Morgunblaðið - 18.08.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.08.2003, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ LEVERKUSEN er eina liðið í þýsku deildinni sem er með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar, en liðið lagði Hannover sannfærandi um helgina, 4:0, en Hannover gerði 3:3 jafntefli á dögunum við meist- ara Bayern München. Oliver Neuville skoraði tvö mörk fyrir Leverkusen. „Knattspyrnumenn eru eins og krakkar, þeir verða að hafa gaman að því sem þeir eru að gera,“ sagði Klaus Augenthaler, þjálfari liðsins, sáttur við sína menn. Meistararnir í Bayern áttu ekki í teljandi erfiðleikum er þeir tóku á móti Þórði og Bjarna Guðjóns- sonum í Bochum. Meistararnir skoruðu tvívegis með sex mínútna millibili í fyrri hálfleik og þar við sat, síðara markið var glæsiskot frá Sebastian Deisler úr aukaspyrnu af 30 metra færi. Þórður lék allan leik- inn en Bjarni kom inn á þegar hálf- tími var eftir af leiknum. Hollendingurinn Roy Makaay lék sinn fyrsta leik fyrir meistarana en tókst ekki að setja mark sitt á leik- inn. „Við unnum og ég er ánægður, ég þarf að venjast leikmönnum liðs- ins og þeir mér, það tekur alltaf ein- hver tíma,“ sagði kappinn sem gerði 29 mörk fyrir La Coruna á Spáni í fyrra. Marcio Amoroso virðist heitur í liði Dortmund og skoraði tvívegis þegar liðið vann 1860 München, Jan Koller gerði þriðja mark heima- manna og hafa þeir gert sex af níu mörkum liðsins í leikjunum þremur. Það gengur hvorki né rekur hjá Herthu eftir að Eyjólfur Sverrisson hætti, liðið gerði markalaust jafn- tefli á heimavelli við Freiburg og er Hertha eina liðið sem hefur ekki enn gert mark. Leverkusen eitt liða með fullt hús HEIÐAR Helguson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er kominn í nýja stöðu hjá Watford, sem miðjumaður. Ray Lewington, knattspyrnustjóri Watford, tefldi honum fram í þeirri stöðu í deildabikarleik gegn Bournemouth sl. viku og gegn Crystal Palace í deild- arleik á laugardaginn og hyggst halda því áfram. „Þegar við lítum á frammistöðu okkar síðasta vetur sést að miðjumennirnir okkar skoruðu ekki mikið af mörkum. Ég tel að „H“ eigi eftir að breyta því. Hann er kannski ekki vanur að spila þarna, þó svo hann hafi byrjað sinn feril á miðjunni, en við teljum að hann eigi eftir að skora mörk úr þessari stöðu. Hann mun örugglega leggja mjög hart að sér og vinna vel, Heið- ar færir liðinu ávallt mikinn kraft og það er líka gott að hafa hann í eigin vítateig til að verjast uppstilltum atriðum. Hann er gífurlega áhugasamur og smitar út frá sér, og mun fylla í ákveðin göt í liðinu í þessari stöðu,“ sagði Lewington í samtali á vefsíðu Hert- fordsýslu, sem Watford tilheyrir. Heiðar Helguson Heiðar kom- inn á miðjuna hjá Watford Við verðum bara að líta framhjá þvíatriði að við höfum stuttan tíma til undirbúnings heldur vera einbeitt- ir og nýta þann tíma sem best sem við höfum til þess að búa okkur undir þennan mikilvæga leik á miðvikudag- inn. Ef hugarfar leikmanna er rétt á þessi stutti undirbúningstími ekki að skipta öllu máli,“ sagði Ásgeir Sigur- vinsson, landsliðsþjálfari í knatt- spyrnu, þegar hann kom til Þórshafn- ar í gær, en á miðvikudaginn mætir íslenska landsliðið því færeyska í riðlakeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu á þjóðarleikvangi Fær- eyinga í Þórshöfn. Leikurinn er ís- lenska liðinu afar mikilvægur því með sigri getur það tryggt sér efsta sæti 5. riðils áður en að leikjunum tveimur við Þjóðverja kemur í haust. Annað sæti riðilsins gefur rétt á aukaleikjum