Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Í UMFJÖLLUN um Volvo S60 T í bílablaðinu 7. október 2001 áttu menn vart til orð til að lýsa ein- stökum aksturseiginleikum og afli þessa 250 hestafla bíls. Í umfjöllun- inni var klykkt út með eftirfarandi orðum: „Þar sem aflið fer allt til framhjólanna kemur vart á óvart að bíllinn hefur tilhneigingu til að und- irstýra. Miðað við allt aflið hefði Volvo líklega gert enn betri bíl með því að bjóða þennan kost afturhjóla- drifinn, að ekki sé talað um fjórhjóla- drif. En það hefði strax farið út í verðið því það er verulega kostnað- arsamt fyrir framleiðendur að breyta uppsetningu á undirvagni fyrir einn bíl. En fjórhjóladrifið á Volvo á lager en það hefði sömuleiðis gert bílinn mun dýrari í verði.“ Og nú hefur Volvo sett á markað fjórhjóladrifsútgáfu af þessum bíl, Volvo S60 AWD og sá fyrsti hefur verið fluttur til landsins. Þann bíl fengum við til prófunar og er skemmst frá því að segja að Volvo setur, að mati þess sem þetta skrifar, nýjan staðal í fjórhjóladrifnum lúx- usbílum með S60 AWD. Nýtt fjórhjóladrif Fjórhjóladrifið í S60 er annað en í V70 og XC70. Í þeim bílum er seigju- kúpling sem tengir afturdrifið þegar framhjólin missa grip en í S60 er kerfið orðið rafstýrt. Það sem mest um munar er að aflið er fyrr að ber- ast til allra hjóla þegar skynjarar verða varir við minnkað veggrip, sem gerir bílinn að hreinræktuðum gæðingi í beygjum. S60 AWD er því nær því að vera með sítengt fjór- hjóladrif en aðrir fjórhjóladrifsbílar Volvo. Kerfið miðar því ekki einvörð- ungu að því að bæta drif bílsins í ófærð eða á vondum vegslóðum held- ur einnig að bæta aksturseiginleik- ana við venjulega notkun, hvort sem er á bundnu slitlagi eða malarvegum. Fyrir vikið er komið enn meira jafn- vægi í bílinn auk þess sem undirstýr- ing er nánast horfin úr honum. Stað- albúnaður er líka DSTC-kerfi sem er spólvörn með stöðugleikastýringu. Kerfið beitir hemlum á augabragði á eitt eða fleiri hjól ef bíllinn fer að renna til í beygju. Nákvæmlega miðað spark En það þarf líka þokkalegan mót- or til að knýja fjórhjóladrifinn bíl af þessari stærð. Volvo heldur sig við fimm strokka bensínvélarnar sem eru rómaðar fyrir mikið tog og hljóð- láta vinnslu. Fjórar útfærslur eru til af henni, þ.e. 2,4 l, 140 og 170 hest- afla, 2,0 l, 180 hestafla, 2,5 l, 210 hest- afla og 2,3 lítra, 250 hestafla. Þessar vélar eru allar með forþjöppum sem er ein af sérgreinum Volvo. Þar á bæ eru til lágþrýstingsforþjöppur og há- þrýstingsforþjöppur. Prófunarbíll- inn er með 2,5 lítra vélinni með lág- þrýstingsforþjöppu og skilar 210 hestöflum og það finnst fyrir þeim öllum. Viðbragðið er sérlega gott, eiginlega nákvæmlega miðað spark, og þegar litið er á togkúrfuna, sem er 320 Nm strax við 1.500 snúninga, má ljóst vera að þetta er vél sem skil- ar sínu áreynslulaust. Uppgefin eyðsla í blönduðum akstri er 10,7 lítrar sem verður að teljast heldur ótrúverðugt nema viðhafðir séu miklir góðaksturstaktar. Aksturs- tölva bílsins sýndi í reynsluakstrin- um jafnaðareyðslu upp á 17,2 lítra en hafa verður í huga að aksturinn fór að stærstu leyti fram innan borgar- markanna og bensínfóturinn var venju fremur þungur. Það er nefni- lega ógn gaman að keyra þennan bíl, jafn aflmikill og hann er, nákvæmur í stýringu og rásfastur. Sérpantaðir bílar Prófunarbíllinn, sem var sérpant- aður af viðskiptavini Brimborgar, er leðurklæddur með sóllúgu en ýmis- legt vantar í þægindabúnaði til að hann geti talist fullbúinn af þægind- um. Í staðalgerðinni er t.d. ekki að finna hluti eins og hraðastilli, raf- magn í sætum og að sjálfsögðu ekki leðrið eða sóllúguna. Og ekki var bíll- inn með Geartronic-sjálfskipting- unni með handskiptivalinu, sem virð- ist reyndar aðeins fáanleg með 2,4 l Turbo dísil-útfærslunni, heldur hefð- bundinni fimm þrepa sjálfskiptingu. En þarna var að finna innbyggð og vönduð hljómflutningstæki með kassettutæki, geislaspilara, útvarpi og átta hátölurum og fjölrofastýri. Kosturinn við að sérpanta