Morgunblaðið - 31.08.2003, Side 7

Morgunblaðið - 31.08.2003, Side 7
Meðal þeirra sem bjóða leiðsögn um Barcelona eru www.barcelonatour- land.com og www.livebarcelona.com. BRETAR halda hrekkjavökuhátíðir víða um landið í október með draugagangi, ýmiskonar óhljóðum og tilheyrandi látum. Boðið verður upp á skipulagðar draugagöngur í Edinborg, Derby og York en síðan verður sérstök dagskrá í Warwick-kastalanum í Englandi. Dagskráin sem heitir Horrible happenings eða Hryllilegir viðburðir stendur frá 18. október og fram til 2. nóvember. Þá verða uppáklæddir draugar með skipulagðar gönguferðir í Lan- caster-kastala 31. október. Boðið verður upp á fjölskylduferðir nokkrum sinnum yfir daginn og börn eru hvött til að koma í bún- ingum og verðlaun verða veitt fyrir þá flottustu. Kastalinn verður skreyttur í stíl við tilefnið. Um kvöldið er draugaleg dagskrá fyrir fullorðna. Á ýmsum hótelum er gestum boðið að gista yfir helgi og leysa morðgátu og það á ekki bara við á hrekkjavöku heldur allan ársins hring. Verðið fyrir helgarpakka er á bilinu 12.500–25.000 krónur og dagskráin hefst klukkan sjö á föstu- dagskvöldi og henni lýkur á hádegi á sunnudegi. Innifalið í helgarpakka er auk gistingar morgunverður laugardag og sunnudag og kvöld- verður föstudag og laugardag. Þá er sýning á laugardegi einnig inni- falin. Í kringum hrekkjavökuna í októ- ber býður hótel í nágrenni Oxford gestum sínum upp á dagskrá þar sem leysa á morðgátu. Hótelið heit- ir Four Pillars og dagskráin stend- ur frá 31. október og fram til 2. nóvember. Mikið verður um að vera í Warwick-kastala á hrekkjavöku. Bretar bjóða dag- skrá á hrekkjavöku  Upplýsingar um uppákomur í Warwick-kastala fást á slóðinni www.warwick-castle.co.uk Þá eru upplýsingar um drauga- göngu í Lancaster-kastala á slóðinni www.lancastercastle.com Ýmis hótel bjóða fram til jóla upp á morðgátuhelgar. Nánari upplýsingar eru á www.murder-weekends.co.uk ÞEIR sem kaupa ferðir, hótel eða leigja bílaleigubíla á Netinu ættu kannski að skoða forritið SideStep ef verið er að leita að hagstæðum kaupum. Þrátt fyrirað forritið hafi ekkert verið aug- lýst eru reglulegir notendur um þrjár og hálf milljón. Forritið er ókeypis. SideStep ber saman fargjöld þegar notandinn hefur slegið inn áfangastað og ferðadaga. Ólíkt flestum öðrum hjálpartólum beinir SideStep not- endum að heimasíðum viðkomandi flugfélaga, hótela og bílaleiga en þjón- ar ekki sem heildsöluaðili. Hægt er að fá forritið á slóðinni www.sidestep.com Ferðaforrit finnur bestu kaupin Morgunblaðið/Einar Falur Forritið gagnast þeim sem sjá sjálfir um að panta flug eða gistingu á Netinu. BÚIÐ er að íslenska bókunarkerfi Iceland Express, en til skamms tíma var það alfarið á ensku. Íslenskuþýð- ingin fór fram samhliða endurbótum á bókunarkerfinu. Meðal nýjunga má nefna að nú geta viðskiptavinir Ice- land Express breytt bókunum sínum sjálfir á Netinu. Í fréttatilkynningu frá Iceland Express kemur fram að hægt sé að breyta dagsetningum og nöfnum allt að þremur tímum fyrir brottför og gera má breytingarnar hvenær sem er sólarhringsins. Þá geta aðilar sem ferðast mikið fengið eigin innskráningu í bókunarkerfi Iceland Express. Þar fá þeir t.d. ít- arlegt yfirlit um öll viðskipti, geta bókað og breytt, prentað út reikninga og ferðalýsingu. Viðskiptaferðadeild Iceland Express sér um að veita slík- an aðgang að bókunarkerfinu. Hlut- fall bókana Iceland Express á Netinu var framan af 75% en að undanförnu hefur það aukist og er nú komið í 80%. Bókunarkerfi Iceland Express á íslensku Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku og Mið-Evrópu Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975 á viku. Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgrgjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið-Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Heimasíðan www.fylkir.is með fjölbreyttar upplýsingar. Nýjustu verðlistarnir komnir. Hringið og fáið sendan. Dancenter, Lalandia, Novasol/Dansommer. Fylkir Ágústsson, Fylkir — Bílaleiga ehf., ferðaskrifstofan sími 456 3745. Netfang fylkirag@fylkir.is Heimasíða www.fylkir.is Apartment Hotel VALBERG Nýuppgerðar ferðamannaíbúðir í klassísku húsi frá 1903. Ertu á leiðinni til Köben? Athugaðu íbúðahótelið í miðbæ Kaupmannahafnar. Frábær nettilboð í september. Sendu inn fyrirspurn á íslensku. www.valberg.dk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.