Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 2
FRAMHALDSMYND Fast and the Furious, 2 Fast 2 Furious, verður frumsýnd hér á landi 20. júní nk. Myndin verður veisla fyrir unnendur hraðskreiðra bíla og spennandi at- burðarásar. Leikstjóri myndarinnar er John Singleton, sem hefur verið til- nefndur til Óskarsverðlauna og gerði m.a. myndirnar Boyz N the Hood og Baby Boy. Fyrri myndin var umtöluð fyrir mikinn hraða frá upphafi til enda og naut mikilla vinsælda þegar hún var sýnd árið 2001. Aðalhlutverkið lék Vin Diesel, virtasti kappaksturstöffari strætanna, en hann er fjarri góðu gamni í seinni myndinni. Þar leika stór hlutverk bílarnir sem leikstjórinn valdi af kostgæfni til að endurspegla bílamenningu þar vestra. 700 mættu með bíla sína Aðstandendur myndarinnar aug- lýstu eftir bílum í myndina á Netinu. Eigendum bílanna var boðið að koma á þeim á bílastæði í Santa Monica í Los Angeles. Þar sem aðeins var gef- inn 36 klukkustunda frestur áttu menn vart von á fleiri en 100 bílum en þar skjátlaðist þeim hrapallega. Um- ferðaröngþveiti myndaðist á svæðinu þegar um 700 bílar svöruðu kallinu og sumir komu alla leið frá Seattle. Ólíkt fyrri myndinni gerist 2 Fast 2 Furious á götum Miami-borgar. Á göt- um úthverfanna í stærstu borgum Bandaríkjanna hefur sérstök menn- ing hraðaksturs fest rætur og þar er keppt um peninga í skjóli nætur, í óþökk yfirvalda. Þessi menning hefur getið af sér sérfræðinga sem eyða miklum tíma og fjármunum í að breyta bílum sínum og gera þá sem best fallna til að taka þátt í atinu. Það eru hins vegar áhættuleikarar sem aka bílunum fyrir leikarana í hættulegustu atriðunum, þar á meðal Oakley Lehman, Kevin Jackson og Debbie Evans, sem vann verðlaun sem besti kvenáhættuleikarinn í heimi fyrir þátt sinn í fyrri myndinni. Í Fast and the Furious var sjónum einkum beint að innfluttum og „upp- tjúnuðum“ bílum en í 2 Fast 2 Fur- ious er áherslan á alla hraðskreiða og fallega bíla. Alls eru bílarnir í mynd- inni um 150 en auk þess 400 aðrir bílar sem gegndu hlutverki „aukaleik- ara“. Sumir fundust í bílakirkjugörð- um og voru endursmíðaðir og málaðir í skrautlegum litum á innan við einni viku, en alls unnu við framleiðslu myndarinnar 40 bílasérfræðingar í fullri vinnu, bæði sérfræðingar í yf- irbyggingum og tækni. Sumir bílarnir voru smíðaðir úr fjórum samskonar bílum. Breytingar sem gerðar voru á mörgum bílanna koma ekki í veg fyrir að þeir séu löglegir á götunum, jafnvel þótt hestaflafjöldinn sé kominn upp í 500 hestöfl. Aðeins 15 bílar „leika“ aðal- hlutverkin í myndinni. Þessir bílar eru m.a. Nissan Skyline GTR, Mitsubishi EVO 7, 1970-árgerð Hemi Dodge Challenger, 1969-árgerð Yenko Cam- aro, 1998-árgerð BMW M3, 2003- árgerð Dodge Viper, Chevrolet Corv- ette, Toyota Supra ’94, Mazda RX7 ’94, Honda S2000, árgerð 2001, og Acura NSX, árgerð 1993. Við birtum hér myndir af nokkrum þessara bíla og bendum um leið les- endum á að í samstarfi við Sambíóin efnum við til getraunar sem nánar verður kynnt 4. júní nk. Bílarnir í 2 Fast 2 Furious Mazda RX-7: 1,3 l Rotary, tvær forþjöppur. 