Morgunblaðið - 18.08.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.08.2003, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 B 3 JÓHANNES Karl Guðjónsson, landsliðsmaður í knatt- spyrnu, er kominn aftur til Real Betis á Spáni eftir að hafa æft með Dortmund í Þýskalandi að undanförnu. Hann er ekki bjartsýnn á að um semjist á milli félaganna en Real Betis virðist vilja fá fyrir hann hærri upphæð en þýska fé- lagið er tilbúið til að greiða. „Ég hef ekkert heyrt í nokkra daga og er smeykur um að þessar viðræður séu komnar í strand. Ég fór aftur til Spán- ar og hef æft undanfarna fimm daga með Real Betis en veit ekki hvert framhaldið verður. Það styttist í 1. september þegar markaðnum er lokað og ég vona að eitthvað gerist fyrir þann tíma. Spánverjarnir hljóta að fara að slaka á kröfum sínum,“ sagði Jóhannes Karl við Morgunblaðið í gær en hann kom til Þórshafnar í Færeyjum síðdegis eins og ríflega helmingur íslensku landsliðsmannanna. Jóhannes Karl spilaði á laugardaginn síðari hálfleikinn með Real Betis þegar liðið gerði jafntefli gegn Cadiz á æf- ingamóti. Áður lék liðið þar við Atletico Madrid en þar fékk Jóhannes ekki tækifæri. „Það var gott að fá að spila, og veitti ekki af til að halda sér í æfingu,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson. Jóhannes Karl kominn aftur til Real Betis ÓLYMPÍU- og heimsmeistarinn í 800 m hlaupi kvenna, Maria Mutola frá Mosambik, á nú góðan möguleika á að tryggja sér ein gullpott Alþjóðafrjálsíþróttasambands- ins. Hún fagnaði sigri í 800 m hlaupi á fimmta gull- mótinu, stigamóti sambandsins, sem fór fram í Zürich á föstudagskvöld. Aðeins eitt gullmót er eftir og fer það fram í Brussel í Belgíu 5. september. Ef henni tekst að fagna sigri þar, þá fær hún gullstangir í verðlaun að ver- mæti 80 milljónir ísl. kr. Þessi glæsilega hlaupakona, sem hefur fagnað sigri í sextán 800 m hlaupum í röð, fékk harða mótspyrnu frá Stephanie Graf frá Austurríki í Zürich, en var sterkari á endasprettinum, síðustu 50 metrunum, og kom í mark á 1.59,93 mín. Graf kom í mark á 2.00,52 mín. og þýska stúlkan Claudia Gesell var þriðja á 2.01,03 mín. Í fyrra skiptu fjórir frjálsíþróttamenn gullpottinum á milli sín. „Ég get ekki annað en verið ánægð, en ég á fram- undan erfiðasta hlaup mitt fram til þessa á keppnis- ferlinum – það verður háð í Brussel,“ sagði Mutola, sem verður á undan í sviðsljósinu á heimsmeistaramótinu í París 24. til 31. ágúst. Reuters Maria Mutola á ferðinni í Zürich. Getur tryggt sér gullstangir fyrir 80 millj. kr. BJARTSÝNI ríkir í herbúðum ís- lenska landsliðsins í knattspyrnu um að Lárus Orri Sigurðsson geti leikið með liðinu gegn Færeyingum í undankeppni EM í Þórshöfn á mið- vikudaginn. Lárus gat ekki leikið með WBA í ensku 1. deildinni á laugardaginn gegn Burnley vegna meiðsla. Hann kom til Þórshafnar í gær og fór þá undireins í skoðun hjá Stefáni Stefánssyni, sjúkraþjálf- ara íslenska landsliðsins. Stefán sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann væri bjartsýnn á að Lárus yrði klár í slaginn. Lárus tognaði á brjóstvöðva hægra megin fyrir rúmri viku. Tognunin gerir það að verkum að hann á afar erfitt með að anda djúpt þar sem því fylgja mikil sár- indi og getur þar af leiðandi ekkert hlaupið. Strax við komuna til Þórs- hafnar fór Lárus í meðferð hjá Stef- áni, sem reiknar með að Lárus mæti fjórum til fimm sinnum á nuddbekkinn í dag þar sem haldið verður áfram að mýkja upp vöðv- ann. „Þá kemur í ljós hvernig hann bregst við meðferðinni, en ég er nokkuð bjartsýnn á að hann verði með á miðvikudaginn, ég geri að minnsta kosti allt sem í mínu valdi stendur til að koma Lárusi Orra í lag fyrir leikinn,“ sagði Stefán. Bjartsýni ríkir um Lárus Orra hann og Logi með sérstaka fundi með landsliðsmönnum þar sem hópurinn verður brotinn upp og rætt við hvern hóp fyrir sig, s.s. sérfundur með markvörðum, varnarmönnum og svo framvegis. Þannig telji hann að betri árangur náist, fundir verða styttri og markvissari. „Þessi aðferð hefur gef- ist vel hjá okkur Loga til þessa. Ég held að mönnum líki hún vel og sé hluti af því sem koma skal, knatt- spyrnumenn eru ekki duglegir að sitja langa fundi og hlusta á annað en þeir eiga nákvæmlega sjálfir að hafa í huga. Síðan veður einn sameiginlegur fundur skömmu fyrir leikinn þar sem síðustu strengirnir verða stilltir sam- an Þetta verður því svipaður undir- búningur og við Logi höfum verið með síðan við tókum við landsliðinu í vor. Leikmenn vita að hverju þeir ganga, yfir þau atriði var farið vel fyr- ir leikina við Færeyinga og Litháa í vor. Nú erum við með nærri því sama hóp í höndunum og því á ekkert að koma mönnum á óvart.