Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 6
6 C SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Háskólakennari Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri auglýsir stöðu háskólakennara lausa til umsóknar. Til greina kemur að ráða í hlutastarf.  Auglýst er til umsóknar staða háskólakennara í efnafræði við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri (lektor/ dósent). Röðun í stöðuheiti verður samkvæmt hæfnismati. Starfið felst í kennslu í ólífrænni-, lífrænni- og lífefnafræði auk ráðgjafar og ábyrgðar á sviði efnagrein- ingarþjónustu stofnunarinnar og rannsóknir á sérsviði sínu. Laun og önnur starfskjör sam- kvæmt kjarasamningum opinberra starfs- manna og aðlögunarsamningum Landbúnað- arháskólans við viðkomandi stéttarfélaga.  Menntunar og hæfniskröfur: Háskólamenntun með meistaragráðu eða doktorsgráðu í viðkomandi fræðigrein. Frumkvæðishæfileikar við uppbyggingu nýrrar þekkingar. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í kennslu á háskólastigi. Æskilegt er að umsækjendur hafi nokkra þekkingu og reynslu af efnagreiningum í landbúnaði.  Umsækjendur láti fylgja umsókn sinni ítarlega skýrslu um námsferil, kennslu- og fræðastörf svo og önnur störf. Með umsókn skulu fylgja eintök af þeim fræðilegu gögnum sem þeir óska að tekið sé tillit til. Nauðsynlegt er að í umsókn komi fram hvaða verkefnum um- sækjendur hafa unnið að, hverju þeir eru að sinna og hver eru áform þeirra ef til ráðningar kemur.  Ætlast er til að umsækjendur láti fylgja nöfn a.m.k. tveggja aðila sem leita má til um með- mæli. Nánari upplýsingar veita Magnús B. Jónsson rektor (magnusb@hvanneyri.is) eða Auður Sveinsdóttir (HYPERLINKaudurs@hvanneyri. is) í síma 437 0000. Umsóknir skulu sendar til Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri fyrir 27. júlí 2003. Kjötvinnslufyrirtæki Starfsfólk óskast til framleiðslustarfa hjá kjöt- vinnslufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Fram- tíðarstarf í boði. Svör sendist á auglýsingadeild Mbl. eða á box@mbl.is merkt „13864“ Skoðunarmaður óskast Framtíðarstarf Frumherji hf. leitar að skoðunarmanni til að skoða ökutæki af öllum stærðum og gerðum í skoðunarstöð fyrirtækisins á Selfossi. Þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Um starfið: Starf skoðunarmanns er fjölbreytt, um er að ræða ýmsar tegundir skoðana á öllum stærðum og gerðum ökutækja, afgreiðslu- störf, skráningarstarfsemi vegna ökutækja, upplýsingagjöf og fleira. Menntunar- og þjálfunarkröfur: Gerð er krafa um bifvélavirkjamenntun. Æskilegt er að viðkomandi hafi einhverja starfsreynslu í faginu. Gerð er krafa um al- menn ökuréttindi, en aukin ökuréttindi og bifhjólaréttindi eru einnig æskileg. Við leitum að manni sem hefur góða þjónustulund, er tilbúinn að bæta þekk- ingu sína og hæfni til þess að takast á við krefjandi og vel launað starf hjá traustu fyrirtæki. Umsóknir sendist til Frumherja hf., Tæknistjóra ökutækjasviðs, Hesthálsi 6-8, 110 Reykjavík. Má einnig skila á tölvupósti, jha@frumherji.is. Við leitum að fulltrúa Öryrkjabandalag Íslands óskar að ráða fulltrúa á skrifstofu bandalagsins. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 1. ágúst nk. Númer starfs er 3248. Starfssvið: Almenn skrifstofustörf. Upplýsingagjöf. Bréfaskriftir. Prófarkalestur. Yfirlestur innlendra og erlendra gagna. Samantekt efnisatriða. Samskipti við aðildarfélög Öryrkjabandalagsins. Menntun og hæfniskröfur: Háskólamenntun. Nokkura ára starfsreynsla á almennum vinnumarkaði æskileg. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi mjög gott vald á íslenskri tungu, skrifi og tali ensku og a.m.k. eitt Norðurlandamál. Góð þekking á forritum eins og Microsoft Word og Excel nauðsynleg. Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is Atvinna Óskum eftir að ráða vana bílstjóra og vélamenn í vegagerð á landsbyggðinni. Upplýsingar í símum 898 0690, 894 1154 og 434 1570.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.