Morgunblaðið - 17.08.2003, Side 15

Morgunblaðið - 17.08.2003, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 C 15 Jörð í Reykjadal til sölu Einstakt tækifæri. Undirrituðum hefur verið falið að selja jörðina Laugafell í Reykjadal, Suður- Þingeyjarsýslu. Um er að ræða ca 210 ha jörð sem er án greiðslumarks. Jörð- in er byggð úr landi Litlu-Lauga. Um 20 ha eru bundnir samningi um nytja- skógrækt samkv. lögum nr. 56/1999. Laugafell er við Lauga, um 45 mín. akst- ur er frá Akureyri. Jörðin er skammt frá sundlaug og öðrum íþróttamann- virkjum. Jarðhitaréttur og veiðiréttur í Reykjadalsá fylgja. Húsakostur: Mjög gott íbúðarhús, (8 svefnherbergi) 221 m2 að stærð. Auðvelt er að breyta hús- inu í tvær íbúðir, gott fjós, b. 1962, 22 bása, 188 m2, kálfahús b. 1991, 109 m2. Fjós og kálfahús er unnt að nýta fyrir hesta, hlaða 164 m2, fjárhús b. 1955, hlaða og eldra fjós b. 1945. Einstakt tækifæri fyrir fjárfesta eða félagasamtök. Kauptilboð óskast send lögmannsstofunni fyrir 6. september n.k., þar sem veittar eru nánari upplýs- ingar í síma 511-1617 eða 893-7020. Jörðin og húsakostur verða til sýnis dag- ana 23. og 24. ágúst n.k., í samráði við eiganda Guðrúnu Valdísi Eyvindsdótt- ur, Grýtubakka I, í s. 867-0266 eða 892-4465. Jón Höskuldsson hdl. Lögmannsstofa Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík. s. 511-1617, fax. 511-2001. Menntaskólinn við Hamrahlíð Upphaf haustannar Dagskóli Allir nýir nemendur á haustönn 2003 eru boðaðir í skólann til fundar við rektor og um- sjónarkennara í hátíðasal skólans miðvikudag- inn 20. ágúst stundvíslega kl. 14.00. Eldri nemendur eiga að sækja stundatöflur dagana 20. og 21. ágúst kl. 18—19. Skráning í nauðsynlegar töflubreytingar verður á sama tíma. Nemendur eru minntir á að framvísa verður kvittunum fyrir skólagjöldum. Skóla- setning verður kl. 8.30 föstudaginn 22. ágúst og í framhaldi af henni hefst kennsla sam- kvæmt stundaskrá. Öldungadeild Innritað verður dagana 20.—23. ágúst. Kennsla í öldungadeild hefst 25. ágúst. Kennarafundur verður haldinn miðvikudaginn 20. ágúst kl. 10. Heimasíða: http://www.mh.is/ sími: 595 5250 Rektor. Slagelsevej 16A 4180 Sorø Danmark, 0045 5782 2077 post@upledger.dk, www.upledger.dk Vetrardagskrá 2003/4 Eftirtalin námskeið í CranioSacral verða í boði Upledger stofnunarinnar í vetur: Advanced-I, 11.—15. október. CranioSacral-I, 18.—21. október. SomatoEmotional-I, 18.—21. október. Energy Integration-I, í mars. Ungbarnameðhöndlun, 21.-24. maí. Einnig eru reglulega 2ja daga kynningarnámskeið. Nánari uppl. og skráning á www.upledger.is og hjá Birgi í síma 822 7896. Umhverfisráðuneytið Prófnefnd mannvirkjahönnuða Námskeið Námskeið fyrir mannvirkjahönnuði, sem óska löggildingar umhverfisráðuneytisins til að gera aðal- og séruppdrætti sbr. ákvæði 48. og 49. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, verður haldið í september 2003, ef næg þátt- taka fæst. Námskeiðið mun hefjast föstudaginn 12. september 2003 kl. 13.00 og standa dagana 12., 13., 26. og 27. september 2003 og 3. og 4. október 2003 og ljúka með prófi 11. október 2003. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Menntafélags byggingariðnaðarins á Hallveig- arstíg 1, Reykjavík og er lágmarksfjöldi nem- enda 10. Þeir, sem rétt hafa til að sækja nám- skeiðið, eru: Arkitektar, byggingarfræðingar, verkfræðingar, tæknifræðingar, innanhússarki- tektar, landslagsarkitektar og rafiðnfræðingar. Gerð er krafa um að umsækjendur hafi lokið tiltekinni starfsreynslu við hönnun, áður en námskeið hefst, sbr. ákvæði 48. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Þeir mannvirkja- hönnuðir, sem þegar hafa löggildingu, hafa heimild til að sækja námskeiðið til upprifjunar, en án prófs. Námskeiðsgjald er 75.000 kr. og 50.000 kr. fyrir þá sem sækja námskeiðið til upprifjunar. Á námskeiðinu verður fjallað um: Skipulags- og byggingarlög, mannvirki í samræmi við skipulag, byggingarreglugerð, höfundarétt, endurgervingu gamalla húsa, fjöleignarhúsa- lög, skráningu mannvirkja, staðal og vottun og RB-tækniblöð, brunavarnir samkv. bygg- ingareglugerð, mengunarvarnareglugerð og lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Athygli umsækjanda er vakin á því, að standist þátttakandi ekki lágmarkskröfur, er prófnefnd heimilt að halda upptökupróf. Að öðrum kosti geta nemendur sótt um endurtöku prófs í lok næsta námskeiðs, sem haldið verður. Gjald vegna upptökuprófs verður ákveðið síðar. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Mennta- félagi byggingariðnaðarins, Hallveigarstíg 1, Reykjavík, og skal þeim skilað þangað útfyllt- um ásamt nauðsynlegum fylgiskjölum eigi síðar en mánudaginn 1. september 2003. Nánari upplýsingar í síma 552 1040. Reykjavík, 13. ágúst 2003. Prófnefnd mannvirkjahönnuða — umhverfisráðuneytið. Upphaf haustannar Kennarafundur verður kl. 9.30 þriðjudaginn 19. ágúst. Eldri nemendur eiga að sækja stundatöflur sín- ar 20.—21. ágúst kl. 9.00—15.00. Á sama tíma er hægt að sækja um töflubreytingar. Nýnemar eiga að sækja stundatöflur sínar kl. 10.00 miðvikudaginn 20. ágúst og þá munu eldri nemendur sýna þeim skólann. Kennsla hefst skv. sérstakri hraðtöflu mánu- daginn 25. ágúst og að henni lokinni verður skólinn formlega settur. Innritun í fjarnám verður 26. ágúst til 1. sept- ember. Allar nánari upplýsingar á heimasíðu skólans, www.fa.is. Skólameistari. Frá Menntaskólanum í Reykjavík Skólinn verður settur föstudaginn 22. ágúst. Nemendur safnist saman fyrir framan skólann kl. 13:50, þaðan verður gengið til skólasetning- ar í Dómkirkjunni. Eftir skólasetningu fá nemendur stundaskrár og upplýsingar um námið framundan. Kennsla hefst mánudaginn 25. ágúst skv. stundaskrá. Námsbókaskrá er að finna á heimasíðu skól- ans, www.mr.is . Kennarafundur verður á Hátíðasal föstu- daginn 22. ágúst kl. 10.00. Rektor Frá Tónmenntaskóla Reykjavíkur Skólinn er að mestu fullskipaður skólaárið 2003— 2004. Þó getum við enn bætt við takmörkuðum fjölda nemenda sem hér segir: 1. Forskóladeild fyrir 6 ára börn (fædd 1997). 2. Forskóladeild fyrir 7 ára börn (fædd 1996). 3. Málmblásaradeild fyrir 8—10 (11) ára nemendur. Þar er um að ræða eftirfarandi hljóðfæri: Trompet, horn, básúnu, barítón og túbu. 4. Einnig eru tekin inn 8—10 ára börn á biðlista á flest önnur hljóðfæri. Skólastjóri. LÓÐIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.