Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 C 7 Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík Gefandi og skemmtileg störf Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík auglýsir eftir fólki með metnað og áhuga til að starfa með fötluðum. Við leitum að þroskaþjálfum og stuðnings- fulltrúum til starfa. Um er að ræða heilar stöður og hlutastörf í vaktavinnu, helgarvinnu og dag- vinnu. Lausar eru m.a. eftirtaldar stöður: Sambýlið Mururima 4, morgun- og kvöldvakt- ir, 70% starf. Upplýsingar veitir Bjargey Hinriks- dóttir, forstöðuþroskaþjálfi í sími 587 4240. Sambýlið Sólheimum 21, næturvaktir, 37% og 44% störf, kvöld- og helgarvaktir, 50% starf. Upplýsingar veitir Ágústa Bragadóttir, for- stöðuþroskaþjálfi, í síma 553 1188. Sambýlið Trönuhólum 1, blandaðar vaktir tvær 100% stöður. Vegna samsetningar starfs- mannahópsins er sérstaklega óskað eftir karl- mönnum. Upplýsingar veita forstöðumenn og yfirþroskaþjálfi í síma 557 9760. Sambýlið Vættaborgum 82, kvöld- og helgar- vinna, 70% starf. Upplýsingar veitir Soffía Sigurðardóttir, forstöðuþroskaþjálfi, í síma 586 2253. Dagþjónusta Bæjarflöt 17, tvær 100% stöð- ur í dagvinnu. Upplýsingar veitir Dagbjörg Baldursdóttir, forstöðumaður, í síma 567 3155. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstof- unni, Síðumúla 39, 108 Reykjavík. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum ríkisins við ÞÍ eða SFR. Upplýsingar um önnur störf veitir Steinunn Guðmundsdóttir, launafulltrúi, í síma 533 1388. Umsóknafrestur er til 29. sept. nk. Umsóknir geta gilt í allt að 6 mánuði. Nuddarar/græðarar Nuddari óskast til starfa 4-6 tíma á dag 5 daga vikunnar (samkomulag). Endilega hafðu samband við nuddstofuna Umhyggju, s. 551 6146 eða í síma 894 0550. Félagsráðgjafi/ verkefnisstjóri Á borgarhlutaskrifstofu Félagsþjónustunnar í Reykjavík, Skúlagötu 21, er laust til umsóknar starf félagsráðgjafa/verkefnisstjóra. Borgar- hlutaskrifstofan sinnir félagslegri þjónustu við íbúa borgarinnar í miðbæ. Starfið er m.a. fólgið í afgreiðslu fjárhagsaðstoðar, félagslegri ráð- gjöf og stuðningi við einstaklinga og fjölskyld- ur. Einnig er um að ræða sérverkefni, m.a. á sviði og áfengis- og vímuefnamála. Menntunar- og hæfniskröfur: Starfsréttindanám í félagsráðgjöf eða önnur háskólamenntun á sviði félags-, uppeldis- eða sálarfræði. Þekking og reynsla af vinnslu stuðn- ingsmála og starfi á sviði áfengismála æskileg, einnig æskileg þekking á starfi á sviði félags- þjónustu. Lögð er áhersla á sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð, frumkvæði í starfi og hæfni í mannlegum samskiptum. Laun skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknir berist til Áshildar Emilsdóttur, for- stöðumanns, sem, ásamt Olgu Jónsdóttur, félagsráðgjafa, veitir nánari upplýsingar í síma 535 3100. Netföng: ashildure@fel.rvk.is og olgaj@fel.rvk.is Umsóknarfrestur er til 26. september 2003. Sjá einnig almennar auglýsingar um laus störf og starfsmannastefnu Félagsþjónustunnar á vefsíðunni:www.felagsthjonustan.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.