Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ leið það öryggisnet sem lærðir leik- arar öðlast með menntun og reynslu, hvernig á að halda sig í hæfilegri fjar- lægð frá hlutverkum sínum. Sólveig segir Diddu tvímælalaust hafa gefið sig alla í hlutverkið og ekki haft neitt öryggisnet til að hlífa sér. „Hún krafðist þess alltaf að ganga alla leið og var sífellt að ögra sjálfri sér. Í atriðinu þar sem hún hleypur úti nakin tók hún ekki annað í mál en að vera berfætt, jafnvel þótt ég legði til að hún yrði í skóm til að fyrir- byggja það að hún slasaði sig. Það var líka ískalt úti og við hefðum getað skotið atriðið öðruvísi svo hún þyrfti ekki að vera nakin í þessum kulda en hún var hörð á að hafa þetta alvöru. Því var atriðið tekið upp, aftur og aft- ur, við dúðuð í úlpur og hún kviknak- in. Sömu sögu er að segja af atriðinu í lyftunni, þegar hún sleppir sér. Hún gerði það í alvörunni, miklu meira en ég hafði ráðgert. Eftir að hafa leikið það var hún öll í marblettum.“ – Var ekki sláandi að horfa upp á hana fara slíkum hamförum? „Ójú, ég öskraði hreinlega uppyfir mig. En henni fannst hún þurfa að gera þetta á þennan veg.“ Byggt á sönnum atburðum Efnistökin í Stormviðri eru á marg- an hátt mjög athyglisverð. Í senn til- finningarík og fjarræn, rétt eins og sagan sé sögð frá sjónarhorni lækn- isins sem þarf ekki síst að glíma við þá erfiðu spurningu hversu djúpt hún treystir sér til að sökkva ofan í þetta kröfuharða „verkefni“. Hversu langt þessi umhyggjusami ungi læknir get- ur gengið í að láta stjórnast af tilfinn- ingunni – og hvenær hún verður að draga í land og halda fjarlægðinni sem ber að halda í sambandi læknis og sjúklings. Og rétt eins og lækn- irinn þarf að geta sökkt sér sam- stundis ofan í verkefni sem hann fær í hendurnar, án nokkurrar viðvörunar eða undirbúnings, dembir Sólveig okkur inn í miðja söguframvinduna. Strax á fyrstu mínútu kynnumst við söguhetjunum og þeim vandamálum sem þær standa frammi fyrir. „Mér fannst gott að hafa ekki byrj- un, hvernig þær hittust o.fl. En það var til, ég skrifaði það og ég kvik- myndaði það. En þegar ég fór að klippa var ég komin að þeirri nið- urstöðu að meira spennandi væri að henda áhorfendum beint inn í söguna, án alls aðdraganda eða frekari kynn- ingar á kringumstæðum. Það gengur oft þannig þegar ég er að klippa, að ég tek út alveg heilmikið af því sem ég er búin að skjóta, bæði af upphafi og endi. Það er svolítið spennandi ferli.“ – Tekur sagan því jafnan breyt- ingum meðan á tökum og klippingu stendur? „Já, það kemur fyrir. Það kvikna auðvitað margar hugmyndir á töku- stað, sumar betri en þær sem skrif- aðar voru. Leikararnir eiga líka til að leggja til ákveðnar breytingar eftir að hafa grandskoðað hlutverk sín, sem ég tek tillit til.“ – Handritið er sem sagt alls engin heilög ritning í þínum huga? „Nei, alls ekki. Mér finnst gott að geta klippt burt.“ Sólveig segir að það komi auðvitað fyrir að hún fái svolítið samviskubit eftir að hafa eitt heil- miklum tíma og fjármunum í að skjóta eitthvert atriði sem lendir síð- an á gólfinu í klippiherberginu. „En þá kemst ég alltaf að þeirri niður- stöðu að þessar senur sem ég klippti burt hafi á sinn hátt gert ákveðið gagn fyrir heildarmyndina, t.d. að- stoðað leikarana við að skilja betur hlutverk sín.“ – Er það ekki líka viss léttir, eftir að hafa verið búin að vandræðast með einhverja senuna og hvar hún á heima í myndinni, að hreinlega bara fleygja henni? „Það er satt. En svo er ómetanlegt að geta þegið ráð frá fólki sem maður treystir og veit að þorir að segja skoð- anir sínar umbúðalaust. Baltasar [Kormákur, meðframleiðandi og einn aðalleikara myndarinnar] kom einu sinni í klippiherbergið, fylgdist með og líkaði það sem hann sá og benti mér á það sem honum þótti sérlega vel heppnað. Þótt ég hafi sjálf verið sannfærð um ágæti þessara atriða er það samt mjög styrkjandi að fá slíkan liðstyrk.