“ Erum betur undirbúnir en í vor Áttu von á svipuðum leik og þegar þjóðirnar mættust á Laugardalsvelli í vor? „Um það er erfitt að segja. Að minnsta kosti tel ég íslenska liðið nú vera betur í stakk búið að takast á við Færeyinga en það var í vor. Leik- menn eru í betri leikæfingu en þá, þar sem flestir voru komnir í sumarleyfi hjá sínum félagsliðum. Vegna þessa reikna ég með að við tökum frumkvæðið í leiknum á mið- vikudaginn. Sennilega munu Færey- ingar opna sinn leik meira en í vor sem verður líklega til þess að um opn- ari leik verður að ræða sem verður vonandi til þess að okkar góðu leik- menn geti gert það sem gera þarf til þess að vinna. En til þess að vinna leikinn verðum við skilyrðislaust að nýta þau marktækifæri sem gefast, ekki lenda í sömu vandræðum og Þjóðverjar lentu í í vor hér í Þórshöfn þegar þeir fengu aragrúa marktæki- færa en tókst ekki að nýta neitt þeirra fyrr en tvær mínútur voru eft- ir. Færeyingar eru erfiðir, það er ljóst, þeir hafa mest fengið á sig tvö mörk í leik á heimavelli í undan- keppninni til þessa. Með því að keyra upp hraðann strax er það mitt mat að við eigum að geta haft yfirhöndina í leiknum þegar á hann líður, við erum með betri mannskap og í betra formi en þeir. Því meiri sem hraðinn verður því fleiri færi fáum við þegar á leikinn líð- ur. Um leið mun reyna verulega á þol- inmæði okkar, gangi erfiðlega að skora. Við erum ekki komnir hingað til að vinna stórsigur eins og krafan var fyrir tíu til tuttugu árum. En við er- um komnir til að vinna.“ klum Evrópuleik iben@mbl.is Ég hef ekki sagt Felix fyrir verk-um hjá Stuttgart – hvorki hvaða leikmenn hann ætti að vera með í hópnum hjá sér eða láta leika inni á vellinum. Við Felix getum rætt um allt á milli himins og jarðar, en eitt er þó á hreinu. Það er ég sem tek ákvörðun um það hverjir eru valdir til að leika fyrir hönd Þýskalands. Ég stend og fell með því sem ég geri,“ sagði Völler, en Magath gagnrýndi hann fyrir að hafa valið Benjamin Lauth hjá 1860 München í staðinn fyrir Kuranyi í leikmannahópinn fyr- ir leikinn gegn Ítalíu á miðvikudag- inn í Stuttgart. Þjóðverjar mæta Íslendingum í Evrópukeppninni á Laugardalsvell- inum 6. september. Það má fastlega reikna með að hópurinn sem Völler valdi fyrir leikinn gegn Ítalíu, verði svipaður og kemur til Íslands, en eft- irtaldir leikmenn eru í þýska hópn- um: Markverðir: Oliver Kahn (Bayern München), Jens Lehmann (Arsenal). Varnarmenn: Frank Baumann (Werder Bremen), Arne Friedrich (Hertha Berlín), Michael Hartmann (Hertha Berlín), Marko Rehmer (Hertha Berlín), Andreas Hinkel (Stuttgart), Tobias Rau (Bayern München). Miðjumenn: Michael Ballack (Bay- ern Münhen), Jens Jeremies (Bayern Münhen), Paul Freier (Bochum), Sebastian Kehl (Dortmund), Christi- an Rahn (Hamborg), Carsten Ramel- ow (Leverkusen), Bernd Schneider (Leverkusen) Framherjar: Fredi Bobic (Hertha Berlín), Miroslav Klose (Kaiserslaut- ern), Benjamin Lauth (1860 Münch- en), Oliver Neuville (Leverkusen). Reuters Rudi Völler, til hægri, ræðir við Michael Ballack á landsliðsæfingu. Þjóðverjar hita upp í leik gegn Ítalíu áður en þeir mæta til leiks á Laugardalsvellinum Völler sendir kalda kveðju í hitanum RUDI Völler, landsliðsþjálfari Þýskalands, sendi Felix Magath, þjálf- ara Stuttgart, kalda kveðju í hitanum í Þýskalandi, eftir að Magath gagnrýndi landsliðsval Völlers – að hann hefði ekki valið miðherjann hjá Stuttgart, Kevin Kuranyi, í landsliðið sem mætir Ítalíu á mið- vikudaginn. „Það angrar mig að Felix hafi fallið í þessa gryfju,“ sagði Völler í viðtali í Þýskalandi – og var hann ekki yfir sig ánægður með Felix. GEIR Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Knattspyrnu- sambands Íslands, (KSÍ), flutti með sér málverk til Færeyja, þegar landsliðið hélt þangað í gær og gætti hann þess sem sjáaldurs auga síns alla ferðina þangað til komið var inn á Hotel Föroyar, þar sem hópurinn dvelur. Málverkið, sem er eftir Pétur Friðrik og er rúmlega einn metri á hæð og annað eins á breidd, verður gjöf KSÍ til Knatt- spyrnusambands Færeyja þegar það opnar formlega nýjar höf- uðstöðvar sínar á miðvikudaginn. Meðal gesta við opnunina verður Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknatt- spyrnusambandsins, FIFA, en höf- uðstöðvarnar eru m.a. byggðar fyr- ir styrk frá FIFA. Byggingin er hin reisulegasta, upp á fjórar hæðir og stendur við þjóðarleikvanginn sem fyrr er getið. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, verður einnig á meðal gesta en hann er vænt- anlegur til Færeyja á morgun. Geir flutti listaverk til Færeyja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.