn- ina Óðin Árnason og Jóhann Bene- diktsson, sterka stráka sem auka breiddina í liðinu. Einn reyndasti markvörður landsins, Ólafur Gott- skálksson, er kominn í raðir Grind- víkinga eftir áralanga útlegð í at- vinnumennsku og enginn vafi leikur á því að koma hans í liðið er Grind- víkingum mikill hvalreki. Það hefur gengið upp og ofan hjá Grindavík- urliðinu á undirbúningstímabilinu. Liðið hefur á köflum sýnt mjög skemmtileg tilþrif en hefur þess á milli dottið niður í meðalmennskuna. Þegar leikmannahópur Grindvíkinga er borinn saman við önnur lið í deild- inni leikur enginn vafi á að Bjarni Jó- hannsson, þjálfari Grindvíkinga, er með sterkt lið í höndunum sem er vel mannað út um allan völl og skemmti- leg blanda leikmanna. Umgjörð knattspyrnunnar Grind- vík er glæsileg. Metnaður forráða- manna Grindvíkinga er mikill og miðað við árangur undangenginna ára hlýtur að vera markmið þeirra gulklæddu að gera atlögu að Íslands- meistaratitlinum. Miðað við mann- skapinn sem þeir hafa yfir að ráða er það raunhæft markmið. Grindvík- ingar hafa fest sig vel í sessi sem eitt af betri liðum landsins og ef allt gengur að óskum verður engin breyting á því í ár. Morgunblaðið/Garðar Vignisson Lee Sharpe, Ólafur Gottskálksson og Óðinn Árnason. Albert Sævarsson til B68 Atli Knútsson hættur Heiðar Ingi Aðalgeirsson til Sindra Jóhann Helgi Aðalgeirsson til Sindra Scott Ramsay til KR Vignir Helgason hættur Helgi Már Helgason frá Reyni S. Jóhann R. Benediktsson frá Keflavík Lee Sharpe frá Exeter Óðinn Árnason frá Þór Ólafur Gottskálksson frá Brentford  ... að Grindvíkingar hafa einu sinni skorað 13 mörk í deildaleik? Það gerðu þeir í gömlu 3. deildinni árið 1987 þegar þeir sigruðu Aftureld- ingu, 13:2, í lokaumferðinni. Júlíus Pétur Ing- ólfsson, sem lék lengi með Skagamönnum, skor- aði 6 mörk fyrir Grindvíkinga í leiknum. Ólafur Gottskálksson Óðinn Árnason Sinisa Kekic Gestur Gylfason Jóhann Benediktsson Ólafur Örn Bjarnaon Paul McShane Lee Sharpe Ray Anthony Jónsson Grétar Ó. Hjartarson Óli Stefán Flóventsson Líklegt byrjunarlið   ,#  ( M      B  =    -    - )    ,$  )     '   .    * +  -   ( # =   . B * > *O (#     , %        #   B*    +, ) * ,   )#   *  J  (     &    /010 /030 /010 /025 /028 /024 /026 /025 /037 /032 /03/ /037 /036 /031 /024 /030 /031 /033 /026 /37 /7 /51 /7 /1 3 5 64 //3 34 5 /57 /58 2 4 60 /5 18 5 6 5 80 5 / 5 5 / 88 0 5 /7 /6 5 5 / / 43 5 /395 /795 /29/ 095 //9/ 695 5 /79/ /293 /398 5 /294 /195 295 495 //9/ /59/ /29/4 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 2 // 5 5 5 5 5 / 5 &  E  A +  G : -#-: .  *: O-  == Q   Q :  #: E :      :   >  : > -  :   ): + ,   > - :  < -: NR / /8 /1 E  (#            +  '  *  E# 8 4 6 // /2    3 2 /5 /6 8/ 80     7 1 0 /7 /0 88 84 87    =H-- /012 /024 /026 > - I    =, #J /36 5 5 5 5 5 5 5 5 0 5 5  #-:  "   :  #: +: ;): ) + ,    :  #:  - &  ?" B: # B: ?"  B N -    #:  > ; #  - -K 8558   9 ) K „MIÐAÐ við árangurinn í fyrra og undanfarin ár setjum við okk- ur það markmið að verða í topp- baráttunni frá byrjun en ekki í lokin eins og verið hefur uppi á teningnum hjá okkur síðustu ár,“ segir Bjarni Jóhannsson, þjálfari Grindvíkinga. „Við höfum einsett okkur að mæta sterkari til leiks í byrjun mótsins og það er krafa frá mér til liðsins að það hali inn fleiri stig á heimavelli en í fyrra því að heimavöllurinn er grunnurinn að góðum árangri. Ég tel hópinn okkar að mörgu leyti sterkari en í fyrra en deildin er að sama skapi orðin sterkari og bestu lið- in eru að mínu mati miklu betur mönnuð og skipuð sterkari ein- staklingum en mörg undanfarin ár. Ég er bjartsýnn fyrir hönd míns liðs og hlakka mikið til sum- arsins.“ Bjarni Jóhannsson „Verða í topp- baráttunni frá byrjun“ Bjarni Jóhannsson           

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.