Morgunblaðið - 04.09.2003, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 04.09.2003, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 B 7 NFRÉTTIR  Arna María Gunn- arsdóttir er nýr starfs- maður í söludeild Op- inna kerfa. Arna var verkefnisstjóri og mark- aðsstjóri hjá ATV þar til sl. vor. Hún vann í sex ár við markaðsmál hjá Hewlett-Packard í Evr- ópu með aðsetur í Englandi. Þar starfaði hún sem sérfræðingur í rafrænum við- skiptum og þróun vefmála. Hún bar einnig ábyrgð á gerð kynningarefnis og fram- kvæmdastjórn sölusýninga. Hún er með BA-próf í dönsku og bókmenntafræði, BA í leiklist og diploma í kvikmyndagerð. Hún hefur starfað við sjónvarps- og kvikmynda- gerð og leikstjórn hérlendis og erlendis. Arna María verður viðskiptastjóri vefsölu og mun leiða verkefni vegna notkunar á vefnum, bæði sem upplýsingatæki og pöntunaraðferð.  Guðbrandur Randver Sigurðsson er nýr vöru- stjóri í heildsöludeild Opinna kerfa. Guð- brandur starfaði sem verslunarstjóri hjá Tölvu- og rafeindaþjónustu Suðurlands (TRS) sl. fjögur ár og hefur mikla reynslu í sölu á HP-búnaði. Guðbrandur er stúdent af viðskipta- og hagfræðibraut frá Fjölbrautaskóla Suðurlands. Hann er í sambúð með Lucindu Árnadóttur og á dóttur sem heitir Jóhanna Kolbrún. Guð- brandur verður vörustjóri sem ber ábyrgð á tölvubúnaði, með áherslu á PC búnað fyrir söluaðila með sölustaði (retail).  Jóngeir Andersen er einnig nýr vörustjóri í heildsölu Opinna kerfa. Jóngeir hefur starfað sem vörustjóri á fyr- irtækjamarkaði hjá ATV sl. þrjú ár og hefur mikla reynslu í birgðastýringu og viðhaldi upplýs- ingakerfa. Jóngeir er iðnrekstrarfræðingur af markaðssviði, en hann lauk prófi frá Tækniskóla Íslands 1996. Jóngeir er í sambúð með Ásdísi Kristjánsdóttur, son- ur þeirra heitir Markús en þau eiga von á öðru barni í haust. Jóngeir verður vöru- stjóri sem ber ábyrgð á tölvubúnaði, með áherslu á PC-búnað fyrir fyrirtækjamarkað.  Víglundur Pétursson er nýr starfsmaður í söludeild Opinna kerfa. Víglundur starfaði sem sölumaður á fyr- irtækjasviði ATV frá byrj- un árs 1999. Víglundur er stúdent frá Fjöl- brautaskólanum í Ár- múla. Þaðan fór hann í Fiskvinnsluskól- ann og lauk síðan iðnrekstrarfræðiprófi frá Tækniskóla Íslands. Víglundur er í sambúð með Ásu Fríðu Kjartansdóttur. Þau eiga dótturina Guðrúnu Brynju, auk þess sem Víglundur á soninn Óðin sem býr hjá móður sinni í Noregi. Nýir starfsmenn hjá Opnum kerfum hf.  Snorri Árnason hefur verið ráðinn verkefn- isstjóri vélasviðs Heklu við Kárahnjúka. Hann mun hafa umsjón með þeim þáttum fram- kvæmdanna sem snúa að Heklu. Aðsetur Snorra verður við Kára- hnjúka út framkvæmdatímann, en verklok eru áætluð snemma árs 2007. Snorri hef- ur starfað hjá Heklu síðustu 13 árin, síðast sem sölustjóri vinnuvéla. Hann er mennt- aður vélfræðingur frá Vélskóla Íslands. Snorri er kvæntur Lilju Þorsteinsdóttur hjúkrunarfræðingi.  Jens Kristinsson hef- ur verið ráðinn um- sjónarmaður vara- hlutalagers Heklu á framkvæmdasvæðinu við Kárahnjúka. Hann mun hafa aðsetur við Kárahnjúka út fram- kvæmdatímann. Jens er fyrrum starfsmaður Heklu þar sem hann starfaði bæði á bílaverkstæði og véla- verkstæði. Síðustu ár hefur Jens verið vél- stjóri á skipum Samherja. Jens er með þriðja stigs vélstjórapróf. Sam- býliskona hans er Aðalheiður Gunn- arsdóttir talsímavörður.  