Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 22
22 B MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir Lovísa Kristjánsdóttir, löggiltur fasteignasali Fasteignaþjónustan Skúlagötu 30, 3. h., 101 Reykjavík sími 552 6600 - fax 552 6666 Sæviðarsund Góð 4ra herb 82,2 fm íbúð á 2. hæð í fjórbýli ásamt 20,0 fm bíl- skúr. Skiptist í hol með skáp, parket á gólfi, rúmg. eldhús með borðkrók og nýrri innréttingu. Flísar á gólfi. Rúmg stofa, teppi og borðstofa, parket. Vestursvalir. Á sérgangi er flísal. baðherb. 2 herbergi, bæði með skápum, parket á gólfum. Þv.hús, þurrkherb., geymsla, hjólag., sal- erni og sturta í sameign. Hús nýl. viðgert að hluta. Verð 13,9 millj. Miðbraut - Seltj.nesi Mjög góð 4ra herb. um 115,0 fm sérhæð á jarðhæð í þríbýli sunnan megin á Nesinu. Anddyri, hol, nýl. uppgert eldhús, nýl. tæki. Tvískipt stofa, útg í fallegan garð. 3 herb. á sér- gangi, útgengt í garð úr einu þeirra. Flís- alagt baðherb. Parket og flísar á gólfum. Verð 16,3 millj. Hlíðarhjalli - Kóp. Góð 4ra herb 120,8 fm íbúð á 3. hæð í fjölbýli. Forst, eldhús m. borðkrók. 3 rúmg. herb., skáp- ar. Baðherb. flísal. Flísar á stofu og eldh. Dúkur á herb. Sprautulakkaðar innrétt. 14 fm sérgeymsla, þv.hús og hjólag. í sam- eign. Laus fljótl. Verð 16,8 millj. Bakkabraut - Kóp. Fyrsta hæð, 4 herb. 120 fm, í tvíbýlu endaraðhúsi við smábátahöfnina. Skiptist í opið rými með mikilli lofthæð, vinnuaðstöðu og íveru, stórt eldhús og 2 parketlögð herb. Stórt baðherb., baðkar, máluð gólf, vantar lokafrág. á íbúð. Hús að utan ópússað og ómálað. Skráð sem atv.húsn. Áhv. um 8,4 millj. Verð 11,7 millj. Bústaðavegur Mjög góð 5-6 herb 125,6 fm hæð og ris með sérinngang í fjögurra íbúða húsi. forstofuherb, 2 stórar stofur, opið eldhús borðkrókur, flísal. bað- herb. Hringstigi í ris, þar, 2 rúmg. herb með skápum, geymsla. Parket á gólfum. Þv.hús í sameign. Verð 15,9 millj. Bústaðavegur Sérlega falleg 125,6 fm 6 herb íbúð á 2 hæðum. 5 rúmgóð herb og stofa. Gott eldhús, borðkrókur. Stofa og sjónvarpshol. Parket á gólfum. Gott flísal baðherb. Þv.hús á hæð. Björt og vel skipulögð íbúð. Góð staðs. Stutt í alla þjónustu. Gott leiksvæði í næsta ná- grenni. Hús, lóð og sameign í góðu við- haldi. Sumarbústaður Sumarbústaður í Eilífsdal, Kjós, 50,0 fm, þar af um 10,0 fm sólstofa, verönd kringum hús um 65 fm Leiguland um 0,4 ha. Stofa, 2 herb, bæði með skápum, baðherb., sturta (gashitað). Eldhús, gaseldavél og ísskápur, gasofn. Sólarrafhlaða sér fyrir rafmagni í ljós, út- varp, síma og sjónvarp. Góð geymsla undir sökkli. Lítið gróðurhús. Sérlega fal- leg mikið ræktuð lóð. Lítil tjörn, matjurta- garður, leiktæki fyrir börn og tjaldstæði fyrir gesti. Verð 5,4 millj. Vantar eignir fyrir kaupendur. Mikil sala. Seljendur hafið samband við sölumenn okkar. Íbúðarhúsnæði Móabarð - Hafnarf. Björt og og skemmtileg 2ja herb 64,2 fm íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli. Forst., gangur, skápar Stórt herb m. skápum, útg á suðursvalir. Baðherb., flísar og dúkur. Björt og rúmg. stofa. Gott eldhús m. nýl. innr. Parket