Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 16
FYRSTA mótið í Íslandsmeistarakeppninni í rallakstri var haldið um síðustu helgi og fór keppnin fram á Reykjanesi. Það voru Akst- ursíþróttafélag Suðurnesja og Bílar & Hjól sem stóðu fyrir keppninni, en alls tóku 16 áhafnir þátt í henni. Búist var við harðri keppni um fyrsta sætið á milli þeirra bræðra Rúnars Jónssonar og Baldurs Jónssonar á Subaru og Sigurðar Braga Guðmundssonar og Ísaks Guðjónsson- ar á Metro. Óhætt er að segja að þeir Metro- menn hafi komið öflugir undan vetri og áttu þeir besta tíma á fyrstu leið, en einungis 12 áhafnir skiluðu sér út af þeirri sérleið. Í fyrri ferð um Ísólfsskála náðu bræðurnir sama tíma og þeir Sigurður og Ísak og á fyrri ferð um Djúpavatn náðu Rúnar og Baldur forystu í rallinu, eftir að hafa ekið sérleiðina á sjö sek- úndum skemmri tíma og munar þá aðeins einni sekúndu á milli fyrsta og annars sætis. Á þessari leið sprengdu þeir Sighvatur og Úlfar á Jeep dekk og var þá draumur þeirra um verðlaunasæti úti. Baráttan um þriðja sætið var mikil, enda fjórar áhafnir að slást um það. Á seinni ferð um Djúpavatn náðu bræð- urnir aftur sjö sekúndum betri tíma og lögðu grunn að fyrsta sigri sínum á þessu keppn- istímabili, því erfitt var fyrir þá Metro-menn að ná upp þessu forskoti á þeim stuttu leiðum sem eftir voru í keppninni. Áhorfendur voru þó nokkrir og þá sérstaklega á tveimur síð- ustu leiðum rallsins sem voru eknar innan- bæjar í Keflavík, nánar tiltekið um höfnina. Þar náðu þeir Sigurður og Ísak aðeins að klóra í bakkann og ná betri tímum í báðum ferðum en þeir bræður. Sást þar greinilega að Metro-inn er í fínu formi og hefur sennilega sjaldan verið betri. Verður því gaman að sjá þessa ökumenn kljást við þá bræður í sumar. Gaman er að sjá hvað Rúnar hefur náð sér vel af þeim veikindum sem hrjáðu hann í fyrra og ekki langt í að hann nái sínum besta hraða á ný. Guðmundur og Jón í þriðja sæti Í þriðja sæti í rallinu enduðu þeir Guð- mundur og Jón á Subaru, en þetta var þeirra fyrsta keppni saman á þessum bíl, eftir góðan og öruggan akstur. Nokkuð öflugur bíll, en þó ekki eins og toppbílarnir. Í fjórða sæti og að- eins einni sekúndu á eftir þriðja sætinu end- uðu þau skötuhjú Daníel og Sunneva á Honda, eftir ævintýralegan akstur um hafn- arsvæðið, þar sem besti tími fyrri ferðar þar var þeirra. Reyndar var nokkru til kostað þar sem þau reyndu að smeygja sér nokkuð hratt í gegnum hraðahindrun, sem sett var upp til að takmarka hraðann á sérleiðinni. Endaði sú tilraun með því að bæði frambrettin urðu fyr- ir tjóni, ljós og fleira smávægilegt. Hins vegar náðist mun betri tími en ella, en það bara dugði ekki til að ná verðlaunasæti. Hins vegar mega þau vera nokkuð ánægð með að vinna hinn nýja flokk, svokallaðan 2000 rúmsenti- metra flokk. Sighvatur og Úlfar enduðu í fimmta sæti og feðginin Sigurður og Elsa í því sjötta, en þau eru á nýrri nokkuð öflugri fjór- hjóladrifinni bifreið sem þau eiga eftir að ná betri tökum á. Kristinn og Jóhannes á Nissan náðu að klára keppnina á undan þeim reynslu- boltum Þorsteini og Witek, sem enn einu sinni lenda í því að bíllinn