Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 6
Ýmsar upplýsingar um færð og veður er að finna á vef vegagerðarinnar en slóðin er www.vegagerdin.is FERÐASKRIFSTOFURNAR Plúsferð- ir og Úrval-Útsýn verða með reglulegt flug til Benidorm á Spáni næsta vetur í beinu leiguflugi með Flugleiðum. Að sögn Laufeyjar Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Plúsferða, buðu Plúsferðir ferðir til Alicante um síð- ustu jól og þær gáfust það vel að ákveðið var að setja upp fasta áætlun í allan vetur. „Flogið er með Flug- leiðum á 2ja–3ja vikna fresti og að auki bjóðum við upp á langa dvöl eftir jólin. Hinir fjölmörgu sumarhúsa- eigendur tóku þessari nýjung okkar fagnandi og hafa jafnframt tekið opn- um örmum að geta nú í fyrsta sinn ferðast beint til Alicante í stað þess að þurfa að millilenda á leiðinni. Í vetur bjóðum við hótelgistingu með hálfu fæði á Hotel Levante Club sem er nýtt og Palm Beach Hotel. Guðrún Sigurgeirsdóttir, markaðs- og framleiðslustjóri hjá Úrvali-Útsýn, segir að viðskiptavinir ferðaskrifstof- unnar geti valið hvort þeir kaupa ferð til Benidorm í vetur með hóteli og þjónustu fararstjóra eða einungis flug- sæti ef gista á í orlofshúsi eða íbúðum. Flogið er á vegum Plúsferða og Úr- vals-Útsýnar dagana 1. og 22. október, 5. og 19. nóv., 3. og 18. des., 5. janúar, 4. febrúar, 6. mars og 3. apríl. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Reglulegt flug til Benidorm í vetur Þ EGAR Sigrún Huld Þorgrímsdóttir var með fjögur lítil börn hóf hún að fara í gönguferðir á fjöll. „Það er mikil vinna að vera með lítil börn og eftir fyrstu tvær fjallaferðirnar sem ég fór í með vina- fólki mínu fann ég að ég kom endurnærð til baka þó auðvitað væri ég þreytt. Ég var bara öðruvísi þreytt og tvíefld að takast á við barnastússið þegar ég kom til baka. Þar með var ekki aftur snúið og ég hóf að fara reglulega í gönguferðir.“ Sigrún hefur mikið gengið með Ferðafélagi Íslands og með Útivist líka og sjálf hefur hún af og til verið fararstjóri. Hvar hefur þú verið að ganga undanfarin ár? „Ég hef gengið mikið í nágrenni Reykjavíkur og síðan hef ég laðast að Hornströndum og nágrenni Mývatnssveitar, sér- staklega Ódáðahrauni, en ég er ættuð frá báðum þessum stöðum. Ég hef verið fararstjóri á Hornströndum og í fyrra fór ég þangað í yndislega ferð með börnunum mínum og eig- inmanni. Ég er sjálf fædd og uppalin í Mývatnssveit og bróðir minn er þar enn búsettur. Mig hafði lengi langað að ganga þar í ná- grenninu og las m.a. bók um Ódáðahraun sem var gefin út árið 1940. Í henni eru gamlar lýsingar á leiðum yfir hraunið og skemmtilegar ferðasögur sem vöktu forvitni mína um þetta svæði. Mig hafði lengi langað að fara ein í gönguferðir og með því að ganga Ódáðahraunið gat ég sameinað áhugann á svæð- inu og að ganga ein því ég gat ekki svo auðveldlega fundið ferðafélaga sem hafði áhuga á hrauninu. Ég fór ein í fyrstu ferðina mína árið 1999 og gekk úr Mý- vatnssveit í Herðubreiðarlindir eftir óhefðbundnum leiðum.“ Hvernig gekk sú ferð? „Hún gekk vel því ég var einstaklega heppin með veður. Ég var auðvitað hálfstressuð og skelkuð að vera að ganga ein en þetta var geysilega sterk upplifun. Leiðina gekk ég í áföngum og bjóst ekki við að hitta sálu á leiðinni. Á þriðja degi göngunnar kom ég í skálann Bræðrafell sem er fyrsti áfangastaður þeirra sem ganga Öskjuveg. Þegar ég er búin að vera þar stutta stund birtist karlmaður í dyrunum. Ég veit ekki hvort okkar varð meira hissa en þetta var hinn við- kunnalegasti maður, Hollendingur, sem var með mér í skál- anum yfir nóttina. Árið 2001 fór ég síðan á sama svæði en ekki sömu leiðina. Þá var ég í þrjár nætur í tjaldi í Heilagsdal og gekk þar á fjöll í nágrenninu. Á fjórða og fimmta degi gekk ég svokallaða bisk- upaleið.