á öllum gólfum. Sérgeymsla. Þv.hús, hjóla- /vagnageymsla í sameign. Verð 9,5 millj Mánagata Snyrtileg samþykkt 2ja herb 39,0 fm íbúð. Skiptist í hol, baðher- bergi, stofu, eldhús með snyrtilegri eldri innréttingu og svefnherbergi. Íbúðin nýtist öll mjög vel. Nýlega skipt um gler og pósta. Rúmgóð geymsla sem er ekki inni í fm tölu. Góður garður. Verð 7,5 millj. Hjaltabakki Snyrtileg og góð 3ja herb 76,9 fm íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli. Skiptist í forstofu/hol með góðum skáp- um. Opið eldhús með ljósri innréttingu, stofu/borðstofu. Útgengt á vestursvalir. 2 herb. bæði með skápum. Parket á öllum gólfum. Baðherb, dúklagt, með baðkari og t.f. þv.vél. Stór sérgeymsla 9,2 fm í sam- eign auk þv.húss með vélum og þurrkara, hjólageymsla. Hús nýlega viðgert að innan og utan. Sameign mjög snyrtileg og vel viðhaldið. Grasvöllur í góðri rækt, leiktæki fyrir börnin. Verð 11,5 millj. Klukkurimi Mjög góð 3ja herb. 89,0 fm íbúð á 2. hæð. Sérinng. af svölum. Rúmg. anddyri og hol. Eldh. m. góðri innr. og tækjum, borðkrókur. Björt og rúmg stofa, suðvestursvalir. 2 herb. bæði með góðum skápum. Dúkur á gólfum. Baðherb flísal. að hluta. Sérgeymsla í sameign. Hús og lóð í góðu viðhaldi. Verð 12,0 millj. Gullsmári, Kóp. Mjög góð 3-4ra herb 87,0 fm íbúð á 8. hæð. Anddyri, gangur, flísal. baðherb. Fallegt eldhús, op- ið, rúmgóð stofa, svalir. 2 herb með góð- um skápum auk fataherb./vinnuaðst. Parket á gólfum. Mikil lofthæð í íbúð. Sameign snyrtileg. Lyfta. Sérgeymsla og hjólag. í sameign. Glæsilegt útsýni. Sjón- varpsdyrasími. Verð 13,9 millj. Klukkurimi Rúmgóð 4ra herb. 101,5 fm, íbúð. Sérinng af svölum. Forstofa, hol. Rúmg. stofa, svalir í suðvestur, gott út- sýni. Herb. með skápum. Eldhús með stórum borðkrók. Baðherb. flísal. að hluta. Dúkur á gólfum. Sérgeymsla og þv.hús í sameign. Verð 13,3 millj. Hólmgarður Góð og töluv. endurn. 4ra herb 95,2 fm íbúð á 2. hæð. Sérinng., sérbílastæði í innkeyrslu við hús. Stórt manngengt ris yfir íbúð þar sem hægt er að innr. sem 1 eða fleiri herb. Búið að gera gat í gólf fyrir stiga. Skiptist í for- stofuherb. við stigapall, 2 herb., eldh. með snyrtil. eldri innr., borðkrókur. Rúmg. stofa, flísal. baðherb, eldri innr., sturta. Ný gólfefni parket og steinflísar á gólfum. Sérgeymsla. Þv.hús í sameign. V. 14,5 m. Njörvasund Falleg 4ra herb. miðhæð í þríbýli 82,0 fm. Forst., hol, 2 saml. stofur, nýl. parket. 2 herb., skápar. Parket á öðru, korkdúkur á hinu. Baðherb með stórri inn- rétt., flísal. gólf og veggir. Eldhús með góðri innrétt og borðkrók. Þv.hús og sér- geymsla í sameign. Hús nýl. viðgert. Góð eign í rólegu hverfi. Garður. V. 13,4 m. Vesturberg Mjög snyrtileg 4ra herb 95,4 fm íbúð á 2. hæð í 3ja hæða blokk. Eldhús eldri innr., gott borðpláss við glugga, opið úr eldhúsi í stofu, útgengt á stórar vestursvalir, nýl. flísal. baðherb., hjónaherb. og tvö barnaherb. Ljóst parket á gólfum. Sameiginl þv.hús með tækjum, þurrkherb, sérgeymsla á jarðhæð. Snyrti- leg lóð með leiktækjum f. börn. Stutt í skóla og alla þjónustu. Verð 11,9 