Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 11
með að bjóða morgun- og kvöldverð og móttökurnar voru slíkar að við ákváðum að gera slíkt hið sama á Kanarí. Buana Ventura er hótel á Ensku ströndinni. Herbergin eru um 40 fermetrar með ísskáp og kaffivél er hægt að panta. Þá er skemmtidag- skrá fyrir gesti hótelsins. Tvær vikur á þessu hóteli kosta frá 77.800 á mann ef miðað er við hjón og þá er allt inni- falið. Dýrast fer verðið upp í 89.000. Á Melanoras bjóðum við upp á svipaðan möguleika á hótelinu H10 Playa Mel- oneras Palace, sem er nýtt fimm stjörnu hótel.“ Lækkuðu verðið um 30% Heimsferðir bjóða rúmlega fjögur þúsund sæti til Kanaríeyja í ár með Futura-flugfélaginu og hefja flug þangað 21. október. Síðasta flugið verður síðan 20. apríl. Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða, segir að í ár muni Heimsferðir auka sætaframboð sitt til Kanaríeyja þar sem bókanir eru mun meiri nú en í nóvember í fyrra og ný- lega var bætt við fjórðu ferðinni þang- að um jólin. Verðið hefur lækkað um 30% og jafnvel meira segir hann. „Við lækkuðum verðið því gengið er búið að vera hagstætt og við náðum lækk- un á öllum samningum okkar í gist- ingu og flugi. Þá á aukin samkeppni á markaðnum einnig þátt í verðlækk- uninni.“ Heimsferðir kynna nokkra nýja gististaði til sögunnar t.d. Las Faluas og Valentin Marieta sem báðir hafa verið endurnýjaðir. Þá eru Heimsferðir nú með ný smáhýsi, Los Tunos á ensku ströndinni. Andri segir að mikið sé um að roskið fólk með rúman tíma fari frá 3 vikum og upp í 8 vikna frí en hann segir að undanfarin ár hafi yngra fólk verið að sækja til Kanaríeyja í auknum mæli og það velji styttri ferðir. Fjölskyldur fara svo til Kanaríeyja um jól og páska. „Við tökum einnig eftir því að ung pör og jafnvel vinahópar fara saman í vikuferðir, kjósa þá að vera á góðum hótelum og hafa það notalegt.“ Ungt fólk fer í vikuferðir Guðrún Sigurgeirsdóttir, markaðs- og framleiðslustjóri hjá Úrval-Útsýn, segir að búið sé að selja Kanaríeyja- ferðir í 2–3 vikur sem sé mjög snemmt miðað við síðastliðin ár. „Fólk er farið að bóka miklu fyrr í ferðir en venjulega og líklega erum við að færast nær öðrum Evrópuþjóð- um hvað það snertir en þar hefur lengi tíðkast að fólk skipuleggi frí sín með góðum fyrirvara. Þá hefur sam- keppnin einnig verið að aukast og það kann að spila inn í hversu fljótt við er- um á ferðinni núna.“ Guðrún segir að Úrval-Útsýn bjóði lægra verð á ferð- unum til Kanaríeyja en í fyrra og þrjú ný hótel hafa bæst við. „Íbúðahótelið Amazonar er gott þriggja stjörnu hótel á Ensku strönd- inni sem við bjóðum nú. Þá erum við með mjög skemmtileg og nýtískuleg smáhýsi, Cay Beach Meloneras á Mas Palomas. Að lokum er það íbúðagisting sem við erum afar stolt af þ.e. Carolina San Augustin. Þetta eru gríðarlega fallegar íbúðir og þær flottustu sem við höfum fengið til þessa á Kanaríeyjum.“ Guðrún bendir á að í ár fjölgi Úrval-Útsýn ferðum fyrir ferðaklúbbinn Úrvals- fólk en í honum er fólk sextugt og eldra. „Við höfum yfirleitt boðið upp á þrjár ferðir en í ár eru þær sex. Ástæðan er mikil eftirspurn.“ Guðrún segir að Úrval-Útsýn ásamt Plúsferð- um bjóði um 5.000 sæti til Kanaríeyja í ár og hún er bjartsýn á að það takist að fylla þau sæti. „Það er mikill áhugi á Kanaríeyjaferðum í ár, roskið fólk sækir þangað í auknum mæli en við finnum ekki síður áhuga hjá ungu fólki núna sem kýs þá að skella sér í vikufrí í sól og sumar í mesta skamm- deginu.“ ð ir bæst við Margir dvelja einn eða tvo mánuði á ári á Kanaríeyjum.  