Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2003 B 23Fasteignir Opið mán.-fös. kl. 8-12 og 13-17. Sýnishorn úr söluskrá. Sjá margar eignir og myndir á fmeignir.is og mbl.is. ELDRI BORGARAR GRANDAVEGUR - LYFTA Fyrir 60 ára og eldri er til sölu mjög góð þriggja herb. íbúð á fjórðu hæð í vin- sælu lyftuhúsi. Vandaðar innréttingar. Yfirbyggðar svalir. Þvottahús í íbúðinni. Mikil sameign, húsvarðaríbúð, veislu- salur o.fl. 21034 Einbýlishús HLÍÐARHJALLI Vorum að fá í sölu glæsilegt 395 fm ein- býli á þremur hæðum. Möguleiki á tveimur íbúðum. 2 bílskúrar. Frábært út- sýni. Parket og flísar á gólfum. Eign sem vert er að skoða. Ásett verð 35 m. 7889 VALLARGERÐI - KÓPAVOGI Vorum að fá í sölu virðulegt eldra ein- býli á þessum frábæra stað í Kópavogi. Eign sem vert er að skoða. Nánari uppl. á skrifstofu FM. 7884 EINARSNES Til sölu steinsteypt einbýli, hæð og ris, við Einarsnes í Skerjafirði. Húsið er upp- haflega byggt 1936, en seinna var þak- inu lyft og er hátt ris á húsinu. Húsið er samtals 153 fm, hæðin er 104 fm og ris- ið mælist 48 fm. Eign sem gefur ýmsa möguleika og vert er að skoða. 7846 FANNAFOLD Vorum að fá í sölu áhugavert 124 fm einbýlishús auk 49 fm bílskúrs, allt á einni hæð. Þrjú svefnherbergi öll park- etlögð. Stórt upphitað bílaplan með stæði fyrir sex bíla. Eign sem vert er að skoða. Laust nú þegar. Nánari uppl. á skrifstofu. 7851 Raðhús VESTURBERG - PARHÚS Til sölu áhugavert parhús við Vestur- berg í Rvík. Grunnflötur hússins er 127 fm, en undir öllu húsinu er óinnréttaður kjallari sem í dag er nýttur sem geymsla en gefur ýmsa möguleika. Húsið er allt vel um gengið og í góðu ástandi. Eign sem vert er að skoða. 6575 Hæðir KÁRSNESBRAUT - BÍLSKÚR Um er að ræða 142 fm efri sérhæð í tví- býlishúsi ásamt bílskúr. Mjög góðar innréttingar. Baðherbergið er nýlega gegnum tekið. Á gólfum eru flísar og parket. Glæsilegt útsýni. Fallega gróin lóð. Eign sem vert er að skoða. 5435 SKIPHOLT - SÉRHÆÐ Eigum eftir efstu hæðina í þessu húsi. Hæðin er um 212 fm að stærð ásamt innb. bílskúr. Gott skipulag er á hæð- inni, sem er með mikilli lofthæð og gert ráð fyrir fjórum svefnherbergjum. Húsið er fullbúið að utan en íbúðin sjálf fok- held. Teikningar af fleiri er einum end- anlegum frágangi liggja fyrir á skrif- stofu. Hægt að fá íbúðina lengra komna. Verð 20,9 m. 5479 4ra herb. og stærri FLÚÐASEL Vorum að fá í einkasölu fallega íbúð ásamt 32 fm stæði í bílageymslu. Fjög- ur svefnherbergi. Nýir skápar í hjóna- herb. Parket á allri íbúðinni var tekið í gegn og lagfært fyrir ári. Mikið skápa- pláss. Eign sem vert er að skoða. Ásett verð 14,1 m. 4197 HLÍÐARHJALLI - BÍLSKÚR Vorum að fá í sölu fallega fjögurra herb. íbúð á þriðju hæð. Þvottahús í íbúð. Parket og flísar á gólfum. Mikið útsýni. Rúmgóð herbergi. 