þeirra svíkur á miðri sér- leið. Þurftu þeir að fara þar út og gera við bensínslöngu sem dottið hafði úr sambandi og töpuðu þannig miklum tíma. Ingólfur og Guð- mundur á Suzuki lentu í níunda sæti, Ragnar og Árni á Toyota í því tíunda og Daníel og Halldór á Honda ráku lestina. Næsta keppni verður 21. júní og verður þá ekið um Suðurland. Íslandsmeistaramótið í rallakstri Hörð barátta um fyrsta sætið Morgunblaðið/Gunnlaugur Einar Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Jónsson á Rover Metro.Bræðurnir Rúnar Jónsson og Baldur Jónsson á Subaru Legacy. 16 B MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar ALLIR ökumenn vænta þess af sín- um bíl að stýringin sé nákvæm og rétt og bíllinn fari beina línu án út- úrdúra, nema auðvitað þegar beygt er. Þegar bílnum er beygt á hann eingöngu að fara þá leið sem honum er stýrt og rétta sig síðan af og fara beina línu þegar út úr beygjunni er komið. Þetta virðast frekar einföld sannindi og margir taka því sem gefnu að bíllinn hagi sér með þessu móti. Af þessum sökum vanrækja margir ökumenn eða gleyma því að fara með bílinn í hjólastillingu. Yf- irleitt þarf þess þó ekki nema fram- endi bílsins verði fyrir einhverju hnjaski. Verði menn varir við neðangreind vandamál er hyggilegast að fara með bílinn án tafar á næsta stilling- arverkstæði í hjólastillingu.  Stýrishjólið er ekki í réttri stöðu þegar ekinn er beinn vegur.  Óeðlileg hljóð heyrast frá fjöðr- unarbúnaðinum.  Bíllinn rásar frá einni hlið veg- ar til hinnar.  Bíllinn leitast við að beygja til annarrar hliðar þegar ekinn er beinn vegur eða þegar hemlað er.  Titringur er í stýri eða í gegn- um sæti bifreiðarinnar.  Stýrið virkar of létt.  Ekki hefur verið farið með bíl- inn í hjólastillingu á langan tíma.  Slit á dekkjunum er ójafnt.  Það vælir í dekkjunum í beygj- um.  Bíllinn réttir sig ekki hnökra- laust af eftir beygju. Rétt hjólastilling skiptir sköpum til að auðvelda ökumönnum stjórn á ökutækinu og hámarka jafnvægi bílsins við hemlun. Hún eykur einnig líftíma hjólbarðanna og gerir akst- urinn þægilegri. Nútíma fjöðrunarbúnaður er flók- inn og krefst þess að jafnvægi sé í stillingu allra fjögurra hjólanna. Sumir telja nægilegt að stilla aðeins af framhjólin en óhætt er að mæla með því að farið sé með bílinn á verkstæði þar sem öll fjögur hjólin eru mæld í tölvu og þau stillt til að hámarka afköst fjöðrunarkerfisins. Þess verður þó að geta ekki er hægt að stilla afturhjól á öllum bíl- um. Sigurður Ólafsson hjá Vélastill- ingu sf. í Kópavogi, segir að hjóla- stilling kosti allt frá 8-13 þúsund krónur eftir verkstæðum. Hjólin eru mæld í tölvu og síðan er halli hjól- anna, millibilið og kasthallinn stilltur. Það er alltaf hægt að stilla millibil og það er það sem er höfuðóvin- urinn, þ.e.a.s. það að hjólin stefni beint fram. Miðað er við að millibilið sé jafnt milli fram- og afturenda hjólsins. Rangt millibil veldur sliti á hjólbörðum. Morgunblaðið/Jim Smart Sigurður Ólafsson hjá Vélastillingu fæst ekki við annað en að hjólastilla bíla. Mikilvægi hjólastillingar VIÐGERÐIR OG VIÐHALD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.