Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26|9|2003 | FÓLKÐ | 13 Úlpur Mikið úrval Verð frá 5.990 Gallabuxur áður 5.990 nú 3.990 Peysur áður 5.990 nú 3.990 Bolir frá 1.990 Laugavegi 54, sími 552 5201 bíóvefur mbl.is • Upplýsingar • Sýningar tími • Söguþráður • Myndskeið Kíktu á mbl.is Fylgstu með hvað er að gerast í bíó Morgunblaðið/Jim Smart „Það kemur allavega fólk. Einu sinni var SS að taka auglýsingu og byrjuðum við fimm á sunnudagsmorgni. Það var ekki opið og við vorum ekki með neinar pylsur eða neitt. Þá var enn fólk í bænum og um sjöleytið kom mjög lágvaxinn maður, sem náði ekki upp fyrir lúguna og vildi kaupa pylsu. Ég sagði honum að það væri ekki opið, því það væri verið að taka auglýsingu. Þá sagði hann: „Heyrðu ég er svo lítill að ég sést ekki í mynd. Get ég ekki fengið pylsu? Hann hélt að það væri í lagi af því að hann sæist ekki í mynd.“ „Fyrir mörgum árum var strákur að vinna hjá mér, sem var líka í námi í sál- fræði í Háskólanum. Nýir starfsmenn eru alltaf í þjálfun hjá öðrum fyrstu nóttina. Fyrstu nóttina skildi leiðbein- andinn ekkert í því að strákurinn var sestur á koll og gerði ekki neitt. Þeg- ar hann var spurður af hverju, þá sagð- ist hann hafa uppgötvað meira um hegðun mannskepnunnar á þessu eina kvöldi en í öllu náminu í Háskól- anum. Honum féllust hendur.“ „Það hafa alveg örugglega komið börn undir við vagninn. Stundum þegar ég hef komið klukkan sex eða sjö á morgnana hefur fólk verið að gera ýmislegt, sem er nú ekki prenthæft. Fyrir nokkrum árum voru ítölsk herskip í höfn. Þeir vöktu rosalega lukku, dátarnir, hjá íslensku stelpunum. Það var svo- leiðis traffíkin. Þeir sem voru að vinna þessa helgi kvörtuðu yfir því að nokkrar stelpur vildu athuga hvort þeir töluðu ítölsku. Þá voru dátarnir ekki sleipir í ensku og þær vildu geta tjáð sig betur.“ „Það er svo margt sem hefur gerst þarna. Ég hef voða- lega gaman af útlendingunum á næturlífinu. Þeir koma kannski til að djamma, en við höfum lent í því að út- lendingarnir komi tvisvar til þrisvar á nóttu af því þeim hefur þótt pylsan svo rosalega góð.“ „Mannlífið þarna getur verið ofsalega skemmtilegt, svona framan af. Ég veit til þess að fólk hefur kynnst þarna í biðröð og úr því orðið hjónaband og börn. Ég veit meira að segja um hjón sem komu beint úr kirkjunni, hún í hefðbundnum brúðarkjól og hann í kjólfötum, af því þau kynntust í röðinni. Ég á mynd af þeim þar sem þau eru að fá sér pylsu áður en þau fóru í veisluna.“ STAÐURINN | Bæjarins beztu | Miðbænum „Það hefur nú ýmislegt gerst þarna,“ segir Guðrún Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu, sem skrifað er með zetu „því pylsuvagninn er svo gamall“. Hann var opnaður fyrst árið 1934 í Austurstræti við gamla kolasundið og fluttist á planið við Tryggvagötu upp úr 1960. Um helgar er opið til milli fjögur og sex á næturnar, eftir því hvernig traffíkin er í bænum.“ |pebl@mbl.is MANNLÍFIÐ EFTIR MIÐNÆTTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.