Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 B 13 bíó BARNSLEGUR ákafinn ogsköpunargleðin eru enn tilstaðar, gjarnan nýtt í þágu yf- irgengilegs ofbeldis sem sett er fram með snarpri hraðklippitækni og kraftmikilli myndsýn frekar en djúpri persónusköpun eða efnis- miklum handritum. En, ekki síst, einkennir verk Rodriguez sú sakleys- islega grundvallarafstaða að hann geti allt, þurfi ekki að aðlaga sig Hollywoodumhverfinu heldur muni það aðlaga sig honum, einfaldlega vegna þess að hann skilar með til- tölulega litlum tilkostnaði myndum sem fólk vill sjá. Og nú hefur reynsl- an staðfest að þetta sakleysi er ekk- ert annað en heilbrigð skynsemi. Í Once Upon a Time in Mexico skrifar Rodriguez ekki aðeins hand- ritið, leikstýrir því, stjórnar töku- vélinni og klippir myndefnið, eins og hann hefur gert í fyrri myndum sín- um, heldur bætir hann enn um bet- ur og hannar leikmyndina og semur tónlistina. Þetta gerir hann ekki að- eins til að spara launakostnað held- ur vegna þess að honum finnst sjálf- sagt að gera sem mest sjálfur og telur það skerpa karaktereinkenni verksins. Þarna liggur einmitt rótin eða kjarninn í þessum kvikmyndagerð- armanni. Rodriguez er dæmi um gildi sjálfshjálparinnar, því allt frá barn- æsku varð hann að bjarga sér. Hann fékk ekkert upp í hendurnar; tækifærin skapaði hann með eigin framkvæmdagleði og, væntanlega, nokkru sjálfstrausti. Þegar hann var að alast upp í San Antonio í Tex- as í hópi tíu systkina þurfti hann að berjast fyrir að ná athygli foreldr- anna, sem gjarnan fóru með alla hersinguna í bíó og létu hana horfa á sömu myndina tvisvar, kannski til að fá frið sjálf. Svona stór fjölskylda var dýr í rekstri og horft var í hvern eyri; þannig fékk Robert Rodriguez í blóðið þá ráðdeildarsemi og útsjón- arsemi sem verið hefur einn helsti styrkleiki hans í kvikmyndagerð- inni. Krakkahópurinn var ærsla- fullur og uppátækjasamur og snemma varð þetta umhverfi inn- blástur fyrir Robert að segja af því teiknimyndasögur. Þegar hann var tólf ára heillaðist hann svo mjög af ódýrum framtíðartrylli Johns Carpen- ters Escape From New York að hann ákvað að gera sjálfur kvik- mynd, vopnaður 8 mm tökuvél og naut fulltingis systkinanna, bæði fyrir framan og aftan hana. Þá þeg- ar blöskraði honum framköllunar- kostnaður filmunnar og sneri sér fljótlega að myndbandstökuvélum sem hann hefur haldið að mestu tryggð við síðan, nema hvað hann gerði á háskólaárum sínum 16 mm myndina Bedhead, sem fjallaði á gamansaman hátt um stúlku sem fær yfirnáttúrulega hæfileika við höfuðhögg. Þessi mynd vakti at- hygli á Rodriguez og vann til verð- launa á hátíðum, auk þess sem frjótt hugmyndaflug hans og teikni- myndasögur juku hróður hans í Col- umbiaháskóla, þótt hann þætti að öðru leyti slakur námsmaður. Robert Rodriguez varð á þessum ár- um staðráðinn í að gera bíómynd í fullri lengd. Og til þess að fjár- magna dæmið brást honum ekki út- sjónarsemin frekar en fyrri daginn. Honum tókst að sanka að sér 7 þús- und dollurum til verksins, ekki síst með því að gerast tilraunadýr við lyfjarannsóknir. Hann fékk vin sinn Carlos Gallardo til að leika aðal- hlutverkið og tók myndina við þröngan kost í mexíkóskum landamærabæ á tæplega þremur vikum. Útkoman var El Mariachi, efnisrýr en spriklandi fjörugur of- beldisópus um gítarleikara sem tek- inn er í misgripum fyrir byssubófa og sætir ofsóknum allra handa ill- þýðis. Rodriguez hafði hugsað sér að selja myndina á spænskumælandi myndbandamarkað en Columbia keypti Bandaríkjaréttinn og ferill þessa unga ákafamanns fór á stökk. Annar barnslegur og frumlegur of- beldisleikstjóri, Quentin Tarantino, fann í honum sálufélaga og sam- starfsmann, fyrst í smásagnamynd- inni