Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Við Menntaskólann að Laugarvatni er laus til umsóknar  staða framhaldsskólakennara í þýsku Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkissjóðs og KÍ. Umsóknarfrestur er til 25. júní 2003. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2003. Ekki þarf að sækja um á sérstökum eyðublöð- um. Ítarleg umsókn með staðfestum ljósritum af prófskírteinum og starfsferli, ásamt með- mælum, skal senda á Menntaskólann að Laugarvatni, 840 Laugarvatni, merkt: „Umsókn 2003“. Menntaskólinn að Laugarvatni er framhaldsskóli í mikilli þróun og sókn. Unnið er að framtíðarsýn hans og uppbyggingu á öllum sviðum gagnvart nemendum, starfsmönnum og samfélaginu á Laugarvatni. Uppsetning þráðlausrar nettengingar í skólahúsi, á heimavistum og í starfsmannahúsnæði er í bígerð veturinn 2003-2004. ML er þjónustustofnun í samkeppnisumhverfi. Á Laugarvatni er gott að búa, enda er náttúrufegurð mikil, mannlíf gott og öflug menning. Laugarvatn tilheyrir nýju sveitarfélagi, Bláskógabyggð. Vaxandi fjöldi ungs fjölskyldufólks býr á svæðinu. Samgöngur eru góðar, íþrótta- og útivistaraðstaða einstök, íþrótta- völlur, sundlaug, íþróttasalur, tækjasalur, gufubað, stutt í heilsu- gæslu, banki og pósthús er á staðnum, leikskóli og grunnskóli, verslun og ýmis önnur þjónusta. 2Mb háhraðanettenging er á svæð- inu með 11Mb hraða innan svæðis. 40 km eru á Selfoss og 90 km á stór-Reykjavíkursvæðið. Innan fárra ára styttist fjarlægð til Reykja- víkur niður í um 70 km með tilkomu Gjábakkavegar. Upplýsingar veitir skólameistari í símum 486 1156 og 861 5110. NorFa er stofnun á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar sem vinnur að aukinni samvinnu milli norrænna vísindamanna og háskólanema í rannsóknarnámi. Markmiðið er að styrkja stöðu Norðurlanda á alþjóðlegum vettvangi sem leiðandi þekkingarsvæði. NorFa setur á fót og styrkir norrænar rannsóknarstofnanir, tengslanet, rannsóknarnám, gestaprófessora og veitir náms- og flutningsstyrki, og hefur umsjón með fjórum þematengdum rannsóknaráætlunum á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. NorFa hvetur til samvinnu milli norrænna aðila við að þróa rannsóknarnám á Norðurlöndum með frumrannsóknum, skýrslum, ráðstefnum og seminörum. Fjár- hagsáætlun NorFa fyrir 2003 hljóðar upp á 50 millj. nkr. NorFa er staðsett miðsvæðis í Osló. Rektor/Stjórnandi stofnunar Norræni rannsóknarháskólinn NorFa er stofnun á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar sem lítur á Norðurlöndin sem sameiginlegan alþjóðlegan vettvang og vill efla rannsóknarnám þar. NorFa er spennandi og fjölþjóðlegur vinnustaður þar sem 9 starfsmenn vinna sem teymi: rektor, skrifstofustjóri, þrír ráðgjafar, upplýsingafulltrúar, fjármálaráðgjafi og tveir skrifstofufulltrúar. Starfsumhverfi NorFa er náið og hvetjandi. Rektor skal leiða og þróa starfsemi NorFa í samvinnu við stjórn NorFa en þar sitja fulltrúar frá hverju Norðurlandanna og stjórnin ber endanlega ábyrgð á starfsemi stofnunarinnar. Auk umsjónar með daglegum rekstri er hlutverk rektors að vinna að uppbyggingu tengslanets á norrænum, evrópskum og alþjóðlegum vettvangi hvað snertir rannsóknarnám, rannsókn- arsjóði, opinberar stofnanir og aðra aðila. Rannsóknarnám er lykilþáttur í því hvernig norræn og evrópsk rannsóknarstefna mun þróast. Sú umræða sem nú fer fram um framtíðarskipulag norrænnar rannsóknarsamvinnu gefur áhugaverða möguleika á því hver áhrif NorFa munu verða og hvernig stofnunin mun vaxa. Umsækjandi skal hafa lokið doktorsnámi eða hliðstæðri menntun, reynslu af starfsmanna-, rekstri og fjármálastjórn, góða þekkingu á norrænni rannsóknarstarsfemi og rannsóknarnámi, svo og reynslu af mótun rannsóknarstefnu- og skipulags. Góð kunnátta í bæði talaðri og skrifaðri dönsku, norsku og sænsku auk ensku, er áskilin. Við leitum að skapandi, kraftmikilli manneskju með hæfni í mannlegum samskiptum. Teymis- vinna skiptir miklu máli hjá NorFa og viðkomandi þarf að geta byggt upp tengslanet. Við bjóðum krefjandi og áhugavert starf á lifandi vinnustað. Rektor er ráðinn af Norrænu ráðherranefndinni til fjögurra ára, með möguleika á framlengingu til fjögurra ára í viðbót. Opinberir starfsmenn hafa rétt á starfsleyfi allan samningstímann. Launa- og starfskjör eru samkvæmt reglum Norrænu ráðherranefndarinnar. Nánari upplýsingar um stöðuna fást hjá stjórnarformanni, Hans Siggaard Jensen, sími 0045 39 55 99 33/0045 40 41 45 93 eða ráðgjafa hjá Mercuri Urval, Harald Hjertø í síma 0047 22 51 45 84/0047 975 59 023. Vinsamlegast sendið umsókn ásamt stuttri starfsferilslýsingu merkta "Rektor/Institusjonssjef" til Mercuri Urval með tölvupósti: oslo.no@mercuriurval.com eða P.O. Box 200 Skøyen, 0213 Oslo, Noregi. Umsóknarfrestur er til 31. júlí. www.norfa.no/www.mercuriurval.no Hársnyrtifólk Getum bætt við okkur meistara\sveini. Einnig nema. Fullum trúnaði heitið. Bryndís 893 4477, eða Vilborg 892 4975.                                                                       !      "   # $ %&   '           "     (   )           *        (               +        +     ,   -         . ((,     /  0         " " 11& 1%#& +         (    2  3   +       % 4 5&&6                               !                          "                       ##$   !     %&'   (    ) *    * +   +,  (       *       -           ./0 0 #         )   ./0 0 #     *    +       1 7 4 8 ,  8    *!   9    ( :  Frá grunnskólum í Borgarfjarðarsveit Skólastjóri Andakílsskóla Laus er staða skólastjóra við Andakíls- skóla frá 1. ágúst 2003. Leitað er að umsækjendum með:  Kennaramenntun og kennslureynslu.  Stjórnunarhæfileika og reynslu af stjórnun.  Ennfremur er æskilegt að umækjandi hafi framhaldsmenntun á sviði stjórnunar- og rekstrar eða í uppeldis- og kennslufræðum.  Lipurð í mannlegum samskiptum. Aðrar lausar stöður við Andakílsskóla: 40% stöðugildi kennara. Staða skólaliða, 100% stöðugildi. Umsjón með gæslu yngri barna eftir að kennslu lýkur, frí- mínútum og ýmsum tilfallandi störfum í skól- anum. Andakílsskóli leggur áherslu á tengsl við nær- samfélagið, hefur skýra umhverfisstefnu og hefur fengið Grænfánann fyrir störf á því sviði. Skólinn er móðurskóli í verkefninu Lesið í skóg- inn og er einnig í Comeníusarsamstarfsverk- efni í tengslum við umhverfismál ásamt skól- um frá Ítalíu, Spáni og Póllandi. Nánari upplýs- ingar um skólann eru á heimasíðu hans: www.andakill.is. Andakílsskóli er staðsettur á Hvanneyri en þar er m.a. landbúnaðarháskóli og góður leikskóli. Upplýsingar veitir Guðlaug Erla Gunnarsdóttir skólastjóri í síma: 437 0009/437 0033/846 5194, netfang: gulla@andakill.is, eða skrifstofa sveitar- stjórnar í síma 435 1140. Umsóknir sendist til Andakílsskóla, Hvanneyri, 311 Borgarnes. Umsóknum fylgi yfirlit um nám og störf sem og önnur gögn er málið varðar. Umsóknafrestur er til 14. júlí 2003.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.