Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 1
Sunnudagur 13. júlí 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 7.270  Innlit 13.391  Flettingar 52.544  Heimild: Samræmd vefmæling LAUS STÖRF • Slagverkskennara við Skólahljómsveit Kópavogs • Stærðfræðikennara í Hjallaskóla • Umsjónarkennara í Hjallaskóla Nánari upplýsingar á: www.kopavogur.is og www.job.is KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is Forstöðumaður vistunar í Glerárskóla Laust er til umsóknar starf forstöðumanns vist- unar í Glerárskóla (100% starf). Verksvið forstöðumanns er að veita forstöðu skólavistun sem er:  Vistun fyrir nemendur skólans í 1. - 4. bekk og starfrækt er í samræmi við skóladagatal og stundaskrá. Vistunin hefur aðsetur í skól- anum.  Vistun barna á Akureyri, 10 - 16 ára sem eru með skilgreinda fötlun. Aðsetur verður í Ár- holti.  Sumarvistun barna á Akureyri, 6 - 16 ára sem vegna fötlunar geta ekki nýtt sér al- menn tilboð. Aðsetur verður í Árholti. Vistunin er undir stjórn skólastjóra Glerárskóla og skrifstofuaðstaða forstöðumanns verður í Árholti. Lóðir Árholts og Glerárskóla liggja saman. Óskað er eftir starfsmanni með háskólamenntun á félags-, uppeldis- eða heilbrigðissviði. Stjórn- unarreynsla og reynsla af starfi með fötluðum er æskileg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun ágúst nk. Laun eru skv. gildandi kjara- samningi. Starfsmannadeild veitir upplýsingar um kaup og kjör. Upplýsingar um starfið veita Úlfar Björnsson skólastjóri í síma 892 2667 og Halldór Gunnars- son aðstoðarskólastjóri í síma 690 3575 eða 893 2667. Umsóknareyðublöð fást í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar í Geislagötu 9 og á heimasíðu bæjarins www.akureyri.is . Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyrið. Umsóknarfrestur er til 31. júlí 2003. Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu í starfið. Háskólinn á Akureyri auglýsir lausa stöðu deildarforseta við heilbrigðisdeild Markmið heilbrigðisdeildar er að búa nemend- ur undir störf og framhaldsnám á sviði heil- brigðisvísinda. Núverandi námsbrautir eru hjúkrunarfræði og iðjuþjálfun til BS prófs auk náms til meistaraprófs í heilbrigðisvísindum. Starf deildarforseta felur í sér yfirumsjón með starfsemi deildarinnar, kennslu, stjórnun og rannsóknum. Rektor ræður deildarforseta til þriggja ára að fenginni umsögn heilbrigðis- deildar og að höfðu samráði við háskólaráð. Til greina kemur að deildarforseti gegni jafn- framt störfum prófessors við deildina, t.d. á sviði heilbrigðisrannsókna, líffæra-, lífefna- og lífeðlisfræði. Umsækjendur skulu uppfylla hæfnisskilyrði um stöðu háskólakennara, sbr. lög um háskóla nr. 136/1997, á vettvangi fræða sem annað- hvort eru kennd í viðkomandi deild eða tengj- ast viðfangsefnum hennar. Dómnefnd skal meta hæfi umsækjenda með sama hætti og hæfi umsækjenda um stöðu háskólakennara er metið sbr. 3. gr. laga um Háskólann á Akur- eyri nr. 40/1999. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf sín, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf. Ein- tök af prófskírteinum og birtum vísindaleg- um greinum og skýrslum skulu fylgja um- sókn. Umsækjendur fá tækifæri til að gera at- hugasemdir við dómnefndarálit. Nánari upplýsingar gefur Þorsteinn Gunnars- son, rektor, netfang: rektor@unak.is. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags há- skólakennara á Akureyri og fjármálaráðherra. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð- un um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn get- ur gilt í 6 mánuði. Umsóknir berist Háskólanum á Akureyri, skrifstofu rektors, Sólborg við Norð- urslóð, 600 Akureyri, fyrir 1. ágúst nk. Í Hafnarfirði búa um 21 þúsund manns. Bærinn stendur í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um leið af hagkvæmni stærðarinnar og staðsetningar í jaðri höfuð- borgarsvæðisins. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði. Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs Bæjarstjórinn í Hafnarfirði Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs. Sviðsstjórinn er jafnframt skipulags- og bygg- ingarfulltrúi. Næsti yfirmaður er bæjarstjóri. Sviðsstjórinn er einnig framkvæmdastjóri skipulags- og byggingarráðs. Svið- inu er skipt í 3 deildir: skipulags- og byggingareftirlitsdeild, umhverfis- og hönnunardeild og rekstur þjónustumiðstöðvar (áhaldahúss). Menntun og hæfni Gerð er krafa um að sviðsstjórinn uppfylli þær kröfur sem fram koma í 48. og 49. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 sem og ákvæði gr. 2.7 í skipulagsreglugerð. Reynsla á sviði stjórnunar er æskileg. Æskilegt er ennfremur að umsækjendur hafi reynslu/þekk- ingu á stjórnsýslu sveitarfélaga. Leitað er að metnaðarfullum, skipulögðum og sjálfstæðum stjórnanda sem á létt með sam- starf bæði við starfsmenn sína og þá bæjarbúa sem eiga samskipti við umhverfis- og tæknisvið. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ræður í starfið. Um kaup og kjör fer samkvæmt viðkomandi kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga. Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um starfið. Upplýsingar Þeim, sem vilja spyrjast nánar fyrir um þetta starf, er bent á að hafa samband við Þórð S. Óskarsson hjá Intellecta í síma 511 1225. Umsókn Sendist til Intellecta ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík, eða á thordur@intellecta.is fyrir 1. ágúst 2003. Umsókn þarf að vera ítarleg. Greint skal frá menntun, fyrri störfum, helstu verkefnum sem viðkomandi hefur fengist við og sem hann telur að gagni megi koma í þessu starfi. Gætt verður trúnaðar varðandi fyrirspurnir. Öllum umsóknum verður svarað. Lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða lýðræðis- og jafnréttis- fulltrúa. Starf fulltrúans er á stjórnsýslusviði og næsti yfirmaður hans er bæjarlögmaður. Hann starfar með lýðræðis- og jafn- réttisnefnd. Með ráðningu fulltrúans hyggst bæjarstjórn Hafn- arfjarðar styrkja lýðræðis- og jafnréttismál í allri stjórnsýslu sveitarfélagsins. Hæfnis- og menntunarkröfur: Gerð er krafa um lögfræðimenntun. Æskileg er reynsla af jafnréttismálum í víðtækum skilningi. Umsækjendur hafi staðgóða þekkingu á stjórnsýslu sveitar- stjórnarstigsins, sé lipur í mannlegum samskiptum, sjálfstæður og skipulegur í vinnubrögðum. Lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi er ráðinn af bæjarstjóra. Um kaup og kjör fer eftir viðkomandi kjarasamningi Launa- nefndar sveitarfélaga. Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um starfið. Umsókn skal vera ítarleg, greint skal frá menntun og fyrri störfum. Umsóknir skulu berast bæjarstjóranum í Hafnarfirði, Strandgötu 6, eigi síðar en 1. ágúst nk. Nánari upplýsingar um starfið veita auk bæjarstjóra, bæjarlögmaður og forstöðu- maður starfsmannahalds. Meðferðarheimilið Hvítárbakka óskar eftir starfskrafti Á Hvítárbakka er rekin langtímameðferð fyrir unglinga er eiga við verulega hegðunarröskun, afbrotahneigð og/eða við vímuefnavanda að stríða.  Um er að ræða erfitt, lifandi og skemmtilegt starf.  Þátttaka í öflugu meðferðarteymi með góða fagþekkingu.  Reglubundin handleiðsla og fræðsla í boði. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af vinnu með unglinga og geti hafið störf sem fyrst. Allar nánari upplýsingar gefa Inga og Sigurður, símar 435 1530, 861 3260 eða 893 3260. Umsóknir berist skriflega eigi síðar en 8. ágúst Meðferðarheimilinu Hvítárbakka, 311 Borgar- nesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.