Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 6
6 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 26|9|2003 MORGUNBLAÐIÐ Sævar Guðmundsson hefur leikið sér að því að hanna boli, eða öllu heldur myndir framan á þá. Það gerir hann með því að nýta sér vefsíðuna cafepress- .com. Þangað getur hver sem er sent inn mynd, sem síðan er sett framan á ýmiskonar varning, aðallega boli. Hver hönnuður fær eigin síðu og hægt er að panta allar tegundir af bolum, töskur, bangsa og margt fleira með skreytingu hönnuðarins. Hönnuð- urinn ræður álagningunni og fær hana í eigin vasa. Hvernig datt þér þetta í hug? „Ég var búinn að vera að kaupa boli úr Rúmfata- lagernum og straua mynd framan á þá, þegar ég rakst á þessa síðu. Ég sá að þetta var mun auðveld- ari leið við bolaframleiðsluna og sendi inn mynd sem ég hafði verið að vinna við, með hring utan um þessa frægu Che Guevara mynd og strik yfir.“ Hvað hefurðu á móti Che Guevara? „Ég held að flestir viti lítið um þennan mann og telji hann jafnvel vera frelsishetju, en sannleikurinn er sá að hann lét taka fólk af lífi án dóms og laga. Hann átti stóran þátt í að koma á kommúnista- stjórninni sem er enn á Kúbu. Eðli kommúnismans er að drepa niður allt frumkvæði fólksins og beita til þess harðstjórn. Maður sem stuðlar að því getur aldrei verið hetja í mínum augum.“ Geturðu hugsað þér framtíð í fatahönnun? „Nei.“ Ert þú þessi dæmigerði ungi íslenski fatahönnuður? „Alls ekki.“ |ivarpall@mbl.is Þeir sem hafa gengið fram hjá Nonnabúð á horni Laugavegar og Smiðjustígs hafa ef- laust tekið eftir bolum með áprentuðum hauskúpum í glugganum. Bolirnir hafa verið vinsælir svo og fleiri hlutir með hauskúpum, sem eru hannaðir af eigandanum Jóni Sæ- mundi Auðarsyni undir nafninu Dead. Strák- arnir í Singapore Sling skörtuðu t.d. svörtum bindum frá honum með röð af hvítum haus- kúpum á tónleikum á Grand Rokki nýlega. Hauskúpur eru líka óneitanlega tákn sjó- ræningja og geta vinsældir þeirra líka tengst hinum óvænta sumarsmelli Sjóræningjum Karíbahafsins, sem skartar Johnny Depp í aðalhlutverki en hann er óneitanlega rokk- aður og mikill töffari í hlutverki sínu sem skipstjórinn Jack Sparrow. „Góð auglýsing fyrir mig,“ segir Jón Sæ- mundur um sjóræningjamyndina. „Ég hef alltaf reynt að vera á réttum stað á réttum tíma,“ segir hann en það eru nýir jakkar á leiðinni í búðina sem hann segir frekar sjó- ræningjalega. „Merkið heitir Dead og þar er hauskúpan aðaltáknið. Ég er að vinna bæði boli, jakka, húfur, bindi og alls kyns dót,“ segir Jón Sæmundur en merkið er um ársgamalt en búðin opnaði snemmsumars og hefur hlotið góðar viðtökur. Svo vel gengur hjá honum að hann ætlar að opna sölusíðu á slóðinni Dead.is um mán- aðamótin en sem stendur er þar aðeins að finna ýmsar upplýsingar um búðina. „Ég geri þetta aðallega vegna eftirspurnar frá Færeyjum, ég hef verið að selja svolítið þar. Og líka frá útlendingum alls staðar að sem hafa komið hérna við og finnst þetta flottasta búð á Ís- landi,“ segir Jón Sæmundur. „Búðina sjálfa lít ég á sem gjörning, inn- setningu og skúlptur. Allt sem er hérna inni hannaði ég sjálfur.“ Jón Sæmundur hefur líka vakið athygli fyr- ir störf sín sem myndlistarmaður. „Ég hef verið að vinna með dauðann í myndlistinni hjá mér. Þar kemur þetta nafn inn,“ segir hann. „Og hauskúpan er tákn fyrir dauðann. Hann bendir á að dauðinn sé allt í kring- um okkur og „aðalfréttamaturinn“. „Það verður ekki hjá því komist að lítill drengur hérna uppi á Íslandi verði fyrir áhrifum af þessu.“ Jón Sæmundur hefur greinilega hugsað mikið um hvað hauskúpan táknar. „Á bak við grímuna erum við öll eins burtséð frá kyn- þætti, litarhætti eða trúarbrögðum. Þá hlýtur hauskúpan að vera sameiningartákn alls mannkyns.“ |ingarun@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Morgunblaðið/Þorkell BOLA- BRÖGÐ CAFEPRESS.COM SAMEININGARTÁKN ALLS MANNKYNS HAUSKÚPUBOLIR Í NONNABÚÐ Það er búið að stökkbreyta íslensku sauðkindinni í íslensku ókindina. Það gerði hópur hönnuða sem hefur yfirskriftina Icelandic Killer Sheep og selur boli með sömu áletrun. „Þetta er selt í einni búð við Laugaveginn, Dixie Company, og gengur vel,“ segir Valur Þór Gunnarsson, sem er einn af hugmyndasmiðunum. „Við erum rétt að byrja, fórum ró- lega af stað, en höfum fengið góðar viðtökur. Bolirnir áttu að vera nýr valkostur í flóru stuttermabola með víkinga eða lunda fram- an á og voru fyrst og fremst hugsaðir fyrir ferðamenn, en síðan hefur unga fólkið líka sótt mikið í þá. Það er eitthvað sem hittir í mark, hjartað á fólki; það er greinilega sauðkindin.“ Hópurinn stóð einnig að samkeppni með Reykjavik Grapevine um hugmyndir að stuttermabolum og vann strákur frá Amst- erdam. „Hann var með hugmynd að bol með áletruninni Gambling in Iceland og mynd af spilakassa með hjólum sem snú- ast í þremur gluggum og upp koma ólík af- brigði af veðri.“ Hópurinn setur markið hátt. „Á stefnu- skránni eru umhverfismál; við viljum vernda hálendið og koma í veg fyrir að fleiri kindum verði stökkbreytt í íslensku ókindina.“ |pebl@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg ÍSLENSKA ÓKINDIN ICELANDIC KILLER SHEEP HRAFNHILDUR MAGN- ÚSDÓTTIR VERSLUNAREIG- ANDI MEÐ BOLINA GÓÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.