Morgunblaðið - 05.08.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.08.2003, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2003 B 23Fasteignir Klapparhlíð - 2ja herb. 65 fm 2ja herbergja íbúð á efstu hæð í 3ja hæða fjölbýli með geymslu. Rúmgott svefnherbergi m. mahóní skáp, baðherbergi með sturtu, sérþvottahús, mahóní-eldhúsinnrétting og björt stofa. Góðar suðursvalir með mjög miklu útsýni. Sérinngangur af opnum stigagangi. Verð 10,4 m. - áhv. 7,0 m LAUS STRAX Þverholt - 3ja herb. Rúmgóð 114,4 fm, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í 3ja hæða fjölbýli í miðbæ Mosfellsbæjar. Barnaherbergi og rúm- gott hjónaherbergi m. fataherb. Eldhús með borð- krók, góð stofa. Baðherbergi með kari og sturtu og inn af því er sérþvottahús. Stutt í alla þjónustu. Lækkað verð. Verð kr. 11,9 m. Þverholt - 2ja herbergja *NÝTT Á SKRÁ* 56,1 fm íbúð á efstu hæð í 3ja hæða fjöl- býli í miðbæ Mosfellsbæjar. Íbúðin er á tveimur hæðum, stofa, eldhús með góðri innréttingu, bað- herbergi m. sturtu og geymsla á neðri hæðinni, en svefnherbergi á efri hæðinni sem er opin. Mikil lofthæð er í íbúðinni sem gefur henni sjarma. Verð kr. 8,9 m. - Áhv. 4,9 m. Dvergholt - 2ja herb 51,2 fm ósamþykkt íbúð í kjallara í þríbýlishúsi með miklu útsýni. Íbúðin skiptist í góða stofu með fallegu útsýni, eldhúskrók, borðkrók, svefn- herbergi og baðherbergi m. sturtu. Stutt í þjónustu, skóla og hesthúsahverfið. Verð kr. 6,2 m. - áhv. 3,4 m. Skipti möguleg á bíl. Klapparhlíð - 3ja herb. Glæsileg 75 fm, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í 3ja hæða fjölbýli með sérinngangi. 2 góð svefnherbergi með mahóní-skápum, stórt baðherbergi og þvottahús, góð geymsla/vinnuherbergi, stofa og sérlega fallegt eldhús úr mahóní. Pergo-parket á íbúðinni, en flísar á baði, þvottahúsi og forstofu. Verð 13,3 m. - áhv. 7,7 m. Laus fljótlega. Bugðutangi - raðhús m. bíl- skúr Gott 205 fm endaraðhús á tveimur hæð- um með bílskúr. Björt og opin efri hæð með stórri stofu, eldhúsi, baðherbergi og tveimur svefnherbergjum. Á jarðhæð eru 2-3 svefnherb., hol og þvottahús, ásamt bílskúr. Þetta er íbúð með möguleika á útleigu. Verð kr. 18,9 m. - áhv. 11,7 m. Krókabyggð - parhús Glæsilegt 186 fm parhús á tveimur hæðum ásamt 34 fm bíl- skúr og fallegum garði. Á jarðhæð er gott eldhús, stór stofa, borðstofa, þvottahús m. sérútgangi og gestasalerni. Á efri hæð er sjónvarpsstofa með arni, stórt hjónaherbergi, 2 barnaherbergi og bað- herbergi m. sturtu og heitum potti. Verð kr. 23,5 m. - áhv. 8,3 m. Hlíðarás - einbýli/tvíbýli Stórt og mikið 407 fm einbýlishús á tveimur hæðum með tvöföldum bílskúr. Fallegt einbýli í botnlanga við óbyggt svæði með gríðarmiklu útsýni yfir Mos- fellsbæ. Hugmyndir eru um að skipta húsinu í tvær 150 fm íbúðir auk 44 fm bílskúrs og kjallara undir bílskúr. Verð 29,5 m. Þverholt - 2ja-3ja herb. Rúm- góð 64 fm, 2ja-3ja herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi í miðbæ Mosfellsbæjar. Gott svefnherbergi, eldhúskrókur með innrétt- ingu, björt stofa, flísalagt baðherbergi með sturtu, og lítið barnaherbergi og geymsla. Verð kr. 8,9 - áhv. 4,2 m. Laus strax. Íbúðarhús í Álafosskvos Fallegt og mikið endurnýjað 108 fm íbúð ásamt 107 fm kjallara og 117 fm vinnuskála. Húsið, sem er elsta steinhús Mosfellsbæjar, stendur á fallegum stað í kvosinni, rétt við Varmána. Íbúðin skiptist í forstofu, borðstofu, hjónaherbergi, eldhús, bað- herbergi og barnaherbergi. Þetta er einstök eign á rómuðum stað. Verð kr. 16,8 m. Esjugrund - einbýlihús - Kjal- arnesi 142 fm einbýlishús á einni hæð auk 58 fm bílskúrs, með miklu útsýni. 5 svefnherbergi eru í húsinu, 2 baðherbergi, stórt eldhús m. borðkrók, þvottahús með sérútgangi, sjónvarpshol og stofa. Innangengt í tvöfaldan bílskúr. Timburverönd og leiktæki í snyrtilegum garði með miklu útsýni til hafs. Verð kr. 18,6 m. Hlíðartún - einbýli Mjög sérstakt 140 fm einbýlishús ásamt gróðurhúsi og útisundlaug. Húsið stendur á 1.200 fm lóð sem er skógi vaxin og sést varla í húsið frá götu vegna gróðurs. Hús- ið er byggt 1958 og er komið að ákveðnu við- haldi. Í garðinum fjölbreytt úrval plantna ásamt hellulagðri verönd, útisundlaug og gróðurhúsi. Verð kr. 18,9 m. - áhv. 11,0 m. Urðarholt - 3ja herbergja *NÝTT Á SKRÁ* 91 fm íbúð á jarðhæð í 3ja hæða fjölbýli á mjög góðum stað í Mosfellsbæ. Íbúðin skiptist í stóra stofu, eldhús með borð- krók, stórt hjónaherbergi og