Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 7
hvalveiðiskipi, var með í leiðangri sprengjuflug- véla flotans til að aðstoða menn við að koma á auga á hvalina og hindra að gerð yrði sprengju- árás á hvali sem nýttir eru í atvinnuskyni en þeir halda sig einnig á umræddu svæði,“ segir í blaðinu. „[Agnar] Guðmundsson skipstjóri sagði að í fyrra hefðu skemmdir á netunum valdið því að hætta hefði verið á að veiðitímabilið styttist um helming áður en flotinn kom til aðstoðar. Sprengjuárásir eftirlitsvélanna hefðu gert sjó- mönnunum kleift að ljúka vertíðinni og uppfylla mikilvæga viðskiptasamninga fyrir Ísland. Vopnaðar 350 punda djúpsprengjum [Agnar] Guðmundsson skipstjóri sagði að beiðninni um hjálp hefði á þessu ári verið komið á framfæri um leið og sást til hvalanna svo að hægt væri að drepa þá eða reka þá á flótta áður en þeir yllu miklu tjóni. VP-7-sprengjuvélarnar voru hlaðnar 350 punda djúpsprengjum og flugu af stað frá NATO-stöðinni í Keflavík og voru við gæslu- störf á hafinu norðan við heimskautsbaug þegar sást til hvalanna. Djúpsprengjunum var varpað í miðja vöðu þegar flogið var lágt yfir hana. Hvalir sem ekki drápust við sprengingarnar urðu hræddir við hávaðann og flúðu svæðið. Að sögn [Agnars] Guðmundssonar skipstjóra gæti truflunin sem sprengjurnar ollu ef til vill dugað til að halda hvölunum frá miðunum.“ The White Falcon heldur áfram að fylgjast með hvalaleiðöngrunum. Laugardaginn 20. október sama ár er sagt að VP-7-flugsveitin hafi „drepið á að giska 50 háhyrninga sl. þriðjudag“ í annarri árásarferð sinni gegn háhyrningum á því ári. „Að sögn talsmanns flotans tók árás- arferðin hálfa aðra klukkustund en áður höfðu sjómenn á svæðinu skýrt frá stórri háhyrninga- vöðu þar. Að þessum fimmtíu hvölum meðtöldum er alls búið að drepa á að giska 70 hvali á árinu. Þetta er þriðja árið í röð sem liðsmenn varnarliðsins hafa tekið þátt í að drepa spendýrin.“ Agnar Guðmundsson, sem nú er látinn, var sem fyrr um borð í vélinni og með honum nokkr- ir aðrir Íslendingar. Haft er eftir talsmanni flot- ans að flugmennirnir séu reiðubúnir að leggja af stað í árásir á hvali nokkrum mínútum eftir að sjómenn segist hafa komið auga á dýrin. Síðasta frásögnin af hvaladrápinu er frá 18. maí 1957 en þar er sagt að ein af flugsveitum flotans, VP-5, hafi 7. maí grandað sjö háhyrn- ingum í grennd við Reykjanesskaga. Auk áhafn- arinnar hafi Agnar Guðmundsson verið um borð, einnig fulltrúi hagsmunaaðila í íslenskum sjávarútvegi og loks skytta af hvalbát. Ein sprengja dugði á vöðuna „Mennirnir komu auga á sex hvali um 20 míl- ur undan suðvesturströnd Íslands og voru hval- irnir þá að búa sig undir að ráðast á reknet sem fiskibátur var með í togi. Áður en flugmaðurinn gat varpað sprengjum á hvalina varð hann að hrekja þá á brott frá skipinu með því að fljúga nokkrum sinnum lágt yfir þá. Þegar þeir voru komnir nógu langt frá því dugði ein djúpsprengja, gerð til að granda kafbát, til þess að drepa alla vöðuna enda heppn- aðist miðunin vel.“ Minnt er á að það tíðkist í flotanum að fagna með glensi þegar veiðin tekst vel og virðist vera átt við jafnt kafbátaveiðar sem hvaladráp. Mynd af hval „var máluð á nefið á flugvél Moberlys liðsforingja og fyrir neðan orðin „Moberly Dick“. [Vísað er til skáldsögu Hermans Melville um hvíta hvalinn Moby Dick.] Ekki er þess getið í The White Falcon að nokkur af liðsmönnum varnarliðsins hafi verið svo ósvífinn að hreyfa mótmælum og benda á að hvergi í varnarsamningnum væri sagt að Bandaríkjamenn ættu að verja Ísland fyrir dýr- um. Ekki er heldur getið um mótmæli dýra- verndarsinna. Vistin