Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 C 13 Krabbameinsfélagið Styrkir til krabba- meinsrannsókna o.fl. Sjóður Kristínar Björnsdóttur auglýsir styrki til að rannsaka krabbamein í börnum og unglingum og til aðhlynn- ingar krabbameinssjúkra barna. Minningarsjóður Ingibjargar Guðjónsdóttur Johnsen auglýsir styrki til rannsókna á krabba- meini og til tækjakaupa. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heima- síðu Krabbameinsfélagsins, www.krabb.is. Frestur til að skila umsóknum er 24. október 2003 á skrifstofu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, 125 Reykjavík. Tilgreina skal í hvorn sjóðinn er sótt. ÚU T B O Ð Útboð nr. 13376 133676 Specialist Consulting Services The Icelandic State Tranding Centre Ríkiskaup on behaf of Austurhöfn-TR ehf., en inderpend- ent legal entity, owned by the Icelandic State and the City of Reykjavík, nov invites proposals/ tenders to provide specialist consulting services for a concert hall and conference centre in Reykjavík. The services include needs analysis and programming, operating budget analysis, space planning and technical specifications reg- arding acoustics, sound insulation and technical equipment, assistance in pre-qualification of contractors, tendering support and supervision of final design. The RFP documents will be available at the offices of The Icelandic Trading Centre Ríkis- kaup, Bortartúni 7, 105 Reykjavík, Icelend from Monday September 15th. The proposals will be opened at the same location on 14.00 hrs October 21, 2003. Price of RFP documents is IKR 6.000. 13376 Sérfræðiráðgjöf Ríkiskaup, f.h. Asturhafnar-TR ehf., einka- hlutafélags í eigu íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar, óska eftir tilboðum í sérfræðilega ráðgjöf vegna Tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar í Reykjavík. Verk- efnið nær til þarfgreiningar og forsagnar, áætlunar um rekstur, forsagnar um stærðir og eiginleika, tæknilegra krafna varðandi hljómburð, hljóðeinangrun og tækni- búnað, aðstoð við forval og útboð, auk eft- irlits með endanlegri hönnun. Tilboðum skal skila til Ríkiskaupa, Borg- artúni 7, 108 Reykjavík, þriðjudaginn 21. október 2003 kl. 14.00, þar sem þau verða opnuð. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu hjá Ríkiskaupum mánudaginn 15. septem- ber. Verð útboðsgagna er kr. 6.000. ÚU T B O Ð Eftirfarandi útboð er til sýnis og sölu á skrif- stofu Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík: * Nýtt í auglýsingu 13383 Stálþil fyrir Ólafsfjarðarhöfn. Opnun 30. september 2003 kl. 14.00. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 6.000 frá og með miðvikudegin- um 17. september. Menntamálaráðuneytið Styrkir til leiklistarstarfsemi Auglýst er eftir umsóknum um styrki á árinu 2004 til starfsemi atvinnuleikhópa, er ekki hafa sérgreinda fjárveitingu á fjárlögum. Umsóknir gætu miðast við einstök verkefni eða samfellt starf til lengri tíma og verður afstaða tekin til skiptingar fjárins eftir eðli umsóknanna og eftir því sem fé á fjárlögum 2004 í þessu skyni kann að segja til um. Umsóknir skulu berast til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir kl. 16:00 mánudaginn 17. nóvember nk. á eyðublöðum sem þar fást. Eyðublöðin er einnig að finna á vef ráðuneytis- ins, www.menntamalaraduneyti.is . Vakin er sérstaklega athygli á að umsóknar- frestur er til 17. nóvember 2003. Menntamálaráðuneytið, 12. september 2003. menntamalaraduneyti.is TILKYNNINGAR Stjórn listamannalauna Listamannalaun 2004 Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa listamönnum til úthlutunar árið 2004, í samræmi við ákvæði laga nr. 35/1991 með áorðnum breytingum. Starfslaunin eru veitt úr fjórum sjóðum þ.e.: 1. Launasjóði rithöfunda 2. Launasjóði myndlistarmanna 3. Tónskáldasjóði 4. Listasjóði Umsóknir einstaklinga, ásamt fylgigögnum, skulu hafa borist Stjórn listamannalauna, menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöðum fyrir kl. 16:00 mánudaginn 17. nóvember 2003. Umsóknir skulu auðkenndar „Starfslaun lista- manna 2004“ og tilgreindur sá sjóður sem sótt er um laun til. Umsóknareyðublöð fást hjá menntamálaráðuneytinu. Heimilt er að veita starfslaun úr Listasjóði til stuðnings leikhópum, enda verði þeim varið til greiðslu starfslauna til einstakra leikhúslista- manna. Umsóknir leikhópa til Listasjóðs fyrir einstaka leikhúslistamenn, ásamt fylgigögnum, skulu berast Stjórn listamannalauna, mennta- málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykja- vík, á þar til gerðum eyðublöðum fyrir kl. 16.00 mánudaginn 17. nóvember 2003. Umsóknir skulu auðkenndar „Starfslaun listamanna 2004 - leikhópar“. Umsóknareyðublöð fást hjá menntamálaráðuneytinu. Athugið að hafi umsækjandi áður hlotið starfs- laun verður umsókn hans því aðeins tekin til umfjöllunar að hann hafi skilað Stjórn lista- mannalauna skýrslu um störf sín í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 35/1991 með áorðnum breytingum. Vakin er athygli á að hægt er að ná í umsóknar- eyðublöð á heimasíðu Stjórnar listamanna- launa. Veffangið er: http://www.mmedia.is/listlaun . Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 17. nóvember nk. Stjórn listamannalauna, 12. september 2003. Nýsköpunarsjóður tónlistar — Musica Nova Nýsköpunarsjóður tónlistar — Musica Nova auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til nýsköpunar í tónlist. Tilgangur sjóðsins er: a. Að stuðla að nýsköpun metnaðarfullrar íslenskrar tónlistar. b. Að styrkja hin ýmsu svið tónsköpunar og koma þannig til móts við framþróun og aukna menntun á sviði tónlistar. c. Að auka atvinnuskapandi tækifæri í tónlistar- lífi Íslendinga og stuðla þannig að fjöl- breyttri menningu. Í samræmi við tilgang sjóðsins skal úthluta styrkjum úr honum til pöntunar tónverka eftir því sem fjárhagur sjóðsins leyfir. Umsækjend- ur koma úr röðum flytjenda, og tónleikahald- ara. Umsóknum skal skila til: Nýsköpunarsjóður tónlistar – Musica Nova, Laufásvegi 40, 101 Reykjavík Í umsóknum skulu koma fram nákvæmar upp- lýsingar um tónverkið, s.s. hljóðfæraskipan, tímalengd, áætlaðan samningstíma og frum- flutning. Umsóknarfrestur er til 1. 10. 2003 og verður afgreiðslu umsókna lokið um miðjan október. Styrkir til söngnáms Söngvarasjóður FÍL auglýsir styrki til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa lokið 8. stigs prófi í söng eða viðurkenndu söngnámi. Hljóðupp- taka með söng umsækjanda skal fylgja um- sókninni. Umsóknarfrestur er til 15. október. Allar nánari uppl. veitir Stefán Arngrímsson í símum 557 3787 og 660 5779.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.