Morgunblaðið - 18.08.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.08.2003, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA 4 B MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK  RUUD van Nistelrooy setti tvö met með marki sínu gegn Bolton á laugardaginn. Hann skoraði mark í níunda leik sínum í röð í ensku úr- valsdeildinni, og skoraði jafnframt í ellefta leiknum í röð fyrir Manchest- er United.  TIM Howard, bandaríski mark- vörðurinn, stóð í marki Manchester United á laugardaginn. Hann sýndi góð tilþrif og ljóst er að Fabian Bart- hez á fyrir höndum erfiða baráttu, ætli hann að ná stöðunni af Howard á ný.  GARETH Barry, miðjumaður Aston Villa, kom mikið við sögu und- ir lokin þegar lið hans tapaði, 2:1, fyrir Portsmouth. Hann skoraði mark Villa 8 mínútum fyrir leikslok en var síðan rekinn af velli fyrir að segja aðstoðardómara til syndanna.  LORENZO Amoruso, fyrrverandi fyrirliði Glasgow Rangers, skoraði fyrsta mark Blackburn á tímabilinu og gaf tóninn í 5:1-sigri liðsins á Wolves.  STEFFEN Iversen, norski sókn- armaðurinn, skoraði einnig í fyrsta leiknum með nýju félagi. Hann gerði mark Wolves, en það breytti litlu um gang leiksins í Blackburn.  JUNICI Inamoto, japanski miðju- maðurinn, skoraði með miklum þrumufleyg þegar Fulham sigraði Middlesbrough, 3:2, í London.  EDWIN Van der Sar, markvörður Fulham, varði vítaspyrnu frá Malcolm Christie í leiknum.  FREDDY Adu, bandaríski táning- urinn sem hefur vakið gífurlega at- hygli að undanförnu, er nú sterklega orðaður við Manchester United. Ensk blöð skýrðu frá því í gær að ensku meistararnir hefðu hafið við- ræður við fjölskyldu Adu um að fá hann í raðir félagsins þótt hann sé aðeins 14 ára gamall. Adu hefur farið á kostum með drengjalandsliði Bandaríkjanna, undir 17 ára, og skoraði á dögunum þrennu í leik gegn Suður-Kóreu.  HARRY Redknapp, knattspyrnu- stjóri Portsmouth, kveðst sannfærð- ur um að Teddy Sheringham muni taka við af Paul Merson sem leiðtogi liðsins. „Merson átti stóran þátt í að koma okkur upp í úrvalsdeildina og ég er viss um að Sheringham mun hafa svipuð áhrif í vetur og hjálpa okkur að halda okkur í deildinni,“ sagði Redknapp. Merson yfirgaf Portsmouth í sumar og leikur nú með Walsall í 1. deild.  JERMAINE Pennant hefur verið lánaður frá Arsenal til Leeds í tvo mánuði. Margir höfðu spáð því að Pennant fengi loks tækifæri með Arsenal í vetur þar sem félagið hélt að sér höndum á leikmannamark- aðnum í sumar. Hann var keyptur á 2 milljónir punda þegar hann var að- eins 15 ára gamall en hefur lengst af spilað annars staðar sem lánsmaður síðustu árin, aðallega með Watford. GUÐJÓN Þórðarson, knattspyrnustjóri Barnsley, sagði að varnarleikurinn væri höfuðverkurinn hjá sínu liði eftir að það gerði jafntefli, 2:2, við Bournemouth á úti- velli í ensku 2. deildinni á laugardaginn. „Þetta var spennandi leikur fyrir áhorf- endur en við gáfum þeim tvö ódýr mörk og verðum að bæta varnarleik okkar. En liðið sýndi mikinn styrk í seinni hálfleiknum með því að vinna sig inn í leikinn og ná í stig. Allir gera mistök en við verðum að læra af þeim,“ sagði Guðjón eftir leikinn. Barnsley er með 4 stig eftir tvo fyrstu leikina í 2. deildinni en liðið vann Colchest- er, 1:0, í fyrstu umferðinni. Dean Gorre, sem Guðjón fékk frá Ajax í Hollandi, skor- aði bæði mörkin gegn Bournemouth. Guðjón óhress með varnarleikinn ARSENE Wenger knattspyrnustjóri ætlar að áminna markaskorarann sinn magnaða, Thierry Henry, fyrir það hvernig hann fagnaði marki sínu gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Henry kom 10 leikmönnum Arsenal yfir úr vítaspyrnu, klæddi sig úr treyjunni, hljóp í átt að stuðningsmönnum Everton og fagnaði fyrir framan þá. Viðbrögðin í þeim hópi voru að vonum ekki góð og plastglösum og leik- skrám var grýtt í áttina að franska sóknarmanninum. Hann slapp við gult spjald enda þótt dómurum hafi verið uppálagt að taka hart á leik- mönnum sem æsi upp stuðningsmenn andstæðinganna. „Ég mun ræða þetta mál við Henry því það er æskilegra að fagna fyrir framan sína eigin aðdáendur, það er áhættuminna. En þetta var í hita leiksins og ég tel að knattspyrnusambandið þurfi ekki að rannsaka málið frekar. Það væri kannski best að engir væru á okkar leikjum nema fulltrúar knattspyrnusambandsins,“ sagði Wenger. „Ég veit ekkert um þetta, ég fagnaði bara eins og ég hef svo oft gert,“ sagði Thierry Henry. David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, sagði að fyrirmæli hefðu verið gefin um að fagna ekki fyrir framan stuðningsmenn mótherj- anna. „Okkur var sagt að menn fengju spjöld fyrir slíkt,“ sagði Moyes. Wenger áminnir Thierry Henry CRISTIANO Ronaldo, strák- urinn sem sló svo eftirminnilega í gegn með Manchester United gegn Bolton á laugardaginn, er í landsliðshópi Portúgals í fyrsta skipti, fyrir vináttuleik gegn Kasakstan sem fram fer á miðvikudagskvöldið. Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United, er yfirleitt ekki hrifinn af því að hans menn fari í lands- leiki en í þetta skiptið er hann ánægður. „Það er gott mál að hann skuli spila fyrir Portúgal. Nú fær hann tækifæri til að spjalla við leikmenn á borð við Luis Figo og Rui Costa, og sú reynsla verður honum dýrmæt þegar hann snýr aftur til okkar,“ sagði Ferguson eftir „sýningu“ stráks- ins á Old Trafford. Ronaldo, sem er fæddur 5. febrúar 1985, hefur verið umtal- aður í heimalandi sínu allt frá 8 ára aldri en hann er frá eyjunni Madeira, undan strönd Portú- gals. Sextán ára gamall lék hann í fyrsta skipti með aðalliði Sporting Lissabon, þar skoraði hann tvö mörk í fyrsta deilda- leik sínum og hefur síðan verið í aðalhlutverki í firnasterkum yngri landsliðum Portúgals. Ferguson ánægður með landsliðsframann Ronaldo krækti fljótlega í víta-spyrnu sem reyndar nýttist ekki því Jussi Jääskeläinen, mark- vörður Bolton, varði glæsilega frá Ruud van Nistelrooy. En portúgalski strákurinn hélt áfram að hrella varn- armenn Bolton með hraða sínum og leikni, og hann átti stóran þátt í marki númer tvö sem Giggs skoraði einnig. Paul Scholes og Ruud van Nistelrooy bættu við mörkum undir lokin en allra augu beindust að unga stráknum með stóra nafnið, sem reyndar er sagður skírður í höfuðið á Ronald Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. „Það lítur út fyrir að stuðnings- menn okkar hafi eignast nýja hetju. Þetta var stórkostleg byrjun hjá hon- um, nánast ótrúleg. Ég hafði það á til- finningunni að hann gæti gert gæfu- muninn fyrir okkur í þessum leik. En við verðum að fara varlega með drenginn, þið verðið að átta ykkur á því að hann er aðeins 18 ára gamall,“ sagði Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United. „Stóri Sam“ Allardyce, stjóri Bolt- on, viðurkenndi að innkoma Ronal- dos hefði gjörbreytt leiknum. „Þetta var vendipunktur, framlag hans réð úrslitum. Þegar hann fékk boltann var hann í sérflokki á vellinum. Alex mun nota hann meira þegar hann er tilbúinn en þetta voru magnaðar 20 mínútur hjá honum,“ sagði Allardyce. Ryan Giggs sagði að Ronaldo minnti sig á Eric Cantona. „Hann er geysilegt efni og á eftir að sýna marga svona leiki eins og í dag.“ Tíu leikmenn Arsenal sigruðu Everton Þótt leikmenn Arsenal væru manni færri í heilan klukkutíma gegn Ever- ton létu þeir ekki slá sig út af laginu á Highbury og sigruðu, 2:1. Sol Camp- bell var rekinn af velli eftir 25 mín- útna leik fyrir að brjóta á Thomas Gravesen en samt skoruðu Thierry Henry og Robert Pires og komu Ars- enal tveimur mörkum yfir. Tomasz Radzinski minnkaði muninn skömmu fyrir leikslok en rétt á eftir fékk kín- verski miðjumaðurinn Li Tie rauða spjaldið fyrir sitt annað brot á Ray Parlour á átta mínútna kafla, og liðin voru bæði með tíu menn síðustu mín- úturnar. „Það var ekkert við þessu að gera, Sol var aftasti varnarmaður og braut af sér. Hann sagði mér það sjálfur í hálfleik að þetta hefði verið réttur dómur. Ég veit að Sol er heiðarlegur, viðurkennir öll sín brot og biðst af- sökunar. Þegar hann fékk rauða spjaldið gegn Manchester United í fyrra vissi ég að hann var saklaus, og þess vegna varði ég hann á þeim tíma. Ég er mjög ánægður með þann anda sem mínir menn sýndu eftir að við urðum manni færri,“ sagði Ar- sene Wenger, knattspyrnustjóri Ars- enal. Dunn skoraði fyrsta markið David Dunn skoraði fyrsta mark úrvalsdeildarinnar á nýju tímabili þegar Birmingham lagði Tottenham að velli, 1:0, um hádegið á laugardag- inn. Dunn, sem Birmingham keypti fyrir metfé frá Blackburn í sumar, skoraði markið úr vítaspyrnu. Glenn Hoddle, knattspyrnustjóri Totten- ham, vandaði dómaranum, Rob Styl- es, ekki kveðjurnar eftir leikinn. „Hann var í vandræðum eftir að hafa rekið leikmann Birmingham af velli í æfingaleik um daginn og það sást frá fyrstu mínútu í dag að hann ætlaði að bæta það upp,“ sagði Hoddle. Sheringham skoraði og Portsmouth sigraði Teddy Sheringham er ekki dauður úr öllum æðum þótt hann sé orðinn 37 ára gamall og Hoddle teldi sig ekki hafa not fyrir hann hjá Tottenham. Nýliðar Portsmouth fengu hann til sín án greiðslu í sumar og Shering- ham launaði fyrir sig með því að skora fyrra markið í sigri á Aston Villa, 2:1. Portsmouth sýndi skemmtilega takta í leiknum og virð- ist til alls líklegt í vetur. Patrik Berg- er, fyrrverandi leikmaður Liverpool, skoraði síðara markið á glæsilegan hátt. „Þessi sigur léttir ákveðinni pressu af okkur og nú getum við mætt afslappaðir í næsta leik. Við ætlum bara að halda áfram að safna stigum og sjá hvert það leiðir okkur,“ sagði Sheringham eftir leikinn. Úlfarnir steinlágu í Blackburn Úlfarnir frá Wolverhampton voru ekki í sama gír í fyrsta leik sínum í efstu deild í 19 ár og steinlágu í Blackburn, 5:1. Þrumufleygar frá David Thompson og Brett Emerton komu Blackburn í 3:0 og Andy Cole skoraði tvö mörk á lokakaflanum. Ív- ar Ingimarsson var ekki í leikmanna- hópi Wolves þrátt fyrir að marga leikmenn vantaði vegna meiðsla. Nýliðar Leicester byrjuðu með lát- um gegn Southampton og voru komnir í 2:0 eftir aðeins 9 mínútur. En „Dýrlingarnir“ bitu frá sér að lok- um og seint í leiknum skoruðu Kevin Phillips og James Beattie sitt markið hvor og jöfnuðu metin, 2:2. Phillips gerði sitt mark með þrumuskoti af 30 metra færi og nú bíða margir spennt- ir eftir því hvernig honum og Beattie tekst upp saman. Phillips gekk ekk- ert að skora fyrir Sunderland í fyrra en Beattie skordaði grimmt fyrir Southampton. Ný hetja númer 7 á Old Trafford STUÐNINGSMENN Manchester United eignuðust á laugardaginn nýja hetju í keppnistreyju númer 7. Mikið hefur verið fjallað um hvaða áhrif brotthvarf Davids Beckhams til Real Madrid hafi á enska meistaraliðið í vetur, en ef marka má 4:0-sigurinn á Bolton í fyrstu umferðinni á laugardaginn verða aðdáendur liðsins fljótir að gleyma enska landsliðsfyrirliðanum. Ryan Giggs tók við hlutverki hans og skoraði glæsimark úr aukaspyrnu, og eftir 60 mínútna leik birtist 18 ára portúgalskur piltur, Cristiano Ronaldo, í treyju Beck- hams og heillaði áhorfendur á Old Trafford upp úr skónum. Reuters Cristiano Ronaldo, nýja stjarnan á Old Trafford.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.