3824 HJALTABAKKI - BREIÐHOLTI Mjög góð fjögurra herb. íbúð á þriðju hæð í góðu fjölbýlishúsi, sem tekið var í gegn að utan fyrir nokkrum árum. Sam- eign mjög snyrtileg. Gegnheil gólfborð á allri íbúðinni. Suðursvalir. Barnvænt umhverfi. Verð 11,4 m. 3826 UNUFELL Vorum að fá í einkasölu snyrtilega fjög- urra herb. íbúð á þriðju hæð. Þvottahús í íbúðinni. Nýlegur linoleumdúkur á gólfum. Verð 10,9 m. 3825 FRÓÐENGI - BÍLSKÝLI Mjög góð fjögurra herb. íbúð á fyrstu hæð ásamt stæði í bílskýli. Þrjú svefn- herb. Snyrtilegar innréttingar. Skápar í öllum herb. Stutt í skóla og alla þjón- ustu. Eign sem vert er að skoða. 3731 SVARTHAMRAR - GRAFAR- VOGI Vorum að fá í sölu á frábærum stað 106 fm íbúð á annarri hæð með sérinn- gangi. Þrjú svefnherb. Parket og dúkur á gólfum. Verð 14,5 m. 3818 3ja herb. íbúðir ÆSUFELL - LYFTUHÚS Erum með í sölu fallega 87 fm íbúð á annarri hæð. Getur verið laus við und- irritun kaupsamnings. Flísar og parket á gólfum. Tengt fyrir þvottavél á baði. Verð 9,5 m. 21096 2ja herb. íbúðir HAMRABORG - KÓPAVOGI Stórglæsileg nýuppgerð og vel skipu- lögð tveggja herbergja íbúð á fyrstu hæð ásamt stæði í bílageymslu. Vert er að skoða þessa eign. Verð 9,5 m. 1801 SÆVIÐARSUND - SÉRINN- GANGUR Vorum að fá í sölu góða íbúð á fyrstu hæð í fjórbýli. Rólegt og rótgróið hverfi. Eign sem vert er að skoða. 1799 HRAFNHÓLAR - LYFTUHÚS Vorum að fá í einkasölu tveggja herb. íbúð á áttundu hæð í lyftuhúsi. Mikið útsýni. Svalir yfirbyggðar. Húsið hefur verið klætt að utan. Ný lyfta. Ásett verð 9,2 m. 1798 HLÍÐARVEGUR - KÓPAVOGI Vorum að fá í einkasölu snotra tveggja herb. íbúð með sérinngangi. Ný eld- húsinnrétting, parket og teppi á gólfum. Tengt fyrir þvottavél á baði. Ásett verð 9,5 m. 1802 Landsbyggðin MEÐALHEIMUR - SVALBARÐS- STRÖND Til sölu jörðin Meðalheimur á Sval- barðsströnd. Jörðin er talin vera um 100 ha. Ágætur húsakostur. Jörðin er aðili að Norðurlandsskógum, en um 36 ha hafa verið skipul. fyrir skógrækt. Áhugaverð jörð í næsta nágr. við Akur- eyri. Sjá einnig á fmeignir.is og mbl.is. 101013 Sumarhús MEÐALHEIMUR SUMARHÚS VATNSBAKKALÓÐ Vorum að fá í sölu skemmtilega stað- sett sumarhús á þessum vinsæla stað við Skorradalsvatn. Húsið er byggt 1988 og er 44 fm, auk þess er gott svefnloft yfir u.þ.b. 1/3 hluta hússins. Bátur með utanborðsmótor fylgir, auk alls búnaðar. Sjá einnig á fmeignir.is og mbl.is. Verð 8,9 m. 13696 VATNSHOLT Til sölu jörðin Vatnsholt í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Jörðin er um 480 ha að stærð og nær og milli fjalls og fjöru. Jörðin á land að vatnasvæði Lýsu. Á jörðinni er um 200 fm íbúðarhús, auk útihúsa sem nýtt eru sem geymslur. Snæfellsjökull skartar sínu fegursta frá bænum. Hraunið fyrir ofan bæinn heitir Bláfeldarhraun. Stutt í golfvöll. Jörð sem vert er að skoða. Sjá einnig á fmeignir.is og mbl.is 10843 HALLGEIRSEYJARHJÁLEIGA - AUSTUR-LANDEYJUM Til sölu jörðin Hallgeirseyjarhjáleiga Í Austur-Landeyjum. Jörðin er um 100 ha þar af 16 ha ræktað land. Á jörðinni er nýlegt íbúðar- hús, neðri hæð 45 fm og efri hæð 25 fm. Jörðinni fylgir að auki: Nýinnréttað 10 hesta hús með haughúsi. Útihús: Vélageymsla, hlaða, bílskúr og tvískipt geymsla. Tamningagerði: Hringgerði og ferhyrnt. Hlunnindi: Fjara, veiðiréttur og malarnám. Sjá einnig á fmeignir.is og mbl.is. 100971 HÓTEL - AKUREYRI Til sölu mjög áhugavert hótel í eigin húsnæði. Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson á skrifstofu FM. 18170 BÚJARÐIR – BÚJARÐIR Til sölu hjá okkur eru nú um 150 áhugaverðar jarðir, m.a. hlunn- indajarðir, jarðir með greiðslumarki í sauðfé og mjólk, einnig jarðir fyrir garðyrkju, skógrækt, hrossarækt, svínarækt, frístundabúskap og ferðaþjónustu. Jarðir þessar eru víðs vegar um landið. Erum einnig með á söluskrá fjölda sumarhúsa og hesthúsa. Hjá okkur er einnig oft til sölu sauðfjár- og mjólkurframleiðsluréttur. Fáið senda söluskrá í pósti eða nálgist eintak á skrifstofu. Minnum einnig á fmeignir.is og mbl.is . Hesthús HAFNARFJÖRÐUR - HESTHÚS Vorum að fá í sölu í nýju hesthúsi góða 10 hesta einingu með öllum þægindum m.a. kaffistofu snyrtingu og sturtu. Góðar innréttingar og gott útigerði. Frá- bærar reiðleiðir í næsta nágrenni. Áhugaverð eign með góða staðsetn- ingu. Verðhugmynd 7,8 millj. Nánari upplýsingar á skrifstofu F.M. Sjá einnig fmeignir.is og mbl.is 121833 HESTHÚS - HEIMSENDI Til sölu nýlegt hesthús á þessum vin- sæla stað. Um er að ræða fjögur bil. Húsinu er skipt upp í fimm sjálfstæðar einingar, tvær sjö hesta einingar, eina átta hesta einingu og eina þrettán hesta. Húsið er allt með vönduðum inn- réttingum, loft upptekin klædd litaðri járnklæðningu. Kjallari er undir öllu hús- inu, sem er vélmokaður, lofthæð þar um 2,2 m. Gott gerði er við húsið og einnig rampur eða innkeyrsla í kjallar- ann. 12199 HÚSEIGENDAFÉLAGIÐhefur á undanförnumvikum fengið margar fyr-irspurnir um réttarstöðu eigenda fasteigna vegna gróðurs á lóðarmörkum. Ýmis vandamál geta skapast vegna slíks gróðurs og er að- allega um að ræða vandamál vegna aspa. Því er nú einu sinni þannig farið að hávaxin tré geta verið einum til bless- unar og öðrum til bölvunar. Þannig geta tré sem eru einum til skjóls byrgt útsýni og sólu fyrir öðrum. Dæmi eru einnig um að tré slúti yf- ir bílastæði og af þeim falli lím- kenndur vökvi, t.d. á bifreiðar sem undir þeim standa eða að trjágrein- arnar hreinlega rispi bíla, sem leið eiga um. Jafnframt eru þess dæmi að rótarkerfi trjáa hafi valdið skaða á frárennslislögnum húsa, stéttum og malbiki. Reglur nábýlisréttar Þegar upp kemur ágreiningur manna í milli af því tagi sem hér um ræðir ber fyrst að leita fanga í svo- kölluðum grenndarreglum eða reglum nábýlisréttar, sem eru ólög- festar meginreglur, sem setja eign- arráðum fasteignareiganda takmörk af tilliti til eigenda nágrannaeigna. Hvað einn má og annar verður að þola, byggist á hagsmunamati í hverju tilviki. Saman verður að vega hagsmuni eigenda af því að hagnýta eign sína eins og hann kýs og hags- muni nágranna af því að fá notið sinn- ar eignar í friði og án meira áreitis en gengur og gerist og venjulegt getur talist. Sé hægt að sýna fram á að sá gróð- ur sem um ræðir í hverju tilviki fyrir sig sé til verulegs ama og óþæginda og jafnvel farinn að valda tjóni eru