Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 6
6 C SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sveinar/meistarar Óskum eftir að ráða sveina eða meistara. Áhugasamir hafi samband við Lilju í síma 898 6850 eða 552 6850. Vallaskóli Selfossi Okkur vantar enn íþróttakennara í hálfa stöðu og smíðakennara í hálfa stöðu. Þá vantar um- sjónarkennara á miðstig í almenna kennslu. Upplýsingar veitir Eyjólfur Sturlaugsson skóla- stjóri í síma 899 7037. Fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið eyjolfur@arborg.is . Viðamiklar upplýsingar um skólann má finna á vefsíðu hans; www.vallaskoli.is . Skólastjóra vantar við grunnskóla Raufarhafnar Ertu tilbúin(n) til að takast á við krefjandi og fjölbreytt verkefni og taka þátt í því með okkur að móta nýja framtíð í skóla- málum á Raufarhöfn. Ef svo er þá er staða skólastjóra við Grunnskóla Raufarhafnar laus til umsóknar. Grunnskólinn á Raufarhöfn er einsetinn, rúmgóður og vel búinn skóli með rúmlega 50 nemendur í hæfilega stórum bekkjardeildum. Á Raufarhöfn búa um 300 manns í sérlega fjölskylduvænu umhverfi. Gott og ódýrt íbúðarhúsnæði er til staðar. Á staðnum er öll almenn þjónusta, góður leikskóli og glæsileg íþróttamiðstöð, ásamt sundlaug með aðstöðu fyrir alla aldurshópa. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar eru til staðar í ósnortinni náttúru. Á Raufarhöfn býr kraftmikið og skemmtilegt fólk. Samfélagið á Raufarhöfn stendur þessa dagana frammi fyrir vanda sem verður leystur og er enga uppgjöf að finna. Ástæða þess er einföld: á Raufar- höfn er gott að búa. Hver vill ekki gera tilraun og leyfa börnum sínum að upplifa þá paradís og það frelsi sem á staðnum er að finna? Hver vill ekki komast í kynni við sjálfan sig og losna við áreitið sem borgar- lífinu fylgir? Hver er ekki tilbúin(n) til að sannreyna orð þeirra sem búa á staðnum? Allar nánari upplýsingar veita Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri í síma 465 1151 og 894 5451, gudny@raufarhofn.is , Hildur Harðardóttir, hildur@raufarhofn.is og Sigþór Þórarinson, formaður skólanefndar, í síma 893 1080. Einnig er hægt að nálgast almennar upplýsingar um skólastarfið á heimasíðu hreppsins www.raufarhofn.is undir liðnum Grunnskóli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.