um sæti í lokakeppni EM í Portúgal á næsta sumri. Níu af nítján manna leikmanna- hópi íslenska landsliðsins koma ekki til Þórshafnar fyrr en rétt fyrir há- degi í dag. Þar af leiddi að fyrsta æf- ing landsliðsins í gærkvöldi fyrir leik- inn við Færeyinga var stutt og hafði takmarkað gildi að sögn Ásgeirs. „Ég verð með fullskipað lið í fyrsta sinn á æfingu síðdegis á morgun [í dag] að- eins tveimur sólarhringum fyrir leik- inn. Þetta er auðvitað engin ósk- astaða en við vissum af henni með góðum fyrirvara og verðum bara að haga undirbúningi okkar í samræmi við aðstæður. Það er ekki við því að segja,“ sagði Ásgeir í samtali síðdegis í gær áður en haldið var á fyrstu æf- inguna fyrir leikinn mikilvæga á mið- vikudaginn. Ásgeir sagði ennfremur að Færeyingar ættu við svipað vandamál að etja. Nokkrir leikmenn þeirra lékju með félagsliðum utan Færeyja í gær og myndu því ekki skila sér til Þórshafnar fyrr en í dag. „Þannig að aðmörgu leyti eru heima- menn í svipaðri stöðu og við þótt þeir eigi færri landsliðsmenn sem spila ut- an heimalandsins.“ Vill ekki æfa tvisvar daginn fyrir leik Þrátt fyrir aðeins eina æfingu hjá öllum hópnum í dag reiknar Ásgeir með að vera aðeins með eina æfingu á morgun, ekki tvær eins gert er ráð fyrir í dagskrá landsliðsins. „Ég reikna aðeins með einni æfingu nema það komi einhver atriði upp sem sér- staklega þarf að fara yfir. Í raun verður aðeins mikil keyrsla á mannskapnum á einni æfingu, þeirri á morgun, þriðjudag, svo fram- arlega sem við æfum ekki tvisvar þann dag, sem ég reikna síður með. Ég hef einfaldlega aldrei skilið ástæðu þess að menn séu látnir æfa tvisvar af krafti daginn fyrir leik. Það er ekkert vit í því í mínum huga að vera með tvær erfiðar æfingar daginn fyrir leik, eins og oft hefur verið. Við Logi [Ólafsson] viljum því helst að- eins taka eina góða æfingu daginn fyrir leik, einfaldlega vegna þess að það er ekki vaninn að menn séu að æfa tvisvar daginn fyrir kappleik. Menn gera það ekki hjá sínum fé- lagsliðum og því er ekki heldur ástæða til að gera það í landsliðinu þótt tíminn kunni að vera naumur, ástæðulaust er að keyra menn út dag- inn áður en að erfiðu og krefjandi verkefni kemur eins og því sem við stöndum nú frammi fyrir. Ég vil hafa menn ferska þegar að leik kemur og það er ekki gert með þungum æfing- um,“ segir landsliðsþjálfarinn og leggur áherslu á orð sín. „Þegar ég og Logi tókum við lands- liðinu í vor gerðum við leikmönnum landsliðs það ljóst hver okkar mark- mið væru fyrir næstu leiki, það væri góður möguleiki á að ná níu stigum út úr þremur næstu leikjum, í versta falli sjö stigum. Nú eru tveir þessara leikja að baki og við fengum sex stig úr þeim. Um leið hafa úrslit annarra leikja í riðli okkar farið á annan veg en talið var, Þjóðverjar náðu til dæm- is bara einu stigi í Skotlandi þar sem við reiknuðum með að þeir fengju þrjú. Þar með kom upp önnur staða í riðlinum en reiknað var með. Því er ljóst að við verðum að vinna hér í Færeyjum til þess að eiga einhvern möguleika á að krafsa í annað sætið í riðlinum. Að vísu er ekkert í hendi þótt við vinnum hér. Við eigum eftir að mæta Þjóðverjum í tvígang og í þeim leikjum erum við hiklaust fyrri- fram taldir með veikara lið. Þjóðverjar hafa sýnt það í gegnum tíðina að þeir leika oft best þegar mest á reynir. En áður en að þeim leikjum kemur er það viðureignin á miðvikudaginn, hana verðum við að vinna,“ segir Ásgeir og ítrekar að þótt íslenska liðið sé fyrirfram e.t.v. talið sterkara en það færeyska komi ekki til greina að vera með vanmat, leikmenn verði að leggja sig fullkom- lega fram og sýna þolinmæði því Færeyingar séu sýnd veiði en ekki gefin á heimavelli. „Allar þjóðir sem leikið hafa hér í Þórshöfn á síðustu árum hafa fengið að finna fyrir því og lent í vandræð- um. Má þar nefna Þjóðverja í vor þar sem þeim tókst að skora tvö mörk á síðustu tveimur mínútunum og tryggja sér sigur og Skotar voru heppnir að ná jafntefli, 2:2. Þetta verður því mjög erfiður leikur, en þegar litið er á einstaklingana í lið- unum þá erum við með betri leik- menn, sem eiga að geta knúið fram góð úrslit.“ Styttri og markvissari fundir Ásgeir segir að auk æfinga verði Íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir Færeyingum í þýðingarmi Við erum komnir til Þórshafnar til að vinna                                     ! "  #   $ "$%&  '$%(' )* +  ! " & # $% &$ ($) *$+ , -&. /   ',$01,12$   " $3, " $#, 4  5  $ $& $. 6 ( 7 (*$ . $8 - 9.   ( :$/  $* + $&$& '&.$/   ',$0;,<2 $  6 ($( $*$  =$/ $. $)+***$,$  $*$- 9> .   ( $&$ $'&. *$+ $',$02,02$$.              :'$( $$8$  ,$# '&.$*$+ ',$02,12$$.  Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, segir Ívari Benediktssyni að hann geri kröfu um sigur í leiknum á mið- vikudag en að Færeyingar séu sýnd veiði en ekki gefin, allra síst á heimavelli í Þórshöfn. ERLA Steinunn Arnardóttir, tvítug íslensk knattspyrnukona, hefur vak- ið nokkra athygli fyrir frammistöðu sína í sænsku úrvalsdeildinni í sum- ar. Hún er einn af lykilmönnum ný- liðanna Stattena IF frá Helsingborg sem hafa staðið sig vonum framar og eiga alla möguleika á að halda sér í deildinni, þvert ofan í spár fyrir tímabilið. Erla hefur spilað alla leiki liðsins, á miðjunni, og fengið hrós fyrir leikni sína og útsjónarsemi. Í tveimur af síðustu fimm leikjum liðsins hefur hún verið valin besti leikmaður Stattena, síðast gegn toppliði deildarinnar, Djurgården/ Älfsjö, sem reyndist of sterkt fyrir Erlu og félaga hennar og sigraði, 4:0. Erla er fædd í Svíþjóð en á ís- lenska foreldra og hefur leikið landsleiki fyrir báðar þjóðirnar. Hún spilaði með sænska stúlkna- landsliðinu á sínum tíma og í fyrra- sumar lék hún vináttuleik með ís- lenska 21-árs landsliðinu gegn Finnum á Selfossi. Erla kom heim síðasta sumar og spilaði þá með Breiðabliki og gerði 7 mörk í 12 leikjum með Kópavogsliðinu í úr- valsdeildinni. Í grein í Helsingborg Dagblad á dögunum var sagt að Erla væri einn af þeim leikmönnum sem þyrði að vera með boltann og gera eitthvað við hann. „Það er meiri hraði í úr- valsdeildinni en ég hef átt að venjast og þess vegna er ég dálítið undrandi á því hve vel mér hefur tekist að leika á mótherjana,“ sagði Erla við blaðið. Stattena er í tíunda sæti af tólf lið- um í úrvalsdeildinni en tvö þau neðstu falla. Liðið er með fimm stiga forskot á næstneðsta liðið, Trion, þegar sex umferðum er ólokið og á því mikla möguleika á að halda sér í deildinni. Djurgården/Älfsjö er efst í deildinni, stigi á undan Evr- ópumeisturum félagsliða, Umeå. Erla spjarar sig í sænsku úr- valsdeildinni HARALDUR Ingólfsson skoraði eitt marka Raufoss sem sigraði Örn-Horten, 4:3, í norsku 1. deild- inni í knattspyrnu í gær. Þetta var tíunda mark Haraldar í ár og hann er þriðji markahæsti leik- maður deildarinnar. Haraldur, sem skoraði 17 mörk í deildinni í fyrra, er að leika sitt þriðja tíma- bil með Raufoss og hefur lýst því yfir að hann komi heim í haust og taki upp þráðinn með Skagamönn- um eftir sex ára útlegð í Svíþjóð og Noregi. Tíunda mark Haraldar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.