Morgunblaðið - 18.08.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.08.2003, Blaðsíða 8
KNATTSPYRNA 8 B MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ RAKEL Logadóttir mætti fyrrverandi félögum sín- um úr ÍBV en hún og Laufey Ólafsdóttir fögnuðu titl- inum með félögum sínum í Val, en léku með ÍBV á síðasta leiktímabili. „Maður leggur meira í sölurnar þegar gamlir félagar eiga í hlut og sigur í þessum leik hefur meira gildi fyrir mig þess vegna. Bara af því að þetta var ÍBV þá var þetta meira gaman,“ sagði Rakel. „Það var ágætt að fá þetta mark á okk- ur strax í byrjun. Það er eins og við þurfum svona skell til að við náum okkur á strik. Þetta kostaði smáorku en það hafðist. Við fengum ekki mörg færi en við nýttum þau og það er það sem telur. Við ætl- uðum að sækja stíft á þær en eftir að við skoruðum mörkin þá bökkum við ósjálfrátt og þær komast meira inní leikinn. En bikarinn er okkar og við mun- um fagna í kvöld,“ sagði Rakel Logadóttir. Meira gaman gegn gömlum félögum „VIÐ ætluðum að byrja af krafti með því að sækja á Vals-stúlkur og gefa engan frið,“ sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari Eyjastúlkna eftir leikinn. „Það gerðum við og það gekk vel í byrjun svo Valsliðið færði sig aftar á völlinn en þegar við fengum jöfnunarmarkið á okkur fannst mér lið- ið gjörsamlega slegið útaf laginu. Það tók síðan allan fyrri hálfleikinn að jafna sig af því. Leikmenn urðu óöruggir og hættu að vanda sendingar í stað þess að spila boltanum eins og við eigum að gera. Við gátum alveg gert betur og gátum líka bætt við marki – úrslit ultu á því hvor skoraði það mark, það myndi gera út um leikinn og ég er viss um að ef það hefðum verið við hefðum við unnið. Ég vona samt að þetta hafi verið skemmtilegur leikur.“ Vestmanneyingar slógu bæði KR og Breiðablik út úr bikarnum á leið sinni í úrslitaleikinn. „Valsliðið er ekki betra en þessi tvö svo það er jafnvel bara leikurinn sjálfur sem skiptir öllu. Það gekk vel að ná upp baráttuanda og leikmenn voru kannski ekki alveg tilbúnir í svona leik en þær hafa nú reynsluna,“ bætti Heimir við. Jöfnunarmarkið sló okkur út af laginu „VIÐ byrjuðum vel en svo þegar þær jöfnuðu var eins og það hlypi í okkur eitthvað stress. Það var alltof ódýrt að fá á okkur þrjú mörk í fyrri hálfleik og eftir það komumst við engan vegin inn í leikinn. Við fengum nokkur ágæt færi í seinni hálfleik til að minnka muninn og komast inn í leikinn aftur en því miður féll þetta ekki með okkur í dag,“ sagði Íris Sæmundsdóttir, leikmaður ÍBV. Það var rætt um það fyrir leikinn að örfáir leikmenn ÍBV hefðu komið inn á Laugardalsvöllinn áður og þið fóruð m.a. með einhverja leikmenn í skoð- unarferð á völlinn fyrir helgi. Hafið þetta einhver áhrif á ykkar leik? „Ég held ekki. Við vorum vel Sárt að tómhent Mikið var hlaupið fyrstu mínút-urnar, helst þegar Vestmanna- eyingar freistuðu þess að koma bolt- anum aftur fyrir vörn Vals á markadrottn- inguna Olgu Færseth og Karen Burke í fremstu víglínu. Það gekk hinsvegar ekki sem skyldi því vörn Vals var vel á verði, fjölmennti aftur þegar með þurfti og náði að lesa út fyrirætlanir mótherjanna auk þess að Guðbjörg Gunnarsdóttir mark- vörður Vals var dugleg við að hirða boltann rétt á undan Olgu. Sjálfar reyndu Valsstúlkur að byggja upp þungar sóknir með mörgum leik- mönnum. Engu að síður skoraði Kar- en Burke fyrir ÍBV á 5. mínútu þegar hún vann boltann af varnarmanni Vals, lék síðan á hann til hægri og skoraði af öryggi í vinstra hornið en áður en Eyjastúlkur voru búnar að nota það mark til að bæta í baráttuna