gott barnaher- bergi, baðherbergi með baðkari og sturtuklefa. Sérgeymsla og sameiginlegt þvottahús á sömu hæð. Stór timburverönd með skjólgirðingu er við íbúðina. Mjög stutt í alla þjónustu og versl- anir. Verð kr. 13,2 - 7,5 m. Arnarhöfði - endaraðhús og bílskúr *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá sérlega vandað endaraðhús á tveimur hæðum með bílskúr. Á jarðhæð er stofa, borðstofa, glæsilegt eldhús, gestasalerni, forstofa og forstofuherbergi. Á 2. hæð eru 3 svefnherbergi, sjónvarpsstofa, bað- herbergi og þvottahús. Fallegt eikarparket er á gólfum, en flísar á baði, forstofu og þvottahúsi. Timburverönd er út frá eldhúsi og stofu, og svalir út frá sjónvarpsstofu með miklu útsýni. Verð kr. 25,0 m. Flétturimi - 3ja herb. - bílskýli Sérlega fallega 94 fm, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð með 17 fm svölum. 2 svefnherbergi, rúmgott eld- hús, stór og björt stofa, baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, m. sturtuklefa og sérþvottahús í íbúð. Gegnheilt eikarparket á herb. stofu og eldhúsi. Stórt bílastæði í bílakjallara m. þvottaaðstöðu. Góð staðsetning, stutt í alla þjónustu. Verð kr. 14,3 m. Sumarbústaður við Langá Borgarf. *NÝTT Á SKRÁ* Mjög fallegur 75 fm sumarbústaður úr landi Jarðlangsstaða við Langá í Borgarfirði. Bústaðurinn er vel skipulagð- ur, falleg og björt stofa/borðstofa með kamínu, eldhúskrókur, 3 svefnherbergi og baðherbergi m. sturtu. Rafmagn og kalt vatn er í bústaðnum en auk þess er vatn hitað í túpu. Mjög góð staðsetning með gríðarmiklu útsýni. Lóð er kjarri- vaxin og skjólgóð. Verð kr. 8,5 m.  Glæsilegar 2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir með sérinngangi í 5 hæða lyftuhúsi á frábærum útsýnisstað ásamt stæði í bílageymslu.  Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna, en með flísalögðu baðherbergi og þvottaherbergi.  Vandaðar innréttingar og góð tæki. Allt fyrsta flokks.  Til afhendingar desember 2003.  Verð frá 11,4 millj. Upplýsingar og sölubæklingar á skrifstofu Hraunhamars, einnig á hraunhamar.is. Traustur byggingaraðili. Fragtak. ehf. Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími 520 7500 BERJAVELLIR 2 HAFNARFIRÐI gróðurinn á mjög markvissan hátt, notum hann t.d. sem skjólbelti gegn austanátt, til rýmismyndunar eða til að mynda snjógildrur þar sem reynt verður að draga úr skaflamyndun. Við setjum fram ábendingar um hvernig skal gera en ekki beint hvaða trjátegundir á að nota. Sá háttur hefur verið hafður á að lóðarhafi megi greiða með 10% út- borgun og afganginn á allt að þrem- ur árum. Stórkostlegt útsýni Það sem er einkennandi fyrir þetta svæði er hið stórkostlega út- sýni sem þar er. Annars vegar er fagurt útsýni úr hluta hverfisins að Bláfjöllum og að Elliðavatni, hins vegar er úr hæðinni að suðvestan stórkostlegt útsýni yfir Faxaflóa og allt að Snæfellsjökli. Lóðirnar eru í allt að 100 metra hæð en það hefur sýnt sig að gróður vex þarna vel en búast má við að þarna ríki aðeins harðari vetrur en gerist nær strönd- inni og því meiri snjóalög. Á móti kemur að hafgolan nær stundum ekki þarna inn og því verður heitara þarna á sumrin en við ströndina, eins og gerist inn til landsins. Göt- urnar þarna verða 7 metrar sem eru breiðari götur en gerist og gengur til þess að auðveldara verði að moka þegar snjóasamt er. Umferðaröryggi haft að leiðarljósi Umferðaröryggi var haft að leið- arljósi við hönnun hverfisins og göngu- og reiðhjólastígar lagðir með það í huga að tengja innri svæði byggðarinnar við náttúruna og gönguleiðir, fyrir því er vel hugsað. Gönguleiðirnar sem liggja um deili- skipulagssvæðið eru hluti af stærra heildarskipulagi í Vatnsenda. Deili- skipulagssvæðið liggur að stóru opnu svæði til vesturs í Vatnsenda- hvarfi. Inni í hverfinu verða græn svæði sem nýtast fyrir gönguleiðir og fleira. Opin svæði til leikja og úti- veru tengjast stígum en ósnortin opin svæði verða varðveitt eins og kostur er. Einnig var sérstaklega tekið fyrir öryggi barna á leið þeirra til og frá skóla. Undirgöng eru t.d. sett með tilliti til þessa yfir umferð- arþungar götur. Gert er ráð fyrir möguleika á heilsugæslu á þjónustusvæðinu í góðri tengingu við svæði þar sem íbúðir aldraðra verða. Þetta hverfi er nánast eins og lítill bær, „ein með öllu“, ef svo má segja.“ Tölvumynd af hinu nýja byggingarsvæði á Hörðuvöllum í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.