Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 7
Á slóðinni www.visitdublin.com er hægt að fá vitneskju um það sem er á döfinni í Dublin á Írlandi. FERÐAÞJÓNUSTAN Hestasport- Ævintýraferðir í Skagafirði hefur verið starfrækt í aldarfjórðung. Fyrstu árin var fyrirtækið eingöngu með hestaferðir, en hefur á undan- förnum árum boðið í auknum mæli upp á alhliða ferðaþjónustu allan ársins hring. Liður í uppbyggingu fyrirtækisins er bygging smáhýsa- byggðarinnar í Varmahlíð. „Það hefur verið aukinn áhugi hjá fjölskyldum, samstarfsfólki, hinum ýmsu klúbbum og vinahópum að fara saman í stutt frí yfir veturinn eða lengja sumarið og fara snemma á vorin eða á haustin í Skagafjörðinn,“ segir Magnús Sigmundsson, fram- kvæmdastjóri Hestasports-Ævin- týraferða. „Við skipuleggjum útiveru fyrir gesti okkar en úr ótal mörgu er að velja hér á svæðinu allan ársins hring. Við bjóðum gestum að fara á kajaknámskeið annaðhvort í sund- laug eða úti í á. Þá bjóðum við leir- dúfuskytterí, klettasig, skemmtisigl- ingu út í Drangey, raftasiglingar, stangveiði og gestum stendur til boða að njóta skagfirskra gæðinga í skemmtilegum reiðtúrum. Í Skaga- firði er einnig hægt að spila golf, fara í skíðaferðir eða skreppa í mislangar gönguferðir. Við erum einnig með mörg athyglisverð söfn sem gestir geta valið úr en þau endurspegla sögu og menningu okkar.“ Ótal gönguleiðir Magnús segir að í Skagafirði og næsta nágrenni séu margar skemmtilegar gönguleiðir eins og Vesturfjallgarðurinn til dæmis. „Þá er farið um Litla-Vatnsskarð og Víðidal og niður í Kálfadal. Gist er í skála á Þúfnavöllum og göngugarp- arnir eru fræddir um forna búskap- arhætti, nytjajurtir sem á vegi verða og þá staði sem gengið er um. Þessi leið er líka góð fyrir göngu- skíðafólk yfir veturinn og er bæði þægileg og falleg. Aðrar styttri gönguleiðir eru margar, eins og ganga á Mælifellshnjúk eða Glóða- feykir. Leiti fólk að krefjandi verk- efni þá er Tröllaskaginn tilvalinn vettvangur. Geta tekið á móti stórum hópum Í sumar var hafist handa við að reisa smáhýsaþorpið í Varmahlíð. Magnús segir að þegar séu þrjú hús tilbúin, það fjórða á leiðinni og von- andi hægt að ljúka við byggingu tveggja húsa í viðbót næsta sumar. „Þetta eru lítil timburhús sem henta vel fyrir tvo gesti í uppbúnum rúmum en geta líka rúmað sex manns í svefnpokapláss. Húsin standa í þyrpingu og fyrir miðju er heitur pottur, upphlaðinn úr grjóti, sem rúmar 25–30 manns Í allt eigum við að geta tekið við 30 gestum. Í nágrenninu eru síðan or- lofshús, hótel og aðrir gistimöguleik- ar svo auðveldlega er hægt að taka á móti 150–200 manna hópi.“ Ný orlofshúsaþyrping í Varmahlíð í Skagafirði Útreiðartúrar, gönguferðir eða klettasig á veturna Morgunblaðið/Björn Björnsson Alls verða sex hús í orlofshúsaþyrpingunni í Skagafirði. Magnús Sigmundsson segir að ýmis afþreying standi ferðamönnum til boða á veturna. Í sumar var hafist handa við að reisa smáhýsabyggð í Varmahlíð í Skagafirði. Hesta- sport-Ævintýraferðir ásamt Bónushúsum ehf. standa að byggingu húsanna.  Hestasport-Ævintýraferðir P.O. Box 75560 Varmahlíð Tölvupóstfang: info@rafting.is Sími: 453 83 83 Fax:. 453 83 84 Vefslóðir: www.riding.is og www.rafting.is NÆSTA sumar munu Flugleiðir hefja vikulegt flug til München í Þýskalandi, Zürich í Sviss og Madríd á Spáni. Að sögn Helgu Árnadóttur, sölu- stjóra Flugleiða á Íslandi, verður einnig áný boðið upp á beint vikulegt flug til Berlínar í Þýskalandi og tvisvar í viku verður flogið til Helsinki í Finnlandi. Þá verður flogið tvisvar í viku til Orlando í Bandaríkjunum en fram að þessu hef- ur ekki verið flogið til Orlando á sumr- in. „Ástæður fyrir þessu aukna fram- boði af áfangastöðum eru margþættar. Við vonumst með þessu til að geta þjónað betur ferðaheildsölum okkar er- lendis og eins eru þessar borgir mjög skemmtilegar heim að sækja fyrir Ís- lendinga. Borgir eins og München og Zürich eru góður kostur þegar fólk vel- ur flug og bíl og Madrid þykir ekki síðri borg en Barcelona.“ Helga segir að lokum að Flugleiðir hafi verið með söluskrifstofu í Helsinki í nokkur ár og hafi náð góðum árangri í Íslandskynn- ingu þar. Með beinu flugi til Helsinki sjá Flugleiðir einnig fyrir sér möguleika fyrir Íslendinga til að ferðast yfir til Rússlands og Eystrasaltslandanna. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Marienplatz í miðbæ München. Flugleiðir hefja flug til Mün- chen og Madrid næsta sumar Skandinavíska lággjaldaflugfélagið Sterling kynnti í síðustu viku verð- lækkun á flugfarseðlum félagsins um allt að 60%. Farið milli Kaupmanna- hafnar og Óslóar kostar nú frá sex þúsund og upp í tólf þúsund krónur. Sterling lækkar fargjöldin Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgr. gjöld á flugvöllum). Aðrir litlir og stórir bílar 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið - Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. www.fylkir.is sími 456-3745 Bílaleigubílar Sumarhús DANMÖRKU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.