millj. BYGGÐAMÁL snúast umbúsetuskilyrði lands-manna til sjávar ogsveita, í dreifbýli og þétt- býli. Atvinnutækifæri og atvinnu- uppbygging eru vissulega mik- ilvægasti þáttur byggðamála og byggðaþróunar, en þættir eins og skólamál, heilbrigðismál og hús- næðismál hafa einnig verulega þýðingu fyrir búsetuskilyrði fólks, hvarvetna á landinu. Húsnæðismál hafa í þessu sam- hengi þá sérstöðu að þau eru mjög háð markaðsaðstæðum hverju sinni og teljast ekki nema að litlum hluta vera þáttur í opinberri vel- ferðarþjónustu. Staðbundnir hús- næðismarkaðir eru óhjákvæmilega nátengdir vinnumarkaði hvers byggðasvæðis. Gott atvinnuástand kallar þannig á aðstreymi fólks og auknar íbúðabyggingar og að sama skapi valda erfiðleikar á vinnu- markaði verðfalli og jafnvel hruni húsnæðismarkaðarins. Smæð staðbundinna vinnu- og húsnæðismarkaða gera fámennar byggðir landsbyggðarinnar sér- staklega viðkvæmar fyrir bæði staðbundnum áföllum jafnt sem reglubundnum uppsveiflum og nið- ursveiflum hagkerfisins. Hinn nýi byggðavandi Allt frá því að fólk tók að sogast úr sveitunum til nýrra og ört vax- andi sjávarbyggða hafa sterk öfl í þjóðfélaginu horft óblíðum augum á þá þróun. Lengi framan af ríkti þó í raun nokkurt jafnvægi milli landshluta, lítil sjávarpláss blómstruðu allt í kringum landið og sjávarútvegurinn einkenndist af fjölda einyrkja og smáfyrirtækja sem sóttu aflann til nærliggjandi miða. Þetta átti eftir að breytast með vaxandi tæknivæðingu í sjávar- útvegi, stærri skipum og stærri sjávarútvegsfyrirtækum. Tilkoma kvótakerfisins hefur hraðað slíkri þróun verulega og það blasir nú við að sífellt tæknivæddari sjávar- útvegur þarf á minna og minna vinnuafli að halda og jafnframt er það ljóst að hagkvæmni og hag- ræðing leiðir til þess að starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja safnast saman á færri staði. Afleiðingin er vaxandi byggðavandi fjölmargra sjávarplássa hringinn í kringum landið. Í húsnæðismálum landsbyggð- arinnar blasir það við, að markaðs- verð húsnæðis er í besta falli mun lægra en á höfuðborgarsvæðinu og í versta falli er húsnæði nánast óseljanlegt. Víða átti sér stað veru- leg uppbygging í félagslega íbúða- kerfinu á undanförnum áratugum, m.a. vegna þess að fáir lögðu út í það að byggja yfir sig miðað við ríkjandi markaðsaðstæður. Í mörgum byggðarlögum hafa því húsnæðisvandkvæði byggðarlag- anna fyrst og fremst lent á sveit- arstjórnunum og félagslega íbúða- kerfið verið mest íþyngjandi þátturinn í erfiðri skuldastöðu sveitarfélaga á landsbyggðinni. Ástandið á Norðurlöndum Hin Norðurlöndin hafa – ekki síður en við Íslendingar – um ára- tuga skeið lagt áherslu á virka stefnu í byggðamálum. Hefur sú stefna einkum beinst að sem jafn- astri uppbyggingu vinnumarkaðar, samgangna og annarra grunngerð- arþátta. Aðgerðir í byggðamálum tengjast jafnframt með marg- víslegum hætti bæði þróun þétt- býlissvæða landsins og uppbygg- ingu á sviði húsnæðismála. Byggðastefnan hefur haft víð- tæk og að ýmsu leyti jákvæð áhrif á þjóðfélagsþróunina á Norð- urlöndunum. Löndin