Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög H EIMSFERÐIR, Plúsferðir, Sumarferðir og Úrval-Út- sýn bjóða ferðir til Kanarí- eyja næsta vetur og strax í byrjun júlí hófst sala á ferðum þang- að. Líklega hefur framboð af ferðum til Kanaríeyja aldrei verið jafn fjöl- breytt og í ár og samkeppnin er mikil. Verðið hefur lækkað frá í fyrra segja forsvarsmenn ferðaskrifstofanna, ný- ir gististaðir hafa bæst við og ferðum hefur verið fjölgað. Þeim ber saman um að ungt fólk velji í auknum mæli að skreppa í stuttar ferðir til Kanarí- eyja og fjölskyldufólk fari þangað þegar vetrarfrí í skólum standi yfir og yfir hátíðirnar. Sérsamningar við hótel úr sögunni? Yfirleitt eru ferðaskrifstofur með sérsamninga við hótel þegar sólar- landaferðir eru annarsvegar en að þessu sinni eru nokkur dæmi um að tvær ferðaskrifstofur séu að selja gistingu á sama gististað. Úrval-Útsýn og Sumarferðir bjóða t.d. gistingu á nýjum stað, Cay Beach Melanoras. Að sögn Guðrúnar Sigur- geirsdóttur markaðs- og fram- kvæmdastjóra Úrvals-Útsýnar er ferðaskrifstofan yfirleitt með einka- samninga en í þessu tilfelli er um glæ- nýtt hótel að ræða sem er að mark- aðssetja sig og bauð hagstætt kynningarverð. Helgi Jóhannsson forstjóri Sumar- ferða segir að á Cay Beach Melanoras hafi Sumarferðir til dæmis verið með einkaleyfissamning. „Nútíminn gerir þessa samninga marklausa og það er auðvelt að fara í kringum þá þegar menn eru með umboðsaðila á Spáni. Við þessu er lítið að gera en okkar hótelsamningar munu gilda hvort sem þeir eru gerðir beint við hótel eða í gegnum umboðsmenn.“ Ferðaskrif- stofurnar Heimsferðir og Sumarferð- ir bjóða gistingu á Corona Blanca. Andri Már Ingólfsson forstjóri Heimsferða segir að Heimsferðir hafi gert einkaleyfissamning við hótelið fyrir mörgum árum en Sumarferðir hafi fengið samninginn hjá fyrirtæki á Kanaríeyjum og hafi ekki rétt til að selja íbúðirnar á Íslandi og því eigi það eftir að koma í ljós hvort farþegar Sumarferða fái inni á hótelinu. Heimsferðir og Plúsferðir bjóða gist- ingu á sama gististað, Roque Nublo, en Andri Már segir að í því tilfelli sé um tvo eigendur að ræða og ferða- skrifstofurnar hafi gert einkaleyfis- samning við sitt hvorn eiganda. Samkeppnin um farþega til Kan- aríeyja er slík að það borgar sig tví- mælalaust fyrir fólk að fara á milli og kynna sér ferðirnar hjá öllum fjórum ferðaskrifstofunum, bera saman gisti- staði, verð og þjónustu sem er í boði. Íbúðir með 2 svefnherbergjum Laufey Jóhannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Plúsferða, segir að ferðaskrifstofan kynni nú tvo nýja gististaði á Ensku ströndinni á Kan- aríeyjum, annan sem henti sérstak- lega vel fjölskyldufólki því íbúðirnar séu rúmgóðar fyrir stórar fjölskyldur. „Við tókum eftir því í fyrra að mikil aukning var í fjölskylduferðum til Kanaríeyja og þá vantaði stórar íbúð- ir. Við gerðum mikla leit að slíkum íbúðum og fundum mjög góðan gisti- stað sem er Los Orquideas. Þetta er íbúðagisting með tveimur svefnher- bergjum og allt að sex manns geta gist í hverri íbúð. Það er góður garður við íbúðirnar og stutt í ströndina og bæinn. Þá kynnum við einnig Veriplaya sem er íbúðagisting á Ensku ströndinni. Þetta eru einfaldar íbúðir með einu svefnherbergi.“ Laufey segir að ljóst sé að aldurs- dreifingin sé að breytast í farþega- hópi þeirra. „Við tökum eftir því að ungt fólk vill nú gjarnan skreppa í stuttar ferðir til Kanaríeyja og við er- um þegar farin að sjá í ár að margar fjölskyldur vilja skreppa á sama tíma og skólarnir taka vetrarfrí. Þá eru jólaferðirnar að seljast upp og þar er fjölskyldufólk áberandi.“ Hálft fæði innifalið „Við verðum með tvær þriggja vikna ferðir til Kanaríeyja fyrir ára- mót en fljúgum svo vikulega þangað frá 18. desember og fram til 20. apríl,“ segir Helgi Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Sumarferða. Sumar- ferðir verða með 3.600 sæti til Kan- aríeyja í vetur og flogið verður með Spanair sem er flugfélag sem er að stærstum hluta í eigu SAS. Boðið er upp á gistingu á Ensku ströndinni en einnig á Meloneras en það er nýtt svæði við Mas Palomas sem byggst hefur hratt upp á síðustu árum . „Við erum umfram allt að nýta okkur bylt- ingarkennda tækni sem við síðan skil- um til farþega í lægra verði án þess að það bitni á gæðum.“ Helgi segir að eftirspurnin hafi far- ið fram úr björtustu vonum. „Við byrjuðum að selja í þessar ferðir um síðustu helgi og kerfið fraus á tímabili vegna álagsins en um 12.000 manns heimsóttu vef Sumarferða síðasta sunnudag. Á Ensku ströndinni verðum við með hefðbundna íbúðagistingu, og íbúðargistingu þar sem morgun- og kvöldverður er innifalinn. Á Melan- oras eru frábærir gististaðir enda nýtt ferðamannasvæði. Þar eru bæði glæsileg hótel og íbúðir en við bjóðum gistingu á Cay Beach Melanoras sem eru að okkar mati með þeim vönd- uðustu á Kanaríeyjum.“ Helgi segist bjóða upp á nýjung fyrir íslenska Kanaríeyjafara, hótel þar sem ýmis- legt er innifalið. „Við gerðum tilraun í sumar í ferðum okkar til Benidorm Fjórar ferðaskrifstofur bjóða alls 12.600 flugsæti frá Keflavík til Kanaríeyja næsta vetur Verð hefur lækkað og nýir gististað Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ungt fólk sækir í auknum mæli í sólina á Kanaríeyjum.Dómkirkjan í Las Palmas á Kanaríeyjum. Ferðaskrifstofur hófu sölu á ferðum til Kanaríeyja allt að mánuði fyrr en venjulega. Á þrettánda þúsund flugsæta er í boði á vetri komanda með þremur flug- félögum, Flugleiðum, Futura og Spanair. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir segir dæmi um að ferðaskrifstofur séu að bítast um gistingu á sömu hótelum. Kirkjuturn á Tenerife á Kanaríeyjum.                !  " #$    %  & !      #!  ' !                 (' ' ))* *)' '+,')* -)&+)' +)-  (.  $    '      (         /   0# + !  0#   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.