Plúsferðir www.plusferdir.is Sumarferðir www.sumarferdir.is Heimsferðir www.heimsferdir.is Úrval-Útsýn www.uu.is gudbjorg@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 B 11 ferðalög Ódýrt að ferðast til Balí Ferðamenn eru farnir að snúa sér aftur að Balí en ferða- mannastraumurinn dróst verulega saman eftir hryðju- verkin þar í október í fyrra. Yfirvöld á Balí hafa gert gangskör í að auka öryggi ferðamanna á eyjunni og sam- kvæmt frétt í Jyllandsposten hefur flugfélagið Singapore Airlines nú ákveðið að bjóða ferðaskrifstofum sem flug- félagið er í samstarfi við sér- staklega hagstæð fargjöld frá ágúst og fram í október. JÚLÍ–ÁGÚST 30. Gönguferð á vegum Þjóðgarðsins Snæ- fellsjökuls Þátttakendur hittast kl. 14 við vegamót í Eysteinsdal. Gönguleið ræðst af veðri og vindum. Gangan tekur 2-3 klst. Þátttaka er gestum að kostnaðarlausu. Barnastundir í boði á laugardag og sunnudag og einnig gönguferð 2. ágúst. 31. Kvöldganga við Hreðavatn. Gengið um og fræðst um Hreðavatn og umhverfi þess á vegum UMSB og Veiði- málastofnunar við Hreðavatn. 31.–3. Síldarævintýrið á Siglufirði Fjölskylduhátíð með skemmtidagskrá. Börnum gefst kostur á að fara á hest- bak, farið verður á kajak og fleira gert sér til skemmtunar. Síldarsöltun á Síldar- minjasafninu og ýmsar skemmtanir á veitingahúsum bæjarins. 31.–4. Kotmót í Fljótshlíð. Fjölskyldumót með skemmtidagskrá og viðburðum. Sérstök unglingadagskrá og barnamót sniðin að hverjum aldurshóp fyrir sig. Varðeldur, tónleikar og margt fleira verður í boði 1. Bleikjuveiðikeppni á Hólum í Hjaltadal. 1.–3. Mannrækt undir jökli Snæfellsmótið, Mannrækt undir jökli, verður haldið í fimmtánda sinn og boðið upp á námskeið, miðilstíma, lestur í spil, jóga, fyrirlestra og fleira. 1.–3. Rokk og reykur á Flateyri. Tónlistarhátíð á Flateyri. Á hátíðinni stíga hljómsveitir á Flateyri á svið og rifja upp stemninguna á Flateyri um árin. Böll, pöbbakvöld. tónleikar og fleira. 1.–3. Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum 1.–4. Fjölskylduhátíðin Ein með öllu á Ak- ureyri. Ýmsar uppákomur fyrir alla fjöl- skylduna. 1.–3. Fjölskylduhátíð á Kirkjubæjarklaustri Ferðamálafélag Skaftárhrepps, Kirkju- bæjarstofa og Upplýsingamiðstöð Skaftárhrepps skipuleggja dagskrá fjölskylduhátíðar á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni. 1.–4. Bindindismótið í Galtalækjarskógi. 1.–4. Iðandi dagar á Flúðum. Fjölbreyttar uppákomur og afþreying fyrir alla fjölskylduna. 2. Gönguferð og hlaðborð á Hólum í Hjaltadal. Gönguferð í Gvendarskál, leikir í lauginni, náttúrurölt, fornleifarölt og gamaldags kökuhlaðborð. 2. Sandkastalakeppni Í Holti í Önundarfirði er komin hefð á að halda sandkastalakeppni fyrsta laugar- dag í ágúst. 2.–3. Kántrítónleikar og Gospelmessa á Skagaströnd. 3. Söguferðir Sæmundar á Hellissandi. Gengið á slóðir Víglundarsögu. Gangan tekur 4–5 klst. en hægt er að skipta henni í styttri áfanga. Vikan framundan Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Eflaust verða margir í tjaldi um næstu helgi, verslunarmannahelgina, en þá er mikið um að vera víða um land. Með AVIS kemst þú lengra Veist þú að Avis = Leiga á bílum? Erum í 173 löndum og á 5000 stöðum í heiminum. Kynntu þér tilboð Avis á bílaleigubílum um allan heim. Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Hringdu í Avis sími 5914000 Knarrarvogur 2 – 104 Reykjavík – www.avis.is Munið tilboð til korthafa Visa VESTURLAND Fimmtudaginn 31. júlí fylgir Morgunblaðinu blað um Vesturland. Blaðið verður í stærðinni 26x39, prentað á 60 gr. pappír. Skilafrestur er til kl. 12 mánudaginn 28. júlí. Blaðinu er dreift um allt land. Meðal efnis: Hellaskoðun, þjóðgarður, Danskir dagar í Stykkishólmi, Fjör í Flatey, veitingahús, gisting og ótal ævintýri Hafið samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.