“ Kveikjuna að sögunni í Stormviðri segir Sólveig vera frétt sem hún las í dagblaði fyrir einum átta árum um geðveila konu sem fannst á víðavangi og enginn þekkti nein deili á, kona sem síðar reyndist vera ensk. Sólveig fékk þá þegar þá flugu í höfuðið að gera um hana heimildamynd og þótt ekkert yrði úr þá hvarf hugmyndin ekki svo glatt. Löngu síðar fór hún svo að velta sögunni fyrir sér og setja sig í fótspor geðlæknis sem fengi þennan sjúkling til umönnunar og velti mikið fyrir sér hvernig hún myndi bregðast við, hversu vel henni myndi ganga að ná til sjúklingsins og aðstoða hann við að finna uppruna sinn. Við það fæddist handritið. Þótt hún hafi skrifað handritið með augum geðlæknisins segist hún einnig hafa séð heiminn með augum sjúklingsins á stundum. „Maður setur sig í fótspor allra persóna þegar maður skrifar handrit.“ – En var aldrei freistandi að segja myndina „byggða á sönnum atburð- um“ eins og gjarnan er gert ef mögu- legt er? Sólveig hlær og segir það vissulega hafa hvarflað að sér en aldrei komið til þess. Út’ í Eyjum Vestmannaeyjar eru fæðing- arstaður Sólveigar en hún hefur aldr- ei haft þar varanlega búsetu heldur alla tíð búið í París þar sem móðir hennar, Högna Sigurðardóttir, stund- aði nám og síðar störf. „Foreldrar mínir fóru gagngert til Vest- mannaeyja til að eiga mig. Þau vildu nefnilega að við systir mín myndum eiga þar rætur. Faðir minn, sem er bandarískur, meira að segja lagði sig fram við að læra íslensku til að stuðla að því að við héldum tengslunum.“ Á uppvaxtarárum sínum dvaldi hún á sumrin hjá ömmu sinni og afa í Vestmannaeyjum eða fram að því er gaus í Heimaey 1973, er amma henn- ar fluttist brott úr eynni til Stokks- eyrar. Sólveig hefur alltaf verið bál- reið náttúrunni og gosinu fyrir að hafa gert sér þann óleik að þekja hrauni gömul leiksvæði og svipta sig þeirri sælu að dvelja sumarlangt í Vestmannaeyjum. – Það er eitthvað sem segir manni að þetta sé alls ekki nýtilkomin hug- mynd að gera mynd í Vestmanna- eyjum. Að það hafi lengi verið draum- ur þinn? „Já, það er rétt. Ég gerði einu sinni heimildamynd sem fjallaði um gosið. Það var útskriftarverkefni mitt. En mig hafði alltaf langað til að skjóta leikna mynd þar. Ég þekki þennan stað og ég þekki fólkið. Ein konan sem sést í myndinni í frystihúsinu passaði mig t.d. þegar ég var lítil. Afi vann í frystihúsinu. Ég gerði það sjálf á sumrin. Mér þykir reglulega vænt um þennan bæ og ég er ennþá öskuill út í gosið því þá hætti ég að geta dval- ið þar á sumrin.“ – Þú átt góðar minningar frá þeim tíma er þú dvaldist hjá afa og ömmu í Eyjum á sumrin? „Já, mér fannst stórkostlegt að vera þar á sumrin. Að geta leikið laus- um hala, hlaupið frjáls út um allt, eng- ir bílar, ekkert myrkur á kvöldin. Þetta var allt svo gaman, eins og t.d. að spranga í klettunum. Lundarnir. Þjóðhátíðin. Þetta var dásamlegt.“ – Þessar minningar verða svo ennþá sterkari í huga einhvers sem býr svo langt í burtu, í svo gjörólíku umhverfi, Parísarborg. „Já, örugglega.“ – Heldurðu að þessi Vestmanna- eyjatengsl og dvölin þar í æsku hafi haft varanleg á þig sem manneskju, sem listamann? „Það er alveg víst. Það eru allir að skapa eitthvað á Íslandi. Allir að skrifa, mála, kvikmynda, syngja. Allir svo óhræddir við að láta reyna á lista- manninn í sér. Svo er það náttúran. Það er allt svo fallegt og sterkt í kringum mann.“ – Finnurðu fyrir þessu íslenska hugrekki þegar kemur að listinni? Ertu óhrædd við að skapa? „Nei, ég er alltaf hrædd,“ svarar Sólveig strax og hálfskömmustulega en neitar þó ekki að íslenska hug- rekkið eigi þátt í að hún láti þó til skarar skríða. Þessi hugsun, að láta bara vaða. „Móðir mín er líka mikill listamaður og hún hvatti mig mjög til dáða og gaf mér það hugrekki sem ég hef.“ Tileinkuð ömmu á Stokkseyri Tökur á Stormviðri stóðu yfir í mánuð í Vestmannaeyjum síðla árs 2002. Síðan var Frakklandshlutinn skotinn í Belgíu á þremur vikum. Hvernig gengu svo Íslandstökurnar? „Mjög vel. Vestmannaeyingar voru mér svo óendanlega hjálpsamir. Þeir lánuðu okkur t.d. húsin sem við skut- um í, tvö hús. Ég barði að dyrum hjá fólki og spurði hvort ég mætti nota húsin í myndinni og því þótti ekkert sjálfsagðara. Ég fékk líka greiðan að- gang að frystihúsinu, ekkert mál. All- ir til í að hjálpa.