350 hestöfl við 6.500 sn./mín. 336 Nm við 5.000 sn./mín. 5 gíra beinskipting. 0—60 mílur á 4,9 sekúndum. Kvartmíla á 13,6 sekúndum. Hámarkshraði 225 km/klst. 18" Toyo-dekk og Roja-felgur. Chevrolet Camaro árgerð 1969: 427 kúbiktommu vél. 425 hestöfl við 5.000 sn./mín. 644 Nm tog við 4.000 sn./mín. 4ra gíra Muncie beinskipting. 0—60 mílur á 6,7 sekúndum. Kvartmíla á 14,9 sekúndum. Hámarkshraði 216 km/klst. 15" BF Goodrich-dekk og Weld Racing Cragar-felgur. Mitsubishi Eclipse Spyder 2002: 3ja lítra vél. 210 hestöfl við 5.500 sn./mín. 287 Nm tog við 4.000 sn./mín. 0—60 mílur á 6,7 sekúndum. Kvartmíla á 15,5 sekúndum. Hámarkshraði 225 km/klst. 20" Nitto-dekk og Lowenhart-felgur. Panasonic-geislaspilari og -sjónvarp. Lightning-hátalarar. Volk-keppnisstýri. Sparco-sæti. Honda S2000 árgerð 2000: 2ja lítra V-Tec-vél. Paxton-forþjappari. 360 hestöfl við 8.300 sn./mín. 315 Nm tog við 7.500 sn./mín. Sex gíra beinskipting. 0—60 mílur á 5,3 sekúndum. Kvartmíla á 13,1 sekúndu. Hámarkshraði 232 km/klst. 18" Toyo-dekk á Montegi-felgum. Rockford Fosgate-hljómtæki, Panasonic-sjónvarp. Lightning-hátalarar. Toyota Supra 1993: 3ja lítra Greddy með tveimur forþjöppum. 654 hestöfl við 5.600 sn./mín. 735 Nm tog við 4.000 sn./mín. 6 gíra beinskipting. 0—60 mílur á 4,5 sekúndum. Kvartmíla á 11,9 sekúndum. Hámarkshraði 280 km/klst. 19" Toyo-dekk á Oz Super Leggera-felgum. Mitsubishi Evo 2002: 2ja lítra vél. 280 hestöfl við 6.5000 sn./mín. 301 Nm tog við 4.500 sn./mín. Fimm gíra beinskiptur. 0—60 mílur á 4,9 sekúndum. Kvartmíla á 13,8 sekúndum. Hámarkshraði 225 km/klst. 18" Toyo-dekk á Montegi Racing-felgum. Brembo-bremsur. Nissan Skyline árgerð 1999: 2,6 lítra vél með tveimur for- þjöppum. 505 hestöfl við 6.000 sn./mín. 621 Nm tog við 5.500 sn./mín. Drif á öllum hjólum. Stýring á öllum hjólum. 6 gíra beinskipting. 0—60 mílur á 4,1 sekúndu. Kvartmíla á 12,1 sekúndu. Hámarkshraði 288 km/klst. 19" Toyo-dekk á HRE 446-felgum. Clarion-hljómtæki og -sjónvarp. 2 B MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Borgartún 26 sími 535 9000 Stærð 92x47x51 cm. Verð kr. 14.691,- Stærð 87x46x35 cm. Verð kr. 29.799,- Stærð 182 lítrar Verð kr. 11.753,- Stærð 30 lítrar Verð kr. 2.490,- 12v stærð 28 lítrar Verð kr. 8.595,- 12v stærð 45 lítrar Verð kr. 22.849,-Geymslu- og kælibox Fyrir húsbílinn, fellihýsið, tjaldvagninn og sumarbústaðinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.