Vilmundur Theódórs- son er nýr sölustjóri vinnuvéla (CAT). Und- anfarin 3 ár var Vilmund- ur sölumaður landbún- aðar- og vinnuvéla hjá Vélum og þjónustu og þar áður starfaði hann á vélaverkstæði Heklu. Vilmundur er vélvirki að mennt frá Fjöl- brautaskólanum á Selfossi. Hann er kvæntur Guðrúnu Erlu Sigfúsdóttur hjúkr- unarfræðingi. Breytingar á vélasviði Heklu SAMKVÆMT bráðabirgðaupp- gjöri Seðlabanka Íslands var 17,9 milljarða króna viðskiptahalli við út- lönd á fyrstu sex mánuðum ársins 2003 samanborið við 2,9 milljarða króna halla á sama tíma 2002. Við- skiptahallinn á öðrum ársfjórðungi nam 15,2 milljörðum króna saman- borið við 1,5 milljarða króna halla á sama tíma í fyrra. Erlend verðbréfakaup 14,1 milljarður Útflutningur vöru og þjónustu minnkaði á fyrri árshelmingi um 2,3% en innflutningur jókst um 10,2% frá sama tíma í fyrra reiknað á föstu gengi. Hallinn á jöfnuði þátta- tekna (launa, vaxta og arðs af fjár- festingum) og rekstrarframlögum nettó var um 9 milljarðar króna á fyrri árshelmingi 2003, nokkru minni en í fyrra. Hreint fjárinnstreymi mældist 40,5 milljarðar króna á fyrri árshelm- ingi 2003 og skýrist að stærstum hluta af erlendum lántökum og skuldabréfaútgáfu í útlöndum, en einnig var 11,8 milljarða króna fjár- innstreymi vegna kaupa erlendra að- ila á skuldabréfum útgefnum á Ís- landi. Fjárútstreymi vegna erlendra verðbréfakaupa nam 14,1 milljarði króna sem er ríflega helmingi meira en árið áður. Önnur eignamyndun í útlöndum var mikil á fyrri hluta árs- ins 2003, einkum jukust erlendar inn- stæður bankanna. Nokkurt fjárút- streymi varð vegna sölu erlendra aðila á eignarhlut sínum í atvinnu- rekstri á Íslandi á fyrri hluta ársins. Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 36,9 milljörðum króna í júnílok og hafði lítið breyst frá ársbyrjun. „Skekkjuliður greiðslujafnaðar er stór og neikvæður á fyrri hluta ársins eins og á sama tímabili í fyrra. Talið er að hann stafi af meira fjárút- streymi, annað hvort meiri aukningu eigna eða lækkun skulda, en tekist hefur að afla upplýsinga um,“ að því er segir í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands. Erlendar skuldir þjóðarinn- ar námu 572 milljörðum króna um- fram erlendar eignir í lok júní sl. Hrein skuldastaða við útlönd lækkaði um 9,3 milljarða króna á fyrri árs- helmingi 2003 vegna gengishækkun- ar krónunnar og hækkunar á mark- aðsvirði erlendrar verðbréfaeignar. Viðskiptahallinn 17,9 milljarðar ACO-TÆKNIVAL hefur tilkynnt að fyrirtækið hyggi á aukið samstarf við Fujitsu Siemens, en dragi úr sölu á tölvubúnaði frá HP og Compaq, sem sameinuðust á síðasta ári. Almar Örn Hilmarsson, forstjóri félagsins, segir að ATV sé þó ekki hætt að selja vörur frá HP/Compaq. ATV seldi vörur frá Compaq fyrir sameininguna, en Opin kerfi vörur frá HP. „Þetta er í raun áherslubreyting, sem hefur meira og minna verið að eiga sér stað síðastliðið ár. Við höfum verið að selja meira af Fijutsu Siem- ens-búnaði og höfum átt mjög gott samstarf við það fyrirtæki,“ segir Al- mar Örn. „Við höfum alltaf verið með mörg vörumerki og erum núna að for- gangsraða þeim upp á nýtt, eftir því sem við teljum henta viðskiptavinum okkar og starfsemi fyrirtækisins.“ Markvissari rekstur Í fréttatilkynningu ATV segir: „Á undanförnum mánuðum hefur farið fram mikil endurskoðun á rekstri ATV hf. Miklum árangri hefur verið náð í að lækka kostnað félagsins auk þess sem endurskipulagning og ein- földun á stjórnun þess hefur gert reksturinn markvissari. Samhliða þessum aðgerðum hefur félagið end- urskoðað vöruframboð sitt sem og samstarf við birgja. Á undanförnum árum hefur félagið m.a. selt og þjón- ustað búnað frá Compaq og eftir sam- runa Compaq og HP á síðasta ári hef- ur félagið selt og þjónustað búnað frá sameinuðu félagi. Samhliða þessu hefur ATV hf. ennfremur selt og þjónustað búnað frá Fujitsu Siemens Computers og hefur það samstarf verið með miklum ágætum. Niðurstaða stjórnar og stjórnenda félagsins er sú að það henti viðskipta- vinum, starfsmönnum og almennum hagsmunum félagsins betur að leggja aukna áherslu á samstarfið við Fujitsu-Siemens Computers. Gert hefur verið samkomulag við Fujitsu Siemens um að auka samstarf fyrir- tækjanna til að styrkja stöðu vöru- merkisins á hérlendum markaði. Þessi áherslubreyting mun fyrst og fremst koma niður á sölu ATV á tölvubúnaði frá HP/Compaq.