jafnaði Nína Ósk Kristinsdóttir á 11. mínútu með góðu skoti upp í hornið eftir þunga sókn Vals. Jöfnunarmark- ið var meira en Eyjastúlkur réðu við, það fjaraði undan sjálfstraustinu og sóknarleiknum. Vörnin hélt þó lengi vel þrátt fyrir að sóknir Vals þyngd- ust. Dóra Stefánsdóttir skaut í þverslá ÍBV og Íris Andrésdóttir rétt framhjá áður en Laufey Ólafsdóttir gaf hárnákvæma sendingu inn fyrir vörn ÍBV á Nínu Ósk, sem skoraði af öryggi á 40. mínútu. Aðeins þremur mínútu síðar fékk Valur tvær horn- spyrnur í röð, eftir þá síðari hrökk boltinn út í teig á Laufeyju Jóhanns- dóttur, sem gaf boltann inn á miðjan markteig þar sem Kristín Ýr Bjarna- dóttir skallaði inn þriðja mark Vals. Eftir hlé færðu Valsstúlkur sig aft- ar á völlinn og biðu þolinmóðar eftir því að Eyjastúlkur hættu sér of fram- arlega svo hægt væri að skjótast framhjá þeim upp völlinn. Það gekk þó ekki alveg upp því Eyjastúlkur voru ákveðnar í að minnka muninn en oft var meira kapp en forsjá því sókn- ir þeirra voru ekki nógu yfirvegaðar. ÍBV fékk þó gott færi á 63. mínútu þegar minnstu munaði að Margét Lára Viðarsdóttir næði að skora eftir góða sendingu Olgu. Sjö mínútum síð- ar kom eina umtalsverða færi Vals eftir hlé þegar Nína Ósk var nokkra metra frá endamörkunum og skaut í slána, hvort sem það átti að vera skot eða fyrirgjöf. Nokkuð var dregið af leikmönnum er leið að lokum en Vals- stúlkur náðu þó betur að halda haus. Eyjastúlkur voru þó alveg búnar að syngja sitt síðasta og Margrét Lára fékk opið færi eftir góða sendingu Olgu á 80. mínútu en skaut yfir í óða- gotinu. Eyjastúlkur voru alveg slegnar út- af laginu við að fá á sig jöfnunarmark. Það vantaði broddinn í sóknina og að- eins voru tvö skot skráð fyrir hlé, ann- að þeirra var markið. Varla er hægt að kenna um lítilli leikreynslu því samtals hafa þær 246 landsleiki á móti 25 Valsstúlkna. Olga og Karen Burke fengu úr litlu að moða, fleiri leikmenn verða að leggja eitthvað í púkkið ef þær eiga að gera rósir. Michelle Barr var ágæt í vörninni en eins og fleiri var dregið af henni í lok- in eftir marga erfiða spretti í vörn- inni. Hjá Val bar mesta á góðri baráttu og einbeitingu, leikmenn virtust sjaldan gleyma hlutverkum sínum og héldu sínu striki. Vörnin var mjög góð með Írísi og Pálu Marie Einarsdóttur fremstar í flokki og náði að halda aft- ur af skæðum sóknarmönnum ÍBV. Laufey Ólafsdóttir og Dóra Stefáns- dóttir voru einnig duglegar á miðj- unni. Þegar kom að sóknum fylgdu margir leikmenn vel með sem skapaði oft hættu og Nína Ósk sýndi góð til- þrif við bæði mörkin sín. Helena Ólafsdóttir þjálfari Vals var á bikarmeistaratitli með Kristínu Arnþ Morgunblaðið/Jim Smart Valsstúlkur fögnuðu hverju marki sínu rækilega á sunnudag- inn. Hér eru Nína Ósk Kristinsdóttir, Rakel Logadóttir, Mál- fríður Erna Sigurðardóttir og fyrirliðinn Írís Andrésdóttir. Eitt mark stöðvar ekki Valsstúlkur ÞAÐ þurfti meira en mark ÍBV á fimmtu mínútu til að slá Valsstúlkur útaf laginu á Laugardalsvelli í gærdag – fimm mínútum síðar jafnaði Valur. Það var meira en Eyjastúlkur réðu við því Valsstúlkur náðu undirtökunum, bættu við tveimur mörkum og urðu sannfærandi bikarmeistarar í 3:1 sigri. Það er í níunda sinn eftir 14 tilraunir sem Valur hampar bikarnum en í fyrsta sinn sem Eyjastúlkur spreyta sig í úrslitaleik og það hafði jafnvel einhver áhrif þó innan raða ÍBV séu þrautreyndir leikmenn. Stefán Stefánsson skrifar Morgunblaðið/Jim Smart Olga Færseth var í strangri gæslu Valskvenna og reynir hér að hrista tvær þeirra af sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.