verulegar líkur á að um brot á reglum nábýlisréttar sé að ræða. Úrræði Í sumum tilvikum leysa nágrannar málin sín í milli en þegar það lánast ekki er fyrsta skrefið fyrir þann, sem fyrir óþægindunum verður, að skrifa nágranna sínum bréf og gera kröfu um að hann fjarlægi trjágróðurinn innan sanngjarns frests. Sinni ná- granninn ekki tilmælunum ætti við- komandi að leita til dómstóla til að fá viðurkenndan rétt til að fjarlægja gróðurinn. Grípi hann til þess að klippa eða fella trén sjálfur er komið inn á mjög grátt svæði og stutt í að litið yrði á það sem ólögmæta sjálftöku. Sjálf- taka getur verið refsiverð og bóta- skyld þótt viðkomandi hafi réttinn sín megin og brot nágrannans augljós. Dómaframkvæmd Mál af því tagi sem hér um ræðir hafa ekki oft komið til kasta dómstóla en þó má nefna nokkra héraðsdóma þar sem var deilt um gróður á lóðar- mörkum. Í dómi héraðsdóms Norðurlands eystra frá 10. desember 1998 var deilt um heimildir manns til að fella sjö 11 ára tré í garði nágranna síns þar sem þau byrgðu honum útsýni. Einnig byggði hann á því að garður nágrann- ans hafi verið í stórkostlegu hirðu- leysi og því hafi hann haft heimild til að grípa til þeirra úrræða að fella trén. Niðurstaða dómsins var hins vegar á þá leið að sá aðili, sem beitti ólög- mætri sjálftöku og felldi umrædd tré, var dæmdur til að greiða eiganda trjánna skaðabætur vegna verkn- aðarins. Þessi dómur sýnir glöggt að mjög varhugavert getur verið að grípa til sjálftöku og geta menn kom- ist hjá eftirmálum og óþægindum með því að fara strax dómstólaleiðina og fá þannig hlutina á hreint. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 28. apríl 1993 var deilt um stað- setningu aspa, sem ollu nágrönnum miklum óþægindum og skerti mögu- leika þeirra á að nýta lóð sína. Í mál- inu var trjáeigandinn dæmdur til að fjarlægja nokkrar af öspum sínum en hins vegar var kröfu um að trén yrðu öll klippt niður í tiltekna hæð hafnað. Að lokum mætti nefna dóm Héraðs- dóms Reykjavíkur frá 25. nóvember 1997. Rætur trjáa höfðu valdið skaða á frárennslislögn nágrannahúss og hætta var á að rætur þeirra ættu eftir að brjóta upp stétt og malbik. Taldi dómurinn að aspir væru óheppilegar við heimreiðar og bifreiðastæði og var trjáeigandinn dæmdur til að fjarlægja 16 aspir á lóðarmörkum að viðlögðum dagsektum. Ákvæði byggingarreglugerðar Í byggingarreglugerð eru ákvæði um gróður og frágang lóða. Þar segir að sé trjám plantað við lóðarmörk samliggjandi lóða skuli hæð þeirra ekki verða meiri en 1,80 m, nema lóð- arhafar beggja lóða séu sammála um annað. Ef lóðarmörk liggja að götu, gang- stíg eða opnu svæði má trjágróður ná meiri hæð. Ekki má planta hávöxnum trjátegundum nær lóðarmörkum að- liggjandi lóða en 3 m. Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa og runna á lóðinni innan lóðarmarka. Gróður á lóðarmörkum Hús og lög eftir Hrund Kristinsdóttur, lögfræðing hjá Húseigenda- félaginu/huso2@islandia.is Morgunblaðið/Arnaldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.