Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 15
BÍLAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 15 Toyota Corolla G-6, 1600 vél, nýskráður 03/00, ekinn 89 þús., 16” álfelgur, 14“ vetrargangur, spoilera kitt, 6 gíra, topplúga, svartur. Verð 1.250 þús. Nýr Chevrolet Silverado LT6,6 Duramax dísel, ný- skráður 05/03, pallhús, stigabretti, leður, 4 dyra, svartur, sjálfskiptur, cd, magasín. Verð 5.300 þús. Ath skipti. M Bens C-180 Elegance ný- skráður 07/00, ekinn 56 þús., silfurgrár, abs, álfelgur, topplúga, sjálfskiptur, cruise control, rafmagn í rúðum. Gott eintak. Verð 2.650 þús. Toyota Rav4 2,0 vvti, ný- skráður 10/00, ekinn 50 þús., 5 gíra, filmur, silfur- grár. Verð 1.890 þús. M Bens C-200 Compressor, nýskráður 05/00, ekinn 52 þús., silfurgrár, sjálfskiptur, topplúga, Carlsson pakki, metalick lakk, o.m.fl. Verð 3.490 þús. Ath. skipti. Toyota Landcruiser 80 VX 4,2 turbo dísel, nýskráður, 07/94, ekinn 220 þús., sjálf- skiptur, leður, topplúga, 33” dekk, dökkgrænn, topp bíll. Verð 2.450 þús. Ath. skipti. Toyota Avensis STW 1,8 VVTI, nýskráður 10/01, ek- inn 35 þús., sjálfskiptur, ljósgrænn. Verð 1.790 þús. Nissan Patrol 2,8 turbo dísel, 33” breyting, ekinn 178 þús., hvítur, 5 gíra, 7 manna. Verð 1.450 þús. ATH. skipti á dýrari. Lexus LS-400 árg. 1992, ekinn 165 þús., leður, ál- felgur, silfurgrár, spólvörn, cd magasín. Verð 1.350 þús. Toyota Landcruiser 80 VX 4,2 turbo dísel Intercooler, nýskráður 04/96, ekinn 155 þús., 38” breyting með hásingarfærslu, 5 gíra, leð- ur, gps, talstöð, o.fl. Verð 3.450 þús. MMC Pajero 3,2 DID GLX, nýskráður 06/02, ekinn 22 þús., silfurgrár , sjálfskiptur, filmur. Verð 4.330 þús. Yamaha Virago 1100 ný- skráð 07/91, ekið 30 þús., svart, böglaberi , mikið króm. Verð 500 þús. Eigum einnig nokkur notuð hjól á skrá. á bílskúrinn Verðdæmi: 30 x 30 kr. 1.250,- m2, fyrsti flokkur GEGNHEILAR FLÍSAR F YRSTA umferð Íslandsmeist- aramótsins í torfæruakstri var haldið síðastliðinn sunnu- dag í Bolöldum, í mynni Jós- epsdals, þar sem Haraldur Pétursson sigraði með nokkrum yfirburðum. Ekki náðu keppinautar Haraldar að ógna honum á nokkurn hátt þar sem Haraldur tók forystu í fyrstu braut og hélt henni allt til enda. „Hinir voru illa undirbúnir og það vantaði Gísla G. og Björn Inga,“ sagði Haraldur um glæstan sigur sinn í keppninni. „Maður var hátt yfir í stigum en þá líður manni ekki vel og verður hræddur um að eitthvað bili. Ég var allan tímann á nálum þrátt fyrir öruggt forskot. Ég held að menn muni koma sterkari inn næst á Blönduósi þar sem Björn Ingi kemur aftur og síðan á Kristján eftir að koma sterkur inn í sumar og síðan held ég að Gísli G. eigi nú eftir að koma aftur“, sagði Haraldur. Gunnar Gunnarsson stóð uppi sem sigurvegari í flokki götubíla og hlaut einnig þriðja sætið í heildarkeppn- inni. Gunnari gekk vel alla keppnina þrátt fyrir að vera ósáttur með slaka byrjun í fyrstu þraut þar sem hann tapaði á því að vera fyrsti bíll og ruddi þar með leiðina fyrir þá sem á eftir komu. Þrautirnar voru annað- hvort í ökkla eða eyra því annaðhvort luku flestir við þrautina eða enginn, að Haraldi undanskildum í fyrstu þraut. „Þrjár til fjórar þrautir voru ekkert fyrir þessa bíla, þó að við get- um farið ýmislegt þá getum við ekki farið upp veggi“, sagði Gunnar að keppni lokinni. „Ég ætla rétt að vona að framhaldið verði áfram svona, það er gaman að þessu þegar það bilar ekki mikið en svo getur maður lent í því eins og aðrir að eiga slæman dag“, sagði Gunnar sem var hæst- ánægður með gengi sitt í keppninni. Lítið þarf að bregða útaf til að dæmið snúst við því brotinn öxull eða vind- laust dekk getur ráðið úrslitum og því er þetta samspil á milli góðs und- irbúnings og aksturs og ekki síst nokkurrar heppni. Úrslit í heildarkeppni 1. Haraldur Pétursson 