“ – Allir til í að hjálpa Eyjastelpunni. „Já, ég held það hafi verið svolítið þannig. Einnig út af mömmu.“ Sólveig segir myndina ekki hafa orðið til án þessarar greiðvikni eyja- skeggjanna. Hún viðurkennir að tökuskilyrðin hafi verið svolítið erfið. „Við þurftum að skjóta svo mikið á hverjum degi og þess vegna fór kuldinn að segja til sín. En kuldaveðrið hjálpaði líka til, skap- aði þá stemmningu sem ég sóttist eft- ir, myrka og veðurbarða.“ – Hvassviðrið og kuldinn í mynd- inni þjónar náttúrlega bæði drama- tískum og praktískum tilgangi er það ekki, lýsir ekki bara hugarástandi ís- lensku stúlkunnar heldur hneppir lækninn í gíslingu á eynni? „Rétt. Það er stormur í höfðinu á sjúklingnum en stormurinn kemur einnig í veg fyrir að franski læknirinn geti yfirgefið eyna og gefist upp á við- fangsefninu. Þær eru báðar fastar þarna úti í miðju hafinu sökum stormsins. Ég finn sjálf fyrir þessari innilokun en mér þykir vænt um hana, í það minnsta þótti mér það þegar ég var úti í ey. Þá var öruggt að ég þyrfti ekki að yfirgefa hana. En ég þoldi ekki storminn þegar ég var að bíða eftir að komast þangað með flugi. Þá beið ég og beið.“ – En persóna Diddu finnur fyrir þessari innilokunarkennd og líður ekkert vel þarna. „Nei, henni líður hvergi vel en bæj- arbúarnir hugsa vel um hana. Amma mín, Elísabet Hallgrímsdóttir, var einmitt alltaf að annast þá sem áttu bágt man ég, hjálpa þeim þroskaheftu og áfengissjúklingunum. Þetta er um- hyggjusamt samfélag. Myndin er til- einkuð ömmu, sem er 98 ára gömul og býr enn á Stokkseyri.“ Vil nota Ingvar í aðalhlutverk Sólveig segist vart eiga orð til að lýsa hversu gott það hafi verið að vinna með íslensku leikurunum í myndinni, en í stærstu hlutverkunum eru, auk Diddu, þeir Baltasar Kor- mákur og Ingvar E. Sigurðsson. „Ég féll alveg fyrir Ingvari. Það þarf ekkert að hafa fyrir að leikstýra honum, ekki að útskýra neitt, hann bara leikur og útkoman er fullkomin. Hann er svo fljótur að átta sig á hvað maður vill. Mig langar ofsalega mikið að gera mynd með honum í aðal- hlutverki. Á bara eftir að skrifa hana.“ Íslensku leikararnir eru fullir af krafti, finnst Sólveigu, og einhenda sér í hlutverk sín af heilum hug. Sólveig segist hvorki vera franskur né íslenskur kvikmyndagerðarmaður. Þurfi hún að kenna sig við eitthvað sé hún vestmanneyskur kvikmynda- gerðarmaður. Samt þyki sér þjóð- ernið sem slíkt ekki skipta neinu máli þegar rætt er um kvikmyndagerð- arfólk. „Maðurinn er líka eins og tré, á sér margar rætur. Ég á mér margar rætur, á Íslandi, Bandaríkjunum og í Frakklandi, svo einhverjar séu nefnd- ar. Föðuramma mín var rúmensk þannig að ég á rúmenskar rætur líka.“ Stormviðri er samstarfsverkefni Frakka, Belga og Íslendinga og er Sögn ehf., fyrirtæki Baltasars Kor- máks og Lilju Pálmadóttur, íslenskur framleiðandi myndarinnar. Myndin er því, líkt og Sólveig, fjölþjóðleg. En þarna í Cannes tóku litlu Ís- lendingarnir sér það bessaleyfi að gera hana að sinni – íslenskri – enda ekki á hverju ári sem Íslendingar koma að mynd sem fær slíka athygli þar. Þetta var í maí. Nú í september, þegar myndin verður loksins frum- sýnd hér á landi, í Vestmannaeyjum á fimmtudag og á höfuðborgarsvæðinu degi síðar, verður Stormviðri örugg- lega íslensk mynd í huga flestra ef ekki allra – í það minnsta vestmanna- eysk. Andstæður tvær, Didda og Elodie Bouchez, í kvikmynd Sólveigar Anspach, Stormviðri. ’ Ég féll alveg fyrirIngvari [E. Sigurðs- syni]. Það þarf ekkert að hafa fyrir að leikstýra honum, ekki að útskýra neitt, hann bara leikur og útkoman er fullkomin. ‘ ’ Didda sagði mér að í sínum huga væri þetta vega- mynd, að læknirinn væri á ferðalagi og ferðalagið væri sjúklingurinn. Mér þótti það frábær lýsing. ‘ ’ Það er stormur íhöfðinu á sjúklingn- um en stormurinn kemur einnig í veg fyrir að franski læknirinn geti yf- irgefið eyna og gefist upp á viðfangsefn- inu. Þær eru báðar fastar þarna úti í miðju hafinu sökum stormsins. ‘ skarpi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.