bíla er sá að þá geta menn valið eingöngu út frá eigin forsendum hvaða búnaði bíllinn þarf að hafa en þurfa ekki að sætta sig við einhvern pakka ákveð- inn af umboðinu. Frágangur er allur eins og hann gerist bestur en lita- valið er eins og jafnan íhaldssamt og gráir tónar ríkjandi. Bremsur, bremsur Sætin eru alveg sérkapítuli í S60. Þau eru stór og vel formuð og veita sérlega góðan stuðning án þess að þrengja að líkamanum. Ókostur er hins vegar hve aftarlega stillingar eru fyrir sætisbakið. Að sjálfsögðu eru síðan fimm þriggja punkta belti, Hreinræktaður Volvo-gæðingur Morgunblaðið/Kristinn Volvo S60 AWD er einn af skemmtilegri akstursbílum á markaðnum.                                   !    ! " "#  $# % &' !()     *# + #  & +,- "#       "  "( )# . / #  +0 12                        3# 4  05                  67   $51 8 9:                              Í BÍLSKÚR einum við Grundar- stíginn í Reykjavík eru eilíf jól. Keltnesk jólatónlist hljómar í eyrum sumardaginn langan á meðan und- urfagur íslenskt handverk er skoðað – og svo mikið er af því að það er ekkert verið að flýta sér. Skúrinn stendur djúpt í lóðinni umlukinn ótrúlega blómlegum garði, fullum af fjölærum blómum, álfum og krútt- legum tröllum – og það er eitthvað við þennan kyrrláta, litríka heim sem stendur svona út af fyrir sig inni í miðri Reykjavík. Kyrrðin og fegurðin er svo óvænt. Það er Anne Helen Lindsay sem rekur þessi eilífu jól í lítilli verslun í skúrnum sínum undir heitinu Litla jólabúðin og þegar hún er spurð hvers vegna hún hafi ákveðið að opna jólabúð í skúrnum hjá sér, seg- ist hún vera ein af þeim konum sem hafi misst vinnuna – um miðjan ald- ur. „Ég hef alltaf verið í góðum störf- um og það kom ekki til greina að fara að skúra. Ég hafði lengstum starfað við heildsölur, séð um inn- kaup og allt sem að heildsölu lýtur. Þegar mér var svo sagt upp, vegna þess að í dag er svo mikil ungdóms- dýrkun, ákvað ég að ráðast út í mitt eigið fyrirtæki. Það héldu auðvitað allir að ég væri óð – en þetta var draumur sem ég hafði lengi átt og nú var kominn tími til að láta hann rætast, börnin uppkomin og ég hafði svigrúm til þess. Núna, rúmu ári seinna, finnst mér að það hefði átt að segja mér upp miklu fyrr. Þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegt.“ En hvers vegna gerðirðu þetta ekki fyrr? „Ég var með unglinga og var ekki tilbúin til þess að taka áhættu og leggja fjárhagslegt ör- yggi fjölskyldunnar undir.“ Hvað gerðirðu við bílinn? „Hann er í stæði fyrir utan húsið eins og hann hefur alltaf verið. Hann hefur aldrei komið í skúrinn.“ „Hvers vegna? „Þessi skúr var að hrynja. Hann hefur verið ónothæfur sem bílskúr árum saman; var bara fullur af drasli. Þegar ég ákvað að fara út í þetta fyrirtæki mokuðum við hjónin öllu draslinu út og gerðum skúrinn upp.“ Það er óhætt að segja að í dag gæði skúrinn hverfið öllu meiri kar- akter en þegar hann stóð eins og gamalt hrúgald inni í þessu fallega hverfi; gleður augað í stað þess að meiða það. Og til marks um hversu vel Anne Helen nýtir sinn skúr, þá rekur hún tvö fyrirtæki í honum. Auk þess að vera með Litlu jólabúð- ina, rekur hún heildverslun, flytur inn vörur sem hún selur í verslanir fyrir ferðamenn. Þetta verða nú að teljast nokkuð góð umsvif í ekki meira plássi. En hvers vegna skúr- inn, en ekki heildsöluhúsnæði úti í bæ? „Skúrinn var hérna og ég vildi ekki fara út í meiri fjárhagslega áhættu en nauðsynlegt var. Ég vissi ekkert hvort þetta mundi ganga. Núna vildi ég hvergi annars staðar vera. Ég hef í þrjátíu og fimm ár unnið við mikið stress og fullt af samstarfsfólki og sumir í kringum mig héldu að mér mundi leiðast hérna. En ég er alsæl með að vinna hér í kyrrðinni, innan um blómin mín, hlustandi á gosbrunninn í garð- inum og fallega jólatónlist. Og þótt ég vinni hérna ein er nóg að gera.“ Hverjir kaupa jólaskraut á sumr- in? „Ferðamenn. Það er eiginlega Morgunblaðið/Árni Torfason Jólaskúrinn í Þingholtunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.