“ Þú ert nýkomin úr þriðju gönguferðinni þinni ein þíns liðs. Hvert gekkstu? „Ég hóf ferðina á Stöng í Mývatnssveit og gekk þaðan yfir í Bárðardal og vestur að Skjálfandafljóti með krók að Svart- árkoti. Hugmyndina fékk ég að ferðinni þegar ég ók norður Sprengisand í fyrra. Ég hafði lesið töluvert um Svartárkot í bókinni um Ódáðahraun en þar endar Öskjuvegur og tók á mig krók til að skoða þann stað. Ég þurfti síðan að vaða nokkrar ár í ferðinni og eina nokkuð straumharða, Suðurá, og það hafðist alveg. Ég hélt vestur að Skjálfandafljótinu og gekk meðfram því að austan. Ferðin átti að taka sex daga og ég hafði jafnvel hugsað mér að ganga yfir Tungnafellsjökul eða fara Vonarskarð eða veginn um Gæsavatnsleið. Ég var með nokkuð þungan farangur eða yfir tuttugu kíló og ákvað að láta jökulinn vera að þessu sinni. NMT-síminn minn var þar að auki rafmagnslaus og ég hafði lofað eiginmanninum að ef ég yrði símasambandslaus þá færi ég ekki á jökulinn. Þegar ég var komin vestur yfir Skjálfandafljót á Gæsavatna- leið sá ég að næsta jökulá þar fyrir vestan var ófær. Ég ákvað að tjalda og sjá til hvað ég myndi taka til bragðs þegar ég væri búin að sofa og hvíla mig. Um nóttina hvessti hressilega og ég var dauðhrædd um að tjaldið rifnaði eða fyki. Ég tók tjaldið saman og stóð svo þarna með tuttugu kílóa bakpok- ann minn og vissi ekki mitt rjúkandi ráð því ég sá hvergi skjól. Leiðin til baka lá á móti vindi svo ég gekk af stað í aðra átt og kom að grjótkambi þar sem var smá skjól. Þar húkti ég um nóttina og tókst á endanum að tjalda tjaldinu hálfu yfir mér, bar að grjót og festi það þannig niður. Síðan lá ég hálf inni í tjaldinu og í svefnpoka og náði að sofa af og til um nótt- ina og dreymdi þá um lúxusheima eða sólarlönd. Um morg- uninn þegar lægði heyrði ég fegursta hljóð sem ég hef heyrt og þann fallegasta veghefil sem ég hef á ævi minni séð birt- ast ásamt jeppa. Ég var svefnlaus og úrvinda og veifaði þessum bjargvættum í sífellu. Það var ekki hátt á mér risið þegar ég hitti ökumenn- ina. Ég þagði fyrst enda við það að beygja af. Þeir voru að fara að Fljótum til að setja handrið á brúna og ætluðu svo aftur í Nýjadal og tóku með mig þangað.“ Ertu núna hætt að ganga ein? „Alls ekki. Þessi ferð var að vísu lengri en góðu hófi gegnir. Ég er orðin 51 árs og að ganga með þungar byrðar í þennan tíma er of mikið. Næst vel ég mér styttri ferð sem er ekki eins langt frá mannabyggðum.“ Hvað heillar þig við einveruna? „Það að þurfa ekki að tala við neinn, það kemur yfir mann frelsistilfinning þegar maður er í þögninni úti í náttúrunni. Ég er að eðlisfari afar málgefin og á daglega í samskiptum við fjölskyldu, vinnufélaga og vini sem reyndar standa í þeirri trú að ég tali stanslaust við sjálfa mig á fjöllum. Það er bara ekki rétt hjá þeim.“ Hún á eiginlega tuttugu ára gönguafmæli um þessar mundir. Sigrún Huld Þorgrímsdóttir lenti í ævintýrum nýlega þegar hún fór í fimm daga gönguferð. Sigrún Huld tjaldaði við Sandá í ferðinni. Skjálfandafljót rétt við Hrafnabjargafoss. Ljósmyndir/SHÞ Á Marteinsflæðu, syðsta gróðurbletti í Ódáðahrauni. Fer ein í gönguferðir um Ódáðahraun Eftirminnileg gönguferð Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku og Mið-Evrópu Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975 á viku. Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgrgjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið-Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Heimasíðan www.fylkir.is með fjölbreyttar upplýsingar. Nýjustu verðlistarnir komnir. Hringið og fáið sendan. Dancenter, Lalandia, Novasol/Dansommer. Fylkir Ágústsson, Fylkir — Bílaleiga ehf., ferðaskrifstofan sími 456 3745. Netfang fylkirag@fylkir.is Heimasíða www.fylkir.is www.hoteledda.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.