á berangrinum á Miðnes- heiði var mörgum hermanninum þolraun, einkum vegna leiðinda í fásinninu og hermenn máttu aðeins hafa takmörkuð samskipti við Ís- lendinga utan vallarsvæðisins. Freistandi er að álykta að hvalaleiðangrarnir hafi verið mörgum kærkomin tilbreyting þótt varla hafi mönnum fundist þetta hetjulegt skytterí. ýma miskunnarlaust“ AP verfis torfuna til að þétta hana áður en árásin hefst. Úr Íslensk skip eftir Jón Björnsson. Hafnfirðingur GK 330 sem þeir Þórir og Gunnar voru á. Skipið var 65 tonna eikarbátur, smíðaður í Dan- mörku 1947 og í eigu Stefnis h/f í Hafnarfirði. Þeir félagar segja Hafnfirðing hafa verið „listasjóskip“. kjon@mbl.is töskum og með hermannanesti, „súkkulaði og annað dót“. Báðir voru með riffla og mikið af skotfærum. Annar riffillinn var öflugur og sjálf- virkur, búinn sjónauka, hinn nokkru minni. – En hvernig stóðu þeir sig? „Annar var nokkuð seigur,“ segja þeir. „Hann var allan tímann uppi og virtist vera spenntur fyrir þessu, hafa gaman af. Hinn varð strax sjó- veikur, alveg fárveikur. Hann fór að vísu upp á dekk, fram á stefnið og lagðist þar niður með byssuna. En hann var fljótur niður aftur og lík- lega náði hann ekki að skjóta nokkru skoti. Þá fékk einn hásetanna byssuna hans lánaða og skaut eitthvað og líklega skaut einn háseti í við- bót. Þeir kunnu þó að standa ölduna, það var al- veg á hreinu. Hinn var allan tímann uppi í brú með sinn riffil og skaut í allar áttir. Hann var harður af sér og skaut meira að segja í sundur einn eða tvo vanta hjá okkur! Dekkið við brúna var alveg þakið tóm- um skothylkjum, þau runnu til í veltingnum. Og þeir voru með nóg af skotfærum.“ Sáu einn dauðan háhyrning – Fór á milli mála að ætlunin var að reyna að skjóta dýrin, menn ætluðu ekki bara að hræða þau? „Nei, það var alveg ljóst, menn ætluðu að drepa þau og við sáum blóð í sjónum eftir skot- hríðina. Þessi dýr ollu miklu tjóni, tættu í sundur netin og stundum var allt í henglum, það var nóg að gera á netaverkstæðunum. Einn skipstjórinn reyndi að hífa dauðan háhyrning upp úr sjónum með bómunni en hún brotnaði, þoldi alls ekki svona mikinn þunga. Þetta var eini dauði háhyrn- ingurinn sem við sáum þennan dag.“ Ekki vita þeir til þess að hermenn hafi verið sendir út með síldarbátum annars staðar en á Faxaflóa en muna eftir frásögnum af sprengju- árásunum sem síðar voru gerðar úr lofti á hval- ina. – Hvert var upphafið að þessum aðgerðum? Rædduð þið skipverjarnir um þær og hvað fannst ykkur? „Við tókum þátt í þessu alveg af lífi og sál!“ segir Gunnar og hlær. „Þetta voru skaðræð- isskepnur hérna á miðunum. Þeim fór fjölgandi ár frá ári.“ Hann telur að skýringin geti verið að meira hafi verið af síld en áður og hvalir elti hana gjarnan, syndi í kringum torfurnar til að þétta þær áður en lagt er til atlögu. En hann efast um að drápin hafi haft umtalsverð áhrif, þau hafi ef til vill fækkað eitthvað dýrunum og fælt þau burt í svolítinn tíma en síðan hafi þau komið aftur. Engir hvalavinir um borð „Ég man að menn voru eitthvað að ræða um þetta á sínum tíma í talstöðvunum, að eitthvað þyrfti að gera í málinu,“ segir Þórir. „En það þurfti náttúrulega að fara í gegnum ríkisstjórnina þegar varnarliðið var beðið um aðstoð, annað var útilokað. Það voru engir hvalavinir um borð og ekkert spáð í það hvort það væri í lagi að fara svona með dýrin. Það var bara ákveðið að reyna að koma þessum skepnum burt, með öllum ráðum og ekkert reynt að fela það. Ég held að enginn hafi verið á móti þessu þá. En þetta var alvörumál á þessum tíma. Menn vildu losna við skepnurnar til þess að hægt væri að veiða