Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Frístundaheimili ÍTR ÍTR óskar eftir að ráða starfsmenn í frístundaheimili í borgarhluta 1, Vesturbæ og Miðbæ borgarhluta 3, Breiðholti og borgarhluta 4, Grafarvogi. Frístundaheimili ÍTR bjóða upp á þjónustu fyrir nemendur í 1. – 4. bekk eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur. Umsjónarmaður frístundaheimilis í borgarhluta 1, 3 og 4. Hæfniskröfur: Háskólamenntun Góð reynsla af starfi með börnum. Góð almenn tölvukunnátta. Skipulags- og stjórnunarhæfileikar. Að vera fær um að skapa liðsheild í starfsmannahópi. Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð Helsta verksvið umsjónarmanns Dagleg umsjón frístundaheimilis. Skipulagning á starfi frístundaheimilis í samráði við aðra starfsmenn. Umsjón með útgáfu fréttabréfa fyrir foreldra og aðra hlutaðeigandi. Samskipti við foreldra og starfsfólk skólanna. Æskilegt er að viðkomandi hafi bíl til umráða. Nokkra starfsmenn í 30– 50% starfshlutfall í borgarhluta 1, 3 og 4, og 80% stöðu í borgarhluta 1. Stuðningsaðila í 50% starfshlutfall í borgarhluta 1, 3 og 4. Hæfniskröfur: • Reynsla af starfi með börnum. • Sjálfstæð vinnubrögð. • Hæfni í samskiptum. • Uppeldismenntun eða önnur sambærileg menntun en einnig kemur til greina áhugasamt fólk með reynslu. • Æskilegt er að þeir sem að sækjast eftir starfi stuðningsaðila séu með reynslu á því sviði. Umsóknarfrestur er til 28. júlí n.k. Vinsamlegast takið fram í hvaða borgarhluta óskað er eftir starfi. Gert er ráð fyrir að yfirmenn frístundaheimila geti hafið störf 5.ágúst aðrir starfsmenn 20. ágúst. Nánari upplýsingar veita: Borgarhluti 1: Steinunn Gretarsdóttir verkefnastjóri í Frostaskjóli í síma 562 2120, steinunng@itr.is Borgarhluti 3: Guðrún Snorradóttir verkefnisstjóri í Miðbergi s. 557 3550, gudrunsn@itr.is Borgarhluti 4: Bjarney Magnúsdóttir verkefnastjóri í Gufunesbæ í síma 520-2300, bjarneym@itr.is Einnig er hægt að leita upplýsinga á skrifstofu ÍTR í síma 510 6600 þar sem hægt er að nálgast umsóknareyðublöð. Umsóknum skal skilað í afgreiðslu ÍTR, að Fríkirkjuvegi 11. Einnig er hægt að senda umsóknir á netföng verkefnastjóra. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 11, 101 Reykjavík, sími: 510-6600, fax: 510-6610 itr@itr.is • www.itr.is • www.fristundaheimili.is Life Without Limitations Copywriters - Textahöfundar Ossur hf. is seeking for freelance copywriters for English. The tasks include copywriting for advertising, sales aids, product catalogs, annual reports, websites and newsletters. Qualifications: - English - Native language - Experience in copywriting If you are interested please send your resume to earnarson@ossur.com before the 1st of August. Össur hf. augl‡sir eftir verktökum sem geta teki› a› sér textaskrif á ensku. Me›al annars er um a› ræ›a augl‡singatexta, texta í sölubæklinga, vörulista, árssk‡rslur, heimasí›ur og fréttabréf. Hæfniskröfur: - Enska sem mó›urmál - Haldgó› reynsla í textager› Áhugasamir sendi ferilskrá á earnarson@ossur.com fyrir 1. ágúst nk. Össur er framsæki› hátæknifyrirtæki sem hannar og framlei›ir sto›tæki og er í forystu á sínu svi›i í heiminum. Fyrirtæki› rekur starfsemi á Íslandi, í Banda- ríkjunum, Hollandi og Svífljó› og vinnur marka›s- og sölustarf í yfir 50 löndum. w w w .o ss ur .c om Raufarhafnarhreppur Grunnskólakennarar Nokkrar stöður eru lausar ennþá í almenna bekkjarkennslu. Grunnskólinn á Raufarhöfn er einsetinn, rúmgóður og vel búinn skóli með rúmlega 50 nemendum í hæfilega stórum bekkjardeildum. Á Raufarhöfn búa um 300 manns í sérlega fjölskylduvænu umhverfi. Gott og ódýrt íbúðarhúsnæði er til staðar. Á staðnum er öll almenn þjónusta, góður leikskóli og glæsileg íþróttamiðstöð ásamt sundlaug með aðstöðu fyrir alla aldurshópa. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar eru til staðar í ósnortinni náttúru. Á Raufarhöfn býr kraftmikið og skemmtilegt fólk. Samfélagið á Rauf- arhöfn stendur þessa dagana frammi fyrir vanda sem verður leystur og er enga uppgjöf að finna. Ástæða þess er einföld: á Raufarhöfn er gott að búa. Hver vill ekki gera tilraun og leyfa börnum sínum að upplifa þá paradís og það frelsi sem á staðnum er að finna? Hver vill ekki komast í kynni við sjálfan sig og losna við áreitið sem borgar- lífinu fylgir? Hver er ekki tilbúinn til að sannreyna orð þeirra sem búa á staðnum? Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Raufarhafnarhrepps í síma 465 1151, hild- ur@raufarhofn.is, hjá Guðnýju Hrund Karls- dóttur, sveitarstjóra, gudny@raufarhofn.is, og Sigþóri Þórarinssyni, formanni skólanefnd- ar, í síma 893 1080. Einnig er hægt að nálgast almennar upplýsingar um skólastarfið á heima- síðu hreppsins www.raufarhofn.is undir liðnum Grunnskóli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.