1920 2. Kristján Jóhannesson 1690 3. Gunnar Gunnarsson 1650 4. Sigurður Þór Jónsson 1600 5. Bjarki Reynisson 1370 6. Ragnar Róbertsson 1240 7. Daníel G. Ingimundarsson 1235 8. Leó Viðar Björnsson 1110 9. Gunnar Ásgeirsson 1080 10. Pétur V. Pétursson 820 11. Karl Viðar Jónsson 560 Úrslit í keppni götubíla 1. Gunnar Gunnarsson 1650 2. Bjarki Reynisson 1370 3. Ragnar Róbertsson 1240 4. Pétur V. Pétursson 820 5. Karl Viðar Jónsson 560 Morgunblaðið/Gunnlaugur Einar Haraldur Pétursson kom, sá og sigraði í fyrstu keppninni um Íslandsmeist- aratitilinn í torfæruakstri sem haldin var í Bolöldum á sunnudaginn. Öruggt hjá Halla P. Keppnin gekk vel hjá Gunnari Gunn- arssyni sem sigraði í götubílaflokki og náði þriðja sætinu í heildarkeppninni. ÖRUGG og góð fjarskiptatæki gegna mikilvægu hlutverki í nútímaferða- mennsku. Jeppamenn hafa ætíð ver- ið fljótir að tileinka sér nýjustu tækni til að vera í góðu sambandi á fjöllum, einkum vegna öryggisins. Algengustu fjarskiptatæki í jepp- um eru NMT-farsími og CB-talstöð. Þau duga flestum. Hvað símann varðar er NMT eini síminn sem hægt er að nota á fjöllum fyrir utan gervi- hnattasíma, sem er mjög dýr fjár- festing og dýr í notkun. Til eru fleiri gerðir talstöðva en CB og verður leitast við að skýra notagildi hverrar gerðar hér á eftir. Ef flokka ætti fjar- skiptatækin eftir því hve örugglega þau ná til byggða yrði flokkunin á þessa leið: 1. SSB-Gufunestalstöð. 2. VHF-talstöð. 3. NMT-farsími. 4. CB-talstöð. 5. GSM-sími. SSB-talstöð SSB-talstöðvar, eða Gufunes- stöðvar, hafa verið mikið notaðar af ferðalöngum á hálendinu. Þær eru langdrægar og hafa mikinn sendi- styrk. Samband næst við byggð alls staðar á landinu. Landssíminn rekur þjónustu fyrir stöðvarnar í fjar- skiptastöðinni í Gufunesi og því hafa þær verið mikilvægt öryggistæki meðal ferðalanga. Dregið hefur úr notkun þeirra með aukinni notkun farsíma. VHF-talstöð VHF-talstöðvar eru algengar meðal björgunarsveitamanna, flug- manna og lögreglu en til þessa fátíð- ar meðal jeppamanna. Ástæðan er lokað kerfi þar sem rásum er út- hlutað til tiltekinna nota. Stöðvarnar byggja á neti endurvarpa í eigu hinna ýmsu aðila sem nota kerfið. Jeppamenn hafa ekki haft aðgang að VHF-kerfinu fyrr en nýlega að Ferðaklúbburinn 4x4 setti upp tvo endurvarpa, annan á Bláfelli og hinn áFjórðungsöldu. Hefur félagið fengið nokkrar rásir til afnota fyrir fé- lagsmenn. Í kjölfar þessa opnaðist möguleiki til samninga við eigendur annarra VHF endurvarpa um gagn- kvæma notkun. Samband næst nú um mikinn hluta hálendisins með VHF-talstöðvum. Kosturinn við þær er sá að sam- band milli stöðva er gott þótt langt sé á milli þeirra. Þá virka þær einnig vel á styttri vegalengdum þar sem minnka má sendistyrk þeirra. VHF- talstöðvar hafa verið að lækka í verði. NMT-farsími NMT-símakerfið er hannað til notkunar í strjálbýli. Samband næst víðast hvar á hálendinu og má því nánast kalla símann nauðsynlegan búnað í jeppa. Á það skal þó bent að víða eru skuggasvæði á hálendinu þar sem samband næst ekki. NMT- kerfið er í stöðugri uppbyggingu og má því búast við að skuggasvæð- unum fækki í framtíðinni. Oft nægir að aka upp á næstu hæð til að ná sambandi. CB-talstöðvar CB-talstöð er nauðsynleg í hverj- um jeppa sem notaður er til einhvers konar ferðalaga. Hún er skammdræg og er því notuð til samskipta milli bíla sem ferðast í hóp. Drægni þeirra er misjöfn eftir aðstæðum og veðri en getur verið allt frá nokkur hundr- uð metrum upp í nokkra kílómetra. Það er álit sumra að notkun CB- talstöðva muni minnka eða hætta á næstu árum samhliða aukinni notk- un VHF-talstöðva. GSM-farsími GSM-símar eru alls ráðandi í þétt- býli en duga ekki til fjalla. JEPPAHORNIÐ Fjarskipti Úr Jeppabók Arctic Trucks. SMS FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.