brokkgengu Four Rooms (1995) og þeir áttu eftir að hafa mik- ið saman að sælda. Þegar Rodrig- uez svaraði kalli um að gera aðra mynd í sama dúr og El Mariachi tók Tarantino að sér aukahlutverk í henni. Desperado (1995) hét hún og þar fékk Rodriguez tækifæri til að mjólka El Mariachi fyrir heldur meiri pening og með Antonio Banderas og Salma Hayek í aðalhlutverkunum. Desperado bætti efnislega engu við El Mariachi en krafturinn, hug- myndaauðgin og stílsnerpan voru ósvikin og styrktu stöðu Rodriguez inni á Hollywoodmiðjunni. Hann gat nú gert það sem honum sýndist. Rétt eins og félagi hans Tarantino hefur hann full yfirráð yfir lokagerð myndanna og einnig markaðs- setningu. Og næstu myndir sem honum sýndist að gera veiktu ekki þessa stöðu þótt hrollvekjuparódían From Dusk Till Dawn (1996) færi út í glóruleysi eftir efnilega byrjun og unglingahrollurinn The Faculty (1998) næði ekki út fyrir klisjur þess útjaskaða forms. Rodriguez söðlaði um árið 2001 þegar hann fékk útrás fyrir bernsku sína með hreinræktaðri fjölskyldu- mynd sem hleypti nýju lífi í þá geldu grein. Með Spy Kids langaði hann til að gera mynd eftir æsku- minningum um hina skrautlegu fjöl- skyldu sína. „En hvernig get ég gert það án þess að drepa áhorf- endur úr leiðindum? Og þá fékk ég hugmyndina um að gera þessa fjöl- skyldu að njósnurum.“ Spy Kids og tvö framhöld hennar, 2002 og 2003, hafa gengið best allra verka Rodrig- uez. En kannski er Once Upon a Time in Mexico hans metnaðarfyllsta verk þótt hann vinni enn spart og sinni sjálfur eftirvinnslunni heima hjá sér. Titill myndarinnar er bein skírskotun í þann stóra áhrifavald sem Sergio Leone og spagettívestrar hans voru fyrir Rodriguez í upphafi ferilsins, auk Mad Max-syrpunnar. Mynd Leones Once Upon a Time in America var hans metnaðarfyllsta verk og það var Tarantino sem lagði til við Rodriguez að hann gerði loka- kafla í þríleik þar sem fyrir eru El Mariachi og Desperado. Tarantino á einnig titilinn. Hann kom á tökustað Desperado og sagði: „Þetta er þinn „dollaraþríleikur“ og vísaði þar til Clint Eastwood-mynda Leones. Once Upon a Time in Mexico er epískt framhald á goðsögninni um El Mariachi. Banderas snýr aftur sem einfarinn með byssufjöld í gít- artöskunni, Salma Hayek er látin ást- kona í draumum hans og að beiðni spillts FBI-manns (Johnny Depp) elt- ist hann við eiturlyfjabaróninn Ba- rillo (Willem Dafoe) sem hyggst steypa Mexíkóforseta. Sem fyrr byggir Rodriguez á eigin minningum; frændi hans var í FBI og sagði hon- um sögur af þeirri reynslu, sem hann nýtir í handritinu. Hann segir myndir sínar yfirleitt vera blöndu af raunveruleika og fantasíu og Once Upon a Time in Mexico er þar engin undantekning. Spar á pening, óspar á blóð Þegar Robert Rodriguez frumsýndi fyrstu bíómynd sína, El Mariachi, árið 1992 var hann 24 ára og strax var farið að kalla hann undrabarn í kvikmyndagerð. Áratug og átta myndum síðar liggur við að hann sé enn jafn mikið furðuverk í bandarískum kvikmyndaheimi. Sjáið t.d. nýja, epíska spagettívestrann hans Once Upon a Time in Mexico, sem frumsýndur er hérlendis um helgina, rétt eins og í Bandaríkjunum. verst fimlega þegar framleiðend- ur hans vilja að hann eyði sem mestum peningum. „Kvikmynda- gerð í Hollywood er farin úr böndunum. Í árdaga, þegar Bust- er Keaton og fleiri gerðu stór- kostlegar myndir, voru fimm manns fyrir aftan tökuvélarnar.“ Núna segir hann allt vinnsluferlið ofhlaðið að mannskap, búnaði og peningaeyðslu. „Það er tómt ves- en að gera bíómynd. Og þegar það er tómt vesen að vinna að sköpun er eitthvað í ólagi við ferl- ið.“ Reuters Robert Rodriguez Árni Þórarinsson SVIPMYND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.