Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 14
KNATTSPYRNA
14 B ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
& ÚttektorgunblaðsinsStofnað: 1911.
Heimavöllur: Hlíðarendi.
Aðsetur félags: Hlíðarendi, 101
Reykjavík.
Sími: 551-2187 / 863-9911.
Fax: 562-3734.
Netfang: valur@valur.is
Heimasíða: www.valur.is
Framkvæmdastjóri: Sveinn
Stefánsson.
Þjálfari: Þorlákur Árnason.
Liðsstjóri: Halldór Eyþórsson.
Sjúkraþjálfari: Friðrik Ellert
Jónsson.
Formaður knattspyrnudeild-
ar: Jón Sigurður Helgason.
Íslandsmeistari: (19) 1930,
1933, 1935, 1936, 1937, 1938,
1940, 1942, 1943, 1944, 1945,
1956, 1966, 1967, 1976, 1978,
1980, 1985, 1987.
Bikarmeistari: (8) 1965, 1974,
1976, 1977, 1988, 1990, 1991,
1992.
Knattspyrnu-
félagið Valur
VALSMENN voru til skamms tíma
eina íslenska félagið sem aldrei hafði
leikið utan efstu deildar. Þeim stöð-
ugleika lauk haustið 1999 þegar þeir
féllu í fyrsta sinn og frá þeim tíma
hafa Hlíðarendapiltar aldrei spilað í
sömu deild ár frá ári. Tvisvar fallið,
jafnoft unnið sig upp í úrvalsdeildina
á nýjan leik.
Valsliðið sem nú er komið í hóp
þeirra bestu á ný er gjörólíkt því sem
kom upp fyrir tveimur árum. Þá
freistuðu Valsmenn þess að styrkja
sig með ýmsum ráðum og sóttu sér
liðsstyrk úr mörgum áttum og marg-
víslegum þjóðernum. Að þessu sinni
er annar háttur hafður á. Þorlákur
Árnason hóf uppbyggingu á nýju
Valsliði, skipuðu ungum Valsmönn-
um, haustið 2001, og hann er mættur
með það í hinn harða slag efstu deild-
ar eftir afar sannfærandi sigur í 1.
deildinni í fyrra. Núna eru viðbætur í
hópnum fólgnar í því að fyrrum leik-
menn hafa snúið aftur, auk þess sem
Ólafur Þór Gunnarsson er kominn í
markið og tveir sóknarmenn af
landsbyggðinni, sem vantað hefur
herslumuninn til að slá í gegn í deild-
inni, Hálfdán Gíslason og Jóhann G.
Möller, klæðast rauðu peysunni í
sumar.
Hvort þetta dugir til að ná stöð-
ugleika á ný og festa sig í sessi í
deildinni er erfitt að spá fyrir um en
Valsmenn virðast geta unnið alla á
góðum degi en einnig tapað fyrir öll-
um hvenær sem er.
Valsliðið hefur þótt leika skemmti-
lega knattspyrnu í vetur og vor en
gengið illa að skora mörk. Það spilaði
sérstaklega vel í Reykjavíkurmótinu
þar sem það sigraði í sínum riðli en
tapaði fyrir Fylki í undanúrslitum. Í
deildabikarnum vann Valur þrjá af
fimm andstæðingum sínum úr úr-
valsdeildinni en tapaði fyrir tveimur
1. deildarliðum og komst því ekki
áfram úr riðlakeppninni.
Morgunblaðið/Stefán Stefánsson
Ólafur Þór Gunnarsson, markvörður Vals.
Ólafur Þór Gunnarsson er genginn
til liðs við Valsmenn og verður þeim
eflaust góður styrkur. Ólafur hefur
leikið með Skagamönnum undanfar-
in ár og er kominn með talsverða
reynslu en hann hefur spilað fimm
tímabil í röð í efstu deild. Til vara er
Kristinn Geir Guðmundsson, sem
víða hefur komið við og lék með ÍR
hluta af síðasta síðasta tímabili.
Valsvörnin var geysilega öflug í 1.
deildinni í fyrra og fékk þá aðeins 7
mörk á sig í 17 leikjum, en reyndar
fimm í þeim síðasta. Ármann Smári
Björnsson og Guðni Rúnar Helga-
son mynda mjög sterkt miðvarða-
par, Bjarni Ólafur Eiríksson er efni-
legur bakvörður og þeir Hjalti Þór
Vignisson og Elvar L. Guðjónsson
koma væntanlega einnig talsvert við
sögu.