“ ATV einbeitir sér að Fujitsu Siemens Dregur úr sölu á tölvubúnaði frá HP/Compaq sem sameinuðust í fyrra RÍKISHÁSKÓLI Kaliforníu í Dominguez Hills hefur opnað stuðnings- og stoðtækjanámsbraut sína í höfuðstöðvum Össurar í Aliso Viejo, Kaliforníu. Samkvæmt samningi milli Össurar og háskólans lætur Össur skólanum í té húsnæði fyrir námsbrautina endurgjaldslaust í fimm ár í nýbyggðu skóla- og rannsóknarstofuhúsnæði á at- hafnasvæði fyrirtækisins. Í háskólanum höfðu verið uppi hugmyndir um að leggja niður námsbrautina en sú ákvörðun var endurskoðuð eftir viðræður við Össur. Aðstaðan hjá Össuri mun gera skólanum kleift að bjóða upp á nýtt fjögurra ára nám, þar sem nemendur ljúka fyrst þriggja ára almennu námi í skólanum og síðan einu ári við þjálf- un á sviði stoðtækjafræða í höfuðstöðvum Össurar. Stuðningur Össurar er samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu skólans og Össurar, metinn á 750.000 Banda- ríkjadali, eða rúmar 60 milljónir íslenskra króna. Dominguez Hills stoðtækjadeildin er ein af átta slíkum í Bandaríkjunum og útskrifar 15 af hverjum 100 stuðnings- og stoðtækjasérfræðingum sem ljúka námi í Bandaríkjunum á ári hverju. Stuðnings- og stoðtækjadeildin var opnuð með viðhöfn hinn 16. ágúst sl. Stoðtækjanámsbraut í húsakynnum Össurar ● SPÁNSK-íslenskur viðskiptadag- ur verður haldinn í Vigo á Spáni 19. september nk. á vegum Spánsk-íslenska verslunarráðsins. Ráðið hefur áður staðið fyrir slík- um degi á Spáni, í Bilbao og Barcelona, í tengslum við aðalfund ráðsins. Að þessu sinni varð Vigo fyrir valinu en stór alþjóðleg sjáv- arútvegssýning stendur yfir á sama tíma. Á viðskiptadeginum verða viðskiptatengsl Íslands og Spánar til umræðu og þótt sjáv- arútvegsmál verði vissulega áber- andi í Vigo þessa daga þá er dag- skrá ráðstefnunnar fjölbreyttari. Íslenskir og spænskir athafna- menn og stjórnmálamenn munu lýsa reynslu sinni af spænsk- íslensku viðskiptalífi og fjallað verður um ýmislegt sem Ísland hefur upp á að bjóða umfram sjáv- arútveginn. Meðal ræðumanna verða fulltrúar frá Sæplasti Dalvík, Íslandsbanka, Bláa lóninu, Primex og Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar- ins. Heiðursgestir verða Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Enrique López Veiga yfirmaður sjávarútvegmála í Galisíu og Vent- ura Pérez Mariño borgarstjóri Vigo. Spánsk-íslenskur viðskiptadagur ● TAP Á rekstri Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja, EV, nam 154,5 milljónum króna á árinu 2002, að því er fram kemur á www.eyjar.net. Þar segir að tap félagsins hafi að nær öllu leyti verið vegna taps á Ís- lenskum matvælum ehf., en í árs- reikningi sé gjaldfært hlutdeildartap 68,5 milljónir og gjaldfærðar tap- aðar kröfur og hlutafé 84,5 milljónir króna. Stærsti hluthafi í Eignarhalds- félagi Vestmannaeyja er Byggða- stofnun, með 31% hlutafjár, að nafnvirði 78,5 m.kr. Þá kemur Pharmaco, með 12% eða 30 m.kr. að nafnvirði. Sparisjóður Vest- mannaeyja, Lífeyrissjóður Vest- mannaeyja og Kaupþing eiga 10% og Vestmannaeyjabær 9%. EV tapaði 155 milljónum í fyrra ● DE ehf., Borgarnesi, hefur opnað söluskrifstofu í Húsi verslunarinnar. DE.is er nýr vefur félagsins fyrir ís- lenska markaðinn, þar er m.a. finna upplýsingar um félagið, veflausnir og hönnun. Á síðastliðnum 12 mánuðum hef- ur DE ehf. afhent um 100 vefi hér- lendis. Starfsmenn DE ehf. í Reykjavík eru 9. Framkvæmdastjóri er Bjarni Stein- ar Bjarnason. DE ehf. opnar sölu- skrifstofu í Reykjavík ● ÞEKKINGARMIÐLUN, sem er fyr- irtæki sem býður m.a. upp á nám- skeið, þjálfun, fyrirlestra og hópefli, hefur opnað nýja heimasíðu. Á heimasíðunni er hægt að skrá sig á póstlista til að fá upplýsingar um það sem er á döfinni hjá Þekking- armiðlun auk þess sem hægt er að skrá sig á námskeið. Á heimasíð- unni er að finna ótal greinar um málefni tengd vinnustöðum eftir sérfræðinga fyrirtækisins. Frekari upplýsingar er að finna á www.thekkingarmidlun.is Þekkingarmiðlun með heimasíðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.