hafa þó hvert um sig haft uppi ólíkar áherslur í þeim aðgerðum sem þau hafa beitt í byggðamálum og aðgerðirnar hafa skilað mismunandi nið- urstöðum og árangri í hverju ein- stöku landi. Byggðamynstur Norður- landanna er afar ólíkt; þéttbýli Danmerkur er gerólíkt íslensku dreifbýli og byggðaaðgerðir hafa skilið eftir sig mun stærri spor í Noregi en raunin er í t.d. Svíþjóð. Á síðustu 15–20 árum hefur orðið gerbreyting á afstöðu manna gagn- vart ríkisafskiptum af efnahagslíf- inu. Áherslan hefur færst frá virkri velferðaruppbyggingu til yf- irgnæfandi áherslu á sem mest olnbogarými markaðsaflanna. Þessi hugarfarsbreyting hefur orðið þess valdandi að í stað fyrri pólitískrar samstöðu um virka byggða- og húsnæðisstefnu er nú komin markaðsvæn meginstefna. Húsnæðisvandi norrænna dreif- býlissvæða hefur með tímanum birst meir og meir sem vaxandi fjöldi félagslegra íbúða sem standa auðar. Þá hafa þeir íbúar dreif- býlissvæða sem búa í eigin hús- næði lent í erfiðleikum vegna verð- falls eigna er þeir hafa neyðst til þess að flytja á brott. Norrænar stjórnsýslustofnanir á sviði húsnæðismála hafa á und- anförnum árum orðið að grípa til margvíslegra aðgerða í því skyni að ráða bót á erfiðleikum af því tagi sem hér hefur verið lýst. Norrænt málþing í Reykholti Forsendur framtíðarþróunar byggðamála taka stöðugum breyt- ingum. Þróun upplýsinga- og tölvutækni upphefur fjarlægðir í tíma og rúmi og hefur nú þegar haft ýmis jákvæð áhrif fyrir at- vinnumöguleika dreifbýlissvæða. Hnattvæðing og aukin fjölmenn- ing setur orðið talsverðan svip á mannlífið á landsbyggðinni á Ís- landi og atriði eins og það hvort Ís- lendingar kjósi í náinni framtíð að ganga í Evrópusambandið eða ekki mun augljóslega hafa mikil áhrif á byggðaþróun á Íslandi, þó svo að mönnum beri ekki saman um það hver þau áhrif muni nákvæmlega verða. Þeim atriðum sem ég hef fjallað um hér að framan verða gerð nán- ari skil á norrænu málþingi um efnið „Jafnvægi byggðasvæða, nei- kvæðar afleiðingar fólksfækkunar fyrir húsnæðismarkað og þróun þéttbýlisstaða,“ sem haldið verður föstudaginn 22. ágúst næstkom- andi í Reykholti í Borgarfirði. Nánari upplýsingar um mál- þingið má fá hjá greinarhöfundi, veffang jonrunar@hi.is eða hjá gestamottakan@yourhost.is. Þá er hægt að skrá sig beint á netfang- inu http://www.yourhost.is/ vefir/regioner/registration.htm. Aðalfyrirlesararnir verða tveir, Stefán Ólafsson, forstöðumaður Borgarfræðaseturs og fræði- maðurinn Thomas Hanell frá Nordregio, Norrænu byggðarann- sóknarstofnuninni. Einnig verða flutt erindi um stöðu þessara mála i hverju einstöku landi. Scanpix Nordfoto Eyrarsundsbrúin. Hin Norðurlöndin hafa — ekki síður en við Íslendingar — um áratuga skeið lagt áherslu á virka stefnu í byggðamálum. Hefur sú stefna einkum beinst að sem jafnastri uppbyggingu vinnumarkaðar, samgangna og annarra grunngerðarþátta, segir greinarhöfundur. Húsnæðis- og byggðamál Byggðaþróun eftir Jón Rúnar Sveinsson, fé- lagsfræðing hjá Borgarfræðasetri/ jonrunar@hi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.