síldina í friði fyrir þeim,“ segir Þórir að lokum. kjon@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 B 7 Lockheed Neptune-flugvélarnar, sem notaðar voru hér við land til sprengjuárása á háhyrninga á sjötta áratugnum, voru árum saman notaðar til eftirlitsflugs hér við land. Bandaríkjamenn notuðu vélar af þessari gerð víða um heim og voru þær kallaðar „augu og eyru flotans“. Lockheed Neptune-vélin var hönnuð í lok síðari heimsstyrjaldar í þeim tilgangi að finna og ráðast á skip og kafbáta. Voru fyrstu vélarnar teknar í notkun 1947. Fyrstu Neptune vélarnar komu til Keflavíkurflugvallar í október 1951. Þær vélar sem hér voru á síðari hluta sjötta ára- tugarins voru af gerðinni sem sést á meðfylgjandi mynd, nefndar P2V-5F, sem þýðir fimmta framleiðslugerð vélarinnar P2, með þotuhreyflum undir vængjum. Þessi endurbót með þotu- hreyflana gerbreytti flugeiginleikum vélanna og urðu þær mun öruggari fyrir bragðið. Aftast á skrokknum er segulsjáin, sem fann kafbáta með því að mæla breytingar í segulsviði. Nokkrar vélar af Neptune-gerð fórust hér á landi, bæði á Keflavíkurflugvelli, á Mýrdalsjökli og í hafinu kringum landið. Þær voru hér við eftirlitsstörf þar til 1966, að fyrstu gerðir Lock- heed Orion-vélanna leystu þær af hólmi. Flugvélin á myndinni er úr flugsveitinni VP-26, sem enn kemur öðru hverju til landsins með P-3C Orion-vélar. Myndin er tekin í marz eða apríl 1958 og er úr safni Baldurs Sveinssonar. Ljósmynd/Baldur Sveinsson „Augu og eyru“ flotans SVONEFND bít-kynslóð í Bandaríkjunum er oft kennd við rithöfundinn Jack Kerouac og sögu hans, Á vegum úti, en einnig ljóðskáld á borð við Allen Ginsberg og Michael McClure. Hinn síð- arnefndi settist að í Kali- forníu og var mikill um- hverfisverndarsinni auk þess sem hann varð hug- fanginn af zen-búddisma. McClure mun hafa samið ásamt Janis Joplin textann við rokkrímu hennar, Mercedes Benz. Þar kvartar söngkonan und- an því að vinir hennar aki allir um á Porsche og biður hún Skaparann um að gefa sér Mercedes Benz – og litasjónvarp. Í apríl 1954 birti vikuritið Time stutta frétt þar sem sagði frá því að 79 bandarískir her- menn, dauðleiðir á vistinni í stöð Atlantshafs- bandalagsins á Íslandi, hefðu verið látnir „myrða vöðu um 100 háhyrninga“. Þessi frétt varð McClure yrkisefni. Hann segir einnig í einu ljóði sínu, Scratching the Beat Surface, að maður sem ekki viðurkenni að hann sé dýr sé í reynd síðri dýrunum, ekki æðri þeim. Ginsberg og fjögur önnur beat-skáld, þ.á m. McClure, lásu upp verk sín á samkomu í San Francisco árið 1955. McClure, klæddur biksvörtum fötum, flutti þá ljóð sitt, For the Death of 100 Whales, sem snara mætti með heitinu Í minningu 100 hvala. Þar er háhyrn- ingunum líkt við skip úr holdi, þeir sagðir vera með heila á stærð við tebolla en kjaft á stærð við dyr. En jafnframt er dauði dýranna sagður minna á myndir spænska málarans Goya sem lýsti stríðshörmungum á Spáni upp úr 1800. McClure líkir drápinu á hvölunum við krossfestingu Frelsarans en munurinn sé að enginn æðri tilgangur sé með athöfninni, eng- in aflausn neinna synda. Hvalurinn sé aðeins spendýr, engar kirkjur séu í hafinu, þar sé enginn heilagleiki. Ljóðið er birt á heimasíðu McClure. Gagnrýnandi ritsins Poetry Flash var mjög hrifinn af ljóðinu, hann sagði að McClure hefði borið hvert orð fram með eins konar „ólund- arlegri vandvirkni“, undirstrikað merkinguna með handsveiflum og viðstaddir hafi setið sem bergnumdir. „Í minningu 100 hvala“ Michael McClure Háhyrningadrápin urðu kveikjan að einu fyrsta bít-ljóðinu vestra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.