Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 14
Brandari Þjónn, þú hefur gleymt að þurrka af diskinum mínum! Hvaða vitleysa, þetta er súpan! SPURNINGAR 1. Hver vísaði Hans og Grétu leiðina heim? 2. Af hverju varð úlfurinn langt á undan Rauðhettu til ömmu hennar? 3. Hver gaf Öskubusku kjól fyrir dansleikinn? 4. Hvað var Mjallhvít gömul þegar hún fór að heiman? 5. Hvar faldi minnsti kiðlingurinn sig fyrir úlfinum? SVÖR 1. Hvít önd 2. Af því hún slóraði í skóginum 3. Fugl á leiði móður hennar 4. Hún var sjö ára 5. Í stofuklukkunni Hvað veistu um gömlu Grimmsævintýrin? Systkinin Hildur og Andri Steinn, sem eru tíu og tólf ára, fóru nýlega að sjá sýninguna Grimmsævintýri hjá Leikfélagi Kópavogs. Hvernig var sýningin? Hildur: Það var mjög gaman. Andri: Mér fannst öll ævintýrin skemmtileg en Hans og Gréta skemmtilegast af því að maður þekk- ir það svo vel. Hildur: Þá vissi maður alveg hvað var að gerast. Dró það ekkert úr spennunni að þekkja söguna svona vel? Andri: Nei, nei. Þetta var samt spennandi. Voruð þið ekkert hrædd? Andri: Nei, mér fannst þetta bara fyndið. Hildur: Það getur samt verið að litlir krakkar hafi orðið svolítið hræddir. Andri: Já þetta er fyrir krakka í þriðja eða fjórða bekk og eldri. Finnst ykkur þessi ævintýri ekkert ósennileg? Andri: Jú, en maður þekkir þau svo vel að maður er ekkert að spá í það. Hildur: Svo var svo flott hvernig þau gerðu allt án þess að skipta um búninga. Andri: Eins og þegar Hans og Gréta komu inn í skóginn og hinir leikararnir héngu á veggnum til að gera skóginn draugalegan. Hildur: Og hvernig þau gerðu eld með höndunum. Getur maður lært eitthvað af þessum ævintýrum? Hildur: Bara að vera kurteis og að standa við það sem maður segir. Andri: Og að maður getur ekki sagt neitt við þá sem eru minni. Morgunblaðið/Þorkell Hildur og Andri Steinn fóru að sjá Grimmsævintýri. Krakkarýni: Grimmsævintýri Fyndin og spenn- andi ævintýri N ú er verið að sýna leikrit sem er byggt á ævintýrum Grimmsbræðra hjá Leikfélagi Kópa- vogs. Sýningin er reyndar frá því á síðasta ári en vegna þess hvað hún er skemmtileg var leikurunum boðið að koma til Litháen og sýna hana þar. Þeir hafa því verið að æfa sýninguna upp á nýtt og þess vegna er hún nú sýnd nokkrum sinnum á Ís- landi áður en ferðin til Litháens hefst. Gamlar þjóðsögur frá Evrópu Í sýningunni eru sagðar fimm sögur sem allar eru mjög ólíkar en þannig eru einmitt Grimms- ævintýrin enda eru þau komin úr ýmsum áttum. Ævintýri Grimmsbræðra eru nefnilega gamlar þjóðsögur sem gengu á milli manna í Evrópu áður en þýsku bræðurnir Jacob Ludwig og Wilhelm Carl Grimm söfn- uðu þeim saman og skrifuðu þær niður fyrir u.