Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 10
10 C SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sjúkrahúsið Vogur Áfengisráðgjafar Auglýst eru laus störf áfengis- og vímuefnaráð- gjafa hjá Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann. Um er að ræða áhuga- verð störf er hefjast með 2ja ára starfsþjálfun sem fram fer á Sjúkrahúsinu Vogi og öðrum meðferðarstöðvum SÁÁ. Unnið er á vöktum á öllum starfsstöðvum SÁÁ. Upplýsingar gefur Hjalti Björnsson dagskrár- stjóri, hjalti@saa.is, sími 530 7660. Að loknu fjögurra ára starfi geta ráðgjafar þreytt alþjóðlegt próf hjá Félagi áfengisráð- gjafa, FÁR. Um er að ræða þrjár prófgráður, þar sem krafist er mismunandi menntunar og starfsreynslu. LAUS STÖRF • Stuðningsaðila í hlutastarf með fötluðu barni hjá Félagsþjónustunni • Aðstoðarskólastjóra í Hjallaskóla • Dægradvöl í Lindaskóla • Skrifstofustjóra á framkvæmda- og tæknisvið Leikskólakennara vantar í eftirtalda leikskóla: • Álfatún v/Álfatún, deildarstjóra • Fögrubrekku v/Fögrubrekku 100% • Smárahvamm v/Lækjasmára 100% • Smárahvamm v/Lækjasmára hlutastarf Einnig: • Leikskólasérkennara með umsjón • Talmeinafræðing í hlutastarf Nánari upplýsingar á: www.kopavogur.is og www.job.is KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands Laust er til umsóknar starf tölvunarfræðings. Um er að ræða vinnu sem tengist rannsókn á áhrifum bóluefnis gegn HPV veirusýkingum og felst m.a. í gagnagrunnsvinnslu. Reiknað er með að verkefnið vari í 2-3 ár m.v. 50% starf. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi til að bera reynslu í notkun Oracle gagnagrunns, frum- kvæði, nákvæmni, skipulagshæfileika og áhuga á heilbrigðismálum. Auk þess gott vald á ensku, munnlegri og skriflegri. Nánari upplýsingar veitir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrárinnar, í síma 540 1900 dagana 15. og 16. september milli kl. 13 og 14. Skriflegar umsóknir skulu merktar á eftirfarandi hátt: Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands, b.t. Laufeyjar Tryggvadóttur, Skógarhlíð 8, pósthólf 5420, 125 R. Matreiðslumaður óskast til starfa á Fosshótel Húsavík Einnig vantar nema í matreiðslu. Nánari upplýsingar veitir hótelstjóri í síma 464 1220 eða á netfang thorhallur@fosshotel.is Alþjóðlegt fyrirtæki Fyrirtæki sem starfar í um 100 þjóðlönd- um hefur nú þegar opnað þjónustumið- stöð hér á Íslandi. Leitum að metnaðarfullu, ábyggilegu, framsæknu fólki. Fólki sem vill ná langt í samstilltum hópi, verður að geta unnið sjálfstætt og skipulagt sig vel. Mjög góðir tekjumögu- leikar. Hlutastarf: 50—150 þús. á mánuði. Fullt starf: 200—600 þús. á mánuði. Við munum hitta áhugasama umsækj- endur í vikunni. Hafið samband í síma 822 8241 eða sendið okkur tölvupóst á doramagg@hotmail.com. Afgreiðslustarf Afgreiðslustarf í boði hálfan daginn í búta- saumsdeild Virku. Vinnutími er frá kl. 10—14 aðra vikuna og frá kl. 14—18 hina. Reyklaus vinnustaður. Upplýsingar gefur Guðfinna í síma 899 5760. Mörkinni 3, 108 Reykjavík. Öflugt og vaxandi fyrirtæki á sviði SMS lausna og auglýsinga óskar eftir að ráða sprækan sölustjóra Helstu verkefni eru:  Hugmyndavinna að nýrri þjónustu.  Sala hugmynda til fyrirtækja, samtaka og annarra markhópa.  Innleiðing og umsjón með verkefnum.  Öflun nýrra viðskiptavina.  Halda virkum tengslum við núverandi viðskiptavini. Þú þarft að:  Sýna traust í öllum samskiptum.  Vera frjór í hugsun.  Vinnusamur.  Geta unnið sjálfstætt og einnig að starfa sem virkur liðsmaður.  Hafa reynslu af sölustörfum og auglýsinga- málum.  Hafa þekkingu á tölvum og fjarskiptum. Fyrirtækið er ungt og með tryggar tekjur og góða og vaxandi stöðu á markaðnum. Starfað er með öflugum samstarfsaðilum og mikið er lagt upp úr góðum vinnuanda og sam- heldni. Þeim, sem áhuga hafa á að takast á við þetta verkefni, er boðið að senda umsókn eða fyrir- spurnir x@x.i Sjúkraþjálfari Seljahlíð — heimili aldraðra, Hjallaseli 55 — auglýsir laust til umsóknar starf sjúkraþjálfara. Um er að ræða 56% starf. Vinnutími er frá kl. 8.30-13.00 virka daga og afnot af aðstöðunni til einkareksturs utan þess tíma gegn leigu- gjaldi. Í Seljahlíð búa 83 einstaklingar, þar af 28 í hjúkrunarrýmum. Laun skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 15. október 2003. Allar nánari upplýsingar veita Margrét Á. Ósvaldsdóttir, hjúkrunarfræðingur, netfang: margretos@fel.rvk.is og María Gísladóttir, for- stöðumaður, netfang: mariagi@fel.rvk.is á staðnum, Hjallaseli 55, eða í síma 540 2400 milli kl.10:00 og 14:00 alla virka daga. Sjá einnig almennar upplýsingar um laus störf og starfsmannastefnu Félagsþjónustunnar á vefsíðunni: www.felagsthjonustan.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.