Á miðjunni verður fyrirliðinn Sigur-
björn Hreiðarsson í lykilhlutverki
sem driffjöður liðsins. Félagar hans
eru lítt reyndir en miklu munar ef
Kristinn Lárusson verður leikfær
þegar líður á sumarið. Sigurður Sæ-
berg Þorsteinsson er vaxandi leik-
maður sem gæti reynst ein af traust-
ustu stoðum Valsmiðjunnar. Jóhann
H. Hreiðarsson hefur verið öflugur í
1. deildinni en er nánast óskrifað
blað meðal þeirra bestu.
Matthías Guðmundsson er fljótur og
leikinn sóknarmaður sem Valsmenn
bíða eftir að springi endanlega út.
Hálfdán Gíslason gæti reynst góður
liðsstyrkur ef hann hristir af sér
meiðsli sem hafa plagað hann und-
anfarin ár. Jóhann Georg Möller er
kominn með talsverða reynslu eftir
að hafa spilað með FH og ÍBV. Eng-
inn þessara hefur þó enn sannað sig
sem afgerandi markaskorari.
Ólafur Þór Gunnarsson
Hjalti Þór Vignisson
Ármann Smári Björnsson
Guðni Rúnar Helgason
Bjarni Ólafur Eiríksson
Sigurður Sæberg Þorsteinsson
Sigurbjörn Hreiðarsson
Jóhann H. Hreiðarsson
Matthías Guðmundsson
Jóhann Georg Möller
Hálfdán Gíslason
Líklegt
byrjunarlið
Arnar Steinn Einarsson í Víking R.
Ágúst Guðmundsson í Korup
Birgir Þór Birgisson í Aftureldingu
Elías Ingi Árnason í Tindastól
Guðmundur Brynjólfsson hættur
Henry Þór Reynisson hættur
Hjörvar Hafliðason meiddur
Jón Karlsson í Fjölni
Magnús Már Lúðvíksson hættur
Pálmar Hreinsson hættur
Róbert Óli Skúlason í Hauka
Steinþór Gíslason í Víking R.
Tómas Ingason í Fram
Hálfdán Gíslason frá ÍA
Hjalti Þór Vignisson byrjaður aftur
Jóhann Georg Möller frá FH
Kristinn G. Guðmundsson frá ÍR
Kristinn Lárusson byrjaður aftur
Ólafur Helgi Ingason byrjaður aftur
Ólafur Þór Gunnarsson frá ÍA
... einungis einn leikmaður hefur skorað fleiri
en 100 mörk í efstu deild fyrir eitt og sama félag-
ið, Val? Það var hinn marksækni Ingi Björn Al-
bertsson sem skoraði 109 mörk fyrir Hlíðar-
endaliðið á áttunda og níunda áratugnum. Að
auki skoraði Ingi Björn 17 mörk fyrir FH.
E E#
=H--
> - I
=, #J> ; # - -K
8558
9 ) K
/02/
/028
/031
/02/
/02/
/032
/024
/030
5
/2
71
/6
/5
/1
5
5
5
5
1
6
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
: # : ;: : D B* -
:
-: >
/025
/033
;+: ;: '
;): ;+
8
4
7
1
/1
/0
85
8/
-
(#
+%
M
>%
&
&
;): : ;
T
=: ;:
#-
*
-
(# !
*
/030
/025
/031
/030
64
45
/3
11
7
7
4
0
/898
5
5
/198
5
5
5
5
/5
//
/6
88
#
"
! >
*
H
H" &
)
/025
/037
/034
/030
/026
/025
/032
/
//3
/44
8
5
86
3
5
8/
8/
5
5
/
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
6
3
2
0
/7
/3
/2
& +: L#
N ": '
;:
': T
;+:
/
45
-
(# &
8
20
5
5
5
/295
5
/
„OKKUR finnst það ekki vera við-
unandi markmið að stefna ein-
göngu að því að halda okkur í deild-
inni. Auðvitað er það fyrsta
takmark okkar sem nýliða en við
ætlum að komast upp í miðja deild
og losna við þá taugaspennu sem
fylgir því að lenda í fallbaráttu á
lokasprettinum í deildinni,“ sagði
Þorlákur Árnason, sem stýrði Vals-
mönnum til glæsilegs sigurs í 1.
deildinni í fyrra.
„Við gerum okkur fulla grein
fyrir því að þetta verður mjög erfitt
tímabil. Liðið er ungt og nýir menn
sem við fengum hafa verið mikið
fjarverandi vegna meiðsla. Okkur
gekk vel í Reykjavíkurmótinu í jan-
úar en höfum eftir það ekki getað
stillt upp sterkasta liðinu. En okkar
markmið er líka að reyna að hafa
gaman af fótboltanum, nokkuð sem
mér finnst oft gleymast,“ sagði Þor-
lákur.
Þorlákur Árnason
„Ætlum að
hafa gaman af
fótboltanum“