þ.b. tvö hundr- uð árum. Bræðurnir voru fyrstu fræði- mennirnir sem söfnuðu og skrif- uðu niður þjóðsögur en eftir að þeir fóru að gera það fóru marg- ir fræðimenn í öðrum löndum að gera það sama m.a. hér á Ís- landi. Þannig var mörgum merkilegum sögum, sem höfðu gengið á milli manna öldum saman, bjargað frá gleymsku. Sýna okkur ótta og drauma fólks Þótt þjóðsögur séu oft ansi ósennilegar segja þær okkur margt um líf fólks fyrr á öldum og það hvernig það leit á lífið. Grimmsævintýrin segja okkur t.d. hvað fólk óttaðist og hvað það lét sig dreyma um. Af sög- unum um Rauðhettu og Hans og Grétu sjáum við til dæmis hvernig börn voru vöruð við hættunum í skóginum og í öllum sögunum um stelpur og stráka sem giftast prinsum og prins- essum sjáum við hvernig fátækt fólk lét sig dreyma um betra líf. Svo hafa þjóðsögur líka greini- lega verið notaðar til að kenna börnum góða siði eins og t.d. það að standa við orð sín og gefa fátækum. Áður en bækur komu til sög- unnar gengu líka ýmsar upplýs- ingar manna á milli í þjóðsög- um. Þannig útskýra þjóðsögur t.d. ýmislegt sem fólk skildi ekki eins og t.d. það hvað varð um þá sem fóru út í heiminn og komu aldrei til baka. Sumar þjóðsög- ur eru líka sprottnar úr raun- verulegum atburðum þótt þær hafi annaðhvort verið ýktar til að gera þær fyndnari eða hræði- legri eða þær hafa smám saman breyst á þeim tíma sem þær gengu á milli manna. Garðabrúða var engin prinsessa Mörg þeirra ævintýra sem Grimmsbræðurnir skrifuðu nið- ur eru mjög þekkt þótt það sé oft mikill munur á upprunaleg- um sögum Grimmsbræðra og þeim sögum sem við þekkjum úr barnabókum og teiknimynd- um. Þannig var Garðabrúða t.d. engin prinsessa, í sögu Grimms- bræðranna, eins og í Barbie- myndinni, heldur dóttir fátækr- ar konu sem langaði svo mikið í grænmeti að hún seldi dóttur sína fyrir kálhöfuð úr garði nornarinnar. Í sögu Grimms- bræðranna giftist Garðabrúða heldur ekki prinsinum fyrr en hún er búin að eignast tvíbura og hann er orðinn blindur. Ævintýrin eru þannig oft mun drungalegri í útgáfu Grimmsbræðranna en í barna- sögunum, sem við þekkjum, enda voru þau ekki síður ætluð fullorðnum en börnum þegar Grimmsbræðurnir voru að skrifa þau niður þótt þau séu nú fyrst og fremst notuð sem barnasögur. Sögur fyrir börn og fullorðna Það er alltaf gaman að fara í berjamó á fal- legum haustdögum en nú í haust er það þó sérstaklega skemmtilegt þar sem svo mikið er af berjum alls staðar vegna veðurblíðunnar í sumar. Þegar þið komið heim úr berjaferð- inni getið þið notað berin út á skyr eða jógúrt eða notað tækifærið og bakað köku handa fjölskylunni eða vinum ykkar. Það sem þið þurfið ½ l bláber eða krækiber 1 dl sykur 3½ dl hveiti ¼ tsk salt 125 g smjörlíki Það sem þið gerið  Hitið ofninn í 175°.  Smyrjið eldfast mót og hellið berjunum á botninn.  Stráið helmingnum af sykrinum yfir berin.  Blandið afganginum af sykr- inum, saltinu og muldu smjör- líkinu saman við hveitið og hrærið það saman með sleif eða höndunum.  Hellið deiginu yfir berin í mótinu.  Bakið í ofninum í 30 mínútur. Bakið úr berjum Hvort á Stjáni að velja leið A eða B til að ná í svörtu kúluna? Reynið að finna út úr því að því án þess að nota puttana. Kúluspil Í ævintýrum kemur prinsinn oft á hvítum hesti til að bjarga prinsess- unni. Þið megið þó lita hestinn á myndinni í hvaða lit sem þið viljið. Knapinn getur líka alveg eins verið prinsessa eins og prins. Litið listavel Á hvítum hesti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.