Morgunblaðið - 18.08.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.08.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 B 9 NÍNA Ósk Kristinsdóttir var hetja Vals en hún skoraði tvö mörk fyrir Val og lagði grunninn að sigri þeirra. Þessi 18 ára gamla stúlka stimplaði sig heldur betur inn í þessum leik en hún er uppalin í Sandgerði en skipti yfir í Val í vet- ur. En hvernig er það fyrir ungan og tiltölulega óþekktan leikmann að skora tvö mörk í sínum fyrsta bikarúrslitaleik? „Það er alveg frábært. Það er mikill munur á að leika með Val eða RKV, hér er mikið meiri vilji og metnaður. Ég var alveg ákveðin í að standa mig vel í dag og er ánægð að það tókst. Það skemmir ekki að hafa góða og metnaðarfulla leikmenn með sér á vellinum og svo erum við með frábæran þjálfara sem er að gera góða hluti með lið- ið.“ En hvað fer í gegnum huga sókn- armanns sem er kominn í færi í bik- arúrslitaleik? „Ég hugsaði fyrst og fremst um það að hitta á rammann. Í fyrsta markinu trúði ég því varla að ég hefði skorað, jafnvel þó ég hefði fagnað því innilega og í seinna markinu hélt ég að boltinn hefði farið yfir og horfði bara í grasið en þá heyrði ég alla öskra og áttaði mig á því að ég hefði skorað aftur,“ sagði Nína Ósk Kristinsdóttir, hetja Valsstúlkna og markaskorari. Trúði því ekki að ég hefði skorað Michelle Barr, fyrirliði ÍBV, varað vonum vonsvikin með nið- urstöðu leiksins. „Við fengum bestu byrjun sem við gát- um hugsað okkur en þá bökkuðum við fullmikið, ætlum að bíða og leyfa þeim að koma á okkur, en það hefur gerst hjá okkur í nokkrum leikjum í sumar. Þær skora síðan fljótlega á okkur og þegar þær skora þriðja markið rétt fyrir hálfleik þá náðu þær að brjóta okkur mikið niður. Við náðum samt að komast í nokk- ur góð færi í seinni hálfleiknum en þetta var ekki okkar dagur í dag.“ Sóknarlínan ykkar með þær Olgu Færseth, Margréti Láru Viðars- dóttur og Karen Burke, hún náði sér ekki á strik í dag. „Nei við erum tvímælalaust með bestu sóknarmenn landsins í okkar röðum, en við náðum því miður ekki að nýta þá í dag. Við fengum nokk- ur ákjósanleg færi sem við nýttum ekki. Mér fannst við vera betra liðið á vellinum en okkur tókst ekki að skora og því fór sem fór. Liðið fékk engu að síður góða reynslu út úr þessum leik, nú vita leikmenn ÍBV um hvað bikarúrslitaleikur snýst og við munum sækja það fast að kom- ast hingað aftur að ári og hirða bik- arinn.“ Þið eigið möguleika á hefndum í Vestmannaeyjum á miðvikudag þegar liðin mætast að nýju. Þar má búast við hörkuleik? „Já það verður hörkuleikur. Við teljum okkur ennþá eiga möguleika á titli ef KR tapar stigum og því munum við leggja allt í sölurnar í þeim leik,“ sagði Michelle Barr, fyrirliði ÍBV.  Rakel Logadóttir lék sinn síð- asta leik á tímabilinu með Val. Hún er á förum til náms í Bandaríkj- unum og missir því af síðustu fjór- um deildarleikjum Hlíðarendaliðs- ins.  Nína Ósk Kristinsdóttir, sem kom frá RKV til Vals fyrir þetta tímabil, skoraði jafnmörg mörk í úrslitaleiknum, eða tvö, og hún hef- ur gert í úrvalsdeildinni í allt sum- ar.  Íris Andrésdóttir, fyrirliði Vals, var í leikmannahópi Vals sem fagnaði bikarmeistaratitli árið 1995 en hún er jafnframt eini leikmaður Vals frá þeim tíma sem enn er í baráttunni með Val.  Íris kom ekki við sögu í leikn- um árið 1995, en hún kom inn á sem varamaður árið 1996 þegar Valur beið lægri hlut gegn Breiða- bliki. „Góð byrjun var ekki nóg“ Eftir Ingibjörgu Hinriksdóttur OLGA Færseth, sóknarmaður ÍBV, lék í gær sinn níunda bik- arúrslitaleik, með sínu fjórða félagi, og mátti þola ósigur í sjötta skipti. Olga varð bikar- meistari með Breiðabliki 1994 og með KR 1999 og 2002. Hún var hinsvegar í tapliði með Keflavík 1991, Breiðabliki 1992, KR 1995, 1998 og 2000, og síðan með ÍBV í gær. Olga hefur skorað fjögur mörk í þessum níu úrslitaleikjum, tvö í sigri KR á Val í fyrra, 4:3, og síðan í tapleikjum með Breiða- bliki gegn ÍA 1992 og með KR gegn Breiðabliki 1998. Níu úrslita- leikir með fjórum félögum stemmdar í þessum leik og vorum bún- ar að fara vel yfir allt það sem máli skipti. Við vorum búnar að spjalla mik- ið um þetta, vissulega var þetta ný reynsla fyrir margar okkar, en þetta fer í reynslubankann og við munum búa að þessum leik þegar við mætum næst í bikarúrslit. Við vorum búnar að stefna að því að færa Eyjamönnum bik- ar á 10 ára afmæli kvennaliðs ÍBV og það er sárt að koma tómhentur heim. Það var hins vegar gaman að sjá hve margir komu á völlinn til að styðja við bakið á okkur og ég vil þakka þeim kærlega fyrir þeirra framlag og vona að þeir mæti á leik okkar gegn Val í Eyjum á miðvikudag,“ sagði Íris Sæ- mundsdóttir, leikmaður ÍBV. ð koma tur heim Morgunblaðið/Jim Smart Lúnir en ánægðir stilltu bikarmeistarar Vals sér upp fyrir myndatöku eftir 3:1 sigur á ÍBV á sunnudaginn. Morgunblaðið/Jim Smart nægð að leikslokum. Hér fagnar hún þórsdóttur aðstoðarþjálfara sínum. Helena sagðist hafa lagt upp meðað spila eins og í undanförnum leikjum. „Með okkar 4-4-2-kerfi og svolitlum þrýstingi á vörnina hjá þeim en við lögðum líka upp með að vörn okkar væri hreyfanleg og hver vissi sitt hlutverk, halda þannig Eyjastúlkum við efnið þar. Hinar urðu alltaf færri og færri til varnar eftir því sem við sóttum meira á þær – eins og þær næðu ekki til baka. Það sýnir að sókn er besta vörnin.“ Að fá á sig mark á upphafsmín- útum getur slegið leikmenn útaf lag- inu en slíku var ekki fyrir að fara hjá Val. „Við höfum oft lent í þessari stöðu, að vera marki undir og þessar stelpur hafa sýnt að þær ráða við það. Í bikarleiknum í fyrra lendum við fjórum mörkum undir og minnk- um síðan muninn niður í eitt mark. Annars höfum við verið að lenda undir í leikjum í sumar en höfum samt náð að sigra og að komast inn í leik á ný sýnir sterka liðsheild því sum lið vilja brotna og geta ekki meir. Ég man að í fyrra voru stelp- urnar stressaðri en núna fannst mér við meira vera að skemmta okkur. Það var ekkert stress fyrir leikinn, við höfðum gaman af helginni allri og vorum vel stemmdar í leiknum,“ bætti Helena við. Vorum ekki smeykar við þær Íris Andrésdóttir var stoltur fyr- irliði Valsliðsins þegar hún tók við bikarnum í leikslok. „Það er stund- um eins og við þurfum að fá á okkur mark til þess að koma okkur í gang í leikjunum í sumar og okkur varð ekkert mikið brugðið við þetta mark,“ sagði Íris aðspurð hvort ekki hefði farið um þær þegar ÍBV skor- aði mark sitt snemma leiks. „Eftir að við jöfnum leikinn þá fannst mér það engin spurning að við myndum sigra í þessum leik. Við sköpuðum okkur nokkur hættuleg færi og skorum tvö mörk til viðbótar. En í seinni hálfleik drógum við okkur fullmikið til baka.“ Úrslitaleikur bikarsins í fyrra þar sem þið töpuðuð fyrir KR 4:3 í hörkuleik hefur væntanlega verið ykkur ofarlega í huga fyrir þennan leik? „Já, já. Við ræddum það oftar en einu sinni og oftar en tvisvar núna í vikunni hvað það er ömurleg tilfinn- ing að tapa bikarúrslitaleik og það átti ekki að gerast í dag. Við blésum á alla umræðu um hefð og að við hefðum meiri bikarreynslu fyrir þennan leik. Það voru tvö jöfn lið sem mættust hér í dag og sigurinn hefði getað endað hvoru megin sem var. En sem betur fer varð bikarinn okkar í dag.“ Þær pressa mikið á ykkur í seinni hálfleiknum en þið náið að halda sóknarmönnum þeirra nær algjör- lega í skefjum og þær ná ekki að nýta sér þessa beittu sóknarlínu sína. „Alls ekki, við vorum ekkert smeykar við þær og ætluðum ekkert að bakka. Það gerðist hins vegar ósjálfrátt í seinni hálfleik og við hleypum þeim óþarflega mikið inn í leikinn. Við vissum alveg við hverju var að búast af þeim og þetta var ekkert fyrsti leikurinn okkar á móti Olgu, Margréti Láru og Karen. Við lögðum upp með það að stoppa þær og það tókst og við erum mjög sáttar við okkar leik og niðurstöðuna. Við ætlum að fagna í kvöld en við verðum tilbúnar í næsta leik, sem er gegn ÍBV í Eyjum,“ sagði Íris Andrés- dóttir, fyrirliði Vals. „Sóknin er besta vörnin“ HELENA Ólafsdóttir þjálfari Vals var lengi að koma orðum að líðan sinni eftir leikinn en sagði loks: „Ég er alveg æðislega ánægð. Mér fannst í raun allt ganga upp eins og við ætluðum. Við ætluðum að loka vel á þær og stöðva þeirra sterku pósta og mér fannst hreyf- ingin og færslan í vörn okkar mjög góð. Mér fannst Eyjastúlkur ekki skapa sér nein dauðafæri. Þær fengu að vísu mark strax, sem var mikið kjaftshögg, en þá svörum við með þremur mörkum og eftir það var aldrei vafi með sigur.“ Helena Ólafsdóttir, þjálfari bikarmeistara Vals KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.