Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 12
12 C SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Íbúð til leigu Til leigu er 3ja herb. íbúð í vesturbæ Reykjavík- ur, stutt frá HÍ. Reglusemi og reykleysi. Umsóknir, með uppl. um nafn, starf, aldur og fjölskyldustærð, sendist til augld. Mbl., merkt- ar: „13824“, eða í box@mbl.is fyrir 27. júní. Til leigu í Kjörgarði, Laugavegi 59, kjallara. Versunar- eða skrifstofuhúsnæði, 84 m². Verslunar-, þjónustu- eða lagerhúsnæði, 384 m². Einnig tilvalið fyrir allskonar félagasstarf- semi. Má skipta í tvær smærri einingar. Upplýsingar í síma síma 587 2640. Næg bílastæði við Hverfisgötu í bílageymslu húsi. TIL LEIGU Íbúð til leigu í Kaupmannahöfn Til leigu 2ja herbergja íbúð með hús- gögnum í miðborg Kaupmannahafnar frá miðjum ágúst í 10 mánuði. Upplýsingar í síma 55 12345 eða tölvu- póstfang baldur@storeign.is . Sumaríbúð í París Til leigu í júlí og ágúst sjarmerandi 2 herb. íbúð í hjarta Parísar í St-Germain-des-Pres hverfinu. Öll þægindi, svefnpláss fyrir 3-4. 300 evrur vik- an. Hafið samband við Dorothée (þekkir Íslend- inga og talar ensku) á no_do@yahoo.com . HÚSNÆÐI ÓSKAST Sænsk fjölskylda óskar eftir að leigja hús eða íbúð í Reykjavík frá 2.—9. ágúst 2003. Möguleg skipti á 4ra herb. húsi í Stokkhólmi. Hafið samband á ylva.sandstrom@moderat.se . HÚSNÆÐI ERLENDIS TIL SÖLU Einbýlishús í funkisstíl á Selfossi Glæsilegt steinsteypt einbýlishús á tveimur hæðum, mjög vel staðsett í grónu hverfi skammmt frá kirkjunni og stutt í alla þjónustu. Stærð með innbyggðum bílskúr er tæplega 250 fermetr- ar. Vel skipulagt hús, að hluta til með milli lofthæð. Þrjátíu fermetra steyptur yfirbyggður pallur og stórar svalir. Húsið býður upp á margs konar nýtingarmöguleika. Verð 24,5 milljónir. Nánari upplýsingar hjá Stakfelli og Hús- inu. Á Selfossi hjá Lögmönnum Suður- landi og Fasteignasölunni Árborgir. Til sölu al-sjálfvirk bílaþvottastöð Stórkostlegt tækifæri fyrir eigin atvinnurekstur. Miklir tekjumöguleikar, lítill kostnaður. Verð kr. 4.200.000 án vsk. með uppsetningu og 6 mánaða ábyrgð. Upplýsingar í símum 894 6759 og 863 7337. Ath. mynd er af samskonar vél. Trjáplöntur Hreggstaðavíðir - strandavíðir. Mikið úrval af öllum limgerðisplöntum. Hagstætt verð. Mosskógar - Mosfellsdal, símar 566 8121 og 663 6173. ÞJÓNUSTA Fagflísar ehf. geta bætt við sig verkefnum í flísalögn- um, múrverki og viðgerðum. Einungis faglærðir menn. Sími 866 6291. SMÁAUGLÝSINGAR EINKAMÁL Maður frá Kaliforníu óskar eftir að kom- ast í kynni við íslenska konu með hjónaband í huga. Verð á Íslandi frá 3.—7. júlí. 191 cm á hæð, 92 kg, dökkhærður, græn augu, ítalskur uppruni, framagjarn og vingjarnlegur. E-mail boothejames@yahoo.com - sími 001 805 302 2253. KENNSLA Kriya joga Fyrirlestur um Kriya- jógahugleiðslu verð- ur haldinn föstu- daginn 27. júní kl. 20:00 og verður öll- um opinn án endur- gjalds í húsi Guðspekifélags Íslands í Ingólfsstræti 22. Þeir, sem áhuga hafa, eiga kost á að taka innvígslu og læra Kriyajóga í sal Lífssýnar í Bolholti 4 næstu 4 daga. Eldri nemendur eru ein- nig velkomnir. Leiðbeinandi: Rajarshi Peterananda. Nánari upplýsingar í símum 860 8447, 825 8103 og 699 2518. FÉLAGSLÍF Almenn samkoma kl. 20.00. Ræðumaður Jón Þór Eyjólfsson. Gospelkór Fíladelfíu sér um lofgjörðartónlistina. Allir hjartanlega velkomnir. Mið. Biblíulestur og bænastund kl. 20.00. Fim. Eldur unga fólksins kl. 21.00. Fös. Unglingasamkoma kl. 20.30. Lau. Bænastund kl. 20.00. Bænastundir alla virka morgna kl. 06.00. Allir hjartanlega velkomnir. filadelfia@gospel.is Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. Í kvöld kl. 19.30 Bænastund. Kl. 20.00 Kveðjusamkoma fyrir majórana Turid og Knut Gamst. Allir hjartanlega velkomnir. Samkoma í dag kl. 16.30. Curtis Silcox predikar. Þriðjud. Samkoma kl. 20.00 Miðvikud. Bænastund kl. 20.00 Fimmtud. Unglingarnir kl. 20.00 Samkoma í Hafnarkirkju á Höfn í Hornafirði. www.krossinn.is . Samkoma kl. 20.00. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Friðrik Schram predikar. Allir velkomnir. www.kristur.is . Sannleikurinn er þverkirkjulegt trúboðsfélag sem stendur fyrir vakningasam- komum nk. þriðjudags-, mið- vikudags- og fimmtudags- kvöld kl. 20 á Snorrabraut 54, í sal Söngskólans í Reykjavík. Við erum svo þakklát Jesú fyrir allt sem Hann er að gera á Íslandi í dag. Velkomin til að gleðjast með okkur. „Lögmálið var gefið fyrir Móse, en náðin og sannleik- urinn kom fyrir Jesú Krist.“ Jóh. 1.17 Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Kennsla um trú verður í dag, bæði kl. 10:00 og kl. 19:00, í höndum Jóns G. Sigurjónssonar. Allir velkomnir. Athugið að aðalsamkomur kirkj- unnar verða á fimmtudögum kl. 20:00 næstu tvo mánuði. 33. LANDSÞING Kvenfélagasam- bands Íslands var nýverið haldið á Hallormsstað og stóð í fjóra daga. Auk venjubundinna þingstarfa voru m.a. flutt erindi um efnahagslega stöðu kvenna og stöðu þeirra í land- búnaði. Tólf vinnuhópar störfuðu á þinginu og fjölluðu m.a. um menn- ingu, varnir gegn klámvæðingu, skatta- og lífeyrismál, umhverfismál, velferðarmál og menntun. Kvenfélagasamband Íslands er stærstu landssamtök kvenna á Ís- landi. Sambandið var stofnað árið 1930 og skiptist nú í 20 héraðs- og svæðasambönd, sem í eru 206 kven- félög. Samtals telja kvenfélögin um 12 þúsund félagskonur. Þingið var sett á fimmtudag, en á föstudag voru hefðbundin þingstörf auk framsögu. Í erindi Ólafs Darra Andrasonar, deildarstjóra hagfræðideildar Al- þýðusambands Íslands, fjallaði hann um stöðu kvenna í efnahagslegu til- liti. „Konur eru mikið í umönnunar- störfum og þjónustugeiranum og karlar í verklegum framkvæmdum,“ sagði Ólafur Darri. „Við sjáum vísbendingar um tals- vert mikinn launamun milli kynjanna og gríðarlegan mun innan einstakra hópa. Menn hafa stað- næmst við að í prósentum talið hafa laun kvenna verið að hækka ívið meira en laun karla, en sé þetta reiknað yfir í krónur, fá karlar oft mun hærri laun. Það eru því sterkar vísbendingar um að launamunur milli kynjanna sé enn að aukast og menn spyrja sig um ástæðuna. Velja konur sér störf sem geta aldrei orðið vel borguð? Við sjáum að launamun- ur virðist aukast eftir því sem sér- hæfing er meiri. Staða sem hefur litla sérhæfingu er illa fallin til mark- aðssetningar. Þegar við berum sam- an karla og konur í störfum þar sem hægt er að markaðssetja sig, s.s. sér- fræðinga, þá er þar líka launamunur sem er ef til vill endurspeglun á því að karlar njóta sín í slíku umhverfi og líkar að markaðssetja sjálfa sig. Þetta getur því snúist um að konur velji sér störf sem geta aldrei verið vel borguð og einnig að þær noti ekki þau tækifæri sem þeim býðst í vel launum störfum til að koma sér áfram. Þær eru kannski síður tilbún- ar að leggja allt undir en karlar.“ Ólafur Darri tók sem dæmi tölur um meðaltalsdagvinnulaun frá fjórða ársfjórðungi ársins 2002. Meðaltalslaun karla voru þá 207 þús- und á mánuði en 160 þúsund hjá kon- um. Konur eru hæst launaðar sem sérfræðingar og hafa að meðaltali 301 þúsund krónur á mánuði. Karlar fá hins vegar mest borgað sem stjórnendur og hafa um 403 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Lægstu laun beggja kynja eru borguð fyrir verkamannavinnu. Þar eru meðal- laun kvenna 122 þúsund og karla 146 þúsund. Launamunur virðist vera mestur meðal tækna, þ.e. fólks sem hefur þónokkuð mikla menntun, en ekki endilega á háskólastigi, en minnstur meðal verkafólks. Þegar yfirvinna er skoðuð með reglulegum launum vex launamunur enn frekar. Konur fara til höfuðborg- arinnar í atvinnuleit Erna Bjarnadóttir, sviðsstjóri hjá Bændasamtökum Íslands, greindi stöðu kvenna á landsbyggðinni og sagði m.a. að afgerandi munur væri á stöðu kvenna í dreifbýli og þéttbýli. Fjölbreytni atvinnutækifæra og tekjumöguleikar á höfuðborgar- svæðinu væri mun meiri en annars staðar á landinu og það virtist skipta miklu máli í ákvörðun um búsetu. Þetta endurspeglist í að konur eru orðnar 3% fleiri en karlar á höfuð- borgarsvæðinu, en svipað margar konur og karlar eru á landinu öllu. „Landbúnaður getur ekki verið sá burðarás fyrir dreifbýlið eins og hann var lengi vel og menn halda í að eigi að vera,“ sagði Erna. „Það þurfa fleiri tekjumöguleikar að koma til, því störfum í hefðbundnum landbún- aði mun fækka enn frekar, en á milli 40 og 50% fækkun hefur orðið á bú- um í hefðbundum búskap sl. fimm- tán ár eða svo.“ Helga Guðmundsdóttir, forseti KÍ, sagði að þinghaldi loknu, að al- menn ánægja væri með þingið og á það hefðu mætt um 150 konur. „Við ætlum að halda ótrauðar áfram að gera góða hluti. Þær fjölmörgu kon- ur sem eru í kvenfélögum víðs vegar á Íslandi eru geysisterkt afl þegar þær taka höndum saman og geta haft veruleg áhrif til góðs á öllum sviðum þjóðfélagsins.“ Auk þingstarfa var þingkonum m.a. boðið til grillveislu í Víðivalla- skógi eitt kvöldið og á sýningu Óp- erustúdíós Austurlands á Don Giov- anni á Eiðum, þar sem forseti Íslands, Ólafur Ragnar og Dorrit forsetafrú voru meðal gesta. Konur fjölmenntu á 33. landsþing Kvenfélagasambands Íslands á Hallormsstað Konan sem einstakling- ur og samfélagsþegn Egilsstöðum. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir 33. landsþing Kvenfélagasambands Íslands var haldið á Hallormsstað á dögunum. Þingið